Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1997 < írstæð sakamál Stephen Butler var einn hesti sölumaður enska ritvélafyrirtækis- ins sem hann vann hjá, og í mars 1983 sló hann öll met. Honum voru veitt peningaverðlaun, og það vildi hann halda upp á. Þess vegna bauð hann konu sinni, Monicu, út að kvöldi fóstudagsins 15. apríl. Þau byrjuðu á því að fá sér kvöldverð í dýru veitingahúsi í ShefField, en síð- an fóru þau á næturklúbb, þar sem þau fengu sér drykki og dönsuðu. En um hálfeittleytið var Monica orðin þreytt, þvi hún var óvön næt- urvökum. Þau ákváðu því að halda heim. Þau komu að húsinu sem þau bjuggu í þegar klukkan var stundar- fjóröung gengin í tvö. Þá lagði Mon- ica til að þau fengju sér kaffi áður en þau færu að sofa. Stephen féllst á það. Hann gekk inn í setustofuna, en hún fór fram í eldhús. En það fyrsta sem hún sá var að einhver hafði brotið rúðuna í eldhúshurð- inni og opnað. Glerbrotin lágu á gólfinu. Leit að innbrotsþjófi Monicu brá. Gat verið að í hús- inu væri hættulegur maður, inn- brotsþjófur sem væri einhvers stað- ar í felum og gæti reynst hættuleg- ur? Hún gekk hljóðlega fram í stofu og hvíslaði að manni sínum að ein- hver hefði brotist inn. „Ef til vill er hann hér enn þá,“ bætti hún svo við. Stephen bað hana að bíða í stof- unni, fór úr jakkanum og sagðist ætla að leita í húsinu. Ef hann fyndi þjófinn ætlaði hann að láta nokkur vel valin orð falla áður en hann hringdi á lögregluna. Monica varð hrædd því ekki var að vita til hvers gæti komið yrði innbrotsþjófur staðinn að verki. Þá þóttist hún vita að maður hennar hefði strax hringt á lögregluna ef hann hefði verið allsgáður, en nú fyndi hann á sér og vildi leika hetju. Stephen fór fyrst inn í borðstof- una, en þar var enginn. Þá læddist hann upp stigann og opnaði varlega dyrnar á svefnherberginu. Og lengra þurfti hann ekki að fara. Þar fann hann „þjófinn". Hann lá á grúfu á rúminu, og annar handlegg- urinn lafði niður á gólf. Nokkrum augnablikum síðar varð Stephen ljóst að maðurinn var dáinn. Á gólfinu stóð hálftóm kon- íaksflaska og tómt pilluglas. Lögreglan kemur Stephen gekk niöur í stofu til konu sinnar og sagði henni hvers hann hafði orðið vísari. „Ég held að ég fái mér ekki kaffi heldur snafs,“ bætti hann svo við. „Og ég legg til að þú gerir það líka.“ Lögreglan kom nokkrum mínút- um eftir að Stephen hringdi á hana. Vart voru lögregluþjónamir farnir upp á efri hæðina þegar annar bíll staðnæmdist fyrir framan húsið, og nokkrum augnablikum síðar kynnti sig maður í rykfrakka. Hann kvaðst heita Peter Ryan og vera rannsókn- arlögreglufulltrúi. Eftir nokkrar mínútur hafði mað- urinn á rúminu verið úrskurðaður látinn. „Hann er dáin,“ sagði einn lögregluþjónanna. „Mér sýnist hann hafa framið sjálfsvíg með pillum og áfengi." „Var hann með nokkur skilríki á sér?“ spurði Ryan. „Við fundum bréf á honum. Það var stílað á herra Garfield." „Ertu viss um að nafniö sé Garfí- eld?“ spurði Ryan þá. Svo gekk hann upp á efri hæðina til að skoða líkið. Tengsl við fortíðina Þegar Ryan hafði látið snúa lík- inu við kinkaði hann kolli, fjarrænn Stephen og Monica Butler. Kate Garfield og dóttirin Kim. Húsið. svipur færðist yfir hann og það var eins og hann færi að tala við sjálfan sig. „Garfield. Hann er eldri og grennri, en það er hann. Dapurleg saga þetta.“ „Þekktir þú hann?“ spurði einn lögregluþjónanna. „Já, það má segja það,“ svaraði Ryan. „Ég átti þátt í að koma lögum yfir hann fyrir fjórtán árum.“ Nú kom ljósmyndari tæknideild- ar lögreglunnar, og skömmu síðar sjúkrabíll. Þegar myndir höfðu ver- ið teknar var líkiö flutt í rannsókn- arstofu réttarlækna. Að því búnu gekk Peter Ryan niður í stofuna til Butler-hjónanna og sagði þeim sögu látna mannsins. „Hann heitir Frank Garfield," sagði hann, „og ég kom að máli hans fyrir tæpum hálfum öðrum áratug. Hann hafði þá verið kvænt- ur í átta ár. Kona hans hét Kate og áttu þau sjö ára dóttur, Kim. Kate var lagleg kona, tók lífinu létt og átti það til að vera örlítið stríðin. Maður hennar var mjög af- brýðisamur og hugaði stöðugt að Peter Ryan fulltrúi. því hvort Kate væri að gefa öðrum mönnum undir fótinn. Og í apríl 1969 fékk hann grun um að hún væri farin að hitta annan mann. Honum var bent á að hún hefði far- ið á fund óþekkts manns, og hann bar það