Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 7 DV Sandkorn Með hauspoka Það svíður mörgum ísfirðingnum að sjá á eftir Guðbjörgu ÍS, glæsi- legasta fiskiskipi landsins, í hendur þeirra Samherjamanna á Akureyri. Ásgeir Guð- bjartsson, síjómarformað- ur Hrannar hf., sem gerði skip- ið út og var að- aleigandi þess, er því ekki vin- sæll á ísafirði þessa dagana. Þar ofan á bæt- ist að í viðtali við DV í haust er leið, um veika stöðu fiskvinnslu- og útgerð- arfyrirtækja fyrir vestan, tók hann svo stórt upp í sig að undrun sætti. Hann sagði óstjóm og ráðleysi höf- uðorsök þess hvemig komið væri fyrir vestfírskum sjávarútvegsfyrir- tækjum. „Það sem að helst hann varast vann/varð þó að koma yfir hann...“ segir einhvers staðar. Nú segja gárungar að ekki þýði fyrir Ásgeir að fara út fyrir hússins dyr á Ísafírði nema með hauspoka. Huglausir menn Eiríkur Stefánsson, verkalýðsfor- ingi á Fáskrúðsfirði, er þekktur fyr- ir allt annað en að liggja á skoð- unum sínum. í viðtali við Alþýðu- blaöið um stöð- una í kjara- samningunum segir hann: „Ég er öfundsjúkur út í að við skul- um ekki eiga eins sterka og harðsvíraða áróðursmeíst- ara og LÍÚ og Vinnuveitenda- sambandið þar sem eru þeir Kristján Ragnarsson og Þórarinn V. Þórarinsson. Þeir em óhræddir, koma ekki skjálfandi og titrandi og passa sig á þvi að segja ekki of mik- ið til að móðga ekki verkalýðshreyf- inguna. Þeir móðga hana ef þeim sýnist. Þeir em vel auranna virði sem þeir fá hjá sínum umbjóðend- um. Við emm með menn sem blaða- menn nenna varla að tala við, þaö er ekkert að hafa. Þeir þora ekki einu sinni að senda vinnuveitend- um tóninn. Þetta að tala í gátum, passa hvert orð og vera svo varkár að það er alveg yfirgengilegt þýðir ekkert. Það þýða engin vettlingatök heldur koma á móti eins og komið er að manni." Svo mörg vom þau orð. Sjálfstæður þroski Egill Jónsson, þingmaöur og bóndi á Seljavöllum, er einhver sanntrúaðasti sjálfstæðismaður sem fyrir fmnst. Einu sinni var hann að spjalla við Helga Seljan og fleiri menn á Alþingi. „Ég er fæddur sjálf- stæðismaður, sagði Egill, ég hef lifað og hugsað eins og sjálfstæðismað- ur og mun kveðja þannan heim sem sjálf- stæðismaður.“ Helgi Seljan laumaði þá út úr sér. „Ja, þú reiknar ekki með að þroskast, Egill minn.“ Andlitið á Guðna Við birtmn visu eftir séra Hjálm- ar Jónsson um Guðna Ágústsson vegna tillögu hans um að flytja biskupsembættið að Skálholti í síð- asta Sandkomi. Séra Hjálmar hefur ort fleiri visur um Guðna sem er vinsæll maður enda húmoristi og orðheppinn með afbrigðum. Össur Skarp- héðinsson sagði eínhverju sinni í þingræðu að Guðni hefði hjarta úr gulli. Séra Hjálmar horfði á Guðna þar sem hann sat i forsetastóli á Ál- þingi og orti þá: Andlitið á Guðna er greypt i granítklett með sanni. Persónan er með prýði steypt og pilturinn gull af manni. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Fréttir Skæð inflúensa: Hár hiti ogfólk er lengi veikt - segir Lúðvík Ólafsson „Þetta er búin að vera mikill pestar- tími að undanfómu og meiri en undanfarin ár. Við erum búnir að fá upplýsingar frá Læknavaktinni og þar kemur fram að allt sem nefnist pestir hefur rúmlega tvöfaldast síð- ustu tvo mánuði. Það er búin að herja mjög skæð og mikil inflúensa á landsmenn og hún er enn í gangi," segir Lúðvík Ólafsson, héraðslækn- ir í Reykjavík. „Það