Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 Fréttir Skoðanakönnun DV á viðhorfum til verkfalla: Tæpur helmingur kjósenda vill grípa til verkfalla - konur frekar hlynntar verkföllum en karlar Tæpur meirihluti kjósenda vill grípa til verkfalla í yfirstandandi kjarabaráttu og konur eru frekar hlynntar verkfallsvopninu en karlar. Þetta eru helstu niður- stöður skoðanakönnunar DV á afstöðu kjósenda til verkfalla sem gerð var sl. laugardag af markaðsdeild Frjálsrar fjölmiðl- unar hf. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja sem og höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvíg- ur því að grípa til verkfalla í yf- irstandandi kjarabaráttu?" Skekkjumörk í könnun sem þess- ari eru tvö til þrjú prósentustig. Margir taka afstööu Sé tekið mið af svörum allra í könnuninni sögðust 42,2 prósent fylgjandi verkföllum, 51 prósent voru þeim andvíg, 4,8 prósent ni' V* M Kv ’ l ... 1KíÍ7,odyrt -nf—mjrrijrr £' ik * *-l . w'íNUAFt? KÍ J1 Tæplega helmingur kjósenda er tilbúinn í verkföll í yfirstandandi kjarabaráttu samkvæmt nýrri skoöanakönnun DV. - Á að grípa til verkfalla? - niöurstööur skoöanakönnunar DV 1. febr. 1997 - « pjjgj • Niðurstööur skoöanakönnunarinnar urðu þessar: Ef aöeins eru teknir þeir sem tóku afstööu ‘ 'JmI 8W k veröa niöurstöðurnar þessar: PV □ Andvígir □ Svara ekki Fylgjandi Óákveönir voru óákveðin og 2 prósent neit- uðu að svara spurningunni. Alls taka þvi 93,2 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar. Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu tóku eru 45,3 prósent fylgjandi verkfallsvopninu og 54,7 prósent andvígir að grípa til þess. Ef litið er á afstöðu kynjanna kemur í ljós að konur vilja frekar fara í verkfoll en karlar. Alls sögöust 38,7 prósent karla vera fylgjandi verkföllum, 53,3 prósent voru þeim andvíg, óákveðin voru 6,3 prósent karla og 1,7 prósent neituðu að svara. Af konunum voru 45,7 prósent fylgjandi verkföllum, 48,7 prósent voru andvíg, óákveðin voru 3,3 prósent kvenna og 2,3 prósent svöruðu ekki spurningunni. Afstaða kynjanna - til verkíalla - □ Fylgjandi □ Andvígir H Óákveönir □ Svara ekki Óverulegur munur eftir búsetu Ef viðhorf kjósenda til verkfalla eru skoðuð eftir búsetu þeirra kemur í ljós óverulegur munur. Þó eru aðeins fleiri fylgjandi verkföllum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Að sama skapi eru andstæðingar verkfalla fleiri á höfuðborgarsvæðinu. -bjb Dagfari Kauphækkun frá Evrópu Það er dálítið gaman að fylgjast með því hvernig kaupin gerast hér á eyrinni í kjaramálum. Hér er búið að ijasa um það löngum stundum að láglaunafólkið þurfi að fá hækkun og atvinnurekendur geti ekki hækkað kaupið og kjara- viðræður hafa setið fastar i marg- ar vikur og menn eru farnir að tala um verkfóll og illindi. En svo gerist það einn hver- dagslegan janúardag að hingað kemur tilskipun utan frá Brussel um að íslendingum sé skylt að stytta vinnudaginn og aðilar vinnumarkaöarins beygja sig auð- vitað fyrir þessu yflrvaldi og skrifa samstundis undir sam- komulag um að virða þessa ordru frá Brussel. Næst gerist það svo að þeir fyr- ir austan eru orðnir áhyggjufuúir út af loðnubræðslunni og skella sér í samninga og niðurstaðan er einfaldlega sú að menn eru negld- ir niður í vinnustyttingunni og kjarasamningar eru undirritaöir samkvæmt fyrirmælunum að utan. Ekkert múður, engar fangar vökunætur, ekkert þras í karp- húsi. Reyndar hafa menn reiknað það út að launþegar tapi sem nemur þrjú hundruð þúsund krönum á ári vegna minni vinnuskyldu og styttri vinnudags. Enginn gerði at- hugasemd við þessa kjaraskerð- ingu sem isfenska verkafýðshreyf- ingin sækir sér tif útfanda. Hins vegar voru menn mest upp- teknir við það fyrir austan að finna út hvemig tapinu skyfdi skipt. Ráðið sem þeir fundu upp í loðnuhræðslunum var að skipta tjóninu tif helminga sem þýðir að taxtakaupið hækkar á móti þeim tólf tímum sem vinnutíminn í viku hverri styttist um! Þannig reikna menn það út að taxtakaupið hækki um 20 til 25% sem einhvem tímann hefði þótt góð búhót. En ekki er alft sem sýn- ist. Eftir því sem best verður séð hafa þessir kjarasamningar gengið út á að bjarga verkafólki frá því að tapa stórfé á því að minnka við sig vinnu enda hefur rausnarskapur atvinnurekendanna fyrir austan snúist um það að borga sömu laun fyrir minni vinnu til að halda fólk- inu í starfi og bjarga loðnunni i land. Raunar ku þeir lofa einhverj- um bónuslaunum til viðbótar ef gróðinn af loðnunni verður þannig að fyrirtækin eigi fyrir kauphækk- uninni. Það fer allt eftir því hvað fólkið leggur hart að sér, þannig að það verður þá að vinna fyrir hónu- snum ef það vill fá hann. Fólkið verður að sjá til þess að atvinnu- rekandinn græði til að hann hafi efni á að borga fyrir vinnuna. Þetta er svona eins og þegar Salka Valka var og hét og hlýtur að vera gleðiefhi fyrir launþegahreyf- inguna. Að sama skapi hljóta atvinnu- rekendur að gleðjast yfir því að þurfa ekki að borga kaup nema tryggt sé að þeir fái sinn gróða á þurru. Annars geta þeir ekki greitt. Allt er þetta yfirvaldinu í Bms- sel að þakka og sér nú fyrir endann á kjaradeilum og verkfollum á ís- landi þegar ljóst er að menn hér uppi á íslandi komast ekki lengur upp með að semja um langan vinnudag eða há laun sem enginn getur í rauninni samið um og í framtíðinni snúast kjaraviðræður um það að skipta með sér tjðninu sem hlýst af því að taka við tilskip- unum frá Brussel. Austfirskt verkafólk má kætast yfir þeim árangri að fá bættan hlut með ríflegri kauphækkun án þess þó að fá kauphækkun af því að allt stefndi í að kaupið lækkaði ef ekki hefði komið tfi skilningur atvinnurekendanna á því að gróði þeirra er undir því kominn að fólkið vinni fyrir sömu lágu laun- in. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.