Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 14
14
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaéur og útgáfustjéri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
77Iraunarinnar virði
Úrslitatilraun verður nú gerð til þess að halda áfram
útgáfu Alþýðublaðsins. Þeirri tilraun ber að fagna enda
blasti ekki annað við en að Alþýðublaðið, dagblað sem á
sér langa og merka sögu, hætti ella að koma út. Alþýðu-
blaðsútgáfan, sem er í meirihlutaeigu Frjálsrar fjölmiðl-
unar, tekur við útgáfunni af Alþýðuflokknum. Aðilar
samningsins gefa sér tíma til ársloka og skoða þá gang
útgáfunnar.
Dagblaðaflóran hefði orðið fátækari ef Alþýðublaðið
hefði hætt að koma út. Það er að sönnu ekki stórt blað
en það hefur undanfarin misseri verið frísklega skrifað
og áhrif þess sennilega meiri en ætla mætti af stærð þess
og útbreiðslu. Rekstur blaðsins, í þeirri mynd sem það
var, gekk hins vegar ekki upp. Formaður Alþýðuflokks-
ins lýsti því svo í viðtali um helgina að nú kæmu að út-
gáfunni aðilar sem vel þekktu til útgáfumála og því væri
von til þess að reksturinn kæmist á réttan kjöl.
Hörð samkeppni er og hefur verið á íslenskum fjöl-
miðlamarkaði og það er vel. Samkeppnin hvetur menn
til dáða og skilar notendum Qölmiðlanna betri afurðum.
Samkeppnin er ekki aðeins á dagblaðamarkaðnum held-
ur keppa blöðin við fréttastofur útvarps- og sjónvarps-
stöðva. Tvö stór dagblöð, Morgunblaðið og DV, hafa
lengi haft langmesta útbreiðslu dagblaða. Minni dagblöð-
in hafa átt í vök að verjast. Útgáfu Þjóðviljans var hætt.
Tíminn var í andarslitrunum þegar útgáfufélagið Tíma-
mót, í eigu Frjálsrar Qölmiðlunar, tók við útgáfunni.
Tíminn og Dagur á Akureyri sameinuðust síðan í fyrra
og úr varð öflugra og útbreiddara dagblað en þau tvö
blöð sem fyrir voru.
Hefðu þessir aðilar ekki komið að útgáfunum er lík-
legt að bæði Tíminn og Alþýðublaðið heyrðu sögunni til.
Svo er ekki sem betur fer. Þessi blöð lifa áfram og auka
fjölbreytnina á blaðamarkaðnum. Frjálsri fjölmiðlun
hefur verið lýst sem eins konar regnhlíf yfir Qölbreyttri
útgáfu. Þau dagblöð sem eru undir þeirri regnhlíf eru
DV, Dagur-Tíminn og Alþýðublaðið.
Forsenda þess að útgáfa þessara ólíku dagblaða luk-
kist er algerlega sjálfstæð og aðskilin ritstjómarstefna.
Svo er og mun verða. Blöðin eiga í samkeppni hvert við
annað um leið og þau keppa að sjálfsögðu við aðra fjöl-
miðla. Hagurinn við útgáfuna er síðan aukin hagræðing
sem næst með samþættingu í rekstrinum, þekkingu og
sérhæfingu þeirra sem að koma. Framkvæmdastjóri
Frjálsrar Qölmiðlunar sagði í viðtali á laugardag að hjá
félaginu væri aðstaða, tækjabúnaður og mannskapur til
þess að gefa út dagblöð hagkvæmar en flestir aðrir geta
gert. Hagurinn felst m.a. í samnýtingu skrifstofustarfa
og dreifingu.
Sú tilraun sem nú er gerð með útgáfu Alþýðublaðsins
er þess virði að hún sé gerð. Flestir sem að blaðinu hafa
komið halda vinnu sinni líkt og var þegar ákveðið var á
sínum tíma að gefa Tímann áfram út. Rödd Alþýðublaðs-
ins heyrist áfram, með sína sérstöðu og ólík öðrum fjöl-
miðlum, hvort sem þar um ræðir DV, Morgunblaðið,
Dag-Tímann eða ljósvakamiðlana.
Það er rétt sem fram kom í Reykjavíkurbréfi Morgun-
blaðsins í gær að þeir sem standa að útgáfu dagblaða
hafa ekki áhuga á því að þeim fækki. Þvert á móti sé
æskilegt að samkeppni á dagblaðamarkaðnum aukist.