sem einkennir þennan far- aldur er hár hiti og hve fólk er lengi veikt. Við erum að tala um viku til tíu daga og jafnvel lengur án þess að fólk sé að fá aukakvilla heldur ligg- ur það bara í pest. Fólk er að fá háan hita, beinverki, verki í augu og háls, höfuðverk og í sumum til- fellum niðurgang. Það er búið að vera mjög áber- andi hve affoll hafa verið mikil á vinnustöðum í vetur. Læknar á bráðamóttöku Landspítalans hafa sagt mér að það sé áberandi að fólk er að koma þangað með aukakvilla af völdum háa hitans. Þá er aðallega um að ræða fólk sem er veikt fyrir og sjúkdómar þess versnuðu af völd- um inflúensunnar. Það er ekki búið að greina hvort pestimar hafa auk- ið á dauðsfoll í vetur. Þeir sem sprautaðir hafa verið með mótefni fyrir inflúensu veikjast oft mildar en aðrir sem hafa ekki verið sprautaðir. Það hafa verið slæmar pestir í gangi um alla Evr- ópu og víðar. Pestimar koma oftast austan úr Asíu. Síðan breyta veiru- stofnamir um eðli og þá þarf að fmna ný mótefni. Það má nú ætla að fari að draga úr inflúensunni hér á landi en það er alltaf eitthvað af pestum í gangi enda smitberamir margir. Ef fólk er með þessar pestir þá á það að fara vel með sig, reyna ekki á sig og láta sér ekki verða of kalt,“ segir Lúðvík. -RR ' Hafísinn: Varasamur á siglinga- leiðum Haflsinn er búinn að vera nokkuð nálægt landi. Hann er vun 18 sjómíl- ur norður af Homi og kominn dálít- ið 1 austur og flákar að Kolbeinsey. Það hafa borist fregnir af hafís um 20 sjómílur frá Geirólfsgnúp á Ströndum þannig að hann var kom- inn inn á siglingaleiðir. Það ber því að varast hafísinn þar,“ segir Þór Jakobsson, hafíssérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við DV. Mikill hafís er búinn að vera und- anfarið nokkuð nálægt landi og hef- ur m.a. verið lokað í Halanum vegna hans. „Það eru frekar hagstæðir vindar núna útifyrir þannig aö það er ekki von á því að hann berist nær fyrir norðvestanland. Það er búinn að vera óvenjumikill hafís langt norð- ur í hafí, í grennd við Jan Mayen, og það verður fylgst vel með þróun mála,“ segir Þór. -RR Jólaljósin áfram Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur ákveðið að raflýsingar í trjám á Laugavegi og í Vonarstræti standi áfram. Reiknað er með að þær lýsi borgarbúum út þorra. -JHÞ m/2 áleggsteg. 12" 16" 18" 690 kr. 790 kr. 890 kr. ATH. Einnig frábœr tilboð í heimsendingum! vvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvv I húsi Ingvars Helgasonar Sævarhöfða 2, Reykjavík laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. janúar 1997 Opið frá kl. 10 - 18 laugardag 12 - 18 sunnudag. Allt það nýjasta á vélsleðamarkaðinum ásamt ýmsum aukabúnadi. ÚTILÍFSSÝNING AÐGANGUR ÓPEYPIS! Sýning á vélsleðum, varahlutum, ýmsum aukabúnaði, öryggisbúnaði, leiðsögutækjum, fatnaði í miklu úrvali og mörgu fleiru tengdu vélsleðamennsku og almennri útivist. Giæsileg aðstaða fyrir sýnendur og gesti. Næg bílastæði, góð aðkoma. ÁRSHÁTÍÐ Verður haldin í Mánabergi laugardaginn 11. janúar 1997. Þríréttaður kvöldverður, skemmtiatriði Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi. Skeljungur hf. Einkaumboð fyrir Shell-vörur á (slandi Ingvar Helgason ehf Sœvarliöfða 2 132 Reykjavik pósth. 12260 sími 567 4000 mvndsendir 587 9577 POLRRIS Ski-doo, IXMXfi YAMAHA ARCTIC CAT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.