Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1997 ýtlönd stuttar fréttir Fleiri í vinnu Atvinnuleysingjum í Frakk- landi fækkaði óvænt um tutt- ugu og níu þúsund í desember og þykir það vera vísbending um að einhver ljóstýra sé í efnahagssortanum. Saddam-sögur deila Opinberir fjölmiölar í írak veittust harkalega í gær að stað- haifingum bandarískra stjórnvalda um að valda- barátta færi nú fram í ríki Saddams Husseins og sögðu sögur þar um algjöra dellu. Buddan í kistunni Flauelsskjóða frá 16. öldinni, sem geymdi ríkisinnsigli Elísa- betar fyrstu Englandsdrottning- ar, hefur fundist niðri í kistu í geymslu konu nokkurrar. Frambjóðandi laminn Óþekktir árásarmenn lömdu frambjóðanda þjóðfylkingarinn- ar frönsku, flokks öfgahægri- manna, í bænum Vitrolles í klessu. Átta drepnir í Alsír íslamskir bókstafstrúarmenn I eru grunaðir um að hafa staðið fyrir morðum á átta manns i 1 Alsír í fyrrinótt, þar á meðal á I 13 mánaða gömlu barni. Finnar kvarta Finnski samgönguráöherr- ann hefur hvatt rússneskan starfsbróður sinn til að draga úr skrifræöinu sem gerir finnskum vöruflutningabílstjór- um erfitt fyrir um flutninga til Rússlands og frá því. Nýr forseti Didier Ratsiraka, fyrrum herstjóri á Madagaskar, hefur | verið lýstur sigurvegari í fbr- setakosningum þar. Fergie með ríkisbubba Sara Ferguson, hertogaynja af Jórvík, verður borð- dama austur- ríska auðkýf- ingsins Ric- hards Lugners á hinum glæsi- ______ lega og eftir- sótta óperudansleik í Vín. Auð- kýfingur þessi hefur áður sótt dansleikinn í fylgd frægra og fagurra kvenna. Tudjman fram Franjo Tudjman, forseti Króatíu, sem sagður er þjást af ólæknandi magakrabba, til- kynnti í blaðaviðtali í gær að hann hygöist bjóöa sig fram í forsetakosningunum sem verða haldnar á miðju árinu. Reuter Farið að Qara undan Milosevic Serbíuforseta: Æ fleiri hlaupast undan merkjum Sífellt fleiri teikn eru á lofti um að stjórnvöld í Serbíu séu farin að kikna undir linnulausum mót- mælaaðgerðum stjórnarandstæð- inga. Æ fleiri stuðningsmenn Slobodans Milosevics forseta hlaupast undan merkjum, nú síð- ast Borisav Jovic, fyrrum forseti júgóslavneska sambandslýðveldis- ins, sem sakaði Milosevic i gær um að hunsa vilja þjóðarinnar. Ekkert lát var á aðgerðum stjórnarandstæðinga sem gengu um miðborg Belgrad í gær, 76. dag- inn í röð, til að mótmæla því að stjórnvöld ógiltu úrslit sveitar- stjómarkosninga sem stjórnarand- stöðuflokkarnir unnu. Lögfræðingar fóru í verkfall í gær og kröfðust afsagnar dóms- mála- og innanríkisráðherra lands- ins fyrir þátt þeirra í að hefta til- raunir stjómarandstæðinga til að fá úrslit kosninganna í nóvember viðurkennd. Þá stóðu kennarar verkfallsvörslu og deildarforsetar í háskólanum hættu öllum sam- skiptum sinum við háskólarektor- inn sem fylgir Milosevic að mál- um. Rektor hefur þráast við að fara að kröfu námsmanna og segja af sér. Vinslit urðu með Jovic og Milos- evic vegna sífellt meiri valda sem hafa færst á hendur eiginkonu for- setans. Jovic sagði í viðtali við breskt dagblað í gær að sú stefha Milosevics að hunsa kosningaúr- slitin hefði bæði valdið klofningi í ríkisstjórninni og veikt hana. Carl Bildt, sérlegur sendimaður þjóða heims í Bosníu, sagði í gær að Serbía væri „sjúki maðurinn í Evrópu“ sem ætti sér enga leið út úr efnahagsþrengingunum nema Milosevic virti úrslitin í sveitar- stjómarkosningunum. Reuter Reynir, fursti í Mónakó, og Stefanía prinsessa, dóttir hans, voru viðstödd setningarathöfn hringleikahússhátíðarinn- ar miklu sem fer árlega fram í furstadæminu. Reynir er verndari hátíðarinnar og mun afhenda verðlaun fyrir besta atriðið á þriðjudaginn kemur. Símamynd Reuter Handtökur vegna morös á tískuhúsaerfingja: Fýrrum eiginkona borgaði leigumorðingjum 20 milljónir Fyrrverandi eiginkona Maurizios Guccis, erfingja samnefnds ítalsks tískuhúss, situr nú á bak við lás og slá, gmnuð um að hafa ráðið morð- ingja til að koma karlinum fyrir kattarnef. Lögregla handtók hina 49 ára gömlu Patriziu Reggiani Martinelli í gærmorgun í ibúð í miðborg Mílanó. Önnur kona og þrír karlar voru einnig handtekin í tengslum við morðið sem var framið í mars- mánuði 1995. „Við staðfestum að við handtók- um Patriziu Reggiani Martinelli i morgun vegna