Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
Fréttir
Niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk gerðar opinberar:
Meðaltal er hæst í
Reykjavík en lægst
á Vestfjörðum
- segir ekkert um kennara eða skóla, segir Þórólfur Þórlindsson
„Það er ekki hægt að draga þá
ályktun beint að það séu betri
kennarar eða betri skólar í Reykja-
vík en úti á landi. Aðstæður geta
verið allt aðrar. Við höfum verið
að reyna að leita skýringa á mis-
munandi frammistöðu skóla með
því að taka tillit til þátta í um-
hverfinu og ljóst er að um er að
ræða ýmis atriði, innnan sem utan
skóla, sem hafa þama ráðið miklu.
Þau þurfa ekki endilega að vera
þau sömu frá ári til árs í sama
skólanum," segir Þórólfur Þór-
lindsson, forstöðumaður Rann-
sóknarstofnunar uppeldis- og
menntamála, um einkunnir úr
samræmdum prófum 10. bekkjar í
skólum landsins en þær voru í
fyrsta sinn í sögunni gerðar opin-
berar í gær.
Annars vegar vom birtar meðal-
einkunnir úr samræmdum prófum
frá 1993-1996 og hins vegar dreifing
einkunna í skólum. Ef skoðaðar
em meðaltalstölur eftir landshlut-
um fýrir árið 1996 sést að einkunn-
imar eru hæstar i Reykjavík en
lægstar á Vestfjörðum. Lægsta
meðaleinkunnin á landinu er úr
Grunnskólanum í Hólmavík en
hæsta meðaleinkunnin á landinu
kemur úr Æfmgaskóla Kennarahá-
skóla íslands.
Landsbyggðin virðist standa höf-
uðborgarsvæðinu nokkuð að baki í
einkunnum en rétt er að vekja at-
hygli á því að ekki er heimilt að
birta tölur úr skólum með færri en
ellefu nemendur en sumir fá-
mennu skólamir úti á landi era
með einkunnir í efri kantinum,
sumir á meðal þeirra bestu.
„Við sjáum miklu meiri sveiflur
í litlu skólunum úti á landi og eitt
árið geta þeir verið í toppi en það
næsta í botni. Þar skiptir hver ein-
staklingur svo miklu máli. Stóm
Samræmd próf 10. bekKjar 1996
- meöaleinkunn landshluta* -
6 stig
Reykjavík Vesturland Norðurl. v.
* Staöalstig í einkunnastiganum 1 tii 9. Landsmeöaltal er 5 í öllum námsgreinum.
Austflrölr
skólarnir á höfuðborgarsvæðinu
eru mun stöðugri vegna þessa,“
segir Þórólfur Þórlindsson.
Hann segir, aðspurður um utan-
aðkomandi þætti, að atvinnulífið
togi meira í fólk úti á landi en á höf-
uðborgarsvæðinu og réttindafólk sé
fleira i Reykjavík. Hann segir að
viðhorf foreldra til skóla skipti
verulegu máli, ef viðhorfið er já-
kvætt er nemandinn liklegri til þes
að sýna náminu meiri áhuga.
„Það hefur verið lögð mikil
vinna í þessar tölur og við bindum
miklar vonir við að skólarnir
muni nýta sér þær til að sjá hvar
þeir standa. Tölurnar eru ekki
hugsaðar sem einhver keppni á
milli skólanna en ég vona að þetta
verði þó til þess að skólakerfið
batni,“ sagði Bjöm Bjarnason
menntamálaráðherra á fúndinum í
gær.
-sv
Bókmenntaverðlaunin:
Böðvarog
Þorsteinn
verðlaunaðir
Tveir gamlir skólabræður, Böðv-
ar Guðmundsson skáld og rithöf-
undur og Þorsteinn Gylfason heim-
spekiprófessor, hlutu í gær Islensku
bókmenntaverðlaunin. Þriðji skóla-
bróðirinn, Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti íslands, afhenti þeim verð-
launin.
Böðvar fékk sin verölaun fyrir
Lífsins tré, síðara bindi skáldsögu
um íslenska vesturfara á öldinni
sem leið og afkomendur þeirra, en
Þorsteinn fékk verðlaunin fyrir
bókina Að hugsa á íslenzku, safn
fjórtán áður birtra og óbirtra rit-
gerða sem allar fjalla annars vegar
um sköpunargáfuna og hins vegar
um málið sem við tölum og merk-
ingu þess.
Nánar er fjallað um Böðvar Guð-
mundsson, rithöfundarferil hans og
verðlaunabókina, á menningarsíðu
bls. 11.
