Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Page 4
4
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997
Fréttir
Sala Hrannar hf. á ísafirði til Samherja á Akureyri:
Guðbjörgin breyttist í gull og sjö
hluthafar fá um tvo milljarða
- urðum að breyta til, segir Marías Þ. Guðmundsson, með á fjórða hundrað milljónir í höndunum
Eignir Hrannar hf. Eignaskipting hluthafa Hrannar hf.
Kvóti:
Þorskur
Ýsa
Ufsi
Karfi
Steinbítur
Grálúða
Skarkoli
Úthafsrækja
946 milljónir
86.920 þús.
21.900 þús.
163.890 þús.
3.960 þús.
80.000 þús.
4.450 þús.
50.000 þús.
Kvóti samt.: ca 1,4 milljarðar
Húseignir: 25 milljónir
Hrein eign
í Guðbjörgu ÍS: 500 milljónir
Samtals:
1,9 milljarðar
Önnur systkinl Ásgeirs
152 milljónir
Guðmundur
Guðmundsson
Ásgeir Guðbjartsson
570 milljónir
323 milljónir m
4tr "
Marías Þ.
Guðmundsson
380 milljónir
Margrét
Guöbjartsdóttir
DV
„Við höfum haft mikla
ánægju af þessu starfi og
hvað það hefur gengið vel í
gegnum árin. Við sáum
hins vegar að við þurftum
að breyta um, við áttum
ekki nógan kvóta til að
tryggja rekstur Guðbjarg-
arinnar og þess vegna var
gripið til þessa ráðs,“ segir
Marías Þ. Guðmundsson,
einn af stærstu hluthöfun-
um í Hrönn hf. sem nú hef-
ur sameinast Samherja.
Kaup Samherja á Akur-
eyri á útgerðarfélaginu
Hrönn hf. ísafirði og á tog-
aranum Guðbjörginni ÍS
hafa vakið blendin við-
brögð á Vestfjörðum þótt
fullyrt sé bæði af eigendum
Hrannar og Samherja að
Guðbjörgin verði áfram
gerð út frá ísafirði. í með-
fylgjandi grafi er reynt að
slá verði á Hrönn og eignir
hennar við yfirtöku Sam-
herja og mun láta nærri að
seld hafi verið verðmæti í
kvóta og öðrum eignum
fyrir 1,9 milljarða króna.
Það má þvi segja að Gugg-
an hafi breyst í gull í einu
vetfangi. „Guðbjörgin verð-
ur áfram á ísafirði undir
sínum lit og sínum ein-
kennum og það er okkur mikils
virði,“ segir Marías.
Marías Þ. Guðmundsson
vildi ekki gefa upp hve hátt
hlutfallslega Hrönn hefði
verið metin inn í Samherja
við kaupin á fyrirtækinu,
en orðrómur hefur verið
um það að sú tala sem
gengið var út frá í þeim
þreifingum milli Hrannar
og Samherjamanna, sem
áttu sér stað fyrir jól, hafi
verið 6%, þ.e.a.s. kvóti
Guðbjargarinnar, Guð-
björgin sjálf, sem metin er
á 1,5 múljarða króna, en
þar af eru skuldir milljarð-
ur. Til viðbótar komi fast-
eignir og lausafé. „Þetta er
fráleit tala,“ sagði Marías
við DV. Hann vildi enga
tölu nefna í þessu sam-
bandi, en hló við þegar tal-
an 10% var nefnd.
Að sögn Maríasar eru
engir peningar sem fara á
milli manna við kaupin,
heldur er Hrönnin ásamt
öllum gögnum og gæðum
metin inn í Samherja og
strax og gengið hefur verið
frá kaupunum með lög
formlegum hætti fáum við
hlutabréf í Samherja út frá
eignarhluta okkar í heild-
arpúlíunni," segir Marías.
Eigendur Hrannar voru
systkinin Ásgeir, Margrét, Ragn-
heiður, Hörður og Guðbjartur Guð-
bjartsböm, Marías Þ. Guðmundsson
og Guðmundur Guðmundsson,
bróðir Maríasar. Enginn eigend-
anna hefur viljað láta uppi um eign-
arhlut hvers og eins, en eftir því
sem DV kemst næst mun Ásgeir
Guðbjartsson hafa verið stærsti
hluthafinn með um 30% eignarhlut,
Margrét systir hans komið næst
með um 25%, þá Marías Þ. Guð-
mundsson með 20% og Guðmundur
bróðir hans með um 17%. Láta mun
nærri að samanlagður eignarhlutur
þeirra Ragnheiðar, Harðar og Guð-
bjarts Guðbjartssonar sé um 8% og
skiptist hann jafnt milli þeirra mun
láta nærri að þau hafi eignast rúm-
lega 50 milljóna króna hlut í Sam-
heija.
Þau hlutabréf sem stærsti hlut-
hafinn, Ásgeir Guðbjartsson, mun
fá í hendur verða líklega með stærri
tölu á, eða um 570 milljónir króna.
Hlutur Margrétar verður um 475
milljónir króna, Maríasar um 380
milljónir króna og Guðmundar ríf-
lega 320 milljónir.
