Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Side 11
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 11 DV Útlönd Norton sandpappír fyrir vandláta ionaðarmenn Þegar gæðin skipta máli Skeifan 11 D • Sími 568 6466 Sex daga þjóðarsorg í Kína vegna fráfalls Dengs Xiaopings: Ekki búist við valda- Þjóöarleiötogar minnast Dengs Fánar voru dregnir í hálfa stöng á Nýr líkbrennslu- ofn í notkun fýr- ir Deng Xiaoping Lík Dengs Xiaopings, æðsta leið- toga Kína, sem lést í gær, verður brennt í splunkunýjum ofni sem var sérstaklega keyptur fyrir hann til að koma í veg fyrir að aska hans blandist ösku óæðri manna, að því er kínverskir heimildar- menn sögðu í morgun. Babaoshan líkbrennslustofnun- in, þæ' Sem lík nær allra kín- verskra leiðtoga eru brennd eftir að þeir „fara á fund Marx“, hafði þegar pantað ofninn og komið hon- um fyrir, sögðu heimildarmenn. Starfsmaður stofnunarinnar kannaðist hins vegar ekkert við kaup á nýjum ofni og sagöi að ekki heföu enn borist fyrirmæli um hvernig ætti að fara með jarð- neskar leifar Dengs. Reuter leiðtoganna baráttu Sex daga þjóðarsorg hófst í Kína í morgun vegna fráfalls Dengs Xiaop- ings, æðsta leiðtoga landsins, sem lést í gær, 92 ára að aldri. Deng hafði ráðið ríkjum í átján ár og á þeim tima hafði hann breytt Kína úr van- þróuðu stalínísku ríki í efnahagslegt stórveldi. í bréfi frá Kommúnistaflokknum, ríkisráðinu og yfirstjóm hersins til 1,2 milljarða íbúa Kína var lýst yfir djúpri sorg við dauða „mikils marx- ista, mikils byltingarmanns, stjórn- málamanns, herfræðings og erind- reka“. Kínverska utanríkisráðuneytið lýsti yfir sex daga þjóðarsorg sem bendir til að útfórin fari fram 25. fe- brúar. Opinbera fréttastofan Xinhua sagði að hinn aldni leiðtogi hefði gef- ið upp öndina klukkan 21:08 að stað- artíma eða 13:08 að íslenskum tíma. Deng þjáðist af Parkinsonsveiki á háu stigi en hann lést þegar öndunar- færi hans hættu að starfa. Ekki tókst að lífga hann við þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir lækna. Kínverskir heimildarmenn, sem standa nærri flokknum, sögðu að læknar hefðu gert barkaskurð til að reyna að bjarga Deng, að því er talið er í Zhongnanhai stjórnarbygging- unum steinsnar frá Torgi hins him- neska friðar. En það var einmitt á því sama torgi sem mótmæli lýðræð- issinnaðra námsmanna vom brotin á bak aftur árið 1989, að fyrirskipan Dengs. Mikill fiöldi óbreyttra borg- ara féll í þeim átökum. Ferillinn spannaöi mestalla öldina Deng haföi ekki sést opinberlega í þrjú ár, eða frá því hann heimsótti Shanghaí í tilefni hátíðahaldanna vegna nýs tunglárs og var hann þá mjög veiklulegur að sjá. Ferill Dengs spannaði mestalla tuttugustu öldina, allt frá síðasta keisaranum til þess er Kína varð kjamorkuveldi. Hann komst til valda árið 1978 en hafði áður lent þrisvar sinnum í hreinsunum fyrirrennara sinna. Hann dró sig ekki í hlé fyrr en árið 1990. Deng leiddi Kína til meiri stöðug- leika og velmegunar en hefur þekkst í sögu landsins í nærri tvö hundruð ár og áhrifa hans gætti hvarvetna allt til dauða hans. Hann lést þó án þess að fá einn draum sinn uppfyllt- an, að vera viðstaddur þegar Kínverj- ar fá aftur yfirráð yfír Hong Kong, sem Bretar lögðu undir sig i ópíum- stríðunum. Það gerist á miðnætti 30. júní næstkomandi. Kínversk sfiómvöld sögðu að eng- um erlendum ráðamönnum yrði boð- ið til útfararinnar. Deng Xiaoping, æðsti leiðtogi Kína, sem lést í Peking í gær, sést hér með Ghou Lin, eiginkonu sinni. Myndin var tek- in í Shanghaí fyrir þremur árum en Deng kom ekki fram opinberlega eftir þá heimsókn. Símamynd Reuter manna væri ólíkleg á