Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 7 I>V Fréttir Keflavíkurflugvöllur: Kmahverfið hverfur rústirnar flokkaðar í Straumsvík Nú er unnið að því að rífa svo- kallað Kínahverfi sem er húsaþyrp- ing innan Keflavíkurflugvallar, rétt innan við aðalhliðið inn á flugvall- arsvæðiö, sem ekið er um í átt að gömlu flugstöðinni. Húsin eru brot- in niður og rústunum ekið að bæki- stöð Gáms hf. í Straumsvík þar sem þær eru flokkaðar og það sem til einskis er nýtanlegt er flutt á ösku- hauga Suðurlands að Kirkjuferju í Ölfusi. Húsin voru að sögn Ólafs Gunn- arssonar, skrifstofustjóra hjá Gámi hf., að mestu úr timbri og þiljuð að innan með gifsi. Að utan voru þau klædd með asbesti en sérstakur vinnuflokkur á vegum islenskra að- alverktaka fjarlægði ashestið og var það urðað í haugum á Stafnesi áður en hafist var handa við að rífa hús- in og flytja í sorpflokkunarstöð Gáms hf. Mikið af jámi er í húsunum og er það flokkað frá og tekur Hringrás hf. við því sem brotajámi. Allt timb- ur er flokkað og verður það kurlað síðar og flutt í jámblendiverk- smiðju íslenska jámblendifélagsins á Grundartanga. Það litla sem eftir verður og er óendurnýtanlegt verö- ur svo flutt austur að Kirkjuferju sem fyrr segir. Að sögn Ólafs er Gámur hf. sorp- hirðingar- og sorpflokkunarfyrir- tæki sem er sérhæft í iðnaðarúr- gangi. Fyrirtækið hefur gert samn- ing við Sorpstöð Suðurlands um að urða sorp að Kirkjuferju. Ástæðan er lægri gjaldskrá þar eystra þannig að það borgar sig betur að aka sorpinu austur en í bækistöðvar Sorpu. -SÁ Kolbrún Sverrisdóttir: Vill hífa upp Æsuflakið „Ég vil með þessu reyna mitt ýtrasta til þess að vekja menn til at- hugunar um rannsóknir sjóslysa al- mennt og vil að Æsan verði hífð af hafsbotni. Við þurfum að fá svör við því hvað fór úrskeiðis þegar Æsan sökk í blankalogni og ég er þess fufl- viss að lík mannanna tveggja era enn um borð í flakinu,“ segir Kol- brún Sverrisdóttir sem missti eigin- mann og foður þegar skelbáturinn Æsa fórst á Amarfirði. Kolbrún hefur skrifað þingmönn- um og ráðherrum bréf þar sem hún fer fram á að þessi mál verði skoð- uð og að meira verði lagt í að rann- saka sjóslys. Hún segist hafa mikið reynt til þess að fá botn í Æsumálið en alls staðar komið að lokuðum dyrum. „Öryggi sjómanna er stefnt í hættu því hér er fullt af bátum eins og Æsan. Menn þurfa að fá að vita hvað geti farið í þeim sem fór í Æs- unni,“ segir Kolbrún. -sv Kristján Ibsen Ingvarsson, vélstjóri á Bárunni, sæll og glaöur yfir því aö vera byrjaður á línu aftur. DV-mynd RS Suöureyri: Smábátarnir rótfiska DV, Suðuieyri: Fiskiðjan Freyja hefur tekið línu- bátinn Báruna á leigu af Spilli á Suðureyri. Leigutími er rúmir þrír mánuðir. Skipstjóri er Bjami Ás- grímsson. Við útgerðina skapast 10 störf á staðnum og munar um minna. Að sögn Óðins Gestsonar, for- stjóra Freyju, verður einblint á steinbítinn næstu mánuðina en lítill steinbítur er í afla smábáta eins og er. Smábátar hafa rótfiskað þegar gefið hefúr á sjó, en steinbítsaflinn lítill sem engin. Aðeins fáeinir tugir kílóa úr 4-5 tonna afla. -RS Vestfirskur skelfiskur hf.: Byggðastofnun gefur grænt Ijós - málið nú hjá Byggðastofnun hefur samþykkt lánveitingu til fýrirtækisins Vest- firsks skelfisks hf. á Flateyri. Málið er nú hjá Fiskveiðasjóði en þar verður ákveðið í næstu viku hvort lánveiting verður veitt til