Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Blaðsíða 22
22
LAU GARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997
fréttaljós
Bæjarfélagið Vesturbyggð, á
sunnanverðum Vestfjörðum, hefur
verið mikið í fréttum að undan-
fömu vegna deilna og ýmissa sögu-
legra mála sem þar hafa átt sér stað.
Stormasamt hefur verið í bænum á
sviði bæjarstjórnarmála og atvinnu-
lífs sem ekki bendir til annars en að
stjómun sé mjög ábótavant i bæjar-
félaginu.
Margir íbúar bæjarins, sem DV
hefur rætt við, em búnir að fá nóg
af þeirri neikvæðu umfjöllun sem
bærinn hefur fengið undanfarin ár
vegna látlausra innanbæjardeilna
um hin ýmsu mál sem varða bæinn.
Vesturbyggð varð til eftir samein-
ingu fjögurra hreppa, Patreks-,
Bíldudals-, Barðastrandar- og
Rauðasandshrepps árið 1994.
„Bærinn er látlaust í fréttum
vegna klúðursmála. Við eram að at-
hlægi úti um allt vegna lélegrar
stjómunar hans,“ segir ibúi í Vest-
urbyggð sem ekki vill láta nafns
síns getið en er mjög óánægður með
gang mála.
Deila um fálagsheimilið
Hvert málið hefur rekið annað í
Vesturbyggð sem lítur vandræða-
lega út fyrir bæjarstjórnina. Fyrir
tæpum tveimur vikum lokaði veit-
ingamaðurinn Sigurður fngi Páls-
son sig inni í Félagsheimili Patreks-
fjarðar, þar sem hann hefur rekið
Sigurður Ingi Pálsson veitingamaöur, sem rekiö hefur veitingastaöinn Felguna á Patreksfiröi, á í deilum viö bæjar-
yfirvöld í Vesturbyggö. Beöiö er eftir úrskuröi héraösdóms þar sem bæjaryfirvöld hafa krafist útburöar en Siguröur
neitar aö yfirgefa húsiö.
stæðismenn og óháðir mynduðu
meirihluta og era nú við völd. Gísli
var þá kosinn forseti bæjarstjórnar
21. desember sl. og sinnti að auki
starfi bæjarstjóra.
Gísli hefur nú tekið sér tíma-
bundið leyfi frá störfum og segir að
persónulegar ástæður liggi að baki.
Jón Gauti Jónsson hefur tekið við
stöðu bæjarstjóra á meðan.
í nýútkomnu blaði alþýðuflokks-
manna í Vesturbyggð, sem ber heit-
ið Röstin, gagnrýnir Krístín Jó-
hanna Björnsdóttir, bæjarfulftrúi og
fyrrverandi forseti bæjarstjórnar,
harðlega störf Gísla sem bæjar-
stjóra. Kristín segir orðrétt í blað-
inu:
„Hvurn Qárann varðar nú stóran
kall eins og Gísla um alla þá vinnu
sem lögð var í að koma málaflokk-
um allmargra nefnda undir einn
hatt sem nefndur er félagsmálaráð.
Hvað láta þeir, sem mæla manngildi
sveitarstjórnarmanna í hurðunum
sem þeir drekka á Hótel Sögu, sig
smámál eins og barnavernd, vimu-
efnamál, félagsmál, öldrunarmál og
fleira í þeim dúr sig varða? Ef aftur
á móti það að gæta hagsmuna bæj-
arins gegn ýmsum óvinum hans
felst í því að hanga á fylleríi suður
á Sögu lon og don, þá viðurkenni ég
fúslega að ég hef bragðist í því hlut-
verki.“
Langvarandi deilur
og átök í Vestuibyggð
veitingahúsið Felguna, vegna deilna
við húsfélagið og bæjarstjóm, sem á
meirihluta í húsinu.
Upphaf deilunnar má rekja til
þess að Sigurður neitaði kvenfélagi
staðarins að fá að halda þorrablót í
veitingahúsinu nema barinn væri
opinn en konurnar höfðu óskað eft-
ir því að fá að taka vínföng með sér
að heiman. Taldi Sigurður að það
samrýmdist ekki reglum um rekst-
ur veitingahúsa en í kjölfarið var
leigusamningi Sigurðar sagt upp.
