Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997
Utgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
Mikilvægi hátíðarinnar
í dag er þrettándi dagur jóla og hinni miklu hátíö aö
ljúka. Viö tekur hiö hefðbundna líf og hversdagslegt
amstur. Hátíðarhöldin meö tilstandi sínu öllu og
tilhlökkun lifa í minningunni. Hátíöin er mikilvæg
andanum og lyftir okkur upp um stund. Slík regluleg
upplyfting er nauðsyn hverjum og einum, óháð stöðu og
stétt, aldri eða efnahag.
Á hátíð sem jólunum gera menn sér dagamun, skiptast
á gjöfum og sýna með því væntumþykju sína.
Hátíðarmatur er á borðum og tími gefst til umhugsunar.
Margir sækja kirkju um hátíðamar, jafnvel þeir sem
endranær sinna trú sinni í einrúmi. Fjölskyldur eiga
stundir saman og ættingjar og vinir hittast. Þetta á ekki
síst við um sjómenn sem dvelja hjá ástvinum sínum um jól.
Undirbúningur jóla og hátíðin sjálf stytta skammdegið.
Vafalaust reynist tilstandið allt mörgum dýrt og sumum
kostnaðarsamara en þeir ráða með góðu móti við. Því er
mikilvægt að menn sníði sér stakk eftir vexti. Góður hugur
er mikilvægari en dýrar gjafir. Þetta verður að hafa í huga
þegar rætt er um fátækt hér á landi.
Bæði forseti íslands og forsætisráðherra komu inn á
umræðu um fátækt í áramótaávörpum sínum þótt ekki
væru þeir á sama máli. Kirkjunnar menn,
mæðrastyrksnefnd og aðrir þeir sem að málefiium
fátækra koma töldu neyðina meiri nú um jólin en fyrr.
Fleiri leituðu sér aðstoðar. í fréttum um helgina kom
fram að Félagsvísindastofnun Háskólans telur tæplega
10 prósent þjóðarinnar, um 27 þúsund manns, vera undir
þeim fátæktarmörkum sem stofnunin miðar við. Þótt
þetta sé uggvænlegt er það þó gleðilegt að á liðnu ári
fækkaði í þessum hópi um sex þúsund manns.
En hátíðin er ekki síður mikilvæg þeim sem höllum
fæti standa, efiiahagslega eða af öðrum ástæðum. Þeir
þurfa að efla anda sinn og auka bjartsýni til þess að
vinna sig út úr vanda sínum af eigin frumkvæði og með
aðstoð annarra. Þess vegna eru jólin mikilvæg sem og
páskar og hátíðir og stóratburðir í lífi fólks, svo sem
skím bams, brúðkaup og afmæli. Hátíðin sjálf, af hvaða
tilefni sem er, verður til upplyftingar.
Til áréttingar þessu skal hér vitnað til nýrrar ævisögu
Benjamíns H. J. Eiríkssonar hagfræðings sem Hannes
Hólmsteinn Gissurarson skráði. Þar segir Benjamín
meðal annars: „í hátíðinni er manninum lyft yfir hið
daglega líf sitt. Hann fær að skilja grundvöll tilvem
sinnar." Benjamín nefnir gildi þess að lítil þjóð sem
okkar haldi hátíð saman. Þar má nefna til
Alþingishátíðina 1930, lýðveldisstofninina 1944, ellefu
hundmð alda afmæli íslandsbyggðar 1974 og 50 ára
afinæli lýðveldis 1994.
Benjamín bendir á í bók sinni að hjá villimanninum
jaftit sem hinum siðmenntaða sé þörf á hinu hátíðlega
sem skeri þvert á þráð tímans og lyfti manninum yfir
hið hversdagslega. Þess vegna sé hátíðin ein af
heilsulindum sálarinnar.
Við gerðum okkur dagamun um jólin, héldum hátíð
saman. Tími gafst fyrir hið mannlega sem oft verður út
undan í hringiðu nútímalífs og hröðum dansi. Tengsl
voru efld og langþráður friður gafst til þess að hugsa.
Það vill stundum gleymast og því taka menn þátt í
kapphlaupinu án þess að huga að hvert skal stefnt.
