Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1997, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 Afmæli_____________________ Ólafur Björnsson Ólafur Bjömsson, fyrrv. prófessor og alþm., Aragötu 5, Reykjavík, varö áttatíu og fimm ára sl. sunnu- dag. Starfsferill Ólafur fæddist í Hjarðarholti í Dölum. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1931, prófi i heimspekilegum forspjailsvisindum við HÍ 1932 og kandídatsprófi í hagfræði frá há- skólanum í Kaupmannahöfn 1938. Ólafur starfaði á Hagstofu íslands 1938-42, var dósent við laga- og hag- fræðideild HÍ 1942-48 og prófessor 1948-82. Hann var varaborgarfulltrúi i Reykjavík 1950-58, landskjörinn alþm. 1956-59, alþm. Reykvíkinga 1959-71, formaður BSRB 1948-56, formaður bankaráðs Útvegsbankans 1968-80, formaður íslandsdeildar norrænu menningarmálanefndar- innar 1954-71 og formaður stjómar Aðstoðar íslands við þróunarlöndin 1971-81. Auk þess sat hann í fjölda opinberra nefnda. Ólafur og Benjamín Eiríksson vora helstu efnahagsráðgjafar viðreisnarstjóm- arinnar er hún stóð fyrir róttækri nýskipan efhahags- og atvinnumála í upphafi ferils síns. Meöal ritverka Ólafs eru Hag- fræði, útg. 1951; Þjóðarbúskapur ís- lendinga, útg. 1952 og 1964; Tekjuöfl- un hins opinbera, Alþingi og fjár- hagsmálin 1845-1944, útg. 1953; Haftastefna eða kjara- bótastefna, útg. 1953; Hag- fræði, Alfræði Menning- arsjóðs, útg. 1975; Frjáls- hyggja og alræðishyggja, útg. 1978, og Einstaklings- frelsi og hagskipulag, rit- gerðasafh, útg. 1982. Ólafur er félagi í Vis- indafélagi Islendinga frá 1949: heiðursfélagi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga frá 1985: heiðursdoktor við HÍ frá 1986: riddari dannebrogs- orðunnar, 1. stigs, frá 1956 og stór- riddari íslensku fálkaorðunnar með stjömu frá 1984. Fjölskylda Kona Ólafs er Guðrún Aradóttir húsfreyja, f. 29.6. 1917, dóttir Ara Helga Jóhannessonar, kennara og b. á Ytra-Lóni, og k.h., Ásu Aðalmund- ardóttur húsmóður. Synir Ólafs og Guðrúnar eru Ari Helgi, f. 10.12. 1946, læknir á Akur- eyri, kvæntur Þorbjörgu Þórisdótt- ur hjúkranarfræðingi; dr. Bjöm Gunnar, f. 25.5. 1949, félagsfræðing- ur í Reykjavík, kvæntur Helgu Finnsdóttur; Ömólfur Jónas, f. 20.2. 1951, kerfisfræðingur í Reykjavík. Alsystur Ólafs: Ingibjörg, f. 20.9. 1914, d. 1977, húsfreyja á Glóra; Þor- björg, f. 18.11. 1915, lengi banka- starfsmaður í Reykjavík; Ásthildur Kristín, f. 4.6. 1917, lengi starfsmaður á Hagstof- unni í Reykjavík. Hálfsystur Ólafs, sam- feðra: Guðrún Sigríður, f. 30.7. 1930, húsmóðir í Reykjavik; Ólöf Bima, f. 2.4. 1934, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Ólafs voru Bjöm Stefánsson, f. 13.3. 1881, d. 9.11.1958, prófast- ur á Auðkúlu í Húna- þingi, og f.k.h., Guðrún Sigríður Ólafsdóttir, f. 27.11. 1890, d. 25.6. 