Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Side 2
2 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 I^'V Álit nokkurra hæstaréttarlögmanna sem Kristján Pálsson alþingismaður leitaði eftir: Leyfi bankanna þyrfti til að breyta kvótakerfinu - þar með væri komin ríkisábyrgð á 100 milljarða króna skuldir útgerðarinnar „Við gætum staðið frammi fyrir því ef kaflinn um veðsetningu kvóta í veösetningarfrumvarpinu verður samþykktur að kvótakerf- inu verði ekki hnikað nema með leyfi bankastofnana og annarra veð- hafa í bát og kvóta. Þar með væri búið að negla niður „eignarrétt" út- gerðarinnar. Það þýðir hins vegar í raun að búið væri að setja ríkisá- byrgð á allar skuldir hennar sem nema um 100 milljörðum króna,“ segir Kristján Pálsson alþingismaö- ur í samtali við DV um veðsetning- arfrumvarpið, sem nú er til um- ræðu á Alþingi. Kristján leitaði ábts nokkurra hæstaréttarlögmanna á álita- og ágreiningsatriðum þessa frum- varps. Þar kemur fram að svona gæti farið. Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra segir að honum þyki ekki nægjanlega mikil rök á bak við lögfræðiálitið sem Kristján fékk. Kristján segir að eftir þvi sem ágreiningsatriði lögfræðinga séu meiri, en Þorsteinn er lögfræðing- ur, þeim mun meiri hætta sé á að það sem sagt er hér í upphafi verði að veruleika. Kristján leitaði með flmm spum- ingar til lögmannanna. Sú fyrsta var hvort frumvarpið veiti heimild til að veðsetja aflaheimildir sem skipum er úthlutað, samkvæmt lög- um um stjóm fiskveiða. Svarið hjá öllum lögmönnunum var já. Þar sem svarið við þessari spurn- ingu var jákvætt var næsta spum- ing hvort hægt væri samkvæmt lög- um að aöskilja kvóta frá skipi og svarið er nei. Verðmætið er fólgið í nýtingunni. Þriðja spumingin var, fyrst sú fyrsta var jákvæð, hvort ríkissjóður væri skaðabótaskyldur ef Alþingi ákveður að fella úr gildi aflahlut- deildarkerfið um stjóm fiskveiða og nýtt kerfi eins og sóknarmark yrði sett í staðinn. Svarið var að yfir- gnæfandi líkur væm á að svo væri. í fjórða lagi var spurt hvort ákvæði frumvarpsins, 4. liður 4. málsgreinar, stangist á við refsiramma laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Svarið var að það væm miklar líkur fyrir því að frumvarpið stangaðist á við refsirammann. Það sem gæti gerst er að bátur með kvóta sem útgerð- armaður á yrði dæmdur í nokkurra mánaða eða árs veiðibann vegna brota. Þar með væri kvóti bátsins verðlaus þann tíma. Loks var spurt hvort 4. liður 3. greinar frumvarpsins tryggði betur ákvæði fyrstu málsgreinar fisk- veiðistjómunarlaga um að nytja- stofnar á íslandsmiðum séu sam- eign þjóðarinnar eða verður það marklaust. Svarið er að verið sé að færa þetta ákvæði nær óbeinum eignarrétti og veiki því ákvæðið um sameignina ef eitthvað er. -S.dór i Stuttar fréttir Hnífabardagi Tveir alsírskir karlmenn : vora handteknir eftir að þeir réðust á Líbýumann í | húsakynnum Hjálpræöishers- ins í gærkvöld. Árásar- I mennirnir vom vopnaðir ; hnífum og veittu fórnarlamb- s inu minni háttar áverka. Þeir i veittu mótspymu viö hand- ‘ tökuna en voru að lokum I yfirbugaðir. Mennirnir hafa Eallir þrir sótt um hæli hér. Nýtt fyrirtæki !! Marel hf. hefur stofnað dóttur- fyrirtæki sem ber nafhið Marel Trading ehf. Tilgangurinn með stofnun nýja fyrirtækisins er að færa á eina hendi samingagerð, stjómun og framkvæmd slíkra samstarfsverkefna Marel hf. og annarra fyrirtækja. Hagstæð vöruskipti í desembermánuði sl. voru • fluttar út vörur fyrir 11,4 millj- 1 arða króna og inn fyrir 10,7 I milljarða. Þetta kemur fram í [ bráðabirgöaskýrslu Hagstofu ís- f: lands um vömskiptin við útlönd ; árið 1996. Vöruskipti í desember ; vora því hagstæð sem nemur 700 ; milljónum króna. Lækkun á vörum Vörugjald á nokkrum vöra- p flokkum lækkaði á miðnætti í ! nótt. Mest