Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Síða 36
K IV A L«TT« nrsi SciAs 0^f yjfítiiQ \ > Vinningstölur 13.1/97 @@@ KIN > Q C3 FRÉTTASKOTIÐ “= o LXJ SI'MINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. S LTD CO 1 h— LO 1— 550 5555 Frjálst.óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 Járnblendimengun: Bíðum skýr- inga Holl- -- ustuverndar - segir ráöherra „Ég spurðist fyrir um það í gær hvað liði svörum Hollustuvemdar, sem ráðuneytið óskaði eftir varð- andi mengun frá Jámblendiverk- smiðjunni á Grandartanga, en þau höfðu þá ekki borist,“ sagði Guð- mundur Bjamason umhverfisráð- herra við DV nú í morgun. Umhverfisráðherra sagði það trú- legt að starfsmenn Hollustuvemdar hefðu verið uppteknir síðustu dag- ana við nýja álverið, starfsleyfi þess og nú síðast athugasemdir við það. „Ef svör varðandi jámblendiverk- smiðjuna dragast er kannski ástæða til að ganga eftir þeim,“ sagði ráð- herra enn fremur. -SÁ Mjög alvarlega slasaður Maður á fertugsaldri, sem slasað- ist alvarlega eftir að bíll hans valt 50 metra niður brattar Vattar- nesskriður á laugardagskvöld, ligg- ur enn mjög alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- vikur að sögn lækna þar. Læknar vildu ekki gefa yfirlýsingu um hvort maðurinn væri í lífshættu eða ekki. -RR Akureyri: Fjögur innbrot Brotist var inn á fjórum stöðum á Akureyri um helgina, inn í fyrir- tæki og leikvallahús. Á einum staðnum var talið að um 80 þúsund krónur í peningum hefðu horfið en á hinum var litlu eða engu stolið að þvi er mönnum virtist í gær. Málin em öll óupplýst.-sv Sóttar í Bláfjöll Óskað v£ir eftir sjúkrabíl upp í Bláfiöll seinni part dags í gær til þess að sækja stúlku sem eitthvað hafði meitt sig á fæti. Talið var að hún hefði fótbrotnað. Önnur stúlka fékk far með bílnum í bæinn þar sem hún var mjög köld. -sv Maðurinn sem lést Maðurinn sem lést þegar hann hrapaði til bana í Merkigili i Akra- hreppi hét Helgi Jónsson, bóndi að Merkigili. Helgi var ættaöur frá Herríðar- hóli í Rangárþingi en hann keypti . ^Merkigil árið 1976. Helgi var ókvæntur og bamlaus. Fullunnar tHlögur um byggðakvóta komu fram strax í upphafi: Ástandið væri víða betra með byggðakvóta - segir Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri sem kom fyrstur meö hugmyndina „Við unnum þetta mál mjög vel að mínum dómi og fórum um og kynntum hugmyndina um löndun- arsvæðiskvóta, eins og við köliuð- um þetta. Við geröum ráð fyrir að svæði eins og til að mynda Reykja- nes hefði einn kvóta, Vestfiöröun- um yrði skipt í tvennt, norður- og suðurhluta, og hvor hluti hefði sinn kvóta. Við gerðum síðan ráð fyrir að skipuð yrði nefiid heima- manna á hverjum stað sem sæi um úthlutun til fiskiskipa á svæðinu. Hugmyndin fékk ágætar undirtekt- ir víða. En þegar til kastanna kom vildu menn helst ekki fá þessa stjómun heim í hérað. Menn á ísa- firði sögðu til að mynda: „Ætlar þú að láta okkur úthluta Ásgeiri á Guðbjörginni kvóta? Það er betra að þið gerið það fyrir sunnan," sagði Steingrímur Hermannsson seðlabankasfjóri í samtali við DV. Það var þegar hann var sjávar- útvegsráðherra í ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsen og kvótakerfið var að fæðast sem þessi hugmynd varð til. Steingrímur segir að þegar svo Halidór Ásgrímsson tók við emb- ætti sjávarútvegsráðherra hafi