SA
Böövar horfir brosandi á Þorstein taka við bókmenntaverölaunum úr hendi Olafs Ragnars Grímssonar. DV-mynd Pjetur
Staða kjarasamninganna rædd utan dagskrár á Alþingi:
Ríkisstjórnin verður að sýna spilin fýrst
- fyrr geta aðilar vinnumarkaðarins ekki samið, sagði Jón Baldvin Hannibalsson
„Foringjar launþegasamtakanna
segja nú að það sé tilefni til skatta-
lækkana. Forsætisráðherra hefur
hvað eftir annað sagt að nú beri að
leggja áherslu á að skila til laun-
þega skattalækkunum jafnframt því
sem hann hefur tekið undir kröfuna
um styttri vinnutíma. Ef ríkisstjóm
ekki leggur þessi spil á borðið
hvemig geta þá aðilar á vinnumark-
aði samið um að tryggja kaupmátt á
lágu nótunum. Þeir verða að vita
hvað ríkisstjómin er með á hend-
inni. Staðreyndin er því sú að á
borði ríkisstjómarinnar standa
þessi mál,“ sagði Jón Baldvin
Hannibalsson í umræðum utan dag-
skrár um stöðuna í kjarasamning-
unum um þessar mundir.
Jón Baldvin sagði að ríkisstjóm-
in ætti að skila til baka til launþega
því sem oftekið hefði verið af þeim
og þessa samninga væri ekki hægt
að leysa af viti fyrr en ríkisstjóm
sýndi spilin sem hún væri méö á
hendinni.
Það var Rannveig Guðmundsdótt-
ir sem hóf umræðu um kjarasamn-
ingana í gær. Hún sagði stöðuna
mjög alvarlega því hætta væri á
verkföllum og ættu lögin um stéttar-
félög og vinnudeilur ekki lítinn þátt
þar í. Hún sagði að nú væri komið
að launafólki að uppskera eins og
það hefði sáð frá 1990.
„Fólkið þolir ekki lengur þessi
lágu laun,“ sagði Rannveig.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði aö kaupmáttaraukning hefði
átt sér stað á árunum 1994 til 1996
og að ætla mætti að framhald yrði
þar á í ár. Hann sagöi kaupmáttinn
þurfa að aukast. Hann hafnaði al-
gerlega því sem hann kallaði
„gamla farið" í kjarasamningum og
sagði þá leið ekki myndi færa fólki
aukinn kaupmátt.
„Það er hægt 4. árið í röð að auka
kjarabætur fólksins í landinu. Þar
höfum við öll sömu skyldu," sagði
forsætisráðherra.
Hann sagði nauðsynlegt að kaup-
mátlur ykist áfram næstu 4 til 5
árin jafnmikið og hann hefur gert
undanfarin ár. Þá værum við kom-
in í fremstu röð i kaupmætti í ver-
öldinni. Hann sagði að við værum
framarlega nú þegar en kæmumst í
allra fremstu röð með skynsamleg-
um kjarasamningum.
Enda þótt fjölmargir þingmenn
tækju til máls var umræðan heldur
dauf og vildi fara nokkuð út og suð-
ur eins og sagt er. Menn voru litlu
nær þegar henni lauk.
-S.dór
Nei
j rödd
FÚLKSINS
904 1600
Ertu tilbúin(n) að fylgja
eftir kaupkröfu með verkfalli?
Tónlistarverðlaun 1997:
Nafn Bjarna
Arasonar féll út
Við biðjumst velvirðingar á
þeim mistökum að nafn Bjama
Arasonar féll út við gerð at-
kvæðaseðils um íslensku tónlist-
arverðlaunin 1997. Því birtum
við nýjan atkvæðaseðil. Þeir at-
kvæðaseðlar sem birtust þann 31.
janúar og 3. febrúar em því ógild-
ir. Þeir sem hafa þegar sent inn
atkvæðaseðla eru beðnir að
senda nýja seöla inn.
Stuttar fréttir
Ríkissjóöur fitnar
Afkoma ríkissjóðs stórbatnaði
á síðasta ári, var sú besta í 13 ár.
Hallinn varð 2 milljarðar sem er
helmingi minna en fjárlögin 1996
gerðu ráð fyrir. Munaði þar eink-
um um auknar tekjur af tekju-
skatti einstaklinga.
Aukin skattbyröi
Skattbyrði meðaltekjufólks hef-
ur aukist um allt að 90% á síðustu
níu ámm. Ungir sjálfstæðismenn
hvetja forsætisráðherra til rót-
tækra skattkerfisbreytinga og
vilja tvö skattþrep.
Útburöarbeiöni
Eigendur félagsheimilisins Felg-
unnar á Patreksfirði lögðu í gær
fram beiðni hjá Héraðsdómi Vest-
fjarða um útburð húsvarðarins.
Níu sóttu um
Níu sóttu um stööu forstöðu-
manns Listasafns íslands en um-
sóknarfrestur rann út sl. fóstu-
dag. Samkvæmt RÚV sóttu 8 list-
fræðingar um stöðuna.
Gallup-könnun
Samkvæmt nýrri könnun
Gallups fengi Sjálfstæðisflokkur
39,9% fylgi, Framsóknarflokkur
17,7%, Alþýðuflokkur 20,6%, Al-
þýðubandalag 17,5%, Þjóðvaki
1,2% og Kvennalisti 3,9%.
Landsvirkjun í hættu?
Svavar Gestsson þingmaður tel-
ur eigendur Landsvirkjunar að-
eins hafa lagt 2 milljarða til
Landsvirkjunar en ekki 14 eins og
gengið sé út frá í arðsemisút-
reikningum framtíðarinnar. Sam-
kvæmt Sjónvarpinu telur Svavar
fyrirtækið vera í hættu. -bjb