Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 I^'V Álit nokkurra hæstaréttarlögmanna sem Kristján Pálsson alþingismaður leitaði eftir: Leyfi bankanna þyrfti til að breyta kvótakerfinu - þar með væri komin ríkisábyrgð á 100 milljarða króna skuldir útgerðarinnar „Við gætum staðið frammi fyrir því ef kaflinn um veðsetningu kvóta í veösetningarfrumvarpinu verður samþykktur að kvótakerf- inu verði ekki hnikað nema með leyfi bankastofnana og annarra veð- hafa í bát og kvóta. Þar með væri búið að negla niður „eignarrétt" út- gerðarinnar. Það þýðir hins vegar í raun að búið væri að setja ríkisá- byrgð á allar skuldir hennar sem nema um 100 milljörðum króna,“ segir Kristján Pálsson alþingismaö- ur í samtali við DV um veðsetning- arfrumvarpið, sem nú er til um- ræðu á Alþingi. Kristján leitaði ábts nokkurra hæstaréttarlögmanna á álita- og ágreiningsatriðum þessa frum- varps. Þar kemur fram að svona gæti farið. Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra segir að honum þyki ekki nægjanlega mikil rök á bak við lögfræðiálitið sem Kristján fékk. Kristján segir að eftir þvi sem ágreiningsatriði lögfræðinga séu meiri, en Þorsteinn er lögfræðing- ur, þeim mun meiri hætta sé á að það sem sagt er hér í upphafi verði að veruleika. Kristján leitaði með flmm spum- ingar til lögmannanna. Sú fyrsta var hvort frumvarpið veiti heimild til að veðsetja aflaheimildir sem skipum er úthlutað, samkvæmt lög- um um stjóm fiskveiða. Svarið hjá öllum lögmönnunum var já. Þar sem svarið við þessari spurn- ingu var jákvætt var næsta spum- ing hvort hægt væri samkvæmt lög- um að aöskilja kvóta frá skipi og svarið er nei. Verðmætið er fólgið í nýtingunni. Þriðja spumingin var, fyrst sú fyrsta var jákvæð, hvort ríkissjóður væri skaðabótaskyldur ef Alþingi ákveður að fella úr gildi aflahlut- deildarkerfið um stjóm fiskveiða og nýtt kerfi eins og sóknarmark yrði sett í staðinn. Svarið var að yfir- gnæfandi líkur væm á að svo væri. í fjórða lagi var spurt hvort ákvæði frumvarpsins, 4. liður 4. málsgreinar, stangist á við refsiramma laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Svarið var að það væm miklar líkur fyrir því að frumvarpið stangaðist á við refsirammann. Það sem gæti gerst er að bátur með kvóta sem útgerð- armaður á yrði dæmdur í nokkurra mánaða eða árs veiðibann vegna brota. Þar með væri kvóti bátsins verðlaus þann tíma. Loks var spurt hvort 4. liður 3. greinar frumvarpsins tryggði betur ákvæði fyrstu málsgreinar fisk- veiðistjómunarlaga um að nytja- stofnar á íslandsmiðum séu sam- eign þjóðarinnar eða verður það marklaust. Svarið er að verið sé að færa þetta ákvæði nær óbeinum eignarrétti og veiki því ákvæðið um sameignina ef eitthvað er. -S.dór i Stuttar fréttir Hnífabardagi Tveir alsírskir karlmenn : vora handteknir eftir að þeir réðust á Líbýumann í | húsakynnum Hjálpræöishers- ins í gærkvöld. Árásar- I mennirnir vom vopnaðir ; hnífum og veittu fórnarlamb- s inu minni háttar áverka. Þeir i veittu mótspymu viö hand- ‘ tökuna en voru að lokum I yfirbugaðir. Mennirnir hafa Eallir þrir sótt um hæli hér. Nýtt fyrirtæki !! Marel hf. hefur stofnað dóttur- fyrirtæki sem ber nafhið Marel Trading ehf. Tilgangurinn með stofnun nýja fyrirtækisins er að færa á eina hendi samingagerð, stjómun og framkvæmd slíkra samstarfsverkefna Marel hf. og annarra fyrirtækja. Hagstæð vöruskipti í desembermánuði sl. voru • fluttar út vörur fyrir 11,4 millj- 1 arða króna og inn fyrir 10,7 I milljarða. Þetta kemur fram í [ bráðabirgöaskýrslu Hagstofu ís- f: lands um vömskiptin við útlönd ; árið 1996. Vöruskipti í desember ; vora því hagstæð sem nemur 700 ; milljónum króna. Lækkun á vörum Vörugjald á nokkrum vöra- p flokkum lækkaði á miðnætti í ! nótt. Mest er lækkunin á ritfóng- ; um, eins