Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Qupperneq 6
6
MÁNUDAGUR 3. MARS 1997
Fréttir
Samningur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Félags íslenskra stórkaupmanna:
Mælir ekkert gegn því aö
samningurinn marki stefnuna
- segir Magnús L. - 70 þúsund kr. lágmarkslaun og 13,4% launahækkanir
„Það mælir ekkert á móti því að
þessi samningur mcirki stefnuna í
þeim samningum sem eftir eru og
við ætlum að sjá til hvort ekki
takast samningar á breiðari grund-
velli áður en við berum hann undir
atkvæði í félaginu. Við erum að
semja við VSÍ, Bónus, 10-11 og Stöð
2 og ætlum að reyna að afgreiða
þennan og aðra samninga í heild
innan félagsins þegar þar að kem-
ur,“ sagði Magnús L. Sveinsson við
DV í gær.
Helstu atriði og nýmæli hins nýja
kjarasamnings Félags ísl stórkaup-
manna og Verslunarmannafélags
Reykjavíkur, sem undirritaður var
á laugardagskvöld, eru þau að
samningurinn gildir til og með 29.
febrúar 2000. Lágmarkslaun verða
70 þúsund krónur á mánuði frá og
með 1. júlí 1998.
Launahækkanir verða við undir-
skrift 4,7%. Næst hækka laun 1. jan-
úar 1998 um 4%, 1. janúar 1999 um
3,5% og 1. janúar 2000 um 1,2%. Sér-
hver starfsmaður á þó rétt á þvi að
launakjör hans skuli endurskoðuð
minnst einu sinni á ári með tiiliti til
vinnuframlags, hæfhi, menntunar,
fæmi, ábyrgðar og innihalds starfs
og gæta skal ákvæða jafnréttislaga
við launaákvarðanir.
Opnað er á gerð fyrirtækjasamn-
inga með það að markmiði að auka
ávinning fyrirtækis og starfsmanna.
Heimilt er að víkja frá ákvæðum
kjarasamnings um vinnutíma, álag
fyrir yfirvinnu, um töku orlofs og
að taka upp ábataskiptakerfi, allt
eftir því sem hentar á hverjum stað.
Enn fremur verða ákvæði kjara-
samnings um hvíldartíma og ráðn-
ingarsamninga aðlöguð ákvæðum
Evrópusambandslaga.
Samningsaðilar em ásáttir um að
skoða sameiginlega réttindi lífeyris-
þega á almennum vinnumarkaði
annars vegar og hjá opinberum
starfsmönnum hins vegar með það
að markmiði að jafna lífeyrisrétt.
Jafnframt eru samningsaðilar ásátt-
ir um að krefjast þess að rekstrar-
umhverfi verslunarfyrirtækja hér á
landi verði samhærilegt við það sem
best gerist í nágrannalöndunum.
-SÁ
Vinningar sem dregnir voru út í HAPPI í HENDI síðastliðið
föstudagskvöld komu í hlut eftirtalinna aðila.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
Anna María Bjarnadóttir, Hjallabraut 82, Hafnarfirði Elvar Gunnarsson, Grænumýri 15, Akureyri Jón Jónsson, Borgarholtsbraut 64, Kópavogi
AuOur Vigdís Jóhannesdóttir, Austurgötu 10, Hofsósi Helga Helgadóttir, Vaðnesi, Grímsnesi Júlíus Ó. Ásgeirsson, Smyrlahrauni 24, Hafnarfirði
Birkir Rafn Stefánsson, Ásvegi 7, Breiðdalsvík Hólmtríöur Margrét, Aðalgðtu 1, íb. 2b, Blönduósi Magnús Tindri Sigurðsson, Stekkar 23, Patreksfirði
Björg Jónasdóttir, Bláskógum 15, Egilsstöðum Hbskuldur Marinósson, Koltröð 14, Egilsstöðum María Jensdóttir, Flétturima 24, Reykjavík
Davíð Örn Friðriksson, Brattholti 1, Mosfellsbæ Ingibjörg Jónsdóttir, Rauðsgili, Reykholti Særún Björnsdóttir, Jórufelli 10, Reykjavík
Elín Dungal, Grensásvegi 58, Reykjavlk Jolta F. Jensen, Laugavegi 49, Reykjavík Unnur Jóhannesdóttir, Fornósi 12, Sauðárkróki
Vinnhi^shafat vitjd«> vmnino.i hja Happdt\vHi HáskúU
ivlands. TjatnAroótu *. »o* Revkjavik. Mini soí 8ujo
Þ R I N II » K
Hverfafundur
* með borgarstjóra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
heldur hverfafund með íbúum í
Efra Breiðholti:
í Gerðubergi mánudaginn 3. mars kl. 20.00.
Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða
um áætlanir og framkvæmdir í
hverfunum. Síðan verða opnar umræður
og fyrirspurnir með þátttöku
fundarmanna og embættismanna
borgarinnar. Jafnframt verða settar upp
teikningar af fyrirhuguðuin
framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru
fróðlegu og myndrænu efni.
Allir velkomnir.
Skrifstofa borgarstjóra.
Óvæntur kjarasamningur VR og Félags ísl. stórkaupmanna hleypti fjöri í
samningaviöræöur annarra aðila vinnumarkaðarins og voru stíf fundahöld ■
Karphúsinu í gær. Hér eru forystumenn VSÍ meö Þóri Einarsson ríkissátta-
semjara á milli sín fyrir miöri mynd. Lengst til hægri er Ólafur Ólafsson, for-
maður VSÍ, þá ríkissáttasemjari, Viglundur Þorsteinsson og Þórarinn V. Þór-
arinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. DV-mynd Pjetur
Náðum þunga-
miöjunni
- segir Magnús L. Sveinsson, formaður VR
„Miðað við þær kröfur sem við
settum fram höfum við náð þung-
amiðjunni í okkar markmiðum. í
fyrsta lagi verður lágmarkstaxti 70
þúsund krónur á miðju næsta ári
eins og við kröfðumst og launa-
hækkanir á þriggja ára samnings-
tímabili verða rúmlega 14%. Þetta
er innan þeirra marka sem opinber-
ar tölur sýna að þjóðfélagið þoli án
þess að stöðugleikanum sé raskað,
þannig að við erum að semja um
kaupmátt. Þeir hnýta helst í þennan
samning sem telja að enginn megi
gera samning á undan þeim,“ sagði
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verslunarmannafélags Reykjavík-
ur, þegar DV spurði hann um nýjan
kjarasamning VR og Félags ísl. stór-
kaupmanna.
Magnús sagði að VR ætti samn-
ingsaðild við nokkur samtök og stór
fyrirtæki sem stæðu utan Vinnu-
veitendasambandsins eins og FÍS,
en þeirra á meðal eru 10-11 búðim-
ar, Bónus, Stöð 2 og fleiri.
Aðspurður hversu stefnumark-
andi þessi samningur yrði i öðrum
samningaviðræðum VR og annarra
félaga sagði Magnús L. Sveinsson að
ekkert mælti gegn því að þessi
samningur opnaði á aðra samninga.
Taka þyrfti þó með í reikninginn að
hér væri um að ræða samning inn-
an ákveðinnar starfsgreinar og að-
stæður og umhverfi innan hennar
væri sjálfsagt að einhverju leyti
ólíkt því sem væri innan annarra
starfsgreina. í hinum nýja kjara-
samningi VR og FÍS væri opnað á
fyrirtækjasamninga, sem hefðu ver-
ið ein af kröfum VR. Þá séu ýmis
ákvæði í samningnum um að stuðla
að aukinni framleiðni fyrirtækj-
anna til að stuðla þannig að betri
launum og betri afkomu þeirra.
„Við ætlum að ná 8-10% kaup-
máttarauka út úr þessum samningi
og trúum því að það sé hægt. Hann
undirstrikar þá grundvallarkröfu
sem við höfum barist fyrir í mörg
ár, að færa samningsformið yfir í
starfsgreinamar og taka meira mið
af afkomu og umhverfi hverrar
starfsgreinar en setja þetta ekki allt
í einn og sama pottinn og ganga út
frá því að öll laun í landinu eigi að
miðast við hvað fiskvinnslan í land-
inu þolir,“ sagði Magnús L. Sveins-
son, formaður VR.
Stefán Guðjónsson framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra stórkaup-
manna kveðst geta tekið undir það
að 70 þúsunda lágmarkslaun skipti
ekki máli fyrir samningsaðila, hins
vegar sé önnur gagnrýni ekki á rök-
um reist, samningurinn feli í sér
umtalsverðar launahækkanir.
