Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Side 11
JL>V FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997
fáenning
Kúrsinn tekinn
Norræna húsið fyrir
börn
Á morgun kl. 14 verður
bamadagskrá í Norræna hús-
inu og sérstakt „barnaher-
bergi“ opnað undir bókasafn-
inu. Á sunnudaginn kl. 14 verð-
ur svo kvikmyndasýning að
venju hússins, sænska fiöl-
skyldumyndin Linnea i
málarens trádgárd. Aðgangur
er ókeypis og öllum heimill
meðan húsrúm leyfir.
j Vegna mikillar aðsóknar hef-
ur Gunnar Guðbjömsson tenór-
| söngvari frestað för sinni utan
Ií og ætlar að endurtaka tónleika
sína i Gerðubergi í kvöld kl.
20.30. Gagnrýnandi DV sagði I
pistli um fyrstu tónleikana að
Gunnar hefði „eina fegurstu
söngrödd sem ómar á íslandi í
dag“ - og það era engar ýkjur.
Það er líka greinilegt að landar
hans kunna að meta hann.
Á tónleikunum flytur Gunn-
ar meðal annars fallega ástar-
ljóðið Adelaide eftir Beethoven,
söngvasveiginn Ástir skálds eft-
ir Schumann við ljóð Heine,
svo ekta rómantísk í sterkum
andstæðum harms og gleði með
hæðnislegum tvískinnungi og
1 jafnvel gamansemi á milli, og
nokkur ítölsk sönglög. Að sjálf-
sögðu leikur Jónas Ingimund-
arson með Gunnari.
I
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
Hanna María Karlsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir og Egili Ólafsson í
hlutverkum sínum í Dómínó, fyrir ofan glittir í Haildóru Geirharösdóttur
í hluverki óstýrlátu dótturinnar.
DV-mynd Pjetur
Sá þrettándi til
borðs
Listaklúbbur Leikhúskjallar-
ans tekur til starfa á ný eftir
jólafrí á mánudagskvöldið. Þá
verða þar umræður um siðferð-
isspumingar í Villiöndinni eft-
ir Henrik Ibsen, sem var frum-
sýnd á stóra sviði Þjóð-
leikhússins um jól-
in. Leikararnir
Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir,
Pálmi Gestsson,
Edda Heiðrún
Bachman, Sig-
urður Sigur-
jónsson og
Sigurður
Skúlason
munu
Þessari fallegu fjöl- Ayt)3 atriði
skyldumynd er Úr verkinu,
splundraö f Villiönd- en síðan
inni. Spurningin er verður sett
hvort þaö er siöferöi- na]1.
lega rétt eöa ekki? PPP P^U
borð undir
stjóm Mel-
korku Teklu Ólafsdóttur leikli-
starfræðings. Þátttakendur í
því verða heimspekingarnir
Vilhjálmur Ámason og Þor-
steinn Gylfason, Ólafur Gunn-
arsson rithöfundur og guðfræð-
ingamir Haukur Jónasson og
Arnfríður Guðmundsdóttir.
Húsið verður opnað kl. 20.30,
en dagskrá hefst kl. 21. Aö-
gangseyrir er 600 kr. en aðeins
400 fyrir meðlimi klúbbsins.
Gunnar syngur í
þriðja sinn
Það er vel við hæfi að hefja 100. af-
mælisár Leikfélags Reykjavíkur á því að
flytja eitt af verkum Jökuls Jakobssonar
og þar með má segja að kúrsinn sé tek-
inn. Ætlunin er gera veg íslenskrar leik-
ritunar sem mestan á árinu og hvað á þá
betur við en að líta til Jökuls áður en
lagt er til atlögu við ný verk? Saga hans
sem leikskálds er nátengd gamla Iðnó og
L.R. og á þeim árum, þegar hann skrif-
aði hvert verkið á fætin’ öðra, fór frísk-
ur og skapandi gustur um islenskt leik-
húslíf.
Jökull er enn meðal fremstu íslenskra
samtímaleikskálda. Það sést vel í sýn-
ingunni á Dómínó sem í vandaðri svið-
setningu Kristinar Jóhannesdóttur á
Litla sviði Borgarleikhússins er i senn
gamalkunnugt og splunkunýtt.