Þessi jól eru á enda runnin en þau urðu okkur til
nauðsynlegrar upplyftingar og sálubótar. Á þeirri
upplyftingu og sálarinnstæðu lifum við og getum leyft
okkur, í hversdagsamstrinu sem í hönd fer, að hlakka
til næstu hátíðar. Jónas Haraldsson
Siguröur A. varar viö því í pistii sínum aö auglýsingaheimurinn geri allt aö skemmtiefni og þeim augljósa háska
aö prentað mál veröi ofurliöi borið.
Tvær framtíðarspár
Á fyrra helmingi
þessarar aldar komu
út í Bretlandi tvær
skáldsögur sem þóttu
miklum tíðindum
sæta um viða veröld.
Sú fyrri var eftir
Aldous Huxley og
nefndist Brave New
World (Veröld ný og
góð), kom út árið
1932. Sú seinni var
1984 eftir George
Orwell og kom út
árið 1948. Báðar eru
þær einskonar ffam-
tíðarspár af þeirri
fomu tegund bók-
mennta sem gengur
undir heitinu Útópía
eða Staðleysa. Báðir
leitast höfundamir
við að gera sér grein fyrir hvemig
heimurinn verði á sig kominn
undir lok aldarinnar, en ganga út-
frá gagnstæðum forsendum.
Huxley gengur útfrá að tæknin
muni bera mann-
kynið ofurliði og
gera alla andlega
landvinninga lið-
inna alda að hjómi
einu, en Orwell
gerir þvi á fæturna
að kúgunaröflin
muni fara með sig-
ur af hólmi og
hneppa mannkyn-
ið í ánauð.
Engan þarf að
undra, að á árun-
um eftir seinni heimsstyrjöld
vakti bók Orwells snöggtum meiri
athygli, enda var nasisminn þá ný-
lagöur að velli og kommúnisminn
í miklum uppgangi víða um heim.
Var Huxley ekki glögg-
sýnni?
Þegar litið er á veröld samtím-
ans, ofúrselda auglýsingafári, fjöl-
miðlafrekju, amrískri kvikmynda-
brjálun og allsherjaruppgjöf al-
Kjallarinn
Siguröur A.
Magnússon
rithöfundur
mennings gagnvart
ofurmagni
einskisnýtra upplýs-
inga, þá hlýtur niður-
staðan að verða sú, að
Huxley hafl verið
glöggskyggnari á tím-
anna tákn og sann-
spárri um það sem
verða mundi.
Margir vörpuðu önd-
inni léttar þegar árið
1984 leið hjá og ljóst
var að spádómar
Orwells um vægðar-
laust lögregluríki
höfðu ekki ræst, að
minnsta kosti ekki á
Vesturlöndum. Hins-
vegar er svo að sjá
sem hin nýja og góða
veröld Huxleys sé
óðum aö taka á sig mynd veruleik-
ans. Orwell hélt að við mundum
verða að þola áþján útífrá. Huxley
gerði afturámóti ráð fyrir að ekki
þyrfti neinn Stórabróður til að
„Hinsvegar er svo að sjá
sem hin nýja oggóða veröld
Huxleys sé óðum að taka á
sigmynd veruleikans.u
ræna manninn sjálfræði sínu,
þroska og sögu. Að hans mati
mundi maðurinn smámsaman fá
dálæti á andlegri áþján og fara að
tilbiðja þá tækni sem rænir hann
getunni til að hugsa. Orwell óttað-
ist menn sem mundu banna og
brenna bækur. Huxley óttaðist
hinsvegar að ekki yrði neitt tilefni
til að banna eða brenna bækur,
meðþví ekki yrðu framar til menn
sem kærðu sig um að lesa þær.
Orwell óttaðist menn sem mundu
leyna okkur upplýsingum. Huxley
varaði við mönnum sem mundu
flytja okkur svo gríðarlegt magn
upplýsinga, að við yrðum óvirkir
og sjálfhverfir. Orwell óttaðist að
sannleikurinn yrði falinn fyrir
okkur. Huxley óttaðist að sann-
leikurinn mundi drukkna í synda-
flóði af einskisnýtum upplýsing-
um.
