Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 9 Utlönd Madeleine Albright hefur ætíð haldið að hún væri kaþólikki: Afi og amma létust i fangabúðum nasista í ljósi nýfenginna upplýsinga tel- ur Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandarikjanna, afar senni- legt að móður- og föðurforeldrar hennar hafi verið gyðingar og látiö lífið í helför nasista í seinni heims- styrjöldinni. Dagblaðið The Was- hington Post rannsakaði nýlega ævi Albright og segir frá því í dag að meira en tugur skyldmenna hennar, þar á meðal afi og amma, hafi týnt lífi í helför nasista gegn gyðingum i Tékkóslóvakíu. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins segir að Albright, 59 ára, og fjöl- skylda hennar sé að ná áttum og vilji kanna framkomnar upplýsing- ar betur og fá endaniega staðfest- ingu á uppruna sínum. Talsmaður- inn upplýsti að Albrigt hafi staðið í þeirri trú frá bamæsku að hún væri kaþólikki. Það væri fyrst nú sem henni væri ljóst að hún væri gyð- ingur i báðar ættir. Væri því ekki að undra að upplýsingamar heföu komið henni og fjölskyldu hennar í opna skjöldu. Talsmaður- inn sagði að foreldrar Al- bright hefðu látist fyrir mörgum árum og þvi hefði ekki verið hægt að spyija ítarlega út í fjölskyldusöguna. Það er þó vit- að að Madeleine Albright er fædd í Prag og var skírð Maria Jana Kor- bel. Foreldrar hennar flúðu Tékkóslóvakíu þegar hún var tvegggja ára, nokmm dögum eftir innrás Þjóðverja í landið. Fjölskyld- an dvaldi í London árin á eftir en Albright sótti skóla í Sviss þegar hún var 10 ára. Faðir hennar, sem var diplómati og fræðimaður, fékk síðan kennsulstarf í Denver í Col- oradoriki og fjölskyldan fiutti vest- ur um haf. Frétt Washington Post er byggð á þýskum og tékkneskum skjölum auk skjala gyðinga, flutningalista Auschwitz-fangabúðanna og viðtöl- um við vini og ættingja í Evrópu. Fundust umrædd skjöl þegar blaðið vann að grein um fjölskyldu Al- bright í Tékkóslóvakíu á fjóröa ára- tugnum en hún var skipuð í emb- ætti utanríkisráðherra á dögunum. Reuter Morðið á Maurizio Gucci: Uppljóstrari kom lögreglu á sporið Italska lögreglan upplýsti í gær að kólumbiskur uppljóstrari á þeirra vegum, sem komist hefði í kynni við meinta morðingja tiskukóngsins Maurizios Guccis, hefði í janúar sl. komið henni á sporið í einu umtalaðasta saka- máli á Ítalíu hin síðari ár. Lög- regla upplýsti einnig aö Patrizia Reggiani, ekkja Guccis, heföi ver- ið í bráðri lífshættu þar sem morðingarnir óttuðust aö hún mundi segja lögreglu frá aðild sinni að morðinu. Lögreglan hafði fylgst afar náið með meintum morðingjum og ekkjunni áður en þau voru hand- tekin. í hleruðum samtölum meintra morðingja kemur fram að þeir hafi tapaö fénu, sem þeir fengu fyrir voðaverk sitt, í spila- vitum og höföu í hyggju aö kúga fé út úr Reggiani. Ætluðu þeh- að beita fyrir sig fyrrnefndum Kól- umbíumanni. Ræddu þeir að fá höfuð Reggiani á fati. Saksóknari sagði að Reggiani heföi verið heltekin af hatri í garð fyrrverandi eiginmans síns, eink- um þar sem hann hefði ekki ann- ast hana í veikindum og hlunnfar- ið hana peningalega. Hún neitar allri aðild að morðinu en verður yfirheyrð í dag. Reuter Ef þú kaupir þvottavél, án þess að skoða AEG þvottavélar., Stuöningsmaöur Sharífs fagnar kosningaúrslitunum. Sfmamynd Reuter Pakistan: Stefnir í stórsigur Sharifs Flokkur Nawaz Sharifs, fyrrver- andi forsætisráðherra Pakistans, Múslímabandalag Pakistans, virtist í morgim hafa unnið stórsigur í þingkosningunum sem haldnar voru í gær. Samkvæmt tölum frá því snemma í morgun haföi Múslímabandalagið hlotið 91 sæti af 217 þingsætum en Þjóðarflokkurinn aðeins 5 sæti. Helsti keppinautur Sharifs, Ben- azir Bhutto, sem hrint var úr stóli forsætisráðherra á síðasta ári, íhug- ar að mótmæla kosningaúrslitunum með því að sitja ekki á þingi. Mun Bhutto fúnda með leiðtogum flokks síns, Þjóðarflokks Pakistans, á morgun um hvemig bregðast skuli við. Þjóðarflokkurinn telur að um stórfeÚd kosningasvik hafi verið að ræða. Kosningaþátttaka var lítil í Pak- istan í gær en alls vora 56,5 milljón- ir manna á kjörskrá. Reuter Lavamat 9205 AEG IB!EESEÍ3 AEG þvottavélar eru á um það bil 27.000 ístenskum heimilum. • AEG þvottavélar eru á tvöfalt fleiri heimilum. er næst algengasta þvottavélategundin. • Yfir 857» þeirra sem eiga AEG þvottavél. mundu vilja kaupa AEG aftur. Hvað segir þetta þér um gæði AEG þvottavéla? Eða AEG yfirleitt? Þriggja ára ÁBYRGÐ Á ÖLLUM AEG ÞVOTTAVÉLUM ...er það eins og ferð til Egyptalands án þess að skoða pýramídana Gerð sn.pr. mín. Staðgr. LAVAMAT 9205 700 - 1000 sn. 79.500,- : LAVAMAT 6955 | 700 -1500 sn. 106.900,-“ BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 533 2800 u m m n Vesturland: Málningarþjónustan Akranosi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrfmsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal. Vestfirölr: Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Rafvork, Bolungarvfk.Straumur.ísafirði.Norðurland: Kf.Steingrfmsfjaröar.Hólmavfk. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetnlnga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvfk. KEA, Siglufirði Kf. Þingeyinga, Húsavfk.Urö, Raufarhðfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi.Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn. Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Ðrimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keftavfk. Rafborg, Grindavík. Utsalan Toppskórinn hófst í morgun -A- Veltusundi v/Ingólfstorg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.