Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997 _ i/iJ'j'JJjf1 Tölvan jafnsjálfsögð og pennastokkurinn efninu þegar hann vill og þaö er gildi um þetta og margt annað, því Börn eru oftast spennt fyrir tölvutækninni. Mikið hefur verið ritað og rætt um nám með aðstoð tölvutækninn- ar. Sumir sjá fyrir sér kennslustof- ur þar sem tölvan hefur komið í staðinn fyrir stilabókina og penna- stokkinn. Hvort sem það rætist eða ekki er ljóst að tölvan hefur marga kosti sem kennslutæki. „Við sjáum hvað krakkar sitja lengi yfir leikjum og eru óhræddir við að nota tölvur. Það er hins veg- ar nauðsynlegt að stýra þessari yfir- setu þannig að þeir gleymi ekki að fara út og hreyfa sig,“ segir Guðríð- ur Adda Ragnarsdóttir atferlisfræð- ingur. Að hennar sögn geta góðir leikir verið hönnuðum fræðsluhug- búnaðar góð fyrirmynd. „Þeir hafa skýrt markmið, hægt er að velja um erfiðleikastig, nákvæm fyrirmæli eru gefin um hvaö á að gera, barnið fær stöðuga viðgjöf um árangur sinn og hvernig því miðar i átt að markmiði sínu. Þetta er tíðara mat en gerist almennt í skólum í dag þar sem mat á framfor nemenda er jafn- vel aðeins gert á margra mánaða fresti. Nemandi getur lent í því að þurfa að vinna allt námsefnið aftur, því að mat á frammistöðu hans er svo stopult.“ Að sögn Guðríðar Öddu hefur kennsla með tölvum þann kost að nemandinn getur komið að náms- stöðugt hægt að skoða hvað hann kann mikið. „Ef nemandi þarf að vera fjarverandi í einhvem tíma þá getur hann gengið að námsefninu þar sem hann skildi við það. Náms- mat í góðu kennsluforriti er enn fremur ekki lengur bundið við hefð- bundin próf því að matið er stöðugt." Hún leggur áherslu á að með aðstoð tölvu geti nemendur lært á eigin hraða. „Þetta gerir kennaranum kleift að ganga á milli nemenda og sinna hverjum og ein- um á hans eigin forsendum." Guðríður Adda segir að það sama fyrr sem tölvan er notuð til að kenna nemendum því betra. „Það má alveg eins byrja að keiina leik- skólanemum með tölvum,“ segir Guðríður Adda. Hún bendir á að nú sé hafin framleiðsla á litlum lykla- borðum sem henti vel fyrir litla putta. „Það á að vera tölva á hverju skólaborði eins og pennastokkur en aðalatriðið er að tækin og hugbún- aðurinn séu í lagi. @.mfyr:Námsefn- ishönnun er lykilatriði Hún leggur áherslu á að góð námsefnishönnun sé lykilatriði og mikilvægt sé að setja aukna fjár- muni í kennsluhugbúnað fyrir tölv- ur. Það er bráðnauðsynlegt að kenna gerð kennsluefnis, sérstak- lega kennsluforrita. Að hennar sögn býður Internetið upp á marga möguleika. „Það hýður til dæmis upp á að nemendur nálgist námskeið þegar þeim hent- ar. „Sama gildir þar, það skiptir öllu máli að kennsluefni á netinu sé vel hannað. Það á að auðvelda kenn- aranum kennsluna og nemandanum námið. Kennarinn má ekki lenda f því að vera allan sólarhringinn að svara fyrirspurhum frá nemendum. Kennsluhugbúnaðurinn á Internet- inu þarf að fela í sér mikla sjálf- virka svörun til nemanda.“ Ungir og menntaðir tölvunotendur Flestir tölvunotendur eru vel menntað ungt fólk sem býr á höfuð- borgarsvæðinu. „Það eru aðrir hóp- ar sem þurfa meira á fjarkennslu að halda. Það er mikilvægt að kenna fullorðnu fólki úti á landi á tölvur. Fjarkennsla getur líka farið fram eftir hefðbundnari leiðum, s.s. bréfaskriftum. Aðalatriðið er að finna þá aðferð sem hentar best í hverju tilviki." -JHÞ Tölvutæknin er góð fyrir listina Listasöfn (eins og dagblöð) eiga við þann vanda að etja að ráða yfir takmörkuðu plássi. Þau geta því ekki birt öll þau verk sem æskilegt væri að birta. Á tímum tölvutækninnar virka hefðbundin söfn sem fremur fomleg fyrirbæri, enda hægt að setja eins mikið af listaverkum á vefinn og tölvan sem viðkom- andi á getur geymt (og það er margfalt meira en kemst fyrir í miðlungssýningarsal). Þetta á auðvitað ekki einungis við um sjónræn verk heldur einnig „hljóðræna" list. Til þess að auka aðsókn að söfnunum hafa margir stjóm- endur þeirra sett hluta af lista- verkum sínum á Internetið. Eitt safnið skarar þó fram úr. Það er Fine Arts Museum-vefsíðan sem er vistuð í San Francisco. Þar verður hægt að líta alla þá list- muni sem de Young og The Palace of the Legion of Honour hafa í vörslu sinni. Þá verða safngripirnir sem hægt verður að skoða um hundrað þúsund. Nú þegar er hægt að skoða um sextíu þúsund listaverkamuni á síðunni. Hægt er að skoða yfir hundrað þúsund listmuni á vefsíðu Fine Arts Museum. Hún er kölluð Hugsuðurinn og þegar menn fara inn á hana birtist þeim mynd af þessu fræga verki