Þess vegna skal tekið undir það álit höfundar Reykjavík-
urbréfsins að það væri ánægjuleg þróun ef þessi tilraun
til endumýjunar lífdaga Alþýðublaðsins tækist.
Jónas Haraldsson
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997
Mengun lofthjúpsins af svo-
nefndum gróðiu-húsalofttegund-
um er alvarlegasta vandamálið á
sviði umhverfismála sem nú blas-
ir sameiginlega við mannkyni.
Svar umhverfisráðherra við fyrir-
spurn minni um losun slíkra loft-
tegunda hérlendis, sem lagt var
fram á Alþingi nýlega, verðskuld-
ar mikla athygli. Það leiðir í ljós
að nú þegar stefnir í að íslending-
um takist ekki að standa við
skuldbindingar rammasamnings
Sameinuðu þjóðanna um lofts-
lagsbreytingar sem undirritaður
var í Ríó 1992. Með staðfestingu
hans af íslands hálfu undirgeng-
ust stjómvöld þær skuldbinding-
ar að auka ekki losun gróður-
húsalofttegunda hérlendis á yfir-
standandi áratug.
Nú stefnir í það samkvæmt út-
reikningum stjómvalda og án
þess að reiknað sé með frekari
stóriðju að við förum sem svarar
5-10% fram úr þessum þjóðréttar-
Frá ráöstefnunni í Ríó 1992, þar sem m.a. íslendingar staðfestu skuld-
bindingar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.
Loftslagsbreytingar
og hlutur íslands
eðileg stefna af íslands
hálfu þar eð loftslags-
breytingar af manna-
völdum gætu haft
hrikalegar afleiðingar
fyrir lífsafkomu þjóðar-
innar. Við þurfum því
að búa okkur undir það
hér og nú að axla með
öðium verulegan sam-
drátt í losun koltví-
oxíðs og annarra gróð-
urhúsalofttegunda.
Sprenging með
nýrri stóriðju
Stóriðjustefna ríkis-
stjórnarinnar gengiu-
þvert gegn þeim mark-
miðum sem nú er unn-
ið að með fullri þátt-
„Nú stefnir í þaö samkvæmt út-
reikningum stjórnvalda og án
þess aö reiknaö sé meö frekari
stóriöju aö viö förum sem svarar
5-10% fram úr þessum þjóöréttar-
legu skuldbindingum.u
Kjallarinn
Hjörleifur
Guttormsson
alþingismaður
legu skuldbinding-
um. Gert er ráð
fyrir að losunin
verði um 3 milljón-
ir tonna árið 2000
að teknu tilliti til
mótvægisaðgerða
sem vissulega er
óvíst að skili sér.
Það þýðir nær 200
þúsund tonna
meiri losun en við-
miðunarárið 1990.
Lagalegar
skuldbindingar
í vændum
Frá árinu 1995
hafa aðildarríki
rammasamnings-
ins unnið að gerð
nýs samnings sem
á að tryggja sam-
drátt í losun gróð-
urhúsalofttegunda
í áföngum. Talið
er að draga þurfi
úr losun þeirra
um sem svarar
50% frá því sem
nú er í heiminum
til að náð verði
markmiðum
rammasamnings-
ins. Lofthjúpurinn
er sameiginlegt andrými og hér
má enginn sköpum renna, svo að
notað sé fornt orðalag. Hins vegar
er gert ráð fyrir að vel stæðar
þjóðir efnahagslega leggi hér mun
meira af mörkum en þróunarriki.
Markvisst er að því stefnt að
ganga frá nýjum skuldbindingum
fyrir lok þessa árs á ráðstefnu að-
ildarríkja samningsins sem hald-
in veröur í Kyoto í Japan fyrri
hluta desember 1997.
Yfirgnæfandi meirihluti ríkja
hefur lýst fylgi við lagalega skuld-
bindandi samning, þar á meðal ís-
lensk stjómvöld sem taka fullan
þátt i samningaferlinu. Þetta er
töku íslands á alþjóðavettvangi.
Ný 180 þúsund tonna álbræðsla á
Grundartanga myndi auka losun
gróðurhúsalofttegunda hérlendis
um 373 þúsund tonn eða um rösk
12% af áætlaðri heildarlosun árið
2000. Stækkun járnblendiverk-
smiðjunnar um 50 þúsund tonn
myndi bæta viö 167 þúsund tonn-
um og hækka hlutfall aukningar í
um 18 %!