Verkið hefur mörg höfundareinkenni
Leiklist
Auður Eydal
Jökuls. Hálfkæringur helst i hendur við
alvöru. Fortíð og framtíð blandast vem-
leikanum á líðandi stund, þannig að á
stundum verður ekki greint þama á
milli. Möndull verksins snýst um að-
komumanninn, sem kemur aftur eftir
langa fjarveru og hér heitir hann ein-
faldlega Gestur. Koma hans vekur upp
minningar og skekur undirstöður hvers-
dagslífsins hjá þeim sem heima fyrir
em. I kjölfarið fylgja tímabær uppgjör,
sem breyta svo sem ekki neinu þegar
allt kemur til alls.
Það sést glöggt í Dómínó að styrkur
Jökuls liggur ekki í tilfinningagosum
eða stórkostlegum dramatískum svipt-
ingum heldur hvassri, kannski ögn
hæðnislegri sýn á samfélagið í samskipt-
um persónanna og uppbyggingu verks-
ins, sem sviðsetningin á Litla sviðinu
dregur vel fram í hægum straumi.
Framvindan ber einstöku sinnum
keim af absúrdleikhúsi, persónumar eru frekar
staðlaðar týpur við fyrstu sýn en smíðaðar af
kunnáttu sem ekki bregst. Undir kraumar kald-
ranaleg sýn á bjástur nútímamannsins og stöðluð
áhyggjuefni hans sem virðast ekki hafa breyst
ýkja mikið frá ritunartíma verksins.
Egill Ólafsson leikur hinn dularfulla
Gest, sem virkar eins og efnakljúfur á
fjölskyldu gestgjafanna, Margrétar og
Kristjáns. Egill hefur á sér hæfilega
framandi blæ, hann leikur þetta hlut-
verk á dýptina og tekst virkilega vel að
höndla kjamann, sem nauðsynlegur er
til þess að verkið fái kjölfestu.
Hanna María Karlsdóttir er í hlut-
verki Margrétar, sem er ófullnægð og
taugatrekkt nútímakona í hvítri plast-
veröld. Hún var glæsileg og sýndi vel
tvískinnunginn í tilveru Margrétar,
allsnægtir á ytra borði, svíðandi sárs-
auka undir niðri. Þó brá einstöku sinn-
um fyrir töktum sem jöðruðu við ofleik
og voru óþarfir.
Eggert Þorleifsson túlkaði Kristján
mjög vel og kom eiginlega á óvart, því
að oftar tekst hann á við sérgrein sína,
gcimanleikinn. En hér mátti sjá að Egg-
ert hefur alla burði í hlutverk sem eru
brydduð alvöra þó að vissulega fengi
hann líka tækifæri til að bregða á
leik.
Halldóra Geirharðsdóttir virtist í
fyrstu ætla að gera fremur kunnug-
lega hluti sem óstýrilát dóttir
þeirra hjóna, en eftir því sem á leið
þéttist og dýpkaði túlkun hennar.
Vel gert hjá Halldóru.
Margrét Ólafsdóttir lék
Lovísu, sem er flúin á náðir flöskunnar.
Hún er kómisk og tragísk í senn eins og
fleiri persónur verksins, eftirsjá og tregi
verða vel sjáanleg og persónan fær
vægi. Guðrún Ásmundsdóttir leikur
snobbkerlinguna Sofflu, sem er allt að
því farsakennd persóna í verkinu og
líka þannig leikin.
Leikmynd er falleg og gefur sýning-
unni bjart yfirbragð. Stígur Steinþórs-
son á heiðurinn af henni og búningun-
um sem era útfærðir með stíl.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir á Litla sviði
Borgarleikhúss:
Dómínó
eftir Jökul Jakobsson
Leikhljóð: Ólafur Örn Thoroddsen
Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson
Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson
Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir
Raddfegurð og kátína
Hinir árlegu Vínartónleikar Sinfóníuhlj.ijm-
sveitar íslands voru haldnir fyrir fullu húsi í
gærkvöld. Tónleikamir era númer tvö í grænni
tónleikaröð, en vinsældimar era slíkar að í ár
era aukatónleikamir þrennir. Stjórnandi er Páll
P. Pálsson, einsöngvararnir þau Rannveig Fríða
Bragadóttir og Ólafur Ámi Bjamason og konsert-
meistari Guðný Guðmundsdóttir.
