Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Blaðsíða 56
FR ÉTTASKOTIÐ
SÍMfNN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997
BSRB og aðildarfélög:
Hafna
launastefnu
^ ríkis og borgar
Sameiginlegur fundur stjórnar
BSRB og formanna aðildarfélaga
bandalagsins samþykkti þá yfirlýs-
ingu í gær að hafna alfarið þeirri
stefnu sem ríki og Reykjavíkurborg
kynntu forystu samtakanna á fundi
27. janúar sl. í tengslum við breyt-
ingar á launakerfinu.
í yfirlýsingu samtakanna segir að
það sé grundvallarskilyrði og forsenda
fyrir viðræðum um breytt launakerfi
að um laun og önnur starfskjör verði
samið á félagslegum grunni. BSRB og
aðildarfélög þess hafa lýst sig reiðubú-
in til að ræða breytingar á launakerf-
inu. Að mati samtakanna verða við-
ræður að gerast á jafnræðisgnmdvelli
og fá þann tíma sem svo viðamiklar
- breytingar kalla á. -RR
Bensín hækkaði
á miðnætti
Bensín hækkaði á miðnætti í nótt
um 90 aura lítrinn. 95 oktana bens-
ín kostar nú 77,90 krónur lítrinn en
kostaði áður 77 krónur og 98 oktana
bensín kostar nú 82,60 krónur lítr-
inn i stað 81,70 króna áður.
Þá hækkaði gasolía um 60 aura lítr-
inn og kostar nú 32,10 krónur í stað
■' 31,50 króna áður. Flotaolia hækkaði
einnig úr 22,30 í 22,90 krónur. -RR
Hlé gert á
sáttafundum
Ákveðið hefur verið að gera hlé á
formlegum sáttafundum um aðal-
kjarasamning. Þetta var samþykkt í
gær eftir samráð milli aðila, þ.e. rikis-
sáttasemjara, samninganefnda Dags-
brúnar, Framsóknar og vinnuveit-
enda. Starf viðræðuhópa í sérkjara-
málum mun þó halda áfram. -RR
Almera
Ingvar
§ | : fHelgason hf.
Sævarhöfða 2
•==='• Sími 525 8000
FA ÞEIR EKKI
BÍLASÍMA LÍKA?
Póstur og sími hf. hækkar laun yfirmanna:
Aukavinna og sporslur
teknar inn í launtaxta
- auk þess sem þeir fengu nýjar fólksbifreiðar til eigin afnota
„Það sem þama gerðist er að breytt var um
launakerfi. Þá var fært undir eina tölu hjá yfir-
mönnunum dagvinnulaun og yfirvinnugreiðsla.
Það verður því ætlast til þess að menn sinni sín-
um störfum fyrir þau laun, aukavinna verður
ekki greidd meira. Varðandi aukavinnuna var
áður bæði um unna og óunna yfirvinnu að
ræða,“ sagði Pétur Reimarsson, stjómarformað-
ur Pósts og síma hf., í samtali við DV.
Auk þessa fengu framkvæmdastjórar nýjar
bifreiðar til eigin afnota og var það hluti af nýja
kjarasamningnum að þeir fengju þessi bílafríð-
indi. Pétur segir aö hér sé ekki um neina
lúxusjeppa að ræða,
„Þarna er um að ræða huggulega fólksbíla í
hóflegtun veröflokki,“ segir Pétur.
Hann segir þetta í samræmi við það sem
gengur og gerist hjá mönnum í stjómunarstörf-
um á vinnumarkaðnum. Hann segir að farið
hafi verið yfir launakannanir sem hafa verið í
gangi hjá hagfræðingum, verkfræðingrun og
launakönnun sem gerð var á vegum óháðs aðila
hjá sérfræðingum og stjómendum stórfyrir-
tækja. Ákveðið var að byggja launakerfi Pósts
og síma hf. upp með svipuðum hætti.
Pétur segir að þeir sem voru með óhóflega
aukavinnu, sem menn voru sammála um að
stæðist ekki til frambúðar, muni jafnvel lækka
í launum. En mesta hækkunin á launataxtanum
sé 9 prósent.
Þama gerði Póstur og sími hf. það sem
verkalýðshreyfingin hefur verið að fara fram á,
að færa dagvinnutaxta að greiddum launum
þannig að allar aukagreiðslur komi inn í dag-
vinnutaxta. Hjá Pósti og síma hf., eins og flest-
um ríkisstofnunum, var mikið um alls konar
aukagreiðslur sem þær verða að greiða þegar
þær keppa um starfsmenn við almenna mark-
aðinn. Allar þessar aukagreiðslur vom teknar
inn í launataxta yfirmannanna hjá Pósti og
síma hf.
-S.dór
Bátasmiðjan, smíðaverkstæði Síidarvinnslunnar í Neskaupstað, brann í gærmorgun og er húsið talið ónýtt. Tjónið
er metið á um 40 milljónir króna. 30 manna slökkviliö barðist við eldinn. DV-mynd Þórarinn Hávarðarson
Neskaupstaður:
Tjónið metið
á um 40
milljónir
„Húsið er gjörónýtt en við þökk-
um fyrir að veðrið var eins gott og
raun bar vitni því annars hefði illa
getað farið, slíkt var eldhafið," segir
Finnbogi Jónsson, framkvæmda-
stjóri Sildarvinnslunnar í Neskaup-
stað, en 700 fermetra timburhús, sem
hýsti trésmiðju Síldarvinnslunnar
og annað trésmíðafyrirtæki til,
brann til kaldra kola í gærmorgun.
„Mér sýnist tjónið vera í kringum
40 milljónir. Þama unnu líklega um
átta manns í báðum fyrirtækjunum
en ég tel þetta ekki hafa mikil áhrif
á reksturinn hjá okkur sem slíkan.
Við þurfum að sjálfsögðu að finna
okkur nýtt húsnæði en það hefúr
lítill tími unnist til þess að spá í það
enn,“ segir Finnbogi.
Að sögn lögreglunnar í Neskaup-
stað hefur ekkert það komið í ljós
enn sem skýrt getur eldsupptök.
„Við erum aðeins byrjaðir að rifa
og líta eftir verksummerkjum en
þetta tekur einhvern tíma,“ sagði
Níels Atli Hjálmarsson lögreglu-
maður sem vinnur að rannsókn
málsins. -sv
Veðriö á morgun:
Víðast hvar verður þurrt
Á morgun verður vestlæg átt, gola eða kaldi. Norðanlands og vest-
an verða smáél en annars verður þurrt.
Veðrið í dag er á bls. 57
Veðrið á mánudag:
Stinningskaldi á Vestfjörðum
Á mánudaginn er búist við norðlægri átt, víðast golu eða kalda en
stinningskalda á Vestfjörðum. É1 verða norðanlands en þurrt syðra.