Stjórn FÍS kemur saman til fundar í
hádeginu í dag til að taka afstöðu tO
hins nýja samnings. Stjóm VR sam-
þykkti hann hins vegar einróma á
sérstökum fundi í gær. -SÁ
Sandkorn i>v
Ekki aftur ósigur
Nokkur skjálfti er að byrja að
grípa um sig vegna kosninga til
sveitarstjórna sem fram fara á
næsta ári. Hvergi er þó skjálftinn
meiri en í höfuðborginni enda ekki
ljóst hvemig
framboðsmál
muni þróast
þar. Ingibjörg
Sólrún borgar-
stjóri er orðuð
við hugsanlegt
sameiginlegt
framboð jafnað-
armanna til al-
þingiskosninga
árið 1999 sem
gæti dregið úr
trúverðugleika
hennar sem borgarstjóraefnis R-list-
ans í kosningunum á næsta ári.
Ámi Sigfússon, oddviti sjálfstæðis-
manna, er ákveðinn í að leiða lista
síns flokks og virðist hafa til þess
góðan stuðning. Ekki viröast þó all-
ir einhuga um Árna og Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi
flokksins, sagði t.d. í síðustu viku
að vonandi veldu menn sigurstrang-
legasta kostinn því ekki vildu sjálf-
stæðismenn tapa aftur. Þetta er
talið „létt skot“ á Áma sem leiddi
listann einmitt þegar borgin „tapað-
ist“ áiið 1994.
Kolbeinn á toppinn?
Samkvæmt skoðanakönnun sem
gerð hefur verið opinber virðist
sem helstu forsvarsmenn íþrótta-
mála í landinu vilji flestir nýjan
mann i toppsæti hreyfingarinnar
þegar íþrótta-
sambandið og
Ólympíunefnd
verða formlega
sameinuð.
Könnunin var
gerð áður en
Júlíus Hafstein
var settur af
sem formaður
Ólympíunefhd-
ar og Ellert B.
Schram, forseti
íþróttasam-
bandsins, tók
við. Nú heyrast þær raddir sem
telja að Kolbeinn Pálsson, fyrrum
formaður Körfuknattleikssambands
íslands, sé „heitur" sem nýr leiðtogi
hinnar sameinuðu íþróttahreyfingar
og er það ekki talið honum vera-
lega til trafala að vera yfirlýstur
sjálfstæðismaður eins og þeir Július
og Ellert.
„Halló" aftur
Fullvíst má telja að „hagsmuna-
aðilar“ hyggist aö nýju blása til há-
tíðarinnar „Halló Akureyri" um
verslunarmannahelgina þrátt fyrir
reynsluna á síöasta ári. Bæjaryfir-
völd á Akur-
eyri hafa af og
til allt fram á
þennan dag
verið að skoða
áhtsgerðir og
gögn vegna há-
tíðarinnar í
fyrra þegar
þúsundir ung-
menna „mál-
uðu bæinn
rauðan" og allt
fór á annan
endann vegna ölvunar og óspekta.
Bæjaryfirvöld hafa falið félagsmála-
stjóra sínum og íþrótta- og tóm-
stundafulltrúa að móta tillögur um
á hvem hátt Akureyrarbær geti
komið að hátíöinni í ár og jafn-
framt leitað til héraðslæknis um að
hann starfi að tillögugerðinni. Nú á
sem sagt að vanda til verka, von-
andi með þeim árangri að betur
takist til en í fyrra.
Var það ástæðan?
Formaður Júdósambands Islands
opnaði á það í Mogganum í síðustu
viku aö sú ákvörðun Vemharðs Þor-
leifssonar júdókappa frá Akureyri að
gerast norskur rikisborgari hefði
eitthvaö með
Júdósambandið
að gera. Á Ak-
ureyri er það
einmitt altalað
að sú sé einmitt
raunin þótt eng-
inn hafi haft á
því orð opinber-
lega áður en for-
maöur Júdósam-
bandsins fór að
tala í gátum.
Vemharð sjálfur
var m.a. svo hógvær í sjónvarpsvið-
tali að svara því ekki beint hvort sú
afstaða Júdósambandsins að krefjast
fjórðungs af þeim fjánnunum sem
safnað yrði honum til styrktar hafi
fyllt mælinn en það er einmitt álit
margia sem til þekkja.
Umsjón: Gylfi Kristjánsson