Greinilega höfðu fleiri en undirrituð lent í
Ólafur Árni Bjarnason.
ófyrirsjáanlegum hremmingum á leið sinni á tón-
leikana. Við hlýddum því á forleik eftir Suppé
gegnum hinar dempandi dyr bíósalarins og þust-
um svo þakklát i sætin
Það er vandaverk að setja saman efnisskrá fyr-
ir þessa tónleika. Fyrst er að hafa í huga að lík-
legt er að stór fjöldi gesta séu fastagestir á þá og
hafi því þegar heyrt mikið af því sem kannski er
vinsælast innan þessa ramma. Hljómsveitin má
ekki bara þurfa aö endurtaka sig og verkefnin
verða að henta einsöngvuranum vel. Ekki var
annað að heyra en vel hefði tekist til í þetta
skipti. Sístur var kannski vals eftir Josef Strauss,
en bróðir hans átti flest verkanna og var allt frá
hans hendi mjög frambærilegt. Aðrir sem leikið
var eftir vora Johann Strauss eldri, Lehár, Stolz
og Kálmán.
Það var eins og tvær hljómsveitir hefðu skipt
með sér verkum í gærkvöldi. Fyrir hlé lék sú hin
þyngri og áhugalausari. Meðlimir geispuðu yfir
einsöngviu-unum, léku taktfast og danslaust og
gerðu sér upp lítt smitandi léttleika. Þó mátti í
siðasta verki fyrir hlé heyra meiri leikspennu af
hverju sem það stafaði.
Eftir hlé mætti sveit öflu meira lifandi hljóð-
færaleikara. Samleikur var aflur mun léttari,
sveifla meiri og flutningurinn bragðmeiri. Hljóð-
færaleikur var almennt góður, en að öðrum sem
léku einleiksstrófur ólöstuðum þá hirða þeir Ein-
Tónlist
Sigfríflur Bjömsdóttir
ar Jóhannesson klarinettuleikari og Kristján
Stephensen óbóleikari hólið fyrir leik sinn í for-
leiknum að Sígaunabaróninum eftir Johann
Strauss.
Einsöngvararnir stóðu sig mjög vel. Ólafur
Árni er vaxandi tenórsöngvari; röddin styrkist
með hverju árinu, situr betur og hann nær æ
meira valdi á henni. Hinir sveiflandi söngvar
Vínarbúanna eru greinUega ekki hans sterka
hlið, ekki sist fyrir hið næma taktskyn sem þeir
krefjast. Ólafur söng þó margt vel og glæsUeiki
raddarinnar duldist engum sem á hlýddi. Hann
hefur gaman af þvi sem hann er að gera og gat
með glensi fangað salinn; skemmtUeg sviðsfram-
koma.
Rannveig Friða hefur óvenjuhljómfagra og
tæra mezzosópran rödd. Hennar eini vandi er að
röddin er ekki mjög stór á neðri hluta tónsviðs-
ins og hlýr liturinn rennur á stundum um of sam-
an við hljómsveitina. Flutningur hennar ein-
kenndist af öryggi og vandvirkni samfara söng-
gleði og mjög góðri túlkun. Hápunkti tónleikanna
hvað varðar tónlistarflutning var kannski náð
með flutningi hennar á Draussen in Sievering úr
„Die Tanzerin Fanny Elssler" eftir Johann
Strauss.
Fjörið á Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitar-
Rannveig Fríöa Bragadóttir.
innar náði þó fyrst hámarki þegar auglýstri dag-
skrá var lokið og aukalög vora flutt með hinum
kúnstugustu tUburðum. Stjómandanum, sem
vart hafði vikið af sviðinu, hafði tekist að rífa
upp hljómsveitina og styðja vel við okkar ungu
söngvara. Vel heppnaðir tónleikar.