Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Page 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997
Fréttir
J3V
Ný skýrsla sem unnin var fyrir Verkamannasambandiö:
Skuldir heimilanna hafa
aukist um 259 prósent
- og tekjuójöfnuður aukist um allt að 22 prósent frá því árið 1986
Kristján Bragason hefur unnið
skýrslu fyrir Verkamannasamband
íslands um þróun tekjuskiptingar á
íslandi frá árinu 1986 til 1996. Þar
kemur i ljós að skuldir heimilanna
hafa aukist um 259 prósent að raun-
virði á þessu árabili. Þær nema nú
342,9 milljörðum króna en námu
132,1 milljarði árið 1986.
Samkvæmt skattaframtölum hefur
þeim framteljendum sem skulda um-
fram eignir fjölgað mikið. í fyrra
taldist þessi hópur vera 23.145
manns og hafði þá fjölgað um 4,7 pró-
sent milli ára. Árið 1988 voru 11.212
framteljendur með neikvæðan eign-
arskattsstofn og 20.509 árið 1993.
Þegar ástandið er skoðað sérstak-
lega hjá hjónum og fólki í sambúð,
sem telur sameiginlega fram til
skatts, kemur fram að árið 1995
voru 9.800 hjón annaðhvort eignar-
laus eða með skuldir umfram eign-
ir. Sambærilega tala frá 1993 er
8.600 hjón.
I skýrslunni segir að síðastliðin
10 ár hafi ójöfnuður aukist hvað
varðar dreifingu atvinnutekna. Þeg-
ar teknir eru allir aldurshópar sam-
an hefur tekjuójöfnuður aukist um
9,3 prósent á þessu 10 ára tímabili.
Ef tekinn er út úr aldurshópurinn
25-65 ára hefur ójöfnuðurinn aukist
um 5,6 prósent en ef litið er á hjón á
aldrinum 25-65 ára hefur ójöfnuður-
inn aukist um 22 prósent.
Þróun ráðstöfunartekna er líka
tekin fyrir árin 1993, 1994 og 1995.
Þar kemur í ljós að ráðstöfunartekj-
ur hjóna hafa aukist um 4,32 pró-
sent að meðaltali á þessu árabili. Á
sama tímabili hafa ráðstöfunartekj-
ur tekjulægri helmingsins vaxið um
3,51 prósent en ráðstöfunartekjur
tekjuhærri hópsins um 5,12 prósent
að meðaltali. Segir í skýrslunni að á
þessum tölum megi glöggt sjá að
launabil í þjóðfélaginu hafi aukist
undanfarin ár.
í lok skýrslunnar segir að í ljósi
þessara upplýsinga hafi stefnu-
mörkun Verkamannasambandsins í
komandi kjarasamningum verið sú
að hækka lægstu taxta í 70.000 krón-
ur á mánuði en hækka önnur laun
minna. Með því ætti að vera tryggt
að verðbólgan fari ekki af stað á ný.
-S.dór
Skólasetrið í Hvalfirði:
Stefnir í
rétta átt
DV, Vesturlandi:
„Starfsemin gekk þokkalega á
síðasta ári og mun betur en árin
tvö þar á undan. Tap félagsins á
rekstrinum 1996 var um þriðjung-
ur þess sem var 1995, þannig að nú
stefnir í rétta átt. Þaö er þó ljóst að
af hugmynd um skólabúðir, þar
sem íslensk og norræn ungmenni
hittast og kynnast, getur ekki orð-
ið.
Ástæðan er margir samverkandi
þættir og m.a. að á þeim tíma sem
byggingin var tekin í notkun voru
stjórnvöld þegar farin að huga að
því að koma skólamálum til sveit-
arfélaganna í landinu og því ekki
tilbúin að styrkja hugmyndina
þegar til átti að taka. Þess vegna
var starfseminni beint inn á þá
braut að fá hingað hópa eldri borg-
ara sem vildu fræðast um ísland og
ferðast um landið,“ segir Völundur
Þorgilsson, framkvæmdastjóri
Heima á Hvalfjarðarströnd, áður
Norræna skólasetrið. Hann hóf
störf þar 1. maí 1996.
