Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Page 28
KIN Vinningstölur 9.1/97 (17) (18) (24 j Þrefaldur I. vinningur Vert&tnSbú&n&ti)vimúngí FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í stma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,6háð dagblað FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 Helgarblað DV: Éggaf barnið mitt í helgarblaði DV á morgun getur sem fyrr á að líta fróðlegt og fjöl- breytt efni. Helgarviðtalið er við Birgittu Jónsdóttur, dóttur Bergþóru Ámadóttur söngkonu, sem gengið hefur í gegnum ótrúlega lífsreynslu. Nú síðast varð hún að gefa frá sér dóttur til að lenda ekki í forræðis- deilu við bamsföðurinn. Fyrri maður hennar hvarf sporlaust á Snæfells- nesi fyrir bráðum fjórum árum og {áðir hennar hvarf fyrir tíu árum. ívomgur hefúr fundist. Leikfélag Reykjavíkur er 100 ára á morgun og af því tilefni er viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur, formann af- mælisnefndar. Einnig er viötal við séra Pétur Þorsteinsson í Óháða söfn- uðinum sem þekktur er fyrir að fara ótroðnar slóðir í starfi og leik. Tið- indi eru af Ingvari Sigurðssyni leik- ara og margt, margt fleira. -bjb/em Enn árekstur á einbreiðri brú Harður árekstur tveggja bíla varð á brúnni yfir Kaldaklifsá í gærdag. Bílamir skullu saman á brúnni ___<4sem er einbreið. Ökumenn beggja ‘ bíla voru fluttir til Reykjavíkur og lagðir inn á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þeir era töluvert slasaðir. Báðar bif- reiðar eu taldar ónýtar. Þetta er enn einn áreksturinn sem verður á einbreiðri brú en brýr þess- ar er hættulegar slysagildrur. -RR Náðu þjófum Tveir menn voru handteknir eftir að þeir bratust inn í söluturn á Laugavegi í nótt. Mennirnir lögðu á flótta þegar lög- regla kom á staðinn. Upphófst þá elt- ingaleikur um nágrennið en lögreglu- menn hlupu þjófana uppi og handtóku þá. Þeir hafa komið við sögu lögreglu , 'i-fcáður. Þeir gistu fangageymslur í nótt og voru yfirheyrðir í morgun. -RR 300 milljónir til mengunarvarna í Járnblendiverksmiðju: Vonandi tekst að ganga sómasamlega frá mengunarmálum - segir Jón Sveinsson stjórnarformaður „Stór hluti af þessari fjárfest- ingu verður væntanlega tengdur mengunarvarnabúnaði og koma til viðbótar við framkvæmdir fyr- ir 260 milljónir króna á síðasta ári, sem reyndar tókust ekki eins og skyldi, því að gallar komu upp í mengunarvarnabúnaðinum, sérstaklega sl. sumar og haust,“ segir Jón Sveinsson, stjómarfor- maður íslenska járnblendifélags- ins, í samtali við DV nú í morg- un. Á fundi stjórnarinnar í gær var samþykkt fjárhagsáætlun en í henni er gert ráð fyrir þvi að eytt verði 300 milljónum króna til að endumýja ýmsan búnað verk- smiðjunnar á Grundartanga til viðbótar við það sem gert var á síðasta ári. 300 milljónirnar nú eiga að notast tfi að bæta úr því sem miður tókst í fyrra og ljúka því sem ekki tókst að klára á síð- asta ári. „Vonandi tekst að ganga sómasamlega frá þessum hlutum þannig að allir geti vel við unað. MikO umræða hefur verið að undanfomu um stóriðju og meng- im frá henni síðustu daga, ekki sfst í ljósi endurtekinna meng- unaróhappa í járnblendiverk- smiðjunni. Jón telur að sú um- ræða hafi um margt verið ósann- gjöm. „Þegar rætt er um mengun frá þessari verksmiðju þá held ég að það sé ekki sanngjamt að halda því fram að þessi verk- smiðja hafi mengað óeðlOega bæði ytra og innra umhverfi sitt, það held ég sé af og frá,“ sagði Jón Sveinsson. Aðspurður hvort umræðan um verksmiðjima að undanfomu sé ástæða þess að ákveðið er að setja 300 mOljónir í að endurbæta búnað verksmiðj- unnar segir Jón að framkvæmd- imar séu i samræmi við áætlun sem gerð var fyrir rúmum tveim- ur áram um endurbætur á verk- smiðjunni, ekki síst vegna aldurs hennar. 