gruns um hlutdeild í morðinu," sagði embættismaður í lögreglunni i samtali við Reuters- fréttastofuna. Handtökurnar voru gerðar að skipan Carlos Nocerinos, saksókn- ara í Mílanó, sem stjórnar rann- sókninni á þessum glæp sem þótti hinn dularfyllsti á Ítalíu á síðari árum. Maurizio Gucci var myrtur um hábjartan dag fyrir utan skrifstofu sína í miðborg Mílanó. Þar var að verki vel klæddur karlmaður sem skaut hann fjórum skotum og stökk síðan upp í bifreið sem ók á brott. Heimildir herma að eiginkonan fyrrverandi hafi greitt sem svarar um tuttugu milljónum króna fyrir morðið á Gucci en samband þeirra var stirt um þær mundir og þau deildu harkalega um lífeyri henni til handa. Hjónin áttu tvö böm. Reuter Fjárfestar gleðjast Hlutabréfavísitalan virðist að nýju vera komin á rétta braut og fjárfestar í kauphöllinni í London eru fullir bjartsýni, allt þar til kaup- höllin í Wall Street fer niður á við að nýju. Bensínverðið virðist aftur vera á uppleið eftir nokkra sveiflu niður á við. Þannig kostaði tonnið af 95 okt- ana bensíni 220 dollara á fimmtu- daginn og tonnið af 98 oktana bens- íni kostaði 239 dollara, sömuleiðis á uppleið. Tunnan af hráolíu er á hægu skriði upp, var komin i 23,62 dollara á fimmtudaginn. Kaffið tekur nokkurt stökk upp á við. Tonnið af því var komið í 1515 dollara í vikunni en var 1347 dollar- ar í liðinni viku. Verðið á sykri hef- ur aftur lækkað nokkuð, stóð hæst í 271,3 dollurum fyrripart vikunnar en var komið niður í 250,8 dollara á fimmtudag. -sv Kauphallir og vöruverð erlendisf 6500 ■ 6000 6764,6 0 N D J 23000 NIMt E 21000 20000 5 18000 im 0 N D J 1500 mtsiu m 250i8^ 1 ' 0 'I L' ! n 1 j 1515 0 N D j j $/ 4HBB 23,62 ; tunna 0 N D J DVÍ Jeltsín þverfek- ur fyrir að láta völd af hendi Borís Jeltsín Rússlandsforseta er mjög í mun að sýna að hann hafi enn tögl og hagldir í stjórn landsins, þrátt fyrir veikindi, og af þeim sök- um þvertók hann í gær fyrir að verða við kröfum and- stæðinga sinna um að láta völd af hendi. Þá not- aði hann tækifærið og ítrekaði andstöðu sína við stækkun NATO tO austurs. Talsmaður stjómvalda sagði að Jeltsín, sem heldur upp á 66 ára afmælið sitt í dag, hefði rætt mál þessi við starfsmannastjóra sinn og utanríkisráðherra á sveitasetri sínu fyrir utan Moskvu. Rússland er mengaðra en nokkru tali tekur Mengun í Rússlandi er svo mikil að landið þyrfti að verja hverri einustu mblu af þjóðar- tekjum sínum í mörg ár til að hreinsa óþverrann sem ógnar heilsu borgaranna. Viktor Danilov-Daniljan, yfir- maður umhverfismála í Rúss- landi, sagði að mörg vandamál- anna mætti rekja til Sovétríkj- anna sálugu þegar eiturspúandi reykháfar þóttu til merkis um framfarir. Hann sagði einnig að hætta stafaði af úreltum verk- smiðjum. „Við lítum svo á að helmingur lands í Rússneska sambandsrík- inu sé heilsuspillandi mengaður. Fullnaðarhreinsun umhverfisins mundi kosta margfaldar árstekj- ur,“ sagði Danilov-Daniljan í við- tali við Reuter. Nýir brestir komnir í stjórnarflokk Búlgaríu Nýir brestir mynduðust í stjórnarflokki sósíalista í Búlgar- iu í gær þegar innanríkisráðherr- ann Nikolaí Dobrev bauðst tO að hætta tOraunum sínum tO að mynda nýja stjóm undir forustu sósíalista. Dobrev hafði í hyggju að funda með forseta landsins í gær og biðja hann um að skipa sam- steypustjóm. Hann frestaði síðan fundinum vegna þrýstings frá harðlínumönnum innan sósíal- istaflokksins. Dobrev sagði að gefa yrði flokksformanninum tíma tO frekari viðræðna við fuO- trúa annarra flokka. Stjómarandstæðingar hafa efnt tO mótmælaaðgeröa að undan- fömu og krafist nýrra kosninga. Noel I Oasis gerir allt vit- laust með dóptali Breska poppstjaman og vand- ræðapésinn Noel GaOagher í sveitinni Oasis setti aOt á annan endann í heima- 1 landinu á 1 fimmtudag þeg- I ar hann lýsti I því yfir að það f' væri jafn eðli- ; legt að taka dóp ; og að drekka te. Þingmenn sögðu að draga ætti j piltinn fyrir dómara fyrir orð sín ;f og þeir sem reyna að stemma f stigu við E-töfluáti breskra ung- 1 menna sögðu að popparinn væri i I hæsta máta óábyrgur í tali. Engin iðmnarmerki var hins Ivegar að sjá á Nœl sem sagði að aOt heföi þetta leitt tO heiöarlegr- ar umræðu um fikniefni. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.