Dagskrá Norræna skólaseturs-
ins hefur þess vegna verið byggð
upp með þennan aldurshóp í huga
og koma hingað á árinu hópar frá
Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finn-
landi, Þýskalandi, Ítalíu og Banda-
ríkjunum, auk þeirra sem sóttu al-
þjóðlegar ráðstefnur, námskeið og
fundi sem hér voru haldnir. Þar að
auki hefur verið unnið ötullega að
kynningu og markaðssetningu inn-
anlands og haft hefur verið sam-
band við samtök í Bretlandi.
Starfsmenn skólasetursins á ný-
liðnu ári voru 9. Nýting á gisti-
rými var um 50% og verður það að
teljast gott að mati Völundar
„Það er von stjórnenda að rekst-
urinn 1997 verði mun hagstæðari
en hingað til vegna þeirra breyt-
inga sem hafa verið ákveðnar. Þær
eru helstar að húsið verður gert að
íbúðahóteli. Herbergjum breytt í
stúdíó-íbúðir og afnotaréttur af
hverri íbúð seldur. Innifalin í
verði hverrar orlofshlutdeildar er
skráning í RCI til þriggja ára og
eftir það er eiganda í sjálfsvald sett
hvort hann vill vera aðili að sam-
tökunum.
Það er því alveg ljóst að eigend-
ur orlofshlutdeildar í Heimum eiga
ekki einungis eftir að njóta sumar-
dvalar á einum fallegasta staðnum
á Hvalijarðarströnd, heldur einnig
vítt og breitt um heiminn," sagði
Völundur.
-DVÓ
Slasaður á Esjunni
Björgunarsveitin Kjölur sótti
í fyrradag mann um sjötugt upp
á Esju en hann hafði dottið og
meiðst á mjöðm. Maðurinn var á
ferð með félaga sinum og gat sá
síðarnefndi kallað eftir hjálp. Sá
slasaði var ekki með mann-
brodda og sagði Ingimundur
Guðmundsson, félagi í Kili, að
það væri mjög óskynsamlegt að
fara á Esjuna án mannbrodda á
þessum tíma.
Hann ráðlagði mönnum enn
fremur að vera ekki einir á ferð
í slíkum ferðum. Maðurinn var
fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur
þar sem hugað var að meiðslum
hans. -sv
Þróun ráðstöfunartekna
- hjóna á mánuði. Teknir eru þrír launaflokkar af tíu -
■ Lægstu laun
350.000 kr.
300.000
250.000
200.000
150.000
100.000
50.000
Mlðlungs laun ■ Hæstu laun
328.183
180.366
89.116
IPV
1993
1994
1995
350000
300000
250000
200000
342900
- frá 1986 til 1996. Skuldir I milljónum
232397
150000 n7W)
154736
172428
188684
198042
100000
50000
0
317797
300446
276991
258183
'93 '94
96
Herra Ólafur Skúlason biskup vígði nýtt pípuorgel í Kópavogskirkju á sunnudag. Orgelið er smíðað og sett upp af
Bruhn & Son í Danmörku. Við athöfnina söng kór Kópavogskirkju undir stjórn Arnar Falkners, organista kirkjunnar,
sem sést hér leika á hið nýja pípuorgel. DV-mynd S
Álagning spilliefnagjalds hefst 1. mars
Guðmundur Bjamason umhverf-
isráðherra hefur ákveðið að álagn-
ing spilliefnagjalds hefjist 1. mars
næstkomandi. Samkvæmt lögum
um spilliefnagjald, sem samþykkt
voru á Alþingi í fyrra, á að koma til
innheimtu gjaldsins í áfóngum á
tímabilinu 1. janúar 1997 til 1. janú-
ar 2001.
Markmið laganna um spilliefna-
gjald er að koma í veg fyrir mengun
af völdum spilliefna með því að
skapa skilyrði fyrir söfnun, með-
höndlun og eyðingu þeirra eða end-
urnýtingu. Gjaldið verður lagt á
vörur sem geta orðið að spilliefnum
til að standa straum af meðhöndlun
þeirra.
Efhi sem gjaldið verður lagt á eru
meðal annars olíuvörur, málning og
litarefni, lífræn leysiefni, ósoneyð-
andi efni, framköllunarvökvi og
fleiri ljósmyndavörur, rafhlöður og
rafgeymar. -S.dór