Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1997 ílk ★ Dansahöfundurinn Jochen Ulrich semur sérstaklega fyrir íslenska dansflokkinn: Er yfir mig hrifinn af ástríðu íslenskra dansara Jochen Ulrich leiðbeinir dönsurum íslenska dansflokksins. DV-mynd Pjetur erlend bóksjá „Eg er mjög hrifinn af ástríðu íslenskra dansara og einstökum kröftum þessa litla lands. Dansararnir hafa ein- staklega sterka persónuleika og það heillar mig mjög mikið,“ segir dansahöfundurinn Jochen Ulrich sem er einn fremsti dansahöfundur Evrópu. Ulrich er um þessar mundir staddur hér á landi og mun ís- lenski dansflokkurinn frum- sýna nýtt verk eftir hann 14. febrúar í Borgarleikhúsinu. „Ég held góðu sambandi við íslenska dansflokkinn þar sem ég býð yfirleitt islenskum dönsurum að vinna með mér í Þýskalandi. Ég var beðinn að vinna hérna í þriðja skiptið og gat ekki slegið hendinni á móti því,“segir Ulrich sem kemur til starfa á íslandi i þriðja skiptið. Áður setti hann upp Ég vil dansa við þig og Blindingsleik sem er saminn upp úr þjóðsög- unum um Gilitrutt. Ulrich þykir mjög gaman að starfa á íslandi og finnst hér vera gott andrúmsloft. Hann á mjög auð- velt með að einbeita sér við vinnu sína hér ásamt því að ná fram því besta úr verkinu. Verkið sem Ulrich samdi fyr- ir íslenska dansflokkinn heitir Alone en einnig verður á efnis- skránni annað verk eftir Jochen Ulrich La Vabina 26 sem sýnt hefur verið víða um Evrópu við mikla hylli áhorf- enda og gagnrýnenda. Tónlistin í verkinu er útsett af spænsku þjóðlagarokksveitinni La Fura del Baous. Ballettinn Alone fjallar um manninn í leitinni að sjálfum sér. Tónlistin er í höndum hljómsveitarinnar Skárr’en ekkert og munu þeir koma fram ásamt íslenska dansflokknum í Borgarleikhús- inu. „íslenskum dansaðdáendum er boðið upp á það besta sem fyrirfínnst í dansheimi Evrópu. Koma Jochens Ulrich er ekki einungis talin hvalreki fyrir ís- lenska dansunnendur heldur einnig leikhúsheiminn í hielld. Hann hefur bæði stjórnað upp- færslum á dansi, óperum og leikritum. Gestadansarar verða póslki karldansarinn Leszek Kuligowski sem á að baki glæstan feril með mörgum af bestu dansflokkum Þýskalands og hefur hann meðal annars unnið sér til frægðar að dansa við þrjá íslenska kvendansara sem gert hafa það gott á er- lendri grundu. Það eru Svein- björg Alexanders, María Gísla- dóttir og Katrín Hall núverandi listdansstjóri íslenska dans- flokksins. Einnig dansar Marcello Pareira frá Brasilíu og Þjóðverjarnir Grit Hartwig og Ingo Diehl. „La Cabina er mjög drunga- legt verk sem samið er við spænska tónlist. Það gerist í suðurhluta Evrópu og fjallar um ástríðu og hvernig hemja eigi ástríðurnar og skuldbind- ingar. Ég samdi verkið þegar mitt eigið fyrirtæki var í mik- illi hættu við að verða gjald- þrota. Verkið var nokkurs kon- ar óp til áhorfenda um að það sjái hversu mögnuð við vær- um,“ segir Ulrich. Að sögn Ulrich eru íslenskir dansarar mjög hæfileikaríkir. Kennsla hér á landi er mjög góð og íslenski dansflokkurinn þarf ekki að skammast sín fyrir þeirra framlag til listarinnar. -em " "'lf Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Colinm Forbes: Preclplce. 