Eftir tvær bréfasendingar var Sig-
uröi skipaö að yfirgefa húsið en Sig-
urður neitaði og skipti um allar læs-
ingar á því.
Hefur Sigurður haldið til í húsinu
síðan en bæjarstjóm hefur krafist
útburðar og bíður eftir úrskurði
héraðsdóms, sem enn er ekki búinn
að ákveða sig. Sigurður gefur sig
hvergi og segist fullviss um að
vinna málið gegn bæjaryfirvöldum.
Hann hefur haft opið i veitingahús-
inu um helgar við mikinn fögnuð
flestra íbúanna, nema auðvitaö bæj-
arstjórnarinnar og kvenfélagsins.
Sigurður hefur sakað bæjaryfirvöld
um lögleysu og ofbeldi í málinu en
Gisli Ólafsson bæjarstjóri hefur
neitað alfarið að svo sé.
Sögulegt uppboð
Fyrr í janúarmánuði var haldið
sögulegt nauðungarappboð á slátur-
húsi Patreksfjarðar. Bærinn átti
hátt í tveggja milljóna króna kröfu í
sláturhúsið en vegna mistaka mætti
enginn úr bæjarstjóminni á upp-
boðið. Oddur Guðmundsson slátur-
hússtjóri bauð óvænt hæst í eignina
og var hún slegin honum á aðeins
700 þúsund krónur en fasteignamat
eignarinnar var rúmar 29 milljónir
og brunabótamatið 114 milljónir.
Bæjarstjórnin var gagnrýnd harö-
lega fyrir að hafa sofið á verðinum
og vemda ekki hagsmuni bæjarins.
Bæjarstjórnin hljóp þá upp til
handa og fóta og krafðist þess að
annað uppboð færi fram á slátur-
húsinu á þeim forsendum að kaup-
verðið hefði verið langt undir eðli-
legu uppboðsandvirði eignarinnar.
Þaö var og gert og vísað var i
ákvæði i uppboðslögum.
Haukur Már Sigurðarson bæjar-
ritari sagöi í samtali við DV að það
hefði orðið misskilningur og að bæj-
arstjóm hefði haldið að hún þyrfti
ekki að hafa áhyggjur af gildum lög-
veðskröfum sinum.
Annað uppboð fór því fram og þá
var sláturhúsið selt á 4,6 milljónir
króna til fyrirtækisins Nýco í
Reykjavík. Oddur sláturhússtjóri
var að vonum mjög ósáttur með að
missa eignina sem hann hafði keypt
á löglegan hátt vegna klúðurs bæj-
arstjómar.
„Villta vestrið"
Deilumál og átök eru ekki nýtt
fyrirbrigði í Vesturbyggð því það er
mikið búið að ganga á síðan bæjar-
félagið varð til áriö 1994 og því ekk-
ert skrítið að gárungarnir kalli bæ-
inn „villta vestrið". Hver virðist
höggva annan og fólk berst á bana-
spjótum enda búnir að vera stöðug-
ir erfiðleikar í atvinnulífi á staðn-
um síðan snemma á níunda ára-
tugnum sem leiddu til mikilla
hremminga og skulda bæjarins.
Fljótlega eftir sameininguna og
stofnun Vesturbyggðar 1994 uröu
harðar deilur í bæjarstjórn en þá
var meirihlutasamstarf alþýðu-
flokksmanna, framsóknarmanna og
óháöra. í lok október 1994 tilkynnti
Ólafur Amfiörð Guðmundsson, bæj-
arstjóri og oddviti alþýðuflokks-
manna, Einari Pálssyni, oddvita
Fréttaljós á
laugardegi
Róbert Róbertsson
óháðra og forseta bæjarstjómar, að
meirihlutasamstarfi þessara þriggja
flokka væri lokið en það hafði stað-
ið frá því um vorið. Nýr meirihluti
sjálfstæðismanna og alþýðuflokks-
manna tók nokkuð óvænt við völd-
um í kjölfarið.
MikÓ átök urðu í atvinnulífinu á
staðnum í lok nóvember sama ár
þegar stærstu fyrirtækin á Patreks-
firði, Oddi hf. og Straumnes, reyndu
að ná yfirráðum hvort yfir öðra.