Ef litið er á þau tvö stóriðjuver
sem ætlunin er að hefja fram-
kvæmdir við þegar á þessu ári
sést að þau myndu gefa til sam-
ans frá sér 540 þúsund tonn gróð-
urhúsalofttegunda. Til saman-
burðar má nefna að átakið í land-
græðslu og skógrækt, sem kostar
450 milljónir króna, bindur að-
eins 22 þúsund tonn!
Af svari umhverfisráðherra má
einnig ráða að ekki þarf frekar að
hugsa um magnesiumverksmiðju
hérlendis á þeim grunni sem ráð-
gert hefur verið.
Stöldrum viö fram yfir
Kyoto
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar
ættu hver um sig og sameiginlega
að leggjast yfir það dæmi sem hér
liggur fyrir. Þar blasir við að ís-
lendingar sem aðrar þjóðir þurfa
að breyta sínum efnahags- og at-
vinnuþróunaráætlunum mjög rót-
tækt á næstu árum. Hvemig á að
jafna niður þeim samdrætti í los-
un gróðurhúsalofttegunda sem
líklegt er að við verðum að axla
lögum samkvæmt í framhaldi af
Kyoto-ráðstefnunni? Núverandi
losun skiptist í nokkum veginn
jafna þriðjunga milli samgangna,
fiskveiða og iðnaðar. Á að ráðast
hér og nú í stóriðjuframkvæmdir
sem auka munu losun af íslands
hálfu um nær fimmtung og ætla í
staðinn fiskveiðum, samgöngum
og öðrum iðnaði að taka þeim
mun meira á sig í niðurskurði?
Umhverfisráðherrann gælir að
vísu í svari sínu við það að ís-
landi muni þegar upp verður
staðið í árslok bjóðast einhver
sérkjör en viðurkennir þó að þar
er ekki á visan að róa. Menn
munu líka spyija á hvaða gmnni,
hagrænum og siðrænum, eigi að
reisa slíkar kröfur.
Lágmarkskrafa, sem flestir sem
skoða málið hljóta að taka undir,
er að doka við með frekari stór-
iöjuframkvæmdir þar til fyrir
liggur hvað komi út úr þeim
samningaviðræðum sem nú
standa yfir með þátttöku tslands
á vettvangi þjóðanna.
Hjörleifur Guttormsson
Skoðanir annarra
Birtir upp um síðir
„Það ætti að vera almenn vitneskja að öll él birtir
upp um síðir. Aðeins þarf að bíða mislengi eftir því
... Ef hægt væri að venja sig af óðagotinu kæmi í ljós
að það verður enginn héraðsbrestur þótt fjallaskörð
lokist í nokkra daga. Menntakerfið myndi ekki
versna til muna þótt kennsla félli niður í mestu af-
tökum. Og atvinnulífið myndi áreiðanlega ekki skað-
ast hið minnsta þótt fyrirtækjum yrði lokað þegar
ekki er hundi út sigandi."
OÓ í Degi-Tímanum 7. febr.
Sökudólgurinn, ríkið
„Mikil umskipti til hins betra hafa orðið í rekstri
bankanna á undanfömum árum. Það em ánægjuleg
tíðindi enda endurspeglar bankareksturinn oftar en
ekki atvinnulífið ... Til skamms tima fór lítið fyrir
samkeppni á milli bankanna og enn er langt í land
að samkeppnin verði eðlileg á milli þeirra. Söku-
dólgurinn er ríkisvaldið sem hefur svo lengi sem
miðaldra menn muna haft meirihluta bankastarf-
semi í landinu í sínum höndum ... Af hverju skyldi
aukin samkeppni og hagræðing ekki einnig eiga við
í bankakerfinu?"
KjM í Viðsk. og atvinnulíf Mbl. 5. febr.
Samvinnuverkefni
„Það unga fólk sem kom Grósku á laggimar er
löngu búið að átta sig á því að ef þróuninni verður
ekki snúið við og byröunum dreift, þá verður at-
gervisflóttinn að verulegu vandamáli ... Það eru
margir sem gleðjast yfir því að ungu Gróskufólki hafi
tekist að grafa stríðsaximar og ætli ekki að láta liðin
átök hafa áhrif á ætlun þeirra um sameiningu jafnað-
armanna og þar með framkvæmd fyrrgreindra grund-
vallarbreytinga á íslensku samfélagi. Þeir sem gleðj-
ast em hins vegar ekki bara unga kynslóðin, heldur
er þetta samvinnuverkefni allra þeirra sem era okk-
ur sammála. Þóra Amórsdóttir í Alþbl. 7. febr.