Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1997, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997
Kgtlönd 27
Leynimakk mefl kjarnavopn
Þrátt fyrir opinberar yfirlýsingar
yfirvalda í Danmörku um að þau
vildu ekki kjarnorkuvopn á danskri
grund vissu stjómmálamenn, emb-
ættismenn og herinn að yfirvöld
höfðu samþykkt geymslu banda-
rískra kjamorkuvopna á Grænlandi.
í skýrslu dönsku utanríkismálastofh-
unarinnar, sem var gerð opinber í
siðustu viku, kemur fram að leyni-
makkið stóð yfir áratugum saman.
Danmörk og Bandaríkin sömdu
árið 1951 um vamir Grænlands. í
samningum var ákvæði um að
Bandaríkin gætu flutt þangað allan
nauðsynlegan búnað. Þegar árið 1954
skrifuðu danskir liðsforingjar til rík-
isstjórnarinnar í Danmörku og
greindu frá uppsetningu sérstakrar
geymslu í herstöðinni í Thule fyrir
kjarnorkuvopn. Og allt fram til árs-
ins 1967 fékk danska stjómin tilkynn-
ingar um fjölda nauðlendinga flug-
véla með kjarnorkuvopn í Thuleher-
stöðinni. Hlutverk Thuleherstöðvar-
innar var aðeins eitt. Þaðan átti að
gera kjamorkuvopnaárásir á Sovét-
ríkin.
Aðeins einn sagði
sannleikann
Kommúnistinn Aksel Lcirsen var
sá eini sem sagði sannleikann um
Thule á sínum tíma. Á þingi í maí
1951 veifaði hann tímaritinu Life og
sýndi þingheimi kort í blaðinu þar
sem sýnd var fjarlægðin frá
Thuleherstöðinni á Grænlandi til
Moskvu og mikilvægra iðnaðar-
svæða í Úral. Ljóst var af kortinu að
nota átti Thuleherstöðina við árásir
á Sovétríkin.
Þáverandi utanríkisráðherra, Ole
Bjom Kraft, reiddist mjög og sagði að
eina markmið vamarsamningsins
milii Danmerkur og Bandaríkjanna
um Grænland væri að tryggja vamir
Grænlands. Með þessu svari ráðherr-
ans byrjaði lygamakkið um Thule.
Danskir stjómmálamenn vissu
þegar í lok fimmta áratugarins hvert
hiutverk Thuleherstöðvarinnar var,
að því er kemur fram í skýrslu
dönsku utanríkismálastofnunarinn-
ar. Það hefur einnig komið fram af
bandarískum skjölum að Bandaríkja-
menn töldu Thuleherstöðina mjög
mikilvæga.
I maí 1957 lýsti þáverandi forsætis-
og utanríkisráðherra, H.C. Hansen,
því yfir að dönsk yfirvöld myndu
ekki verða við beiðni frá Bandaríkj-
unum um geymslu kjarnorkuvopna á
danskri grund. í ágúst 1957 fékk
sendiherra Bandaríkjanna í Kaup-
mannahöfn tilkynningu frá Was-
hington um að kjamorkuvopn eigi að
vera á Grænlandi. Heitar umræður
urðu um hvort láta ætti Dani vita eða
ekki. Ákveðið var að láta dönsk yfir-
völd vita en á þann hátt að forsætis-
ráðherrann gæti ekki neitað. í nóv-
ember sama ár fór sendiherrann á
fund Hansens. Sendiherrann vildi
vita hvort Danir vildu fá upplýsingar
yrðu kjamorkuvopn á Grænlandi.
Erlent
fréttaljós
Nokkram dögum eftir heimsókn
sendiherrans tilkynnti forsætisráð-
herrann að hann hefði ekkert um
málið að segja. Þar með samþykktu
Danmörk geymslu kjamorkuvopna á
Grænlandi.
Áriö 1959 komu Bandaríkjamenn
fyrir 48 kjarnorkuflaugum við
Thuleherstöðina. Árinu áður geymdu
þeir fiórar vetnissprengjur þar í átta
mánuði. I ágúst 1959 skrifaði Jens
Otto Krag utanríkisráðherra í dag-
bók sína að hann hefði áhyggjur af
leyfinu sem Hansen gaf Bandaríkj-
unum.
Reyndar vom Bandaríkin með
áætlanir um að byggja risastóra her-
stöð undir jöklinum á Grænlandi þar
sem geyma átti 600 kjamorkuflaugar.
Ekkert varð þó úr þessari áætlun.
Þann 21. janúar 1968 hrapaði
bandarísk B52-sprengjuflugvél með
Niels Helveg Petersen, utanríkisráð-
herra Danmerkur, með skýrslu
dönsku utanríkismálastofnunarinn-
ar um leynimakk danskra yfirvalda.
fiórar vetnissprengjur um borð við
Thuleherstöðina. Danir bmgðust
ókvæða við en Bandaríkin minntu þá
á leyfið sem þeir gáfú fyrir geymslu
kjamorkuvopna og þar með flug með
þau. Þann 22. janúar lýsti Krag, sem
þá var orðinn forsætisráðherra, því
yfir að bannið við geymslu kjarn-
orkuvopna á danskri gmnd gilti
einnig á Grænlandi sem og um flug
yfir Grænlandi.
Þann 31. maí 1968 skuldbundu
Bandaríkin sig til að geyma hvorki
kjamorkuvopn á Grænlandi né fljúga
með þau yfir Grænland.