1918, húsfreyja. Ætt Bjöm var sonur Stefáns, prests á Auðkúlu, Jónssonar, bókara í Reykjavík, Eiríkssonar. Móðir Stef- áns var Hólmfríður Bjarnadóttir Thorarensen, stúdents á Stóra-Ósi, Friðrikssonar, prests á Breiðaból- stað, Þórarinssonar, ættföður Thor- arensenættarinnar, Jónssonar. Móðir Hólmfríðar Bjamadóttur var Anna, dóttir Jóns, sýslumanns í Víðidalstungu, Jónssonar, og Hólm- fríðar Ólafsdóttur, systur Ingibjarg- ar, langömmu Elísabetar, móður Sveins forseta. Ingibjörg var einnig langamma Þorvalds, afa Vigdísar forseta. Móðir Bjöms í Auðkúlu var Þorbjörg Halldórsdóttir, stúdents á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði, Sig- urðssonar. Móðir Þorbjargar var Hildur, systir Jóns bókara Eiríks- sonar. Móðir Hildar var Þorbjörg Stefánsdóttir Scheving, prests á Presthólum, bróður Jórunnar, ömmu Jónasar Hallgrímssonar. Önnur systir Stefáns var Margrét, langamma Katrínar, móður Einars Benediktssonar skálds. Guðrún, móðir Ólafs, var systir Kristínar læknis, móður Þórhalls prófessors og ömmu Þorsteins heim- spekings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds prófessors. Önnur systir Guðrúnar var Ásta, móðir Ólafs Ól- afssonar landlæknis. Bróðir Guð- rúnar var Páll, faðir Ólafar mynd- höggvara. Guðrún var dóttir Ólafs, prófasts í Hjarðarholti í Dölum, Ólafssonar, kaupmanns í Hafhar- firði, Jónssonar. Móðir Ólafs pró- fasts var Metta Kristín, systir Mar- íu, langömmu Guðrúnar Agnars- dóttur og Ástríðar, konu Davíðs for- sætisráðherra. Metta var dóttir Ólafs, hreppstjóra í Hafnarfirði, Þorvaldssonar. Móðir Guðrúnar var Ingibjörg Pálsdóttir Mathiesen, prests í Am- arbæli, Jónssonar, prests í Arnar- bæli, Matthíassonar, stúdents á Eyri, Þórðarsonar, ættföður Vigurættar, Ólafssonar, ættföður EyrcU'ættar, Jónssonar. Móðir Páls var Ingibjörg, systir Gríms, langafa Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Ingi- björg var einnig systir Margrétar, langömmu Margrétar, móður Ólafs Thors forsætisráöherra. Ólafur Björnsson. Hannes M. Þórðarson Hannes var kennari í nálægt hálfa öld, lengst af við Austurbæjarskól- ann í Reykjavík. Hann hóf þar störf við stofnun skólans og kenndi þar til hann lét af störfum sjö- tugur að aldri. í Austur- bæjarskólanum var Hannes almennur kenn- ari auk leikfimikennslu. Það síðamefnda og sund voru kennslugreinar hans í Laugamesskóla en þar kenndi Hannes mörg HannesM. Þórðarson. Stéttarfélags bamakenn- ara í Reykjavík og for- maður þess 1945-48. Hann hefur verið mikill hvata- maður að skógrækt í Breiðdal og gaf til Skóg- ræktar ríkisins, ásamt systkinum sínum, að mestu heimajörð þeirra að Jórvík í Breiðdal. Fjölskylda Hannes kvæntist 15.1.1935 Ólöfu Guðlaugsdóttur, f. 27.7. 1903, d. 29.10. 1952, Hannes M. Þórðarson kennari, Bólstaðarhlíð 5, Reykjavík, er níu- tíu og fimm ára i dag. Starfsferill Hannes fæddist í Jórvík í Breið- dal og ólst þar upp. Hann stundaði gagnfræðanám í Flensborg í Hafnar- firði og á Akureyri þar sem hann lauk gagnfræðaprófi 1923, stundaði nám í lýðháskólunum á Fana í Nor- egi 1924-25 og í Askov 1925-26, í fim- leikaskóla Niels Bukh í Ollerap á Fjóni 1926-27, lauk kennaraprófi frá IÓ 1928, fór í námsferð 1931 til Dan- merkur, Þýskalands, Sviss, Frakk- lands og Englands og var m.a. við nám í kerfum J.P. Mullers við The Muller Institute of Physical Ex- ercise í London, fór aðra námsferð 1933-34 til Danmerkur og tók þá sundpróf frá Statens Gymnastik Institut og lærði nudd í sambandi við þjálfun hjá Malles Bokse- Institut. ár. Hannes hefur sinnt bæði ritstörf- um og félagsmálum. Hann hefur rit- að margar greinar í blöð og tímarit. Frásagnir eftir hann eru í Breið- dælu (1948) og Breiðdælu hinni nýju (1987), að ógleymdum ömefnaskrám átta jarða í Breiðdal sem hann rit- aði. Hannes vann mikið að réttinda- málum kennara og var lengi í stjórn leikfimikennara og húsmóður, en hún var fædd að Hvalgröfum á Skarðsströnd. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Guðmundsson, prestur, síðast að Stað í Steingríms- firði, og Margrét Jónasdóttir. Dóttir Hannesar og Ólafar er Dröfn, f. 11.11. 1935, maki Skúli Gunnarsson kennari. Þau eiga þijú böm, Sólrúnu, Sindra og Sólbrá, Dröfh átti áður Védísi Daníelsdótt- ur. Stjúpdætur Hannesar: Margrét Lund Hansen, f. 21.8. 1924, hennar maður var Jón Marteinn Stefáns- son, látinn, þau eignuðust tvö böm, Stefán Bersa og Erlu Maríu; Soffia Kristín Þorkelsdóttir, f. 6.1. 1927, hennar maður var Högni Högnason, látinn, þau eignuðust sjö böm, Ólöfú, Þorkel Geir, Dorotheu Mar- gréti, Björk, Högna Unnar, Tryggva og Heiðlind Hálfdán. Systkini Hannesar: Bjarni Andr- és, f. 17.2. 1896, látinn, bóndi og smiður, hann eignaðist tvö böm, tvíburana Kristin, látinn, og Önnu; Björgvin, f. 24.2. 1899, látinn, hann eignaöist eina dóttur, Ástu Erlu; Sigríður, f. 5.12. 1906, hún á þrjú böm, Dag, Svanbjörtu og Lilju. Foreldrar Hannesar vora Þórður Sigurðsson, f. 27.3. 1862, d. 5.5. 1908, bóndi og smiður í Jórvik í Breiödal, og k.h., Guðný Helga Bjamadóttir, f. 3.11. 1874, d. 28.3. 1945, húsfreyja. Fréttir Sláturhús Patreksfjarðar skiptir enn um eigendur: Nýco hf. stóð ekki við kaupin Fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæk- ið Oddi hf. á Patreksfirði hefúr nú alla möguleika á að verða nýr eig- andi að sláturhúsi staðarins eftir að fyrirtækið Nýco hf. gat ekki staðið við kaupin á húsinu. Nýco hf. var slegið sláturhúsið á DV, Akureyri: Bæjaryfirvöld á Akureyri bíða þess nú að Alþingi taki fyrir og af- greiði ný vegalög svo að umfangs- miklar framkvæmdir viö Borgar- braut geti hafist. Framkvæmdimar viö Borgar- braut á Akureyri eru mikið og stórt verkefni en hin nýja Borgarbraut mun tengja að verulegu leyti um- ferð úr Glerárhverfi við Brekkuna 4,6 milljónir króna á endurteknu nauðungarappboði fyrir tæpum hálfum mánuði. Fyrirtækið gat hins vegar ekki staðið við uppboðsskil- mála og kauptryggingu. Oddi átti næsthæsta tilboðið eða 4,5 milljónir og fær því eignina ef hann stendur og miðbæjarsvæðið og létta mjög umferðarþunga af götum í bænum þar sem umferð er þegar langt um- fram þaö sem eðlilegt getur talist. Borgarbrautin mun koma frá Hlíðarbraut í austur, byggð verður brú á Glerá og Borgarbrautin teng- ist síðan Dalsbraut neðan Sólborgar þar sem Háskólinn á Akureyri er með höfuðstöðvar sínar. Hverfin utan Glerár komast þannig í mun betra og skjótvirkara samband viö við kaupin. „Nýco gat ekki staðið við þá upp- boðsskilmála sem þeim voru settir innan þess vikufrests sem við gáfum þeim. Oddi hefur frest tO miðviku- dags til að ganga frá kaupunum," segir Bjöm Lárasson, fulltrúi sýslu- miðbæjarsvæðiö en nú er og hefur verið leitt að því líkum að breyting- in muni hafa í for með sér tugmillj- óna króna spamaö fyrir bæjarbúa