Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1997, Blaðsíða 50
58 kvikmyndir K V I K M Y M A IJlSHIIilJ Sam-bíóin/Háskólabíó - Dagsljós: flllt samkvæmt formúlunni í kjölfariö á Kvennaklúbbnum, sem fjallar um þrjár vonsviknar konur sem taka til sinna ráöa þegar karlpeningurinn bregst þeim, kemur Sam- antekin ráð (Set It ofi) sem fjallar um fjórar konur sem taka til sinna ráða þegar að þeim er þjarmað úr öllum áttum. Þar með lýkur samlik- ingunni því stelpurnar fjórar í Samanteknum ráðum fara inn á mun hættulegri braut heldur en stöllur þeirra og eru mun frískari og skemmtilegri. Samantekin ráð hefur allt fram yfir Kvennaklúbbinn nema ef vera skyldi handritið, sem er helsti galli myndarinnar. Á móti kemur góð kvikmyndataka og klipping sem gerir það að verkum aö ýmsir annmarkar, sem sagan býður upp á, verða ekki eins áberandi. Samantekin ráð fjallar um fjórar svartar vinkonur sem allar eiga harma að hefna í þjóðfélaginu. Þær taka upp á því að gerast bankaræn- ingjar: „Því skyldum við ekki geta rænt banka eins og þessir heimsku strákar?" er mottóið og þær láta ekki orðin nægja heldur láta hendur standa fram úr ermum. Máltækið segir að glæpir borgi sig ekki og það sannast í lokin. Það hefur ekki lítið að segja að leikkonumar fjórar, Jada Pinkett, Que- en Latifah, Vivica A. Fox og Kimberley Elise búa allar yfir þokka sem skilar sér vel. Er það öfugt við Wayans-bræður, Martin Lawrence og hvað þeir nú heita, svörtu töffaraleikaramir, sem vegna tilgerðar og takmarkaðs orðaforða hafa nánast gert það að verkum að óþolandi er að horfa á sakamálamynd, sem þeir leika í. Leikkonurnar fjórar ná góð- um tökum á hlutverkum sínum og era að mestu lausar við stæla, fyrir utan Queen Latifah sem virðist stundum hafa horft of mikið á áður- nefnda töffara. Mikill hraði er í myndinni og einstaka sinnum ágætur húmor og þegar á heildina er litið em Samantekin ráð hin sæmilegasta afþreying. Leikstjóri: F. Gary Gray. Handrit: Kate Lanier og Takashi Buford. Kvik- myndtaka: Mark Reshovsky. Tónlist: Christopher Young. Aðalhlutverk: Jada Pinkett, Queen Latifah, Vivica A. Fox, Kimberley Elise og Blair Underwood. Hilmar Karlsson Það em fáir sem gera miklar væntingar til Sylvesters Stallones sem leikara enda fær hann himinhá laun fyrir annað en leikhæfileika. Það er svo spuming hvort það dugar að selja ímynd þegar um jafn brot- hætta kvikmynd er að ræða og Dagsljós (Daylight) er. Ekki vantar að það er mikill hraði í myndinni og ýtt undir dramtíkina með brellum og áhættuatriðum. En undir yfirborðinu er lítil festa og kemur þar til frek- ar slakt handrit. Atburðurinn sjálfur, þegar sprenging verður í fjölfórnum undirgöngum sem liggja frá Manhattan í New York til meginlandsins, er ekki svo langt frá raunveruleikana. Öfugt við margar stórmyndimar, sem hafa verið til sýningar að undanfomu, gætu þeir atburðir sem er verið að lýsa í Dagsljósi gerst. Strax í byrjun er þó í raun búið að eyðileggja trúverðugleikann. Gas veldur gífúrlegri sprengingu í jarðgöngunum þegar þrír vörubílsfarmar springa. Þetta er rosasprenging og að ætlast til að áhorfendur trúi því að nóg sé fyrir suma að beygja sig niður í bílnum þegar eldsúlan teygir sig áfram af ógnarkrafti og sleppa þannig við að stikna er of mikið af því góða. Framhaldið er á sömu nótum, Stallone leikur burtrekinn foringja i hjálparsveitum. Hann var rétt fyrir utan göngin þegar sprengingin varð og þar er kominn bjargvættur fólksins sem fast er í göngunum og bíður dauða síns. Leikstjórinn Rob Cohen (Dragonheart) nær stundum að skapa spennu í kringum viss atriði, þá era brellur og áhættuatrði vel af hendi leyst en Cohen á í erfiöleikum með að halda spennu gangandi, of mikið er um lausa enda og ekki fær hann mikla hjálp frá Stallone sem eins og fyrri daginn er fastur i þeirri ímynd sem hann hefur skapað. Leikstjóri: Rob Cohen. Handrit: Leslie Bohem. Kvikmyndataka: David Eggby. Tónlist: Randy Edelman. Aöalleikarar: Sylvester Stallone, Amy Brenneman, Viggo