Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Qupperneq 32
Harmagrátur íslendinga „Ég er búinn að vera erlendis megnið af ævinni við nám og störf, og þegar heim er komið undrast ég allan þennan harmagrát, kannski er nauðsynlegt að íslendingar eignist sinn Grátmúr." Óðinn Pétur Vigfússon kennari, í Degi-Tímanum. Er tónlist ekki list? „Ég vil hætta að lita á tónlist sem list heldur lita á hana sem hluta af atvinnulífinu í landinu." Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra í DV. Spana hver annan upp „Mér sýnist að menn séu þama að spana hver annan upp.“ Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastj. VSÍ, um afstöðu verkalýðsforingja til verkfalla, ÍDV. Ummæli Þingmenn ekki eftirsóttir „Það er staðreynd að af ein- hverjum ástæðum reynist mönn- um sem setið hafa á þingi oft erfitt að fá störf.“ Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri og fyrrum þingmaður, í Degi- Tím- anum. Uppsker það sem sáð er „Það er algengt, sérstaklega með kvenfólk, að það kemur í tækjasal og er i einhverju dútli. Árangur- inn verður þá svipaður og áreitið, eða eins og Biblían segir: „Svo sem þú sáir munt þú uppskera“.“ Sölvi Fannar Viðarsson, líkamsræktarþjálfari, í DV. í fornöld voru það sendiboöar sem fóru með póstinn, nú er honum safn- að saman á pósthúsum og flokkaö- ur af fjölda manns áður en hann berst til viötakanda. Póstur til forna Kyris mikli Persakonungur (558-528) er talinn vera upphafs- maður póstþjónustu. Þegar hann hafði fært út ríki sitt dugðu ekki sendiboðar einir til að flytja til- skipanir og fregnir um viðfeðmt veldi hans. Skipulagði konungur því eins konar póstþjónustu. Fólst hún í því að komið var á fóstum áfangastöðum með ákveðnu milli- bili og áttu hestar að vera þar til reiðu. Rómverjar tóku þetta skipu- lag til fyrirmyndar og komu á skipan í valdatíð Ágústusar keis- ara sem kölluð var cursus puplicus. Áfanga- og skiptistaðir, (mutationes) voru með fóstu milli- bili meðfram herbrautunum. Þar gátu ferðamenn sem fóru um í op- inberum erindum fengið óþreytta hesta og herbergi (mansiones) til gistingar. Blessuð veröldin Munkapóstur Á miðöldum var hið rómverska kerfi fyrir löngu liðið undir lok. Klaustur voru reist víðs vegar um Evrópu og oft þurfti að skiptast á munkum af mismunandi gráðum innan sömu munkareglu. Boð- skipti fóru fram með perga- mentrollu, sem nefnd var rotula og á hana ritaði fyrsti ábótinn boð- skap sinn. Á leiðinni skrifuðu þeir ábótar það sem þeir höfðu fram að færa. Slík rolla gat orðið geysi- löng. Rotula heilags Vitals sem greindi frá andláti ábóta með því nafni, var 9,5 m að lengd og 25 sm að breidd. Snjókoma á Norðurlandi Um 300 km suðsuðvestur af Vest- mannaeyjum er 965 mb lægð, sem hreyflst norðaustur, en yfir Græn- landi er 1020 mb hæð. Veðrið í dag í dag verðrn- í fyrstu hvöss norð- austanátt og snjókoma norðvestan- lands en hægari austan- og suðaust- anátt í öðrum landshlutum, rigning við suðurströndina en snjókoma norðanlands. Snýst smám saman síðdegis í norðaustan hvassviðri um allt land með snjókomu um norðan- vert landið og kólnandi veðri. Hiti frá 6 stigum og niður í 3 stiga frost. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustankaldi og skúrir fram eftir degi en snýst síðan í allhvassa norð- austanátt með smáéljum og kóln- andi veðri. Hiti frá 3 stigum og nið- ur í 2 stiga frost. Sólarupprás á morgun: 10.54 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.46 Árdegisflóð á morgun: 11.13 Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað -2 Akurnes rigning 2 Bergstaðir alskýjaó -3 Bolungarvík snjóél -1 Egilsstaðir þoka í grennd -I Keflavíkurflugv. skúr 4 Kirkjubkl. alskýjaó 2 Raufarhöfn snjókoma -2 Reykjavík skúr 3 Stórhöfói úrkoma í grennd 5 Helsinki skýjaö 3 Kaupmannah. þokuruóningur 3 Ósló skýjaö 4 Stokkhólmur heiðskírt 4 Þórshöfn súld 10 Amsterdam þokumóöa -2 Barcelona heiöskírt 4 Chicago heióskírt -15 Frankfurt þokumóóa -9 Glasgow mistur 9 Hamborg heiöskírt 2 London mistur 1 Lúxemborg heiöskírt -4 Malaga léttskýjaö 8 Mallorca léttskýjaó 3 Maiami rigning 19 París heiðskírt -5 Róm heiöskírt 4 Valencia New York heiöskirt -2 Orlando alskýjaö 12 Nuuk alskýjað -9 Vín hrímþoka -5 Winnipeg skýjaö -14 Sólarlag í Reykjavík: 16.18 Ólafur Sæmundsson næringarfræðingur: Hugarfar gagnvart megrun hefur breyst „Það má kannski segja að eftir áramót sé hálfgerð vertíð hjá mér. Það eru mjög margir sem setja sér áramótaheit um að losa sig við nokkur kíló og leita þá að einhverju sem kemur þeim af stað og þá rata þeir oft á fjörur mínar,“ segir Ólaf- ur Sæmundsson næringarfræðing- ur sem vinnur sem verktaki í Mætti og starfar einnig á Heilsustofhun- inni í Hveragerði. Ólafur sagði að það væri aðeins lítill hluti fólks sem fengi leiðbein- ingar hjá honum sem næði varan- legum árangri: „Hugarfarið hefúr samt breyst mikið. Þegar ég var að byrja mitt starf gerðu margir sér óraunhæfar væntingar, en þeir sem koma núna eru yfirleitt mjög með- vitaðir um það að þetta gengur hægt þannig að þjóðin er orðin upp- Maður dagsins lýstari í dag en fyrir nokkrum árum. Ég legg áherslu á að fólk læri að umgangast mat, það er að segja að skilið sé við allar töfralausnir og að allur matur eigi rétt á sér, einnig matur sem hefur verið flokkaður til óhollustu, sætar og feitar afurðir því þetta eru afurðir sem flestum finnst bragðgóðar og það er alltaf gaman að borða góðan mat, en það Ólafur Sæmundsson. er spuming að læra inn á ákveðið hóf. Ég reyni að sýna fólki fram á hvað það megi við miklu af mat sem gefur lítið af næringarefnum en mikið af orku.“ Ólafur var í námi í heilsusálfræði þegar áhuginn á næringarfræði vaknaði: „Þegar ég var á lokaönn í mínu fagi tók ég einn bekk í nær- ingarfræði og fylltist miklum áhuga á næringarfræðinni og ákvað síðan í framhaldi að fara í mastersnám í næringarfræði. Ég var síðan ein- staklega heppinn þegar ég kom heim. Það var verið að opna Mátt og ég hafði samband við Hilmar Bjömsson og var í framhaldi af því ákveðið að prófa næringafræðina þar.“ Ólafur sagði að hann hefði verið óhóflega bjartsýnn í byrjun: „í upp- hafi hélt ég að ég væri frelsandi eng- ill og að stór hluti þeirra sem kæmu til mín myndi gjörbreytast og aldrei fara í óhófið aftur, en annað hefur komið á daginn og ég er að fá fólk til mín sem náði góðum árangri fyrir fjórum ámm en er nú komið í sama farið aftur. Það er alltaf sárt að horfa upp á slíkt.