Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Síða 11
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997
enmng
u
Sveinn Einarsson situr glaðbeittur í kjöltu Steins Winge fyrir miðri mynd, en á bak viö Svein stendur Elín Óskars-
dóttir. Aðrir eru frá vinstri: Kjell Magnus Sandve (sem syngur Magnús konung), Toril Carlsen, Per Vollestad, Pelle
Gustavsen, John Kristian Alsaker, Roar Leinan, Norunn lllevold Giske, Knut Stiklestad (Ingi konungur), Oystein Dill-
an Vardehaug, Roar Wik og Svein Dahl.
Friðkolla
Sagan segir að Magnús berfætt-
ur Noregskonungur hafi orðið ást-
fanginn af Margréti, dóttur Inga
Svíakonungs og hún hafi tekið
honum með því skilyrði að friður
kæmist á milli norrænu þjóðanna.
Ósk hennar var uppfyllt og eftir
það hlaut hún viðurnefnið Frið-
kolla. Ekki entist sá friður þó út
ævi hennar, því hún lifði löngu og
ævintýralegu lífi og átti fleiri eig-
inmenn en Magnús, sem varð
skammlífur.
En því er Friðkolla á vörum
margra tónlistarmanna á Norður-
löndum nú að það er verið að setja
upp óperu um hana sem norska
tónskáldið Martin Andreas Udbye
lauk við að semja árið 1858. Frum-
sýningin verður 1. febrúar.
Einu sinni áður hefur verið
reynt að setja óperuna upp, það
var árið 1877 í Leikhúsi Kristjaníu.
Sagt er að tveir dökkklæddir
herramenn hafi ávarpað Udbye
þegar hann steig út úr lestinni í
Kristjaníu og spurt hann hvort
hann væri þangað kominn til að
sjá frumsýningu óperu sinnar.
„Já,“ svaraði tónskáldið glaður og
hreykinn. „Það er því miður ekki
hægt,“ sögðu ábúðarmiklu menn-
irnir. „Af hverju ekki?“ spurði tón-
skáldið og setti upp skeifu. „Af þvi
að leikhúsið brann til grunna í
nótt,“ var svarið.
Vonandi fer ekki eins fyrir
Olavshallen í Þrándheimi þar sem
sýning óperunnar er liður í þús-
und ára afmælishátíð borgarinnar.
Leikstjórar óperunnar eru tveir
önnum kafnir menn sem hafa
reynt að vera til skiptis við stjórn
æfinga, Sveinn Einarsson og Stein
Winge. „Verkið logar af rómantík í
bestu merkingu þess orðs,“ segir
Sveinn, „það er ekkert síðra en
verk tónskálda á borð við
Schubert, Mendelssohn og Weber.“
Boðskapurinn er líka sígildur:
elskið friðinn og hættið að slást!
Auk þess sjá menn í þessum við-
burðum fyrirmynd að Norður-
landaráði sem var stofnað sjö
hundruð árum síðar eða svo!
Sveinn Einarsson er ekki eini ís-
lendingurinn í liðinu; Elín Óskars-
dóttir syngur hlutverk Toru í ópe-
runni, en Friðkollu sjálfa syngur
Toril Carlsen.
PS...
Bækur
Bóksalan virðist hafa verið
býsna góð á vertíðinni og það er
fleira gott við hana. Söluhæstu
bækumar eru Ekkert að marka
eftir Guðrúnu Helgadóttur og
Játningar Berts eftir Anders Jac-
obsson og Sören Olsson og er gott
til þess að vita að svo mörg börn
skuli hafa fengið þessar prýðilegu
bækur í jólagjöf. Kökubók Hag-
kaups - ojæja, er ekki gott að fólk
fái kökur ef það fær ekki brauð?
Ævisögumar á metsölulistanum
eru allar til sóma. Lífskraftur eft-
ir Friðrik Erlingsson, bókin um
prestshjónin merkilegu í Laufási,
á skilið að komast inn á sem flest
heimili, og sama má segja um
gagnmerka ævisögu Benjamíns
H. J. Eiríkssonar og Jóns Múla,
hins ástsæla þular. Lögmálin sjö
sem koma milli ævisagna er
áreiðanlega heldur ekki óholl
bók.
Og svo eru það íslensku skáld-
sögurnar. Fjórar íslenskar;,skáld-
sögur í 4-6 þúsund eintökum, það
er ekki slæmt, og ennþá fleiri
náðu þokkalegri sölu. Vitaskuld
eru almennir lesendur ósammála
um þær ekki síður en gagn-
rýnendur - en þeir hafa lesið þær
og geta þrasað um þær, og það er
örugglega hollara en að þrasa um
skatta eða velta sér upp úr flensu-
einkennum.
Ég held að við getum bara ver-
ið góð með okkur eftir flóðið.
Andvari
Nýtt hefti af Andvara kom út
fyrir jól, spennandi eins og alltaf
síðan Gunnar Stefánsson tók við
tímaritinu. Þar skrifar Einar
Ólafsson hina hefðbundnu And-
vara- minningargrein sem að
þessu sinni er um Brynjólf Bjama-
son; Helgi Hallgrímsson fjallar um
íslenskar sagnir um uppruna
huldufólks, Gunnar Karlsson um
sagnfræði Sigurðar Nordals, Jón
Karl Helgason um Hall-
dór Laxness og íslenska
skólann og Eiríkur
Guðmundsson um
fimm skáldsögur frá
1995.