Dönsk yfirvöld höfðu einnig lagt
áherslu á að þau væra mótfallin
heimsóknum bandarískra skipa með
kjamorkuvopn.
Utanríkisráðherra Danmerkur, Ni-
els Helveg Petersen, og meirihluti
flokka á þingi telja að ekki sé ástæða
til að efast um að Bandaríkin hafi
ekki staðið við samkomulagið frá
1968. Því sé engin ástæða fyrir stjóm-
völd að láta rannsókn fara fram.
Petersen bendir auk þess á að það
sé stefna Bandaríkjann að játa því
hvorki né neita hvort kjamorkuvopn
séu um borð í herskipum þeirra.
Hins vegar sé einkaaðilum frjálst að
rannsaka málið.
Danska blaðið Jyllands- Posten
kveðst hafa undir höndum skýrslu
áhafnar og skipsdagbók sem sýna að
Bandaríkjamenn hefðu siglt herskip-
um, búnum kjarnorkuvopnum, inn í
danskar hafnir.
Þann 21. júlí lagðist flugvélamóð-
urskipið USS Intrepid að bryggju við
Löngulínu í Kaupmannahöfn. Eftir
sjö daga viðlegu hélt skipið til Skot-
lands, Englands og Noregs. í nóv-
ember var síðan siglt heim á leið. Af
skjölum má lesa að skipið hafi losað
sig við kjamorkuvopn í New Jersey,
að því er kemur fram í Jyllands-Post-
en.
í skýrslu dönsku utanríkismála-
stofhunarinnar kom fram að Jens
Otto Krag forsætisráöherra hefði
árið 1967 rætt um siglingar banda-
rískra skipa með kjarnorkuvopn við
bandaríska sendiherrann. Sá siðar-
nefndi stakk upp á því að bandarísk
herskip hættu heimsóknum sínum til
Danmerkur en heimsóknirnar voru
einkum til þess að sýna samstöðu
meðal aðildarríkja Atlantshafsbanda-
lagsins. Krag leist ekki á þá tillögu og
lofaði þess vegna að spyrja ekki um
hvort skipin væm búin kjamorku-
vopnum.
Þar með var bæði tekið tillit til kjamorkuvopnum á danskri grund.
Bandaríkjanna og opinberu stefn- Byggt á Jyllands-Posten
unnar heima fyrir sem hafnaði
Vissir þú.............
að hér á landi er starfandi vandaður
sálarrannsóknarskóli?
Q Vissir þú að hérlendis er starffæktur vandaður sálarrannsóknar-
skóli eitt kvöld í viku, eða eitt laugardagssíðdegi í viku, sem venjulegt
fólk á öllum aldri sækir til að fræðast um flestöll dulræn mál og lfk-
umar á lífi eftir dauðann, sem og hvar ffamliðnir eru og hvers konar
þjóðfélag er þar að öllum líkindum?
O Og vissir þú að í þessum skóla sem komið var á fót fyrir þremur
árum hafa yfir 500 ánægðir nemendur sótt fræðslu um flestar hliðar
miðilssambanda við framliðna, um hvað álfar og huldufólk eru, hvað
berdreymi, og mismunandi næmir einstaklingar eru, hverjar þessar 14
tegundir ólíkra miðilstegunda raunverulega eru, sem og hinar fjöl-
mörgu rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið á þessum merkilegu
hlutum í dag en alltof fáir vita yfirleitt um?
O Og vissir þú að sálarrannsóknir Vesturlanda eru líklega ein af ör-
fáum ef ekki eina fræðilega og vísindalega leiðin, sem svarar mörgum
ef ekki flestum grundvallarspumingum okkar í dag um mögulegan,
sem og líklegan tilgang lífsins hér í heimi sem venjulegt fólk langar
alltaf að vita meira um? Ef þú vissir það ekki, þá er svo sannarlega
tími kominn til að lyfta sér upp eitt kvöld í viku eða eitt laugardags-
síðdegi í viku í skóla, sem hefur hófleg skólagjöld, og fræðast um
flestar hliðar þessara mála. Hvað raunverulega sé mest og best vitað á
hnettinum um þessi mál í dag. Hringdu og fáðu allar nánari upplýs-
ingar um slemmtilegasta skólann í bænum í dag. Svarað er í síma
skólans alla daga kl. 14-19. Kynningarfundur er í skólanum ídag,
kl. 14, og á þriðjudagskvöldiS kl. 20.30. Allir velkomnir.
A1
Sálarrannsóknarskólinn
- Mest spennandi skólinn í bænum -
Vegmúla 2
s. 561 9015 & 588 6050
Þessi kona er alnafna söngkonunnar
heimsfrægu. Ef hún væri ekki með rétt
starfsheiti í símaskrénni þé ætti hún á hættu
að vera ónáðuð af villtum aðdáendum
Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu.
Björk Guðimmdsdóttir
landslagsarkitekt
Símaskráin 1997 verður í einu bindi og mikil áhersla lögð á
að hún innihaldi sem réttastar upplýsingar. Rétthafar síma
- jafnt einstakiingar sem fyrirtæki - þurfa sjálfir að óska
eftir öðrum breytingum en þeim sem orsakast af flutningi.
Vinsamlegast athugið skráninguna og sendið inn
breytingar ef með þarf hið fyrsta.
Eyðublað er á blaðsíðu 30 í Símaskránni 1996.
Upplýsingar eru veittar í síma 550 6620 og
faxnúmer er 550 6629.
Rétt skal vera rétt!
PDSTUR OG SÍMI HF
1997