Saga okkar og menntun hefur
búið okkur í stakk til að rísa gegn
kúgun og misbeitingu valds. Við
grípum til aðgerða og jafnvel
vopna gegn áþreifanlegri áþján.
En hvað gerist þegar við hættum
að heyra neyðarópin? Hver hefur
kjark eða getu til að grípa til rót-
tækra aðgerða gegn yfirfljótandi
afþreyingu? Hvaða læknisdómur
er til handa siðmenningu sem
stendur á öndinni af hlátri hvað
sem ískerst?
Burt meö bókaskattinn
Þetta kunna að þykja fáránlegar
spumingar, en þær eiga áreiðan-
lega eftir að verða áleitnar á
næstu árum, eftir því sem aug-
lýsendur ná sterkari tökum á fjöl-
miðlum og fá því framgengt að allt
dagskrárefni verði hannað sem
rammi utanum auglýsingaboð-
skapinn, þannig að mörkin milli
dagskrárefnis og auglýsinga verði
sem óljósust. Ég er ekki að and-
mæla skemmtiefni í útvarpi eöa
sjónvarpi, öðru nær, en ég vara
eindregið við þeirri vaxandi til-
hneigingu auglýsingaheimsins að
gera allt að skemmtiefni - fréttir,
pólitík, vísindi, hagfræði, trúar-
brögð - og þeim augljósa háska að
prentað mál, sem miðlar raun-
verulegri fræðslu og leitast við að
finna samhengi í því sem gerist,
verði ofurliði borið. Þessvegna
legg ég enn eina ferðina tO, að
bókaskatturinn illræmdi veröi af-
numinn án tafar.
Sigurður A. Magnússon
Skoðanir annarra
Maöurinn gæti sín
„Auðvitað getur tæknin fært mannkyn skrefi fram-
ar á leið til farsælla lífs. Og vissulega megna tölvur og
alnet og hvað það allt saman heitir að víkka út sjón-
deildarhring til frekari skilnings og létta af erfiði sem
fýrr beygði bak. En móttaka nýjunga má aldrei verða
til þess að arfleifð glatist. Tækni og traust á framþró-
un mega aldrei slá manninn þeirri blindu að hann
hætti að hafa gætur á sjálfum sér, gleymi að efla
rósemi hugar og skerpa skyldur við háleitar hugsjón-
ir. Of mikið af svo til hverju sem er getur leitt i viílur
og spillt í stað þess að byggja upp og gleðja.“
Herra Ólafúr Skúlason í Mbl. 3. jan.
Arðvænlegasta fjárfestingin
„Við verðum að líta í eigin barm. Allir sem bera
ábyrgð á menntamálum á íslandi þurfa að lýsa sig
reiðubúna að endurskoða eigin verk, meta kenningar
og skipulag, starfshætti og kennslugögn með opnum
huga, fúsir til breytinga og nýrrar sóknar. Þótt margt
megi reyndar bæta án nýs fjármagns er menntunin tví-
mælalaust arðvænlegasta fiárfestingin. Þjóðir sem van-
rækja þá undirstöðu úrskurða eigin lífskjör úr leik á
samkeppnisvelli veraldarinnar.“
Herra Ólafúr R. Grímsson í Mbl. 3. jan.
Ríkissjóður hallalaus
„Hinn sameiginlegi sjóður landsmanna, ríkissjóður-
inn, verður ekki rekinn með halla á nýja árinu. Það er
að sönnu mikill viðburður en ætti í raun réttri aðeins
að vera sjálfsögð skylda og ekkert þakkarefni. Það var
löngu kominn tími til að ríkið byrjaði að borga niður
skuldir sínar og lækka yfirþyrmandi vaxtabyrði.
Hallalaus ríkisrekstur mun fyrr en margur ætlar leiða
til þess að vextir í landinu fari lækkandi þar sem rík-
issjóður mun draga úr gegndarlausri áksókn sinni í
sparifé landsmanna. Lækkandi vextir munu hjálpa
fólkinu í landinu við að grynnka á eigin skuldum og
bæta á sama tíma hag fyrirtækjanna. Svigrúm þeirra
til kauphækkana mun því aukast þegar fram líða
stundir. Davíð Oddsson í Mbl. 3. jan.