Sveinn Skorri
Höskuldsson á
greinina „Hinn
langi og skæri
hljómur" um höf-
undarverk Ein-
ars H. Kvarans
og setur Einar á óvæntan
menningarsögulegan stall. Hann
segir: „Á þessari öld hafa aö mínu
viti verið uppi þrír menn á okkar
landi sem í verkum sínum skópu
og varðveittu þá klukku íslands
sem öll þjóðin lagði eyru við þegar
hljómur hennar barst um byggðir.
Þeir vom Einar Hjörleifsson Kvar-
an, Sigurður Nordal og Halldór
Kiljan Laxness. /.../ Með miklum
rétti getum við talað inn þrjú skeið
eða þrjár aldir - öld Kvarans, öld
Nordals, öld Laxness - og hratt
hver þeirra gildum og goðum
hinnar fýrri af stalli.“
Sjálfsagt em margir sammála
Sveini um tvær seinni „aldirnar"
- en varla þá fyrstu.
Silkikjólar og vað-
málsbuxur
Athygli vekur að annar ritstjóra
Skírnis, Jón Karl Helgason, á
grein í Andvara. Þar skrifar
einnig fyrrverandi ritstjóri Tíma-
rits Máls og menningar, Ámi Sig-
Styrkir til dans-
og leikhópa
Norræna nefndin, sem veitir
styrki til danshópa og leikhúsa,
Teater og dans i Norden, lauk störf-
um um miðjan desember. Styrkirn-
ir nema í ár um 400 þúsund dönsk-
um krónum og eiga að auka og auð-
velda samskipti milli Norðurland-
anna. Hópamir fá styrk til að heim-
sækja annað land og sýna þar eða
vinna með heimamönnum að vérk-
efnum. Sextán hópar fá styrki i ár,
og þeir stærstu, 50 þúsund dkr.,
fara að þessu sinni í sænsk-dönsk
samskipti. Önnur sýningin er ætluð
börnum og unglingum.
Þrír styrkir varða island. Totem
leikhúsið finnska fær 12.500 dkr. til
að heimsækja Norræna húsið í
Reykjavík og sýna þar verkið Rap-
unzel 20. febrúar til 4. mars.
25.000 dkr. fær leikhópurinn
Tripicchio, Underland & Co til að
heimsækja Möguleikhúsið með sýn-
inguna Kluss med klær og kleskly-
per. Tímasetning er ekki gefin upp. .
Og leikhúsið í Þrándheimi fær
21.800 dkr. til að ráða Svein Einars-
son sem gestaleikstjóra óperunnar
Friðkolla í Þrándheimi sem verður
sýnd 1.-8. febrúar. Frá þeirri sýn-
ingu er sagt hér fyrir ofan.
urjónsson, bráðskemmtilega grein
um rithöfundinn Siguijón Jóns-
son. Sigurjón þessi var Reykvik-
ingur, fæddur 1888, og var í 34 ár
starfsmaður í Landsbankans í
Reykjavík. Hann dó ekki fyrr en
1980, þá flestum gleymdur, þótt
hann hefði gefið út á annan tug
skáldverka.
Ámi skoðar einkum tveggja
binda skáldsögu Sigurjóns, Silki-
kjólar og vaðmálsbuxur
(1922) og Glæsimennsku
(1924) sem segir sögu
þriggja persóna og lætur
glæframanninn og skúrk-
inn standa uppi sem sigur-
vegara. Lýsingamar á ger-
spilltu eðli hans eru alveg
frábærar. Árni kemst að
þeirri niðurstöðu að Sigurjón
hafi verið framúrstefnumaður
í skáldsagnagerð hér á landi og
skrifað þær skáldsögur sem Þór-
bergur Þórðarson hafi ekki náð að
skrifa, enda hafi þeir verið ná-
skyldir andlega. „Sigurjón Jóns-
son má skoða sem merkan og að
nokkm leyti týndan hlekk í for-
sögu islenskra nútímabókmennta
og deiglan í bókmenntum þriðja
áratugarins birtist einna skýrast í
skáldsögum hans,“ segir Ámi og
vill öruggan sess handa Sigurjóni í
4. bindi Bókmenntasögu Máls og
menningar.
Skj alaskápar
Traustir - vandaðir
og á góðu verði!
KR. 22.995
Söluaðilar:
KR. 17.417 KR. 20.256
Ólafur Gíslason & Co hf Sundaborg 3 Reykjavík Sími 568 4800
E.G. Skrifstofubúnaður Ármúla 20 Reykjavík Sími 533 5900
Bókabúð Keflavíkur Sólvallagata 2 Keflavík Sími 421 1102
Þjóðdansafélags Reykjavíkur
Hefjast 11. og 13. janúar að Álfabakka 14a. Reykjavík
10 tíma gömludansanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna hefjast
mánudaginn 13. janúar.
Verð á námskeíðin er kr. 5.000.-
12 tíma barna og unglinganámskeið hefjast laugardaginn 11. janúar.
Verðin eru þau sömu og hafa verið þ.e.a.s. kr. 3.000,- fyrir börn 3-5 ára,
kr. 4.500.- fyrir börn 6-8 ára og kr. 5.500.- fyrir 9 ára og eldri.
Ath. Systkinaafsláttur 25%
Gömludansarnir eru annað hvert miðvikudagskvöld frá kl. 20:30 til 23:00
og hefjast miðvikudaginn 8. janúar.
Allt dansáhugafólk velkomið.
Er þetta ekki tækifærið til að lífga upp á danskunnáttuna?
Ath. Hópar geta fengið sér tíma til rifja upp og
læra meiri dans fyrir þorrablótin og árshátíðirnar.
Upplýsingar og innritun í
síma 587-1616
S' ** «v 'O
* ;dni