Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1997 ílk ★ Dansahöfundurinn Jochen Ulrich semur sérstaklega fyrir íslenska dansflokkinn: Er yfir mig hrifinn af ástríðu íslenskra dansara Jochen Ulrich leiðbeinir dönsurum íslenska dansflokksins. DV-mynd Pjetur erlend bóksjá „Eg er mjög hrifinn af ástríðu íslenskra dansara og einstökum kröftum þessa litla lands. Dansararnir hafa ein- staklega sterka persónuleika og það heillar mig mjög mikið,“ segir dansahöfundurinn Jochen Ulrich sem er einn fremsti dansahöfundur Evrópu. Ulrich er um þessar mundir staddur hér á landi og mun ís- lenski dansflokkurinn frum- sýna nýtt verk eftir hann 14. febrúar í Borgarleikhúsinu. „Ég held góðu sambandi við íslenska dansflokkinn þar sem ég býð yfirleitt islenskum dönsurum að vinna með mér í Þýskalandi. Ég var beðinn að vinna hérna í þriðja skiptið og gat ekki slegið hendinni á móti því,“segir Ulrich sem kemur til starfa á íslandi i þriðja skiptið. Áður setti hann upp Ég vil dansa við þig og Blindingsleik sem er saminn upp úr þjóðsög- unum um Gilitrutt. Ulrich þykir mjög gaman að starfa á íslandi og finnst hér vera gott andrúmsloft. Hann á mjög auð- velt með að einbeita sér við vinnu sína hér ásamt því að ná fram því besta úr verkinu. Verkið sem Ulrich samdi fyr- ir íslenska dansflokkinn heitir Alone en einnig verður á efnis- skránni annað verk eftir Jochen Ulrich La Vabina 26 sem sýnt hefur verið víða um Evrópu við mikla hylli áhorf- enda og gagnrýnenda. Tónlistin í verkinu er útsett af spænsku þjóðlagarokksveitinni La Fura del Baous. Ballettinn Alone fjallar um manninn í leitinni að sjálfum sér. Tónlistin er í höndum hljómsveitarinnar Skárr’en ekkert og munu þeir koma fram ásamt íslenska dansflokknum í Borgarleikhús- inu. „íslenskum dansaðdáendum er boðið upp á það besta sem fyrirfínnst í dansheimi Evrópu. Koma Jochens Ulrich er ekki einungis talin hvalreki fyrir ís- lenska dansunnendur heldur einnig leikhúsheiminn í hielld. Hann hefur bæði stjórnað upp- færslum á dansi, óperum og leikritum. Gestadansarar verða póslki karldansarinn Leszek Kuligowski sem á að baki glæstan feril með mörgum af bestu dansflokkum Þýskalands og hefur hann meðal annars unnið sér til frægðar að dansa við þrjá íslenska kvendansara sem gert hafa það gott á er- lendri grundu. Það eru Svein- björg Alexanders, María Gísla- dóttir og Katrín Hall núverandi listdansstjóri íslenska dans- flokksins. Einnig dansar Marcello Pareira frá Brasilíu og Þjóðverjarnir Grit Hartwig og Ingo Diehl. „La Cabina er mjög drunga- legt verk sem samið er við spænska tónlist. Það gerist í suðurhluta Evrópu og fjallar um ástríðu og hvernig hemja eigi ástríðurnar og skuldbind- ingar. Ég samdi verkið þegar mitt eigið fyrirtæki var í mik- illi hættu við að verða gjald- þrota. Verkið var nokkurs kon- ar óp til áhorfenda um að það sjái hversu mögnuð við vær- um,“ segir Ulrich. Að sögn Ulrich eru íslenskir dansarar mjög hæfileikaríkir. Kennsla hér á landi er mjög góð og íslenski dansflokkurinn þarf ekki að skammast sín fyrir þeirra framlag til listarinnar. -em " "'lf Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Colinm Forbes: Preclplce. 