260 mOljóna króna fjár- festing í þessu skyni í fyrra hafi verið fyrra skrefið í þessa veru og nú verði það síðara stigið með 300 mOljónum tO viðbótar. -SÁ Börn Jökuls Jakobssonar leikskálds, Hrafn, Elísabet Kristín og lllugi, fagna frumsýningu á leikriti fööur síns, Dó- mínó, á Litla sviöi Borgarleikhússins i gærkvöld í tilefni af aldarafmæli L.R. Sýningunni var geysilega vel tekiö, enda vönduö uppsetning á sígildu verki. Sjá gagnrýni um verkið á bls. 11. DV-mynd Hilmar Þór Læknadeild HÍ: Greinilegt brot á jafn- ræðisreglum - segir formaður SHÍ „Þetta er mjög alvarlegt mál og greinOegt brot á jafnræðisreglum. Það hefur einn nemandi þegar kært tO Háskólaráðs og fleiri hafa rætt að kæra það tO dómstóla ef niður- staða Háskólaráðs verður nei- kvæð,“ segir Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson, formaður stúdendaráðs Háskóla íslands, vegna mitaka sem urðu við tímavörslu í efnafræði- prófi á fyrsta ári í læknadeOd í des- ember. AOs 20 nemendur í einni prófstof- uninn fengu um 20 mínútum lengri tíma tO að ljúka prófinu. Af þeim komust 9 áfram í læknisfræðinni eða um 45% en hlutfaOið hjá öðrum nemendum var 17,5%. DeOdarráð læknadeOdar úr- skurðaði á mánudag að atvikið hefði ekki haft áhrif á hvaða nem- endur fengu að halda áfram. -RR Borgarafundur: Áhyggjur vegna álvers Hátt íprjú hundrað manns voru á opnum borgaréifundi að Heiðarborg í Leirársveit í gærkvöld þar sem kynntar voru tiOögur vegna fyrir- hugaðs álvers á Grundartanga. Á fundinum voru auk heima- manna fuOtrúar HoOustuverndar, Náttúruverndarráðs, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins og bænda- samtaka. Aðstoðarforstjóri Columb- ia Ventures var einnig á fundinum. „Margir fundargesta lýstu yfir miklum áhyggjum vegna sjónmegn- unar af verksmiðjunni og hugsan- legra áhrifa á landbúnað og ferða- mennsku. Þá höfðu margir áhyggjur vegna megnunar frá verksmiðj- unni,“ segir Trausti Baldursson, frá Náttúruvemdarráði, sem sat fund- inn. -RR ÓÍTá Ijósastaur Ökumaður slasaðist þegar hann ók bO sínum á ljósastaur á Am- amesi um klukkan 4 í nótt. Ökumaður var einn í bilnum og var hann fluttur á slysadeOd. Ekki var ljóst hversu alvarleg meiðsl hans voru en hann gekkst undir rannsókn þar í morgun. -RR SÆLIR ERU FÁTÆKIR PVÍ ÞEIRRA ER KV'ÓTINN! Veðrið á morgun: Úrkomulítið vestanlands Á morgun er gert ráð fyrir austtægri átt, stinningskalda eða allhvössu. Vestan tO á landinu verður skýjað að mestu og úr- komulítið en slydda eða rigning um landiö austanvert. Hiti verð- ur á bOinu 1^4 stig sunnan og austan tO en áfram vægt frost norðvestan tO. Veðrið í dag er á bls. 36 MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-2po_ (slenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar í tvær linur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Simi 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.