Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Page 8
8 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997 Utlönd Stuttar fréttir i>v Svíar rannsaka útflutning til Þriöja ríkis nasista: Taldir hafa smíðað í eldflaugar nasista Fergie gerir upp skuldir og minnkar viö sig Sarah Ferguson eða Fergie, hertogaynjan af York og fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins, hefur greitt upp nærri 500 millj- óna króna yfirdráttarskuldir í viðskiptabönkum sínum og hyggst flytja í minna húsnæði svo hún geti greitt um 18 milljóna króna skattaskuld. Fergie gaf út yfirlýsingu þessa efnis eftir fréttir um að hún hefði gert upp yfir- dráttarskuldir sínar á einungis fjórum mánuðum í kjölfar ábatas- amra auglýsingasamninga sem sumir hverjir hafa þótt heldur neyöarlegir fyrir hertogaynjuna. Samkvæmt fréttum The Sunday Times undirbýr Fergie róttækan niðurskurð í lifnaðarháttum. Hyggst hún flytja úr sex svefnherbergja sveitasetri, sem hún hefúr leigt, í minna húsnæði fyrir sig og dætum- ar. Þá segir hún upp einhverju af starfsfólki en alls vinna 10 manns fyrir hana, þar á meðal ritarar, barnfóstrur og þernur. Reuter Sænska utanríkisráðuneytið ætl- ar að hefja rannsókn á ásökunum þess efnis að iðnfyrirtæki í Svíþjóð hafi smíðað hluti í V-2 eldflaugar nasista í seinni heimsstyrjöldinni sem urðu þúsundum íbúa í Belgíu og Englandi að bana. Alheimsþing gyðinga opinberaöi á föstudag bréf þar sem starfsmaður hafnarinnar í New York tilkynnti þáverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, Ed- ward Stettinius, að bandarískt skip hefði fundið hluta í V-2 sprengjur sem merktir höfðu verið „Made in Sweden" eða Framleitt í Svíþjóð. Talsmaður sænska utanríkis- ráðuneytisins sagði ásakanimar litnar mjög alvarlegum augum og að farið yrði í saumana á málinu. Farið yrði í gegnum gömul sænsk gögn og nýframkomin skjöl. V-2 eldflaugarnar eru taldar hafa orðið um 2700 manns að bana í Eng- landi og sært um 6500 manns á sjö mánaða tímabili 1944. Um 1300 V-2 eldflaugum var skotið á England á þessum tíma og nokkram hundruð- um á Belgíu. Svíar, sem vora hlutlausir í sið- ari heimsstyrjöldinni, voru í nánu viðskiptasambandi við nasista í Þýskalandi og leyfðu þýskum her- sveitum að fara um landið í lestum á leiðinni frá Noregi, sem þá var undir stjóm nasista. Svíar seldu nasistum einnig jámgrýti sem not- að var við hergagnaframleiðslu. Alheimsráð gyðinga opinberaði einnig skjöl þar sem vitnað er í áreiðanlegar heimildir sem segja nokkra starfsmenn sænska Rauða krossins hafa flutt leynileg skilaboð milli nasista í Þýskalandi og stuðn- ingsmanna þeirra í Svíþjóð eftir stríð. í skjölunum, sem eru frá 1946, kemur fram að umræddir starfs- menn hafi keypt silfurborðbúnað og ýmis listaverk ódýrt í Þýskalandi, sem var í rústum eftir stríðið, og selt á margföldu verði í Svíþjóð. Alheimsráð gyðinga hefur varið meira en ári í að kemba bandariska þjóðskjalasafnið í von um að sjá hvað hafi orðið af eignum fómar- lamba helfararinnar. Eftir að hafa fundið skjöl sem sýna fram á tengsl svissneskra banka við þýska seðla- bankann á stríðsárunum hefur spjótunum nú verið beint að Svíum. Reuter ...ef þú átt ski doo Það jafnast fátt á við vélsleðaferð í góðum hópi,- einkum á Ski-doo,- vinsælasta vélsleða í heimi! Skoðaðu eftirtektarverðustu sleðana í dag. Opið um helgina, lau. 10-16 og sun. 13-16. Ski-doo - Fyrstir og fremstir! Cm JÓNSSON ehf Bíldshöfða 14 112 Reykjavík S. 587 6644 Við skorum á vélsleðafólk að aka aldrei, aldrei undir áhrifum áfengis. Börn sem tóku þátt í mótmælaaðgeröum í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gær mynda hér þriggja fingra merki serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Eftir dag- leg mótmæli frá því í haust og harða gagnrýni frá Vesturlöndum tilkynnti Slobodan Milosevic í síðustu viku að