er lækkunin á ritfóng- ; um, eins og pennum og blýönt- um, eða um 16,5%, og á filmum ; og snyrtivörum, um 13%. Vöru- gjald á mynd- og hljómflutnings- tækjum, útvörpum, sjónvörpum, ‘ byssum og skotfærum lækkaði I um 4%. Halldór endurráðinn ; Halldór Guðbjamason var | endurráðinn bankastjóri Lands- ;j banka íslands til 5 ára á fundi j bankaráðs i gær. Aðrir umsækj- 1 endm- um starfið vora Ástþór b Magnússon framkvæmdastjóri, [í Sigurður Ingi Sigmarsson jám- 1 smíðameistari og Margrét Þórð- ; ardóttir húsmóðir. Ákvörðun ólögleg Apótekarar gætu átt 260 millj- I óna króna kröfu á Trygginga- i stofnun ríkisins í kjölfar úr- í skurðar Hæstaréttar þar sem | ákvörðun lyfjaverðlagsnefndar | um afslátt var dæmd ólögleg. IRÚV sagði frá þessu. Myndað á gatnamótum Myndavélar hafa verið settar Bjósastýrðum gatna- kjavík. Þá á að vera uppi á öllum þeim sem aka yfir gatna- u ljósi. -RR Samherji festir rætur i Grindavík: Yfirtaka Fiskimjöl og Lýsi hf. - Samherji með 10 prósent loðnukvótans í gær var gengiö frá yfirtöku Samheija hf. á fyrirtækinu Fiski- mjöl og Lýsi hf. í Grindavík. Þetta er stór loðnuverksmiðja sem á nokkra loðnubáta og er Samheiji nú kominn með um 10 prósent af loðnukvótanum eftir þessa yfir- töku. Fyrir rúmri viku var orðrómur á kreiki um að þetta væri að ger- ast. DV skýrði þá frá honum en framkvæmdastjóri Fiskimjöls og Lýsis hf„ Finnbogi Alfreðsson, sagði það alrangt að Samherji væri að yfirtaka fyrirtækið. Aðeins væri verið að ræða um sameigin- leg sölumál á loðnumjöli. Finnbogi Alfreðsson sagði í gær að ekki væri um yfirtöku að ræða heldur fái fyrirtækið hlutabréf í Samherja og Fiskimjöl og lýsi verði áfram rekið sem hlutafélag í eigin nafni og með sömu yfirstjórn og fyrr. Hann sagði að allir starfs- menn héldu vinnu sinni. Þess má einnig geta að Samheiji hefur fyrir nokkru keypt húsnæði það sem saltfiskverkun og frysti- hús Jökuls á Hellissandi var í. Húsnæðið er leigt út til Vegagerð- arinnar. -S.dór/ÆMK Hávær sprenging kvað við við hús fjár- málaráðuneytisins við Arnarhvál á ell- efta tímanum i morgun. í fyrstu var talið að sprengja hefði sprungið við húsið og gerði lögregla fullar varúðar- ráðstafanir. Fljótlega kom f Ijós aö sprengmgin hafði orðið í rafmagns- kassa sem er utan á húsinu. Taliö er aö skammhlaup hafi oröiö í rafmagni og það valdið sprengingunni. Friörik Sophusson fjármálaráöherra sést hér gægjast út um glugga á skrifstofu sinni til ab athuga hvab gangi á. Á hinni myndinni eru lögregiu- og viögerö- armenn að kanna rafmagnskassann. DV-myndir S Níunda náttúruverndarþingiö hófst í gær: Orkuiðnaður og náttúra landsins efst á baugi I gær hófst á Hótel Loftleiðum 9. náttúraverndarþingið og það heldur svo áfram í dag og lýkur í kvöld. Arn- þór Garðarsson formaður Náttúra- vemdarráðs setti þingið í gær en því næst flutti umhverfisráðherra, Guð- mundur Bjamason, ávarp. Fyrir utan venjuleg þingstörf hófst í gær ráðstefna undir heitinu Áhrif orkuiðnaðar á náttúru landsins. Þar fluttu erindi Þóra Ellen Þórhallssdótt- ir, Gísli Már Gíslason, Hákon Aöal- steinsson, Halldór Ármannsson, Hrefna Kristmundsdóttir og Pétur Ár- Guömundur Bjarnason umhverfisráðherra ávarpaði nátturuverndarþing í gær. Viö hlið hans á myndinni situr Arnþór Garðarsson, formaður Náttúru- verndarráös. DV-mynd Hilmar Þór mannsson. ýmsu málaflokka munu svo starfa í í dag mun Þorkell Helgason flytja dag uns almennar umræður hefjast erindi sem og Helgi Bjamason og Vig- klukkan 16.00. S.dór fús Friðriksson. Vinnuhópar hinna Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja f sfma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já ,1 Nel 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Ertu tilbúin(n) að fylgja eftir kaupkröfu með verkfalli?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.