2. Dlck Francls: Come to Grief. 3. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 4. Nlck Hornby: Hlgh Fldellty. 5. Bernard Cornwell: The Bloody Ground. 6. Robert Goddard: Out of the Sun. 7. Sally Beauman: Danger Zones. 8. Jullan Barnes: Cross Channel. 9. Danielle Steel: Flve Days In Parls. 10. John Grlsham: The Runaway Jury. Rlt almenns eölls: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. (kvlkmyndaútgáfa) 3. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 4. Fergal Keane: Letter to Danlel. 5. John Gray: Men Are From Mars, Women Are From Venus. 6. Andy McNab: Immedlate Actlon. 7. Paul Wllson: A Llttle Book of Calm. 8. Grlff Rhys ritstjóri: The Natlon's Favourlte Poems. 9. Danlel Goleman: Emotional Intelllgence. 10. Bill Bryson: The Lost Continent. Innbundnar skáldsögur: 1. Patrlcia D. Cornwell: Cause of Death. 2. Terry Pratchett: Hogfather. 3. Colln Forbes: The Cauldron. 4. Patrlck O'Brian: The Yellow Admlral. 5. Dean Koontz: Sole Survivor. Innbundln rlt almenns eölis: 1. Dava Sobel: Longltute. 2. V. Reeves & B. Mortlmer: Shooting Stars. 3. Norman Davies: Europe: a History. 4. Nlcholas Faith: Black Box. 5. Monty Roberts: The Man who Llstens to Horses. (Byggt á The Sunday Tlmes) Skáld skáldanna" hlaut Whitbread-verðlaunin Þrátt fyrir spár breskra gagn- rýnenda og veðbanka um að skáldkonan Beryl Bainbridge fengi að þessu sinni ein vegleg- ustu hókmenntaverðlaun Breta - Whitbread Book of the Year Award - fyrir skáldsögu um Titanic-slysið, Every Man for Himself, var það írska nóbels- skáldið Seamus Heaney sem fór með sigur af hólmi fyrir níundu ljóðabók sína, The Spirit Level, og fékk þar með ávísun sem jafn- gilti um tveimur og hálfri millj- ón íslenskra króna. Formaður dómnefndarinnar, Malcolm Bradbury, viðurkenndi eftir á að tekist hefði verið á um þessar tvær bækur í níu manna dómnefndinni og meirihluti val- ið ljóðabók Heaneys sem formað- urinn kallaði „skáld skáldanna" í afhendingarræðu sinni. „Hún vann næstum þvf Seamus Heaney: nýjasta Ijóöabók hans, The Spirit Level, hefur verið valin Whitbr- ead Book of the Year. Reuter-mynd Beryl Bainbridge var auðvitað vonsvikin þegar úrslitin lágu fyr- ir þar sem henni hafði almennt ver- ið spáð sigri. Þetta er í 5. sinn sem bók eftir hana tapar á lokasprettin- um við ákvörðun um meiriháttar bókmenntaverðlaun; hún hefur fjór- um sinnum orðið af Bookerverð- launum með sama hætti. „Það er hræðilega skrítið að vinna aldrei, en þetta er þó í fyrsta sinn sem ég finn til vonbrigða því ég var farin að trúa því sem skrifað var um vinningslíkur mínar,“ sagði hún í viðtali þegar niðurstaðan lá fyrir - og bætti svo við: „Ég er kom- in á þann aldur að líklega verður sagt við útför mína: Hún vann næst- um því!