hugmyndinni verið kastað fyrir róða. „Það er engin spuming að ef þetta kerfi hefði verið sett á væri ástandið víða betra en það er nú úti á landi, svo ekki sé nú minnst á Vestfirðina. Ég er hræddur um að Þingeyringar væru betm- stadd- ir hefði byggðakvóti verið settur á. Það má svo eflaust deila um það hvort þetta hefði leitt til þeirrar hagræðingar sem allir tala nú um með því að safiia kvótanum á fárra hendur. Hins vegar mega menn ekki gleyma þvi þegar talað er um hagræðingu til fyrirmyndar, eins og hjá hinum harðduglegu Sam- herjamönnum, að þá er hinum alltaf gleymt sem urðu að selja kvótann og sitja eftir með sárt enn- ið.“ Hann segist spyrja hvað hafi orðið mikið tjón hjá þeim sem hafa misst kvótann sinn en ekki fengið svar. „Menn segja að þeir geti kannski keypt hann til baka. Það geta þeir ekki því þeir eiga enga auðsuppsprettu til að kaupa kvót- ann til baka. Ég er orðinn mjög ef- ins um þetta kvótakerfi. Mér finnst ótrúlegt að hugsa sér hvem- ig ýmsir hafa hagnast bara vegna þess að þeim var úthlutað kvóta. Þar era jafnvel menn sem aldrei hafa stundað sjómennsku. Ég er ef til vill gamaldags í mér en ég held að þetta sé ekki sú þjóðfélagsmynd sem við þurfum. Hér áður fyrr var talað um manngildið ofar auðgild- inu. Nú er það gróðahugsjónin, sem ég kalla græðgi, sem á að drífa þetta þjóðfélag áfram og því miður er það þannig orðið um allan heim,“ sagði Steingrímur Her- mannsson. -S.dór Lúövík Björnsson loödýrabondi meö skottlausa refinn Kela. Hann er mikiö gæludýr og eini refurinn í heiminum meö perur sem uppáhaldsmat enda fékk hann þær í jólamatinn. DV-mynd ÆMK Skottlaus refur í Sandgerði: Konan bjargaði honum og ól hann upp heima - fékk perur _____________________________ DV, Suðurnesjum: „Móðir hans beit af honum skott- ið og hann var á milli heims og helju. Konan mín bjargaði honum, tók hann að sér og ól hann upp heima hjá okkur. Ég hef ekki tímt að farga honum. Hann er sprækur og verður ekki lógað. Hann er mik- ið gæludýr og eini refurinn held ég í heiminum með perur sem uppá- haldsmat, hann fékk þær í jólamat- inn,“ sagði Lúðvík Bjömsson loð- dýrabóndi, sem rekur refa- og minkabú i Sandgerðisbæ, í samtali við DV. Refurinn Keli hefur verið þar nánast frá byrjun en Lúðvík hóf rekstur fyrir 8 árum. Hann er með 400 minkalæður og 160 refalæður sem hann telur meðalbú. í jólamatinn „Það er virkilega gaman að standa í þessu núna og þetta er far- ið að ganga betur. Þetta var martröð fyrstu árin og þá vann eiginlega konan fyrir mér. Fyrst í mars byrja ég að para minkinn og refinn. Það tekur 48-52 daga. Minkahvolpamir koma í apríl og refahvolparnir í maí. Úr þessu koma eitt þúsund refahvolpar og um 1.800 minkahvolpar. Fram- leiðsla á siðasta ári var 900 refa- skinn og 1.400 minkaskinn. Þau hafa farið á Finnlandsmarkað sem er hagstæðastur og verðið er nú mjög gott,“ segir Lúðvík. Dýrin em svo til í svelti fram að pörun. Um 2!4 starfsgildi eru við búið. -ÆMK L O K I Veðrið á morgun: Frost um allt land Á morgun verður norðaustan- kaldi, él norðan- og austanlands og frost um allt land. Vaxandi austanátt verður sunnanlands um kvöldið. Veðriö í dag er á bls. 36 MERKILEGA MERKIVELIN brother pt-2pq_ islenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar í tvær linur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.