Eftir að búið verður að ganga lög-
formlega frá þessum kaupum, sem
að sögn Maríasar verður trúlega í
lok febrúar eða í byrjun mars, er
ætlunin að setja hlutafélagið Sam-
herja á almennan hlutaijármarkað.
Samherji er nú talinn vera virði um
10 milljarða króna, en þvi hefur ver-
ið spáð að gengi bréfanna á markaði
verið mjög hátt.
-SÁ
Guðmundur
Guðmundsson.
Asgeir
Guðbjartsson.
Marías Þ.
Guðmundsson.
Ásgeir Guðbjartsson, fyrrverandi skipstjóri:
bláfátækur á morgun
Get orðið
„Ég veit ekkert hvort við erum
eitthvað ríkari en aðrir, það hef ég
ekki hugmynd um. Maður getur
orðið bláfátækur á morgun því
þannig er það í sjávarútveginum,"
sagði Ásgeir Guðbjartsson, skip-
sijóri og stærsti hluthafi Hrannar
hf., við DV í gærkvöldi.
Hann sagði algerlega bannað að
ræða um peninga í sambandi við
söluna til Samherja en markmiðið
hefði verið að gera gott fyrirtæki
betra. „Fyrirtækið er að fara út á
frjálsa markaðinn og þá koma all-
ir peningarnir og þá kemur þetta
allt í ljós,“ sagði Ásgeir. „Þaö sem
eiginlega er verið að gera er að úr-
elda mig og fleiri, en maður er
kominn á aldur, maður lifir ekki
fleiri kynslóðir, því miður," sagði
Ásgeir Guðbjartsson. SÁ
^ Heilsuátak DV, Bylgjunnar og World Class:
Eg er skyndibitasjúkur
- segir Gunnlaugur Helgason útvarpsmaður
„Eg stundaði líkamsrækt til þess
að geta borðað það sem mig langar
í. Ég er matfíkill og skyndibitasjúk-
ur. Mér finnst æðislega gott að
borða góðan mat,“ sagði Gunn
laugur Helgason, eða Gulli
Helga eins og hann er kallaður,
útvarpsmaður á Bylgjunni.
Hann ætlar nú að taka sig á og
leyfa okkur að fylgjast því með
hvemig hann kemur sér i
betra form á meðan
heilsuátakið stendur yfir.
Hann stefnir líka að því
að hætta að reykja.
„Ég er búinn að vera í
pásu í allt sumar og það
sem af er vetri. Áður
æfði ég 5-6 daga vikunn-
ar og bjó til mitt eigið
prógramm sem ég breytti
daglega til að æfa mis-
munandi vöðva. Grunn-
urinn er góður því ég er bú-
inn að vera í íþróttum frá
því ég var polli, en það er
snjólag yfir túninu í dag,“
sagði Gulli.
Aðspurður sagðist hann
aldrei svelta sig. „Ég verð svo
skapvondur þegar ég er
svangur að það hálfa væri
nóg, þá er eins gott fyrir
fólk að forða sér. Ég
minnka í staðinn kökuát, sykur-
át, pitsurnar og fituna. Fer
meira út í pasta og ávexti í
staðinn og borða All bran með
rúsínum og undanrennu í v
morgunmat. Það er algjör
sprengja á morgnana og
hreinsar mann að innan.‘
Geröist eitthvaö
í líkamanum
„Á 25 ára af-
mælisdaginn
gerðist eitthvað í
líkamanum
þannig að það
magn sem ég
borðaði áður varð
ég að minnka um
y3. Ég gerði það að
sjálfsögðu ekki og
fór því úr 78 kg upp
í tæp 90 kg. Ég hætti líka
að hreyfa mig á þessmn
tíma. Svo tók ég mig á
fyrir tveimur árum. Þá
var ég samkvæmt fitu-
mælingu 27,8% fita í
janúar en kominn nið-
ur í 15% í mars. Um mán-
aðamótin apríl-maí var ég svo
kominn niður í 13% án þess
meira að segja að neita mér
um rosalega rnargt," sagði
Gulli sem þá náði sér aftur
niður í 79 kg en hefúr síðan
verið að fitna og grennast á
víxl.
„Þetta er spurningin um að
hreyfa sig og borða rétt, það
tók mig langan tíma að kom-
ast að þvi. Svo er annað, þeg-
ar fólk hefur stundað líkams-
rækt í 2-3 mánuði breytist
hugarfarið og maður ósjálfrátt
borðar hollara fæði til að eyði-
leggja ekki árangurinn af æfing-
unum,“ sagði Gulli.
21,3% fita
Gulli fór í vigtun og fitumæl-
ingu hjá Sölva Fannari Viðars-
syni í World Class á miðvikudag-
inn og þá voru málin þessi:
þyngd: 90,2 kg
fita: 21,3%
ummál læra: 65 sm
ummál kálfa: 41 sm
ummál mittis: 93 sm
ummál brjósts: 105 sm
ummál upphandleggs: 35 sm
ummál framhandleggs: 31,5 sm
og nú er bara að sjá hver árang-
urinn verður í lok átaksins.
-ingo
Gulla brá í brún þegar hann steig á vigtina en hún sýndi 2 kg meira en bað-
vigtin heima. Þá rifjaöist upp fyrir honum aö vigtin heföi einhvern tímann
„lent í baöi“. DV-mynd Þjetur