hann mundi biöja þingiö um að viöur- kenna úrslit kosninga í bæjum og borgum þar sem stjórnarandstaðan haföi sigur. Sósíalistar munu eiga aö samþykkja lög þar aö lútandi á þriöjudag. Engu að síöur fóru 10 þúsund mótmælendur um götur Belgrad í gær. Símamynd Reuter Vantar skáparými? Nýja fataskápalínan hjá Innval nýtir rýmið til fulls Þetta er í boði: • Hver skápur sniðinn eftir máli án aukakostnaðar • Sérsniðnir skápar og hurðir að hallandi þaki • Hurðarammar á hjólabraut, fjölbreytt úrval, m.a. gull, silfurog 180 litir • Margvislegt útlit og speglar • Nýjar hurðir fyrir gamla skápinn Nýja fataskápalínan leysir vandann . Tilboðsdagar SERVERSLUN MEÐ INNRETTINGAR OG STIGA HAMRABORG 1, SÍMI 554 4011,200 KÓPAVOGI Fundi lauk á já- kvæðum nótum Á fundi Yassers Arafats, forseta Palestínu, og Benjamins Netanya- hus, forseta ísraels, í gær var ákveð- ið að sameiginlegar nefndir mundu útkljá þau deilumál sem enn standa vegna samninga um borgina Hebr- on á Vesturbakkanum. Netanyahu sagði fundinn í gær lofa góðu um framhaldið þar sem sterkur vilji væri fyrir að leysa öll ágreiningsat- riði. Leiðtogarnir hittust á tæplega tveggja stunda fundi á landamæram ísraels og Gazastrandarinnar. Fyrir fundinn var sagt að hann mundi snúast um aukna sjálfstjóm Palest- ínumanna og stjórn þeirra á höfn- um og flugvöllum. Yasser Arafat sagði eftir fundinn að nefndir aðilanna mundu hittast í vikunni og halda áfram á þeirri braut sem mörkuð var með samn- ingi sem tryggði Palestínumönnum yfirráð yfir 80 prósentum af Hebron. Reuter Sjö særðust Sjö ísraelskir heimenn særðust i átökum við skæruliða Hisbollah- hreyfingarinnar í Líbanon. Efla gæslu Spænskar friðargæslusveitir í Mostar í Bosníu juku viðbúnað sinn í bænum Mostar eftir sprengingar og aukna spennu þar. Kohl gagnrýndur Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, varð fyr- ir haröri gagn- rýni vegna efnahagsstjóm- ar sinnar sem verkalýðsleið- togi sagði hafa valdið mesta atvinnuleysi frá Einn lét lífið Einn lét lifið og 36 særðust þeg- ar mótmælendum og lögreglu lenti saman í albönsku hafnar- borginni Vlore. Hægrimenn vinna National Front, eða Þjóðfylk- ingin, flokkur hægriöfgamanna í Frakklandi, vann sigur í bæjar- stjórnarkosningum í Vitrolles í Suður-Frakklandi. Er það fjórða borgin sem þeir stjórna í þeim landshluta. Sigurviss Söngkonan Madonna segist viss um að fá ósk- arsverðlaun fyr- ir hlutverk sitt i kvikmyndinni Evita. Tilnefn- ingar til ósk- arsverölaun- anna verða birt- ar á morgun. Breyting í Punjab Kongressflokkurinn tapaði í. þingkosningum í ríkinu Punjab á Indlandi en sjíta-múslímar fóru með sigur af hólmi. Vilja hjálpa Frammámenn í svissnesku við- skiptalífi hafa lýst sig reiðubúna að gefa fé til sérstaks sjóðs þriggja stærstu banka landsins sem stofn- aður hefur verið til minningar um fórnarlömb helfarar nasista. í yfirheyrslu Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísra- els, verður yfir- heyrður af lög- reglu vegna meints spilling- armáls þar sem hann skipaði umdeildan sak- sóknara. Vill vera með Gerry Adams, leiðtogi stjóm- málaarms írska lýðveldishersins, IRA, hvatti John Major, forsætis- ráðherra Breta, tii að hleypa sin- um mönnum að samningaborðinu um Norður-írland fyrir bresku þingkosningamar. Deilt um vopn Harðar deilur um frjálsleg vopnalög hafa sprottið upp á Nýja- Sjálandi í kjölfar fjöldamoröa þar sem maður er grunaður um að hafa skotið sex manns til bana. Myntbandalag? Malcolm Rifkind, utanríkisráð- herra Breta, segist efast um að sameiginlegur evrópskur gjald- miöill verði að veruleika 1999. Viðræður Alberto Fujimori, forseti Perú, vonast til að viðræður við skæra- liðana sem halda 72 gíslum í sendiráði Japana geti hafist á ný á morgun. Verulegar áhyggjur eru yfir heilsufari gíslanna. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.