Rod- ins. Hugsuðurinn er glæsileg síða enda búin fullkominni leit- arvél. Þar er hægt að leita í lista- verkafjöldanum að þeim verkum sem freista manna. Þegar slegið var inn San Francisco komu meira en þúsund tilvísanir. Þeg- ar tilvísanalistinn kemur upp birtist texti sem hjálpar notend- um enn frekar til þess að finna það sem þeir leita að. Listfræðingar eru reyndar frekar blendnir í afstöðu sinni til tölvutækninnar eins og oft vill verða þegar ný tækni er að koma fram. Sumir segja að þeir hafi í raun ekkert grætt á því að nota Internetið og að síður eins og Hugsuðurinn séu of yfirborðs- kenndar til þess að koma að gagni. Aðrir benda á að þróunin sé hröð og það sé þægilegt fyrir nemendur í listum og aðra áhugamenn að geta sótt sér upp- lýsingar og myndir af verkum án þess að þurfa að leita til ein- hverra milliliða. Allir eru sam- mála um að þessari starfsemi verði að vaxa nokkur fiskur um hrygg áður en hún fer að hafa raunveruleg áhrif á listaheim- inn. Engar horfur eru á öðru en að svo verði. Hugsuðurinn er á slóðinni http://: www.thinker.org JHÞ Internet og sjónvarp nálgast Eins og sagt var frá hér í DV á dögunum hef- ur náðst samkomulag vestanhafs um staðal um háskerpusjónvarp sem gera tölvu- og hugbúnað- arframleiðendum kleift að blanda saman Inter- nettækni og hefðbundnu sjónvarpi. Reyndar er búist við því að nokkur tími líöi þar til há- skerpusjónvarp kemst inn á almennan markað en þangað til má búast við að margar nýjungar, sem færa tölvur og sjónvarp nær, komi á mark- aðinn. Margt er reyndar þegar komið fram. Microsoft ætlar um mitt þetta ár að setja á markað aukabúnað fyrir sjónvörp sem gerir not- endum kleift að vafra um vefinn um leið og þeir hafa sjónvarpið í gangi. Microsoft horfir mjög til nýrra tegunda af fjarstýringum sem nýtast bæði fyrir vefllakk og sjónvarpsgláp. Enn fremur hef- ur Microsoft hug á því að kaupa hlut í WebTV og fara út í samstarf með Hughes hátæknirisan- um en það fyrirtæki er afar atkvæðamikið í gervihnattasjónvarpssendingum vestanhafs, svo eitthvað sé nefnt. -JHÞ Vefmolar Undarlegt en satt Á þessari annars frábæru siðu | ér safnaö saman undarlegum en sönnum fréttum hvaðanæva úr heiminum. Slóðin er http: //www.netmar.com/users/ovig- ; her/ovi.htm I! Bresk sorpblaðamennska Á slóðinni http://www.a- I norak.co.uk/ geta áhugasamir f fengið að komast í tæri við | breska sorpblaðamennsku eins 1 og hún gerist verst (best). Eins og vera ber fær hin „virðulega" breska konungsfjölskylda ærlega á baukinn. Níundi áratugurinn HeOt gagnasafti um níunda ; áratuginn er að fmna á slóðinni http://80s.com/entrance.html Þar er hægt að lesa sér til um I áratug græðginnar og hetjur eins | og Hulk Hogan, PacMan. Duran Duran og Ronald Reagan eru 1 aldrei langt undan. Háðoghækur Japanska ljóðaformið er vel nytsamlegt til að hæðast að | stjórnmálamönnum og öðrum : ráðamönnum. Gott dæmi um það ^ er siðan á slóðinni | http://www.naic.edu/~jcho/ed- itorial/ehp.html Tölvuþrjótamál Þeir sem vilja læra tæknimálið sem tölvuhakkarar (eða tölvu- | þrjótar) tala ættu að skoða slóð- | ina http://locke.ccil.org:80/jar- : gon/ Bókabúð Þeir hjá http://www.amaz- 5 on.co.uk telja sig reka stærstu bókabúð á jörðinni. Þar er að I finna fjölda tenginga á aðrar bókasíður. ... og önnur bókabúð Á Fictionnet borga menn fyrir bók með greiðslukorti og lesa hana svo á skjánum með hjálp forritsins Adobe Acrobat. Slóðin er http://www.fictionnet.com Umræða um vefrit Allt um vefrit er að fmna á slóðunum http://www.tumy- eto.com/tdy/music/zines/recycle r/zine.html og http://wild-tur- key.acns.nwu.edu/hrow/kl-e/z- news.html Aftur til Víetnam Umfjölkun um stríðið í Víet- nam og afleiðingar þess er að finna á slóðinni http: //www.pbs.org/pov/stories. Myndir á Internetinu Hér er hægt að leita að mynd- um á netinu. Slóðin er http: //in- folab.cs.uchicago.edu/webseer Uppfinningar Uppfinningamenn eiga afdrep á slóðinni: http://wev.mit.edu/afs/athena.mi t.edu/org/ i/invent/www/in- vention-dimension.html Gæðasíður | Á slóðinni http://www.gii- awards.com/ er að finna verð- launasíður. Evrópuferðalög Umfjöllun um ferðalög til Evr- | ópu er að finna á slóðinni http: //www.ricksteves.com Svör við vísinda- spurningum Svör við algengum vísinda- spurningum er að finna á http: / / www.campus.bt.com/campusw orld/pub/sciencenet/first.html ) Meira um vísindi er að finna á | slóðinni hltp://wvvw.halcyi; J on.com/sciclub/cgi-pvt/scifa- ir/guestbook.html

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.