“ Ólafur er með bók í undirbúningi sem hann vonast til að gefa út á ár- inu: „Ég legg í bókinni mikið upp úr hagnýtu gildi. Ég er með ákveðið neyslukerfi sem ég hef notað í mínu starfi og ætla að koma því til skila í bókina, en ég ætla bókinni alls ekki að vera eingöngu fyrir of feita ein- staklinga, heldur einnig fyrir þá sem þjást af ýmsum kvillum, sykur- sjúka og hjartveika svo dæmi séu nefnd, og þá ekki síður fyrir þá sem eru of grannir." Ólafur sagði að lítill tími væri fyrir önnur áhugamál en að rækta fjölskylduna, en hann og eiginkona hans Hjálmfríður Kristjánsdóttir, eiga tvo unga syni. -HK Myndgátan Eyrnapinnar Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsoröi ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 Keflavík og KR, sem á myndinni sjást í leik fyrr í vetur, leika í Keflavík f kvöld. Þrír leikir í 1. deild kvenna í körfunni Keflvísku stúlkurnar í körfu- boltanum hafa verið nær ósigr- andi í vetur og eru nú í efsta sæti í 1. deild kvenna. í kvöld verða leiknir þrir leikir i deild- inni og eru tveir þeirra á Suður- nesjum. Keflavík leikur á heima- velli gegn KR og verður róður- íþróttir inn erflður hjá KR. í Njarðvík- um leika svo Njarövík og ÍR. Þriðji leikurinn er svo í Smáran- um í Kópavogi en þar leika Breiðablik og Grindavík. Allir leikimir hefjast kl. 20.00. Fleiri leikir eru í körfunni í kvöld. í Sandgerði fer fram viðureign Reynis og Vals í 1. flokki karla ÍR og Keflavík leika i unglinga- flokki i Seljaskóla. Það er ekkert um að vera í handboltanum í kvöld en annaö kvöld verður leikin heil umferð í 1. deild karla og eru þá á dagskrá margir spennandi leikh-. Bridge Árleg Bridgehátíð Borgarness fór fram um síðustu helgi og þátttaka er alltaf að aukast í þessari vinsælu keppni. 32 sveitir tóku þátt í sveita- keppninni og spilaformið var mon- rad, 8 umferðir með 8 spila leikjum. Það var sveit Sigurðar B. Þorsteins- sonar (Helgi Sigurðsson, Gylfi Bald- ursson og Bjöm Theodórsson) sem hafði sigur í þeirri keppni. Tvö pör urðu efst og jöfn i tvímenningnum sem spilaður var á sunnudag, feðgarnir Karl Sigurhjartarson- Snorri Karlsson og Ingi Agnarsson- Halldór Már Sverrisson. Hér er eitt spil úr sveitakeppninni þar sem Jón Þorvarðarson stóð 4 hjörtu dobluð, þrátt fyrir 5-0 legu. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og n-s á hættu: 4 K1052 W D964 -f K76 4 ÁG * 73 4* KG1053 -f DG52 4 106 4 G 4» Á872 4 Á98 4 D9752 Norður Austur Suður Vestur 14 pass 14* 14 2 «* pass 4 ** dobl p/h Útspil vesturs var tígulfjarki og Jón drap gosa austurs á ás heima. Spaðagosa drap vestur á ás og spil- aði meiri tígli á kóng blinds. Nú kom spaðakóngur, tígli hent heima og tígull trompaður. Næst var lauf- gosa svínað, laufásinn tekinn og spaða spilað. Austur trompaði með tíu og Jón henti laufi heima. Austur spilaði tígli, Jón henti laufi og trompaði í blindum. Nú kom síðasti spaðinn, austur trompaði með þristi, yfirtrompað á sjöu og í lokin spilaði Jón laufdrottningunni og trompaði með hjartadrottningu. Austur gat yfirtrompaö, en varð síð- an að spila frá tíunni. ísak Öm Sigurðsson 4 AD9864 ♦ 1043 4 K843 N V A S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.