á ári. Framkvæmdin heyrir undir vega- lög þar sem Borgarbraut telst vera „þjóðvegur innan byggðar". Strax og Alþingi hefúr gefið grænt ljós verður verkið boðið út en hönmrn þess, m.a. hönnun brúarinnar yfir Glerá, er á lokastigi. -gk mannsins á Patreksfirði, um málið. „Það verður endanlega tekin um það ákvörðun á fundi á þriðjudag (í dag) hvort gengið verður í kaupin. Menn hafa skoðað húsnæðið sem matvælavinnsluhús og þess vegna var boðið í það. Húsið hentar vel til matvælavinnslu, að okkar mati,“ segir Sigurður Viggósson, fram- kvæmdastjóri Odda hf., um málið. Ekki náðist í forsvarsmenn Nýco vegna málsins. Sláturhúsið hefúr verið töluvert í fréttum undanfarið vegna stöðugra eigendaskipta og ógilds uppboðs en eins og frægt er keypti Oddur Guð- mundsson sláturhússtjóri eignina á 700 þúsund krónur á nauðungarupp- boði fyrir tæpum mánuði. Bæjar- stjórn krafðist annars uppboðs vegna mistaka sinna og það var samþykkt af sýslumanni. Nýco keypti siðan eignina á aukauppboð- inu og nú er það í höndum Odda hf. að ganga frá kaupunum. -RR Borgarbraut á Akureyri: Beðið eftir samþykkt vegalaga DV Ul hamingju með afmælið 4. febrúar 95 ára Þórdís Benediktsdóttir, Smáhömrum 2, Kirkjubóls- hreppi. 85 ára Árni Kristjánsson, Holti, Svalbarðshreppi. Ásta Geirsdóttir, Fífumóa 1 D, Njarðvík. 80 ára Sigurður Sigurðsson, Sleitustöðum I, Hólahreppi. Sigurður M. Sigurjónsson, Naustahlein 2, Garðabæ. Sigurveig Björgvinsdóttir, Hamrahlíð 40, Vopnafirði. 75 ára Guðlaug Kristjánsdóttir, Rauðalæk 33, Reykjavík. Bjöm Gunnlaugsson, Bröttuhlíð 17, Hveragerði. Sólveig Axelsdóttir, Oddagötu 15, Akureyri. 70 ára Hulda Steinsdóttir, fyrrv. bankastarfsmaður, Álandi 9, Reykjavík. Maður hennar er Hilmar Steinólfsson. Þau taka á móti gestum í sal Meistarafélaganna, Skipholti 70, í kvöld frá kl. 20.00. Tryggvi Kjartansson, Brekkugötu 10, Akureyri. Tryggvi heldur upp á afmælið í Galtarlæk, húsi Flugbjörgunar- sveitarinnar, laugardaginn 8.2. milli kl. 14.00 og 17.00. Jóhanna Ólafsdóttir, Garði H, Kelduneshreppi. 60 ára Jón Ingi Bjömsson, Ránarslóð 14, Höfn í Homafirði. 50 ára Sigurjón Bjömsson, Helgafelli 2, Eskifirði. Áki Heinz Haraldsson, Hásteinsvegi 60, Vestmannaeyj- um. Ólöf Benediktsdóttir, Tjamarengi við Vesturlandsveg, Reykjavík. Níels Hafstein Steinþórsson, Freyjugötu 34, Reykjavík. Ruth Valtýsdóttir, Launrétt 2, Laugarási, Biskups- tungum. 40 ára Ragnar Kristján Kristjánsson, Safamýri 54, Reykjavík. Böðvar Einarsson, Karfavogi 19, Reykjavík. Sigrún Björg Þorgeirsdóttir, Laugateigi 60, Reykjavík. Sigbjöm Jónsson, Heiðvangi 22, Rangárvalla- hreppi. Elías Guðmundsson, Grenimel 27, Reykjavík. Gígja Guðfinna Thoroddsen, Fálkagötu 14, Reykjavík. Svala Ema Guðjónsdóttir, Heiðarbraut 7 D, Keflavík. HaUdóra María Gunnarsdótt- ir, Álfaskeiði 45, Hafnarfirði. Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, Meðalbraut 24, Kópavogi. Jón Ingvar Jónsson, Stórholti 33, Reykjavík. Hjörtiu- Vignir Jóhannsson, Uppsalavegi 7, Sandgeröi. Jóhanna Kristín Óskarsdótt- ir, Bröndukvísl 9, Reykjavík. Eyjólfur Sverrisson, Baldursgarði 4, Keflavík. Áki Brynjar Gestsson, Bollagötu 5, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.