Mortensen, Dan Hedaya, Karen Young og Claire Bloom. Bönnuð börnum innan 16 ára. Hilmar Karlsson Laugarásbíó - Samantekin ráð: Fjórar kaldar stelpur ** LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 Barbra Streisand og Jeff Bridges leika háskólaprófessora sem gegn vilja veröa ástfangnir. Tvö andlit spegils í Stjörnubíói: Margar ásjónur fegurðar og rómantíkur á. Það era þekktir leikarar í öllum helstu hlutverkum. Jeff Bridges leikur stær- fræðiprófessorinn, Pi- erce Brosnan leikur kærasta systur Rose, sem Mimi Rogers leik- ur, Laureen Bacall leik- ur mömmuna og Brenda Vacarro leikur eina vin- konuna. Miklir hæfileikar Barbra Streisand var ekki gömul þegar miklir sönghæfi- leikar hennar komu i Ijós. Hún hefur aldrei þótt snoppufríð þótt hún sjálf hafi reynt að breyta ímynd sinni hin síð- ari ár. himin- inn á Það bjugg- ust því Þrjátíu ár era að verða síðan Barbra Streisand lék í sinni fyrstu kvikmynd, Funny Girl. Á einni nóttu varð til kvikmyndasfjama. Streisand hefur þó ekki verið iðin við kolann og aðeins leikið í sextán kvikmynd- um á þessum þrjátíu árum. Á síðustu áram hefur hún farið eigin leiðir, leikstýrt og framleitt þær kvikmynd- ir sem hún leikur í og verið nokkrus- konar einræðisherra í sínu ríki. Það hefúr greinilega hentað henni og að- dáendum hennar vel því myndir hennar hafa undantekningarlaust verið vinsælar. í gær framsýndi Stjörnubíó nýjustu kvikmynd henn- ar, Tvö andlit spegils (The Mirror has Two Faces). í myndinn leikur Barbra Streisand Rose Morgan sem kennir rómantísk- ar bókmenntir við Columbia háskól- ann í New York. Líf hennar sjálfrar er aftur móti allt annað en rómant- ískt. Býr hún hjá ráðríkri móður og systur sem hugsar meira um útlitið heldur en um sinn innri mann, öfugt við Rose. Rose er viss um að hún muni aldrei hitta sinn draumaprins. Meðkennari hennar við háskólann er stærðfræðiprófessorinn Gregory Larkin sem hefur fengið nóg af ástriðuþrungnum samböndum og set- ur því auglýsingu í einkamáladálk þar sem hann auglýsir eftir konu, 35 ára eða eldri, verður að vera með há- skólagráðu, útlit skiptir ekki máli. Og hver önnur en Rose svarar aug- lýsingunni. Þau hittast og fmna strax hvort annað en Geofiry er harður á því að sambandið eigi að vera plat- ónsk og Rose er sama sinnis i byrjun en ástarsamband án kynlífs er eitt- hvað sem náttúran gerði ekki ráð fyr- ir. Tvö andlit spegils var að öll leyti gerð í New York og þeir sem þekkja til í borginni kannast örugglega við marga staði þar sem tökur fóra fram fáir við að hún yrði kvikmyndastjarna með tímanum. En þegar miklir hæfileikar eru fyrir hendi og mikill vilji þá er ekkert ómögulegt í þessum heimi. Streisand lét ekki útlitið hafa áhrif á sig og fór í leiklistarskóla og að námi loknu fékk hún hlutverk á Broadway og gaf út plötur sem fengu góðar við- tökur. Það var söngleikurinn Funny Girl sem skaut henni upp á stjörnu- Broadway og síðar í Hollywood. Fyrir leik sinn í kvikmyndinni Funny Girl fékk hún bæði óskarsverðlaunin og Golden Globe verðlarmin, tvenn eftir- sóttustu verðlaun sem kvikmyndaleik- arar keppa um. Á Broadway hefur hún einnig fengið eftirsóttustu verð- laun sem þar eru i boði, Tony verð- launin. Þremur kvikmyndum hefur Barbra Streisand leikstýrt, Yentl, Prince of Tides og The Mirror Has Two Faces. Áður en hún fór að taka sig alvarlega lék hún í nokkrum gamanmyndum með ágætum árangri. Má þar nefna Hello Dolly, The Owl and the Pus- sycats og What’s up Dog. Hin síðari ár hefur hún meira og minna leikið dramatisk hlutverk. Má nefna The Way We Were, Nuts og A Star Is Bom. Bæði Yentl og Prince of Tides voru tilnefndar tfi nokkurra óskarsverð- launa, Yentl hlaut fimm tilnefningar og Prince of Tides hlaut sjö tilnefning- ar en enn á Barbra Streisand efitir að fá viðurkenningu fyrir eigið hugverk. -HK Annar mótleikari Börbru Streisand í Tvö andlit spegils er Pierce Brosnan sem þekktastur er fyrir aö vera hinn nýi James Bond.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.