fyrirtæk- isins sem er að reyna að hefja aftur kúfiskvinnslu. „Það hefur frestast fundur hjá Fiskveiðasjóði okkur en málið verður tekið fyrir í næstu viku. Þeir hafa sótt um há- markslán út á kúfiskskipið sem þeir áætla að kaupa með breytingum á um 100 milljónir króna. Okkar lán yrði um 60 prósent og því um 60 milljónir miðað viö þessa upphæð," segir Hinrik Greipsson hjá Fisk- veiðasjóði. -RR Kínahverfið svokallaöa á Keflavíkurflugvelli er sem óöast að hverfa en rúst- irnar eru fluttar Inn í Straumsvík þar sem þær eru flokkaðar í endurnýtanleg- an og óendurnýtanlegan úrgang. DV-mynd ÆMK Vestmannaeyjar: Bergur VE stækk- aður um helming í Póllandi DV, Vestmaimaeyjum: Loðnuskipið Bergiu VE, sem verið hefur í gagngerum breyting- um í Póllandi, kom til heimahafn- ar í Eyjum í fyrrakvöld. Svava Friðgeirsdóttir útgerðarstjóri seg- ir aö nánast sé um nýtt skip að ræða og á Bergur að bera helm- ingi stærri farm en áður. „Bergur var bæði lengdur og breikkaöur og ætti að bera um 1.100 tonn af loðnu nú en gat tek- ið mest áður 540 tonn. Það er allt nýtt fyrir framan brú og svo var skipið breikkað aftur. Það eina sem í raun er eftir af gamla skip- inu er brúin, vélin og íbúöir skip- verja," sagði Svava. -ÓG Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 13. mars 19 9 7 í efri þingsölum Hótels Loftleiða og hefst kl 14.00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjómarinnar eigi síðar en 7 dögum íyriraðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum íyrir aðalfund. Stjóm Flugleiða hf. Flugleiða Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlarog fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Reykj a víkurfl ugvell i. hlutahréfadeild á 1. hæðfrá og með 6. mars kl. 14.00. Dagana 10. til 12. mars verðagögn afgreidd ffá kl. 09:00 til 17:00 og fundardag til kl. 12:00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12:00 á fundardegi. FLUGLEIDIR Traustur íslenskurferðafélagi Vetrarútsölunni lýkur á laugardag! Vegna loka útsölunnar höfum við opið til kl. 16 laugardag Rokcy, reimaðir háir leðurskór, vatnsvarð- ir, thinsulate einangr- un, stærðir 41-48. Verð áður kr. 9.990. Verðnúkr. 6.990. Asolo, léttir ítalskir gönguskórf. dömur úr leðri og cordura, stærðir 37-42. Verð áður kr. 6.900. Verð nú kr. 4.900. Adidas switchback "Hiker", léttir göngu- skór, stæðir 41-45. Verð áður 9.359. Verð nú kr. 6.545. s. Herraskíðasamfestingar, stærðir S-XXL. Verð áður 9.800. Verð nú kr. 6.900. Beatle kid snjóbretta- jakki. Verð áður kr. 8.700. Verðnúkr. 4.900. Fóðraður gallajakki. Verð áðurkr. 11.600. Verðnúkr. 4.900. Dömuskíðasamfest- ingar í ýmsum litum. Verð áður 12.900. Verð nú kr. 8.900. Dömumittisjakki frá Nevica, fjólublár og dökkblár. Verð áður 15.790. Verð nú kr. 2.990. Síðar dömu- úlpur meðtoðkraga, þrír litir rauður, brons og orange, stærðir 38-44. Verð áður kr. 9.980. Verð nú kr. 7.980. Barnagallar, aðallega stærðirl 64—176. Verð áður kr. 8.900. Verð nú 5.900. Adidas Stripes lite þolfimiskór, stærðir 37,5-41. Verð áður kr. 8.996. Verð nú kr. 6.297. Nike Air Base hlaupaskór, stærðir 41-44. Verð áður kr. 7.980. Verð nú kr. 5.586. Matinbleu gallar, fullorðinsstærðir. Verð áður kr. 12.780. Verð nú kr. 8.950. Stuttermabolir, ýmis félagslið. Verð frá 1.490-1.990 kr. SSIS ÚTILÍF? Sffl Ts Glæsibæ - Sími 5812922

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.