og pennum og blýönt- um, eða um 16,5%, og á filmum ; og snyrtivörum, um 13%. Vöru- gjald á mynd- og hljómflutnings- tækjum, útvörpum, sjónvörpum, ‘ byssum og skotfærum lækkaði I um 4%. Halldór endurráðinn ; Halldór Guðbjamason var | endurráðinn bankastjóri Lands- ;j banka íslands til 5 ára á fundi j bankaráðs i gær. Aðrir umsækj- 1 endm- um starfið vora Ástþór b Magnússon framkvæmdastjóri, [í Sigurður Ingi Sigmarsson jám- 1 smíðameistari og Margrét Þórð- ; ardóttir húsmóðir. Ákvörðun ólögleg Apótekarar gætu átt 260 millj- I óna króna kröfu á Trygginga- i stofnun ríkisins í kjölfar úr- í skurðar Hæstaréttar þar sem | ákvörðun lyfjaverðlagsnefndar | um afslátt var dæmd ólögleg. IRÚV sagði frá þessu. Myndað á gatnamótum Myndavélar hafa verið settar Bjósastýrðum gatna- kjavík. Þá á að vera uppi á öllum þeim sem aka yfir gatna- u ljósi. -RR Samherji festir rætur i Grindavík: Yfirtaka Fiskimjöl og Lýsi hf. - Samherji með 10 prósent loðnukvótans í gær var gengiö frá yfirtöku Samheija hf. á fyrirtækinu Fiski- mjöl og Lýsi hf. í Grindavík. Þetta er stór loðnuverksmiðja sem á nokkra loðnubáta og er Samheiji nú kominn með um 10 prósent af loðnukvótanum eftir þessa yfir- töku. Fyrir rúmri viku var orðrómur á kreiki um að þetta væri að ger- ast. DV skýrði þá frá honum en framkvæmdastjóri Fiskimjöls og Lýsis hf„ Finnbogi Alfreðsson, sagði það alrangt að Samherji væri að yfirtaka fyrirtækið. Aðeins væri verið að ræða um sameigin- leg sölumál á loðnumjöli. Finnbogi Alfreðsson sagði í gær að ekki væri um yfirtöku að ræða heldur fái fyrirtækið hlutabréf í Samherja og Fiskimjöl og lýsi verði áfram rekið sem hlutafélag í eigin nafni og með sömu yfirstjórn og fyrr. Hann sagði að allir starfs- menn héldu vinnu sinni. Þess má einnig geta að Samheiji hefur fyrir nokkru keypt húsnæði það sem saltfiskverkun og frysti- hús Jökuls á Hellissandi var í. Húsnæðið er leigt út til Vegagerð- arinnar. -S.dór/ÆMK Hávær sprenging kvað við við hús fjár- málaráðuneytisins við Arnarhvál á ell- efta tímanum i morgun. í fyrstu var talið að sprengja hefði sprungið við húsið og gerði lögregla fullar varúðar- ráðstafanir. Fljótlega kom f Ijós aö sprengmgin hafði orðið í rafmagns- kassa sem er utan á húsinu. Taliö er aö skammhlaup hafi oröiö í rafmagni og það valdið sprengingunni. Friörik Sophusson fjármálaráöherra sést hér gægjast út um glugga á skrifstofu sinni til ab athuga hvab gangi á. Á hinni myndinni eru lögregiu- og viögerö- armenn að kanna rafmagnskassann. DV-myndir S Níunda náttúruverndarþingiö hófst í gær: Orkuiðnaður og náttúra landsins efst á baugi I gær hófst á Hótel Loftleiðum 9. náttúraverndarþingið og það heldur svo áfram í dag og lýkur í kvöld. Arn- þór Garðarsson formaður Náttúra- vemdarráðs setti þingið í gær en því næst flutti umhverfisráðherra, Guð- mundur Bjamason, ávarp. Fyrir utan venjuleg þingstörf hófst í gær ráðstefna undir heitinu Áhrif orkuiðnaðar á náttúru landsins. Þar fluttu erindi Þóra Ellen Þórhallssdótt- ir, Gísli Már Gíslason, Hákon Aöal- steinsson, Halldór Ármannsson, Hrefna Kristmundsdóttir og Pétur Ár- Guömundur Bjarnason umhverfisráðherra ávarpaði nátturuverndarþing í gær. Viö hlið hans á myndinni situr Arnþór Garðarsson, formaður Náttúru- verndarráös. DV-mynd Hilmar Þór mannsson. ýmsu málaflokka munu svo starfa í í dag mun Þorkell Helgason flytja dag uns almennar umræður hefjast erindi sem og Helgi Bjamason og Vig- klukkan 16.00. S.dór fús Friðriksson. Vinnuhópar hinna Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja f sfma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já ,1 Nel 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Ertu tilbúin(n) að fylgja eftir kaupkröfu með verkfalli?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.