Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Qupperneq 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 Sviðsljós Langar að eiga heima í Skotlandi Söngvarinn Michael Jackson langar að kaupa sér hús í Skot- landi, að því er skoskt dagblað greinir frá. Stórstjarnan hefur þegar skoðað eina fasteign ná- lægt bænum Galashiels sem er mitt á milli Edinborgar og landamæranna við England. Blaðið hefur það eftir Jackson að hann sé ákaflega hrifinn af Skotlandi og viiji gjaman eiga heima þar. Ted Danson og Mary Steen- burgen. Eiginkonur Teds Dansons í hár saman Ted Danson var ráðþrota þeg- ar fyrrverandi eiginkona hans, Casey, réðst á núverandi eigin- konu hans, Mary Steenburgen, og æpti og skrækti. Atvikið átti sér stað í einkaskóla þar sem böm beggja kvennanna em nemendur. Þegar konurnar sáust fór Casey að skamma Mary fyrir að hafa rekið dóttur hennar á dyr fyrir syndsamlegt lifemi. „Ég var bara að reyna að ala dóttur þína upp,“ sagði Mary en þá varð Casey alveg óð. Hún spurði að lokum Ted af hverju hann hefði ekki haldið sig við Whoopi Goldberg. Hún hefði að minnsta kosti verið skárri en Mary. Taka frá eitt kvöld í viku Leikkonan Michelle PfeifFer og eiginmaöur hennar, David Kelley, halda við neistanum í hjónabandinu með því að hafa rómantískt kvöld einu sinni í viku. Hjónakomin höfðu aðeins þekkst í nokkra mánuði þegar Pfeiffer ættleiddi litla stúlku. Skömmu seinna fæddist þeim sonur og hjónin höfðu því varla haft tíma til að kynnast áður en þau vora orðin foreldrar tveggja bama. Tímarit segir Whitney hafa misst fóstur Bandarískt tímarit heldur því fram að söngkonan Whitney Ho- uston hafi nýlega misst fóstur, að- eins nokkrum klukkustundum eftir heiftarlegt rifrildi við eiginmann- inn, söngvarann Bobby Brown. si|in tveúnur^og Whitney Houston. °S kela við unga stúlku á nætm-- klúbbi í Los Angeles á meðan Whit- ney var heima í New Jersey. Tímaritið heldur því fram að Whitney ætli að sækja um skilnað en hjónaband þeirra hefur lengi staðið á brauðfótum. Popparar eldast líka. David Bowie varð fimmtugur um daginn og fékk af því tilefni að skera þessa fínu af- mælistertu. Eiglnkonan er með á myndinni sem tekin var eftir tón- leika í New York. Sfmamynd Reuter Karl Bretaprins og Díana prinsessa hafa ákveðið að taka upp nánari samvinnu til þess að tryggja að konungdæmið verði ekki lagt niður, að því er breska blaðið Sunday Times greinir frá. Blaðið hefur það eftir heimildar- mönnum innan bresku hirðarinnar að Karl og Díana kunni jafnvel að koma fram opinberlega saman síð- ar á árinu. Slíkt hefði þótt óhugs- andi fyrir nokkru þegar þau stóðu í erfiðum hjónaskilnaði og háðu stríð í fjölmiðlum. Samkvæmt niðurstöðum ný- legra skoðanakannana fara vin- sældir konungdæmisins í Bret- landi minnkandi. Skoðanakönnun frá því í síðustu viku sýndi að 48 prósent aðspurðra vora þeirrar skoðunar að konungdæmið myndi líða undir lok áður en 50 ár era liðin. Karl Bretaprins. „Karli er innhugað um að reyna að tryggja konungdæmið fyrir næstu kynslóð," hefur Sunday Díana prinsessa. Times eftir heimildarmanni sínum. Synir Karls og Díönu, Vilhjálmur og Harry, era nú 14 og 12 ára. Ljóst þykir að grafi Karl og Díana stríðsöxina, sem hefur verið á lofti imdanfarin fimm ár, gæti það bætt slæma ímynd Karls. Breska blaðið Daily Mail sagði frá því í síðustu viku að í Bucking- hamhöll væra menn nú að undir- búa fimm ára herferð sem á að sannfæra Breta um að Karl sé hæf- ur til að verða konungur. Var ákvörðun inn herferðina tekin eftir að skoðanakannanir sýndu að vin- sældir Karls höfðu minnkað í kjöl- far skilnaðarins við Díönu og ástar- sambandsins við Camillu Parker Bowles. Á næstunni mun Karl taka við ýmsum skyldustörfum móður sinn- ar, Elísabetar drottningar, sem er orðin sjötug. Hann mun meðal ann- ars verða fulltrúi hennar þegar Kínverjar taka við yfirráðum í Hong Kong í júní næstkomandi. Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% afsláttur af annarri auglýsingunni Smáauglýsingar 550 5000 aW mil/i hirrt lOs 'Qi Leikkonan Brooke Shields nýtur greinilega mikillar lýðhylli í heimalandinu, Bandaríkjunum. Hér sést hún með verðlaunagrip úr svokölluðum People's Choice Awards sem veitt eru fyrir sjónvarpsefni og fleira. Brooke fékk verö- laun f flokknum Uppáhaldsleikkonan í nýrri þáttaröð. Hún leikur í gam- ansyrpunni Suddenly Susan. Símamynd Reuter Major og frú á frum- sýningunni á Evitu John Major og frú Norma. John Major, forsætisráð- herra Bretlands, og frain hans Norma létu sig ekki vanta á frumsýningu söngvamyndar- innar Evitu í Lundúnum á dög- unum. Þau vora harla ánægð yfir að vera innan um allt hitt fina og fræga fólkið og brostu sínu breiðasta við komuna í kvikmyndahúsið. Meðal annarra góðra gesta vora sir Richard Attenborough og frú, Antonio Banderas og fi*ú, Fergie rauðhaus og litla tónskáldið, Andrew Lloyd Webber. Karl og Díana taka upp nanari samvinnu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.