Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1997 39 Ferðir íslendinga til útlanda á öðrum tímum en sumrinu verða sí- fellt algengari. í augum sumra eru páskarnir besti tíminn til að ferðast, viða erlendis er þá farið að bera á vorkomunni, náttúran skartar sínu fegursta og hitastig enn á viðráðan- legu stigi. Samvinnuferðir-Landsýn býður upp á nýstárlega páskaferð í ár til Boston sem farin verður 27. mars - 1. apríl. Fararstjóri í þeirri ferð verður Lilja Hilmarsdóttir, sem hef- ur margra ára reynslu í ferðum sem þessum. Miðborg Boston skartar mörgum fallegum, háreistum byggingum. Evrópuborg „Boston, sem sumir kalla „Evr- ópuborg" Bandaríkjanna, varð fyrir valinu hjá S/L að þessu sinni. Ástæður þeirrar nafngiftar eru margar. Borgin á sér merkilega sögu allt frá tímum landnemanna sem komu á skipinu fræga, May- flower, frá Englandsströndum. Það skip er nú til sýnis í borginni," sagði Lilja. „Fjölmarga sögustaði og minjar frá 17. öld er einnig þar að finna. Það má með sanni segja að Boston sé vagga frelsisbaráttu Bandaríkj- anna og því fá farþegar að kynnast vel á meðal á dvölinni stendur. Evr- ópuborg Bandaríkjanna þýðir að flestir frumbyggjar hennar komu frá löndum Evrópu, einkum írlandi, Bretlandi, Hollandi og fleiri stöðum. Þeir fluttu með sér menningu og áhrif heimalanda sinna og það sést alls staðar í húsakosti, skipulagi og skapgerð fólks. Margir innflytjendanna voru af auðugum og voldugum ættum. Má þar nefna Kennedy-ættina frægu og enn þann dag í dag þykir fint að vera kominn af „Wasp“, sem er stytting á heitinu White Anglo Saxon Protestants (Hvítir engilsax- neskir mótmælendur). Boston sker sig úr öðrum bandarískum borgum á margan hátt vegna þessara áhrifa og er mjög gaman að vera gestkom- andi í henni. Skoðunarferðir Flogið er frá Keflavík klukkan 16.55 þann 27. mars og lent í Boston um 5 klst síðar. Gist verður á Tremont House hóteli. Farið verður út að borða á góðum veitingastað, en eftir góða næturhvíld er haldið í skoðunarferð um miðborgina. Með- al staða sem kannaðir verða eru Meðal staöa sem kannaðir verða í Boston er Faneuil Hall, sem byggö- ur var upp á árunum 1742-1805 þar sem er nú mikið af sérverslunum. Faneuil Hall, sem byggður var upp á árunum 1742-1805, þar sem er nú mikið af sérverslunum. Boston Common, elsti almenn- ingsgarður Bandaríkjanna, verður einnig skoðaður, en grunnur hans var lagður árið 1634, þá sem opinber þjálfunarstaður hermanna. Kvöldið er frjálst en daginn eftir er kannað- ur elsti hluti Bostonborgar, meðal annars Krists-kirkja og gamla sögu- fræga Norðurkirkjan. Vísindasafn borgarinnar, sem verður með sér- staka dagskrá helgaða Leonardo da Vinci, verður einnig kannað. Um kvöldið verður snæddur málsverð- ur á besta sjávarréttastað borgar- innar og síðan farið í einn þekktasta djassklúbb Boston. Dýrka menninguna Sunnudagurinn 30. mars verður að mestu til frjálsrar ráðstöfunar, en ferðalöngum gefst þó kostur á að skoða menntastofnanirnar Harvard og MIT. Boston er i hugum Banda- ríkjamanna ein mesta menningar- borg landsins og um kvöldið verður menningin dýrkuð með því að fara á tónleika með hinni heimsfrægu sinfóníuhljómsveit Boston eða farið á einhverja valda leiksýningu. Mánudagurinn 31. mars er einnig að mestu frjáls, en þó mælt með gönguferð með fram ánni Charles River sem skilur miðborgina frá út- hverfum hennar. Upplagt er að eyða þar tíma á markaðsstorgi Faneuil Hall. Kvöldið mun ráðast af því sem í boði er. Ferðinni er hvergi nærri lokið þann 1. apríl. Þá verður farið í spennandi rútuferð um hið fallega umhverfi borgarinnar með góðri viðkomu í Franklin-garðinum. Það er ævintýraleg heimsókn, því þar eru um 250 tegundir dýra frá Afríku og fleiri þúsundir plantna frá öllum heimshornum. Brottfarartími Flug- leiðavélarinnar er síðan um 20.30 að kvöldlagi," sagði Lilja. Verðið í þessa ferð er 67.800 krón- ur, en 64.400 krónur sé hún stað- greidd. Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 20.500 krónur. Innifalið í verðinu er flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Ekki er innifalinn 2.500 króna flugvallarskattur, 1.200 króna forfallagjald og gjald í skoðunarferð- ir. -ÍS FERÐAMARKAÐUR FLUGLEIÐA FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferdafélagi Nánari upplýsingar fást á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum eða í söludeild í síma 50 50 100, virka daga. Verð frá 29. janúar 5.,12.,19.,26. febrúar 5. og 12. mars á mann í 2 vikur m.v. 2 fullorðna og 2 böm (2ja-ll ára) á Los Cactus. kr. á mann í tvíbýli á Jardin E1 Atlantico. PASKAR Örfá sæti laus! 26/3 - 9/4 Verð frá 6v.0öo á mann í 2 vikur m.v. 2 fullorðna og 2 böm (2ja-ll ára) á Los Cactus. 81.180 kr. á mann í tvíbýli á Jardin E1 Atlantico. Kanaríeyj ar i I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.