Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997 19 Fréttir Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúð.Búöardal Vestfirölr: Geirseyrarbúöin, Patreksfirði. Laufiö, Bolungarvík.Hljómborg, ísafiröi. Noröurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Hóraösbúa, Egilsstööum. Verslunin Tónspil, Neskaupsstaö. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn,Keflavík. Rafborg, Grindavík. ,, ....... ..... 1LL L....^.........n.n., Fyrirhuguð torfærukeppni í Portúgal: Heimamenn gátu ekki fjármagnað - segir formaður akstursíþróttamanna „Þeir höfðu frest til 15. janúar til þess að ganga frá öllum málum og við gáfum þeim síðan viku tO viðbótar. Niðurstaðan varð sú að þeir náðu ekki að fjármagna dæmið og þvi var hreinlegast fyrir okkur að blása þetta af, í bili að minnsta kosti,“ segir Ólaf- ur Guðmundsson, formaður Félags ís- lenskra akstursiþróttafélaga, en til stóð að halda ekta íslenska torfæru- keppni í Portúgal í apríl. Ólafur segir að 22 íslenskir öku- menn hafl verið búnir að lýsa því yflr að þeir væru tilbúnir að fara en það hafi ekki verið hægt að halda mönn- um í einhverjum vafa fram eftir mán- uðinum. Bílamir hefðu átt að vera til- búnir, skoðaðir og klárir í skip, um miðjan febrúar og því hefði tíminn hara verið að renna út. „Það eru engin leiðindi í þessu. Við gáfúm þeim fjóra kosti ef þeir vildu halda áfram einhverjum viðræðmn um málið, hætta alveg við þetta, koma í hvelli ef þeim tækist að fjár- magna dæmið, fresta þessu fram á haust eða alveg um ár. Þeir eru að hugsa málið og ég á vona á svari frá þeim nú í vikunni,“ segir Ólafúr. Að sögn Ólafs er þetta mjög spenn- andi dæmi. Það hafi verið krafa af hálfu heimamanna ytra að gerður yrði samningur um eina keppni á ári næstu fimm árin og ef vel gengi eftir eitt ár myndu menn fara að ræða pró- sentuskiptingu fjár. Allur kostnaður átti að greiðast ytra. „Við vorum og erum mjög spenntir fyrir þessu en tókum þá ákvörðun hér heima að við yrðum að fresta þessu alveg í bili vegna þess hversu seint þeim gekk ytra að fjármagna dæmið.“ -sv Hátíð á kyndilmessu DV, Eskifirði: Hér má sjá annan af nýju gufukötlunum og muninn á honum og þeim gamla, til vinstri. Starfsmennirnir eru Sigurö- ur, Jón Rúnar, Ágúst, Einar og Brynjar. DV-mynd Hafdís Djúpivogur: Loðnubræðslan stækkuð Kyndilmessa var 2. febrúar. Sú var tíðin að gömlu mennirnir tóku mikið mark á þessum degi. Ef veður var gott höfðu þeir áhyggjur og töluðu ekki við heim- ilisfólkið. Ef hins vegar verr viðr- aði voru þeir í sólskinsskapi. Höfðu þá gjarnan hangikjöt í mat- ( inn og gleði ríkti. Fólk vildi helst vont veður á kyndilmessu því talið var að slíkt I myndi vita á gott veðurfar það sem eftir væri vetrar eða eins og segir í vísunni: Ef í heiði sólin sest á sjálfa kyndilmessu. Snjóa vænta máttu mest maður upp frá þessu. Það var gaman hér í Hulduhlíð á kyndilmessunni. Rausnarskap- ur í mat og drykk en snjókoma og skafrenningur utan dyra. 15 eldri borgarar á Eskiflrði komu á sam- komu í Hulduhlíð. Óli Fossberg spilaði á nikkuna af miklu flöri og fólkið tók undir og söng og sumir stigu dans. Regína DV, Djúpavogi: Frá því í haust hafa staðið yfir framkvæmdir við stækkun loðnu- bræðslu Búlandstinds hf. á Djúpa- vogi og er nú fyrsta áfanga þess verks lokið. Endurnýjað hefur verið allt raf- kerfi og tækjabúnaður og hefur af- kastagetan aukist úr 120 tonnum í 350 tonn. Mun þessi áfangi kosta 134 milljónir króna. Einnig er verið að bæta alla aðstöðu til að taka á móti hráefni meö uppsetningu hráefnis- tanka á bryggju. Næsti áfangi er meðal annars bygging mjölskemmu og uppsetning gufuþurrkara sem munu með til- heyrandi búnaði eyða reyk og mengun frá verksmiðjunni. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við þann áfanga hefiist fljótlega. Jóna Eðvalds landaði fyrstu loðnu til bræðslu á dögunum og voru það 400 tonn. Framkvæmda- stjóri Búlandstinds er Jóhann Þór Halldórsson. HEB N-260 ■ Magnari: 2x70w (RMS, 1kHz, 6Q) ■ Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni • Geislaspilari: Einfaldur „Slot ln“ ■ Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalarar: Tvískiptir 70w (DIN) N-i • Magnari: 2x1 OOw (RMSMkHz, 8Í1) • Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni • Geislaspilari: Tekur • Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalarar: Þrískiptir 100w (DIN) Málefni Miðbæjar HafnarQarðar enn einu sinni til umræðu: Mun kosta bæjarsjóð tugi milljóna segir Magnús Gunnarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks „Þetta mál vfrðist engan enda ætla að taka. Þatrna á bærinn orðið eignir fyrir fleiri hundruð milljónir króna og það er alveg ljóst, hvemig svo sem allt fer, að hann á eftir að tapa tugum milljóna á þessu brölti öllu saman,“ segir Magnús Gunn- arsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, í samtali við DV um mál- efni Miðbæjar Hafnarflarðar. Bæj- arsjóður festi kaup á eignarhluta í nefndu húsi á nauðungaruppboði þann 29. janúar sl. fyrir 24,8 milljón- ir króna. Það var gert til þess að verja 10,1 milljónar króna veðkröfú. Bæjarsjóður átti flögur skulda- bréf að upphaflegri flárhæð 21.869.000 en að eftirstöðvum nú 10,1 milljón með vöxtum og kostnaði. Verðmæti eignarinnar var kannað þar sem ljóst var að eigandi veðrétt- arkröfunnar, Sparisjóður Hafnar- flarðar, ætlaði ekki að bjóða í eign- ina og myndi því krefla bæjarsjóð um greiðslu kröfunnar ef hún feng- ist ekki greidd af uppboðsandvirð- inu. Eignin var slegin bæjarsjóði á 24.800.000. „Við gagnrýndum að ekki skyldi fyrir löngu vera búið að upplýsa bæjarfulltrúa um þetta mál. Fyrra uppboðið fór fram fyrir nokkrum vikum og því hefði bæjarstjórinn átt að hafa nægan tíma til þess arna. Allt þetta mál hefur verið meirihlut- anum til mikils vansa og þetta er skólabókardæmi um hvað menn í opinberum rekstri eiga ekki að gera,“ segir Magnús Gunnarsson. Hann segir að það sorglega við þetta allt sé að verslunareigendur verði verst úti í þessu öllu. Umtalið og leiðindin í kringum þetta hafi ör- ugglega skaðað það talsvert. „Ég hef ekki legið á þeirri skoðun minni að hið eina rétta fyrir bæjar- sjóð í október 1995 var að leita eftir greiðsluþoli Miðbæjar Hafnarflarðar ehf. Þá hefði eflaust komið í ljós að félagið var ekki fært um að standa við skuldbindingar sínar og þá átti þetta einfaldlega að fara á hausinn. Þá hefðum við ekki endalaust þurft að standa i þessari umræðu," segir Magnús Gunnarsson. -sv NS 60 ■ Magnari: 2x30w (RMS, 1kHz, 6Í1) > Útvarp: FM/AM, 30 stöðva mim ■ Geislaspilari: > Segulbandstæki: Tvöfalt Hátalarar: Tvískiptir 30w (DIN) PIONEER 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.