næstunni þar sem erfingi Dengs, flokksformaður- inn Jiang Zemin, héldi fast um valdataumana. Jiang gegnir embætt- um flokksformanns, forseta ríkisins og yfirmanns hersins. Hann er hins vegar orðinn sjötugur og því ekki langt í að hann þurfi að fara að huga að eftirmanni sínum. í opinberri minningargrein um Deng eru Kínverjar hvattir til að fylkja sér um erfingja hans. Rólegt var á götum Peking í morg- un en lögreglan var þó með aukinn viðbúnað fyrir utan Zhongnanhai sfiórnarbyggingarnar og herbílar óku með blikkandi ljósum um aðal- götur borgarinnar. Reuter Deng Xiaoping tekur um öxl byltingarforingjans Hos Chis Minhs, leiðtoga Víetnama, þegar hann kom í heimsókn til Peking. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin. Simamynd Reuter ros Hashimotos, forsætisráðherra Japans, vottuðu Deng virðingu sína í morgun og hlóðu hann lofi fyrir að opna dyr þessa fiölmennasta þjóðfé- lags heimsins til vesturs. Clinton kallaði Deng „stórkostleg- an mann á vettvangi heimsmálanna í tvo áratugi". Hashimoto sagði að hann væri ákaflega hryggur og bætti við að samskipti Japans og Kína yrðu sífellt mikilvægari fyrir frið og stöðugleika í Asíu og heiminum. Viðbrögð íbúa Peking voru blend- in. „Ég finn til mikillar hryggðar," sagði götusölumaðurinn Xie Weicai sem var að gera hlóðir sínar klárar fyrir morgunviðskiptin. Öðru máli gegnir um leigubflsfióra einn. „Ég mundi telja það að tapa 100 júan (840 krónum) miklu hryggilegri atburð en dauða Dengs Xiaopings," sagði leigubílsfiórinn. „Þetta kemur mér ekki við.“ Hjólreiöamaður fer hjá opinberum bústaö Dengs Xiaopings í Peking í morgun. Fánar hafa hvarvetna í Kína verið dregnir í hálfa stöng. Símamynd Reuter Torgi hins himneska friðar, við höll alþýðunnar og á kínverskum sendi- ráðum um allan heim til að votta hinum látna virðingu. Leiðtogar þjóða heims, allt frá Bill Clinton Bandarikjaforseta til Ryuta- Rólegt á götum Peking Sfiómarerindrekar sögðu að innri valdabarátta meðal kínverskra ráða- Albright ræðir við Rússa um stækkun NATO í austur nesk stjómvöld segja að innganga fyrram ríkja Varsjárbandalagsins í NATO muni ógna öryggi Rússlands. Meðal þess sem Al- bright mun leggja til er stofhun sameiginlegrar hersveitar Rússa og NATO sem einkum yrði notuð til friðargæslu. Þeirri hug- mynd hefur ekki enn verið svarað. Einnig mun hún leggja til að NATO og Rússar haldi fund með væntan- legum nýjum ríkjum fyrir júlímán- uð en þá verða send út boð til ríkja um inngöngu. Reuter Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, kemur til Rúss- lands í dag með tillögur sem ætlað er að fá Rússa til að láta af andstöðu sinni við stækkun NATO til austurs. Albright, sem er i fyrstu ferð sinni til útlanda eftir að hún tók við embætti, hefur verið í London og Brassel til að reyna að stilla saman strengi vesturveldanna fyrir viðræður við Rússa. Búist er við að hún leggi fram nokkrar mikilvægar nýjar tillögur í viðræðum sínum í Moskvu en rúss- Veiting hundaleyfa: 21. febrúan á Skuggabarnum Reykvíkingar! Munið borgarstjórnarfundinn í dag kl. 17:00, sem útvarpað er á Aðalstöðinni FM 90.9. Skrifstofa borgarstjóra Tveir hand- teknir vegna sprengju- árása IRA Tveir írar hafa verið úrskurð- aðir í gæsluvarðhald eftir að sprengiefni fannst í fórum þeirra. írskir fiölmiðlar segja að skyndileit lögreglunnar hafi komið upp um fyrirhugaðar árásir írska lýðveldishersins, IRA. Tveir aðrir hafa verið handteknir og era nú yfirheyrð- ir. Lögreglan herti eftirlit sitt eftir að sprengiefnið og búnaður til sprengjugerðar faimst í fór- um mannanna. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.