á hana. Missti stjórn á sár Kate geröi lítið úr áhyggjum manns síns um óþekkta manninn og stríddi honum dálítið fyrir að halda að hún ætti sér elskhuga. Viöbrögð Franks urðu á þann veg að hann tók uin háls hennar og kyrkti hana. Þegar honum var ljóst að hún var dáin bar hann hana upp á efri hæð- ina og lagði á hjónarúmið. Síðan kyrkti hann dótturina, Kim, og lagði hana við lík Kate. Þá tók hann pilluglas, tæmdi það, drakk vænan skammt af áfengi og lagðist við hlið konu sinnar og dóttur til að deyja. Nágrannakona hafði hins vegar heyrt orðaskipti þeirra hjóna út um opinn glugga og fannst þau óvenju- leg. Þegar grafarþögn fylgdi svo hringdi hún á lögregluna. Hún kom í tæka tíð til að koma Frank Garfi- eld á spítala, þar sem dælt var upp úr honum og lífi hans bjargað. Ég var með þetta mál,“ sagði Ryan við Butler-hjónin, „og ég gleymdi aldrei deginum þegar ég fór í réttinn til að bera vitni í því. Við höfðum þá auðvitað kannað hvort Kate hefði verið manni sínum ótrú, og niðurstaða okkar fékk mjög mik- ið á Frank Garfield.“ Gjafakaup „Það var rétt að Kate hafði farið á fund manns. Hann hét John Cookson, en ástæðan var ekki ótryggð, heldur sú að Kate hafði séð bát auglýstan í blaði. Mann hennar hafði lengi langað til að eignast bát, og nú ætlaði hún sér að kaupa hann og gefa honum á afmælisdegi hans. Þess vegna hafði hún ekki viljað segja honum hvaða erindi hún átti við manninn sem einhver hafði lát- ið að liggja að kynni að vera viðhald hennar. Hefði Garfield ekki misst stjóm á sér þetta kvöld og kyrkt konu sína og dóttur hefði hann komist að því að John Cookson hafði fallist á að selja Kate bátinn gegn útborgun og afborgunum. En nú kom sannleik- urinn fram hjá mér í réttarsalnum." Um hríð var Ryan þögull, en hélt svo áfram. „Viðbrögð Garfields urðu snögg. í fyrstu neitaði hann að trúa mér, en þá var Cookson sóttur og staðfesti hann það sem ég haföi sagt. Eftir það neitaði Garfield að halda uppi vörnum fyrir sig. Hann var dæmdur fyrir morð að yfirlögðu ráði, en var látinn laus eftir að hafa setið inni í fjórtán ár.“ Saga hússins „Ég skil vel að Garfield skuli hafa kosið að deyja,“ sagði Stephen Butler þegar hann hafði heyrt frá- sögn Ryans. „Hann hefur gert sér ljóst að hann svipti konu sína og barn lífinu vegna ímyndaðs fram- hjáhalds konunnar. En hvers vegna í ósköpunum valdi hann okkar hús til þess að fremja sjálfsvíg í?“ „Svariö er einfalt," svaraði Ryan, „en ég er ekki viss um að þið hjón kærið ykkur um að heyra það.“ Hjónin litu hvort á annað, en síð- an bað Stephen Ryan að halda áfram með söguna. „Húsið var eign Garfield-hjón- anna. Það var í þessari stofu sem hann kyrkti konu sína árið 1969, og það var í svefnherberginu þar sem við fundum hann núna sem hann reyndi að svipta sig lífi á eftir. Hann kom hingað aftur í kvöld til þess ljúka því sem honum mistókst fyrir fjórtán árum.“ Monica Ryan fólnaði þegar hún heyrði þetta. „Ó, Guð,“ sagði hún svo. „Við búum í húsi dauðans. Mér hefur aldrei liðið vel hér, og sérstak- lega hefur mér fundist óþægilegur sá ískuldi sem ég fundið fyrir í svefnherberginu." Barði að dyrum Monica þagnaði, en leit síðan á mann sinn og hélt áfram. „Ég veit ekki hvers vegna ég sagði þér það ekki, Stephen, en það var hringt á dyrabjölluna fyrir nokkrum dögum. Fyrir utan stóð ókunngur maður. Hann sagði að hann hefði einu sinni búið hér og spurði hvort hann mætti skoða húsið. Mér leist ekki á útlit hans og sagðist ekki leyfa það. Svo lokaði ég dyrunum." „Ég skil afstöðu þína,“ sagði Ryan. „En hafið í huga að Frank Garfield kyrkti konu sína af því hann elskaði hana og hélt að hún hefði verið sér ótrú. Svo varð hon- um ljóst að hún hafði hitt þennan óþekkta mann, sem átti að vera els- huginn, með það eitt í huga að kaupa bát til að gleðja hann sjálfan, eiginmann hennar, á afmælisdegi hans. Sektarkenndin hefur orðið honum um megn, og í fjórtán ár sat hann í fangelsi með hugsanir sín- ar.“ Málinu lauk með yfirlýsingu um að Frank Garfield hefði framið sjálfsvíg vegna sektartilfinningar og ásakana í eigin garð fyrir að hafa svipt konu sína og dóttur lífi. Nokkru síðar var húsið, sem stendur við Glossop-veg í Sheffield, boðið til sölu. Hvorki Stephen né Monica Butler gátu hugsað sér að búa lengur í því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.