2. Dlck Francls: Come to Grief. 3. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 4. Nlck Hornby: Hlgh Fldellty. 5. Bernard Cornwell: The Bloody Ground. 6. Robert Goddard: Out of the Sun. 7. Sally Beauman: Danger Zones. 8. Jullan Barnes: Cross Channel. 9. Danielle Steel: Flve Days In Parls. 10. John Grlsham: The Runaway Jury. Rlt almenns eölls: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. (kvlkmyndaútgáfa) 3. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 4. Fergal Keane: Letter to Danlel. 5. John Gray: Men Are From Mars, Women Are From Venus. 6. Andy McNab: Immedlate Actlon. 7. Paul Wllson: A Llttle Book of Calm. 8. Grlff Rhys ritstjóri: The Natlon's Favourlte Poems. 9. Danlel Goleman: Emotional Intelllgence. 10. Bill Bryson: The Lost Continent. Innbundnar skáldsögur: 1. Patrlcia D. Cornwell: Cause of Death. 2. Terry Pratchett: Hogfather. 3. Colln Forbes: The Cauldron. 4. Patrlck O'Brian: The Yellow Admlral. 5. Dean Koontz: Sole Survivor. Innbundln rlt almenns eölis: 1. Dava Sobel: Longltute. 2. V. Reeves & B. Mortlmer: Shooting Stars. 3. Norman Davies: Europe: a History. 4. Nlcholas Faith: Black Box. 5. Monty Roberts: The Man who Llstens to Horses. (Byggt á The Sunday Tlmes) Skáld skáldanna" hlaut Whitbread-verðlaunin Þrátt fyrir spár breskra gagn- rýnenda og veðbanka um að skáldkonan Beryl Bainbridge fengi að þessu sinni ein vegleg- ustu hókmenntaverðlaun Breta - Whitbread Book of the Year Award - fyrir skáldsögu um Titanic-slysið, Every Man for Himself, var það írska nóbels- skáldið Seamus Heaney sem fór með sigur af hólmi fyrir níundu ljóðabók sína, The Spirit Level, og fékk þar með ávísun sem jafn- gilti um tveimur og hálfri millj- ón íslenskra króna. Formaður dómnefndarinnar, Malcolm Bradbury, viðurkenndi eftir á að tekist hefði verið á um þessar tvær bækur í níu manna dómnefndinni og meirihluti val- ið ljóðabók Heaneys sem formað- urinn kallaði „skáld skáldanna" í afhendingarræðu sinni. „Hún vann næstum þvf Seamus Heaney: nýjasta Ijóöabók hans, The Spirit Level, hefur verið valin Whitbr- ead Book of the Year. Reuter-mynd Beryl Bainbridge var auðvitað vonsvikin þegar úrslitin lágu fyr- ir þar sem henni hafði almennt ver- ið spáð sigri. Þetta er í 5. sinn sem bók eftir hana tapar á lokasprettin- um við ákvörðun um meiriháttar bókmenntaverðlaun; hún hefur fjór- um sinnum orðið af Bookerverð- launum með sama hætti. „Það er hræðilega skrítið að vinna aldrei, en þetta er þó í fyrsta sinn sem ég finn til vonbrigða því ég var farin að trúa því sem skrifað var um vinningslíkur mínar,“ sagði hún í viðtali þegar niðurstaðan lá fyrir - og bætti svo við: „Ég er kom- in á þann aldur að líklega verður sagt við útför mína: Hún vann næst- um því!