Átök um ársreikninga
Aftur urðu hörð átök í bæjar-
stjóm þegar ársreikingur 1993 var
lagður fram af löggiltum endurskoð-
anda bæjarins í lok desember og var
mikil óánægja með háa dagpeninga
og ferðakostnað Ólafs Arnfiörðs
bæjarstjóra sem námu um 4,7 millj-
ónum króna. Meirihlutinn afgreiddi
málið athugasemdarlaust en minn-
hlutinn gekk af bæjarstjómarfundi
og skoðunarmenn bæjarins sögðu
afgreiðsluna lögleysu. Ólafur Arn-
fiörð sagði í framhaldi af því að í
gangi væru pólitískar árásir á sig.
I febrúarbyrjun 1995 var Ólafur
Amfiörð látinn víkja úr stóli bæjar-
stjóra eftir mikil átök í bæjarstjóm.
Var þetta gert eftir sameiginlega
niðurstöðu Alþýðuflokks og Sjálf-
stæðisflokks og gert til farsældar
fyrir sveitarfélagið, að sögn Gisla
Ólafssonar, en ákveðið var að Gísli
tæki við starfi
bæjarstjóra. í
árslok 1995 fór
bæjarstjómin
fram á opin-
bera rannsókn
vegna meðferð-
ar Ólafs Arn-
fiörðs á fiár-
munum bæjar-
ins.
Hörð
gagnrýni
a bæjar-
stjóra
Á síðasta ári
voru miklar
væringar á
milli sjálfstæð-
ismanna og al-
þýðuflokks-
manna innan
bæjarstjórnar vegna hinna ýmsu
mála. Deilt var m.a. um málefni
sjúkrahússins og sláturhússins og
voru bæjarstjómarmenn ekki á eitt
sáttir. Svo fór að meirihlutinn
klofnaði í lok nóvember og sjálf-
Verið að skaða bæjarfá-
lagið
„Ég vil vísa þessum fáránlegu
ummælum og ásökunum Kristínar
til fóðurhúsanna með stóru effi. Ég
viðurkenni að þetta eru búin að
vera hörð átök. Einstakir menn í
minnihluta bæjarstjórnar hafa
reynt að gera bæjarstjóm eins erfitt
fyrir og möguiegt er og er það mjög
til að skaða bæjarfélagið í heild.
Þeir hafa m.a. hrópað að bærinn sé
gjaldþrota en það er ekki rétt. Ef
hann væri gjaldþrota þá væra mörg
önnur bæjarfélög á Islandi gjald-
þrota. Þegar Vesturbyggð varð til
tók hið nýja bæjarfélag við erfiðum
skuldaböggum sem Bíldudalur og
Patreksfiörður höfðu safnað upp.
Erfiðleikar og skuldir bæjarins er
fortíöarvandi og alls ekki auðleyst-
ur en það er ljóst að
menn verða að
standa betur saman
en þeir hafa gert
hingað til. Stærstur
hluti skuldanna er
tilkominn úr tíð
fyrrverandi sveitar-
stjórnar Patreks-
hrepps vegna at-
vinnuþátttöku m.a.
undir stjórn Fram-
sóknar- og Alþýðu-
flokksins," segir
Gísli Ólafsson, að-
spurður um málefni
bæjarfélagsins.
Gísli segir að
ekki hafi tekist að
halda sig við fiár-
hagsáætlun 1996 þar
sem um var að ræða
vanáætlaða liði í
einstökum mála-
flokkum. Eins hafi
ákvarðanir, sem
bæjarstóm og bæjarráð tóku, leitt
til hækkana og eins séu aðrar
ástæður sem orsökuðu útgjöld um-
fram fiárhagsáætlun.
Sláturhúsiö á Patreksfiröi en þaö hefur veriö í sviösljósinu aö undanförnu.
Sláturhúsiö var selt á nauöungaruppboöi á 700 þúsund krónur en bæjar-
stjórn kraföist annars uppboðs eftir aö hún sofnaöi á veröinum.
Gísli Olafsson, sem veriö hefur bæj-
arstjóri Vesturbyggöar, viöurkennir
aö mikil átök hafi átt sér staö í bæj-
arstjórnarmálum þar.