“ „Þetta er reyndar ræða sem ég átti ekki von á að þurfa að halda,“ Umsjón Elías Snæland Jónsson sagði Heaney þegar hann tók við verðlaununum. Það hafði dregið enn frekar úr trú manna á að ljóð Heaneys hlytu heiðurstitilinn Bók ársins að hann hafði tvívegis það sem af er vetrar þurft að lúta í lægra haldi fyrir öðrum ljóðskáld- um. Aðeins viku áður en dómnefnd- in valdi Bók ársins hafði ástralska ljóðskáldið Les Murray orðið ofan á hjá dómnefnd árlegra, eftirsóttra ljóðaverðlauna sem kennd eru við nóbelsskáldið TS Eliot. Og skammt er síðan The Spirit Level vék fyrir nýrri ljóðabók eftir John Fuller við úthlutun svonefndra Forward-verðlauna. Ljóðin ort fyrir nóbel Þessi nýjasta Ijóðabók Heaneys kom út á nýliðnu ári, en þá voru fimm ár liðin frá því sú næsta á undan birtist. Skáldið mun hafa ort öll ljóðin áður en hann fékk bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1995 og fjallar eins og svo oft áður bæði um írland æsku sinn- ar og samtíðar. í þakkarræðunni lagði Heaney áherslu á að þótt verðlaun skiptu máli væri slík samkeppni ekki skáldum efst í huga: „Mesta þrautin felst i þeirri einsemd sem fylgir því að takast einn á við kviða sinn og vonir. Þegar búið er að semja bók og gefa hana út þarf að leysa þá miklu þraut að byrja aftur. Þau eigin- legu verðlaun sem knýja líf skáldsins áfram eru fólgin í sjálfri rituninni." Heaney er 57 ár að aldri, fæddur í Derry á Norður-írlandi árið 1939. Hann hlaut menntim við háskólann í Belfast og hefur lengst af stundað kennslu, m.a. i Bretlandi og Banda- ríkjunum. Fyrstu ljóðabókina, Death of a Naturalist, sendi hann frá sér árið 1966. Árið 1972 flutti Heaney frá Norð- ur- írlandi til Dyflinnar í írska lýð- veldinu ásamt konu sinni, Marie Devlin, og þremur bömum þeirra. Það leiddi tO deilna um stjómmála- skoðanir skáldsins sem hefur forð- ast að blanda sér með opinberum hætti inn í þau harðvítugu átök sem kostað hafa svo miklar mannfórnir á æskustöðvunum síðustu þrjátíu árin. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mlchael Ondaatje: The Engllsh Patlent. 2. Jane Hamllton: The Book of Ruth. 3. Nicholas Evans: The Horse Whlsperer. 4. Tonl Morrison: Song of Solomon. 5. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 6. Rlchard North Patterson: The Hnal Judgment. 7. Nora Roberts: Holdlng the Dream. 8. Mlchael Crichton: The Lost World. 9. Robert Ludlum: The Cry of the Halidon. 10. Mary Hlggins Clark: Sllent Nlght. 11. Irls Johansen: The Ugly Duckling. 12. Amy Tan: The Hundred Secret Senses. 13. Clive Cussler: Shock Wave. 14. Mlchael Conelly: The Poet. 15. Mlchael P. Kube-McDowelli: Tyrant’s Test. Rit almenns eölis: 1. Jonathan Harr: A Civll Actlon. 2. Dava Sobel: Longitude. 3. Thomas Cahlll: How the Irlsh Saved Civillzatlon. 4. MTV/Melcher Medla: The Real World Diaries. 5. Al Franken: Rush Llmbaugh Is a Big Fat Idiot. 6. B. Gates, Myhrvold & Rlnearson: The Road Ahead. 7. Mary Plpher: Revlving Ophelia. 8. Andrew Well: Spontaneous Heallng. 9. Barbara Klngsolver: Hlgh Tide In Tucson. 10. Howard Stern: Mlss Amerlca. 11. John Feinsteiny: A Good Walk Spoiled. 12. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 13. David Brlnkley: Davld Brinkley. 14. Mary Karr: The Liar’s Club. 15. Clarlssa Pinkola Estés: Women Who Run Wlth the Wolves. (Byggt á New York Tlmes Book Revlew)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.