“ „Þetta er reyndar ræða sem ég átti ekki von á að þurfa að halda,“ Umsjón Elías Snæland Jónsson sagði Heaney þegar hann tók við verðlaununum. Það hafði dregið enn frekar úr trú manna á að ljóð Heaneys hlytu heiðurstitilinn Bók ársins að hann hafði tvívegis það sem af er vetrar þurft að lúta í lægra haldi fyrir öðrum ljóðskáld- um. Aðeins viku áður en dómnefnd- in valdi Bók ársins hafði ástralska ljóðskáldið Les Murray orðið ofan á hjá dómnefnd árlegra, eftirsóttra ljóðaverðlauna sem kennd eru við nóbelsskáldið TS Eliot. Og skammt er síðan The Spirit Level vék fyrir nýrri ljóðabók eftir John Fuller við úthlutun svonefndra Forward-verðlauna. Ljóðin ort fyrir nóbel Þessi nýjasta Ijóðabók Heaneys kom út á nýliðnu ári, en þá voru fimm ár liðin frá því sú næsta á undan birtist. Skáldið mun hafa ort öll ljóðin áður en hann fékk bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1995 og fjallar eins og svo oft áður bæði um írland æsku sinn- ar og samtíðar. í þakkarræðunni lagði Heaney áherslu á að þótt verðlaun skiptu máli væri slík samkeppni ekki skáldum efst í huga: „Mesta þrautin felst i þeirri einsemd sem fylgir því að takast einn á við kviða sinn og vonir. Þegar búið er að semja bók og gefa hana út þarf að leysa þá miklu þraut að byrja aftur. Þau eigin- legu verðlaun sem knýja líf skáldsins áfram eru fólgin í sjálfri rituninni." Heaney er 57 ár að aldri, fæddur í Derry á Norður-írlandi árið 1939. Hann hlaut menntim við háskólann í Belfast og hefur lengst af stundað kennslu, m.a. i Bretlandi og Banda- ríkjunum. Fyrstu ljóðabókina, Death of a Naturalist, sendi hann frá sér árið 1966. Árið 1972 flutti Heaney frá Norð- ur- írlandi til Dyflinnar í írska lýð- veldinu ásamt konu sinni, Marie Devlin, og þremur bömum þeirra. Það leiddi tO deilna um stjómmála- skoðanir skáldsins sem hefur forð- ast að blanda sér með opinberum hætti inn í þau harðvítugu átök sem kostað hafa svo miklar mannfórnir á æskustöðvunum síðustu þrjátíu árin. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mlchael Ondaatje: The Engllsh Patlent. 2. Jane Hamllton: The Book of Ruth. 3. Nicholas Evans: The Horse Whlsperer. 4. Tonl Morrison: Song of Solomon. 5. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 6. Rlchard North Patterson: The Hnal Judgment. 7. Nora Roberts: Holdlng the Dream. 8. Mlchael Crichton: The Lost World. 9. Robert Ludlum: The Cry of the Halidon. 10. Mary Hlggins Clark: Sllent Nlght. 11. Irls Johansen: The Ugly Duckling. 12. Amy Tan: The Hundred Secret Senses. 13. Clive Cussler: Shock Wave. 14. Mlchael Conelly: The Poet. 15. Mlchael P. Kube-McDowelli: Tyrant’s Test. Rit almenns eölis: 1. Jonathan Harr: A Civll Actlon. 2. Dava Sobel: Longitude. 3. Thomas Cahlll: How the Irlsh Saved Civillzatlon. 4. MTV/Melcher Medla: The Real World Diaries. 5. Al Franken: Rush Llmbaugh Is a Big Fat Idiot. 6. B. Gates, Myhrvold & Rlnearson: The Road Ahead. 7. Mary Plpher: Revlving Ophelia. 8. Andrew Well: Spontaneous Heallng. 9. Barbara Klngsolver: Hlgh Tide In Tucson. 10. Howard Stern: Mlss Amerlca. 11. John Feinsteiny: A Good Walk Spoiled. 12. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 13. David Brlnkley: Davld Brinkley. 14. Mary Karr: The Liar’s Club. 15. Clarlssa Pinkola Estés: Women Who Run Wlth the Wolves. (Byggt á New York Tlmes Book Revlew)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.