Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 3. MARS 1997
Fréttir
Tugmilljóna tjón þegar fiskverkunarhús í Keflavík brann til kaldra kola:
Bjargaði lífi mínu að vera
með reykköfunartæki
- segir Haukur Ingimarsson slökkviliðsmaður sem hrapaði 5 metra
DV, Suðurnesjum:
„Það eina sem ég man eftir þess-
um atburði er þegar ég var að
sprauta inn um glugga á annarri
hæð. Síðan rankaði ég aðeins viö
mér þegar verið var að stumra yfir
mér. Ég var með reykköfunartæki á
mér sem bjargaði lífi mínu þar sem
ég lá ósjálfbjarga eftir fallið. Ég fékk
súrefni frá tækinu sem varð mér til
bjargar í reykjarmekkinum. Varð-
stjóri minn kom stuttu síðar og
stumraði yfir mér allan tímann.
Hann þurfti einnig á súrefninu að
halda en við skiptumst á,“ sagði
Haukur Ingimarsson, slökkviliðs-
maður hjá Brunavörnum Suður-
nesja, í samtali við DV í gær. Hauk-
ur var hætt kominn eftir að hafa
fallið niður í brunastiga í 5 metra
hæð þegar mikil reyksprenging
varð í eldi sem kom upp í fiskverk-
unarhúsi Maríss í Keflavík aðfara-
nótt laugardags. Haukur var fyrstur
á vettvang ásamt varðstjóra sínum,
Gylfa Ármannssyni, og byrjuðu þeir
að berjast við eldinn.
Tugmilljóna tjón varð þegar fisk-
verkunarhúsið, sem stendur við
Hrannargötu í Keflavík, brann til
grunna aðfaranótt laugardags. Auk
Hauks slasaðist annar slökkviliðs-
maður og tveir lögreglumenn fengu
snert af reykeitrun og þurftu allir
mennimir að leita læknisaðstoðar.
Lögreglumaður var að stumra yfir
Hauki þegar önnur sprenging varð
og lagði ský af eiturgufum yfir
mennina.
„Aðstæður voru mjög erfiðar við
slökkvistarfið. Það var mikið hvass-
viðri og hörkugaddur. Það fraus allt
vatn sem fór frá okkur og myndað-
ist mikil ísing. Þegar við komum á
vettvang var mikill eldur í húsinu
og það mjög illa farið. Þá var hætta
á að eldurinn myndi breiðast út í
næstu byggingu. Við náðum að
rjúfa tengiskúr sem var á milli og
Haukur Ingimarsson, slökkviliösmaður í Keflavík, var hætt kominn þegar
fiskverkunarhús Maríss í Keflavík brann. Hann hrapaöi 5 metra úr bruna-
stiga og segir að reykköfunartækin hafi bjargað lífi sínu. Hér er hann með
eiginkonu sinni, Kristínu Sigurðardóttur, og Erlu Sylvíu, þriggja ára dóttur
þeirra hjóna. DV-myndir ÆMK.
Geysileg
loðnuveiði
DV, Akureyri:
Ekkert lát er á loðnuveiðinni og
geysilega mikil veiði var inn helg-
ina. Segja má að veiðisvæðið sé
allt frá Homafirði og vestur fyrir
land og skipin era á siglingu til
löndunar á allar hafnir landsins
þar sem tekið er á móti loðnu.
Bjami Bjamason, skipstjóri á
Súlunni EA, sagði linnulaust
loðnustreymi vera með Suður- og
Vesturlandinu. Súlan landaði í
fyrrinótt í Neskaupstað og á leið-
inni á miðin út af Homafirði sagð-
ist Bjarni hafa mætt 11 bátum á
norðurleið með fullfermi.
Þegar Súlan var út af Horna-
firði í gærmorgun lóðaði strax á
miklar torfur og Súlan fékk strax
gott kast. „Þetta gengur mjög vel,
en vandamálið er bara að það er
alls staðar allt geymslurými fullt í
landi. Þetta er að vísu jákvætt
vandamál," sagði Bjami.
Hann sagði loðnuna sem nú
veiðist fara að langmestu leyti til
bræðslu, en eitthvað væri þó ver-
ið aö frysta fyrir Rússlandsmark-
að, og að það styttist í aö hægt
væri að hefja hrognatöku úr
þeirri loðnu sem vestast er. -gk
Barnamenningarsjóður
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóönum.
Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði barna-
menningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista
og menningar sem unnin eru fyrir börn og /eða með virkri
þátttöku barna.
Á yfirstandandi ári hefur sjóðurinn 1.500.000 kr. til ráðstöf-
unar.
Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls-
götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 2. apríl 1997.
Stjórn Barnamenningarsjóös, 28. febrúar 1997
Eins og sjá má af myndinni eru aðeins útveggirnir uppistandandi af fiskverkunarhúsinu sem brann aðfaranótt laug-
ardags. Tveir slökkviliðsmenn og tveir lögregiumenn slösuöust við slökkvistarfið.
hefta þannig útbreiðslu eldsins,"
sagði Sigmundur Eyþórsson,
slökkviliðsstjóri Brunavama Suður-
nesja, i samtali við DV en allt fasta-
og varalið Brunavarna Suðumesja
var kallað út og stuttu síðar var ósk-
að eftir aðstoö frá slökkviliði Kefla-
víkurflugvallar.
Haukur var fyrst fluttur á slysa-
varðsstofu Sjúkrahúss Suðurnesja
og síðan á Sjúkrahús Reykjavíkur.
Hann fékk að fara heim í gær en er
marinn og tognaður í baki en mikil
mildi var að ekki fór verr.
Um 25 manns tóku þátt í slökkvi-
starfinu. Boðin um eldinn komu
klukkan 1.15 og var búið að ráða
niðurlögum eldsins rúmum tveimur
tímum síðar en slökkviliðsmenn
voru að slökkva í glæðum fram und-
ir laugardagsmorgun. Húsið sem
brann var tvílyft á rúmum 700 fer-
metrum. Að sögn Sigmundar var
mikill eldsmatur í húsinu en allt
brann sem brunnið gat. í húsinu
voru 6 tonn af fiski, lyftari, ásamt
tækjum og tólum sem notuð voru til
fiskvinnslu. „Ég finn enn til í bak-
inu þar sem ég tognaði. Þá fékk ég
vott af reykeitrun. Ég man raun-
verulega ekkert eftir mér fyrr en ég
fékk morgunmatinn á spítalanum á
laugardaginn," sagði Haukur.
Ekki er enn vitað hver eldsupptökin
voru en málið er i rannsókn. -ÆMK
Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir ASÍ:
Yfirgnæfandi meirihluti
— gegn framsali veiðiheimilda
DV, Akureyri:
I könnun Félagsvísindastofnunar
Háskóla íslands sem unnin var fýr-
ir Alþýðusamband íslands í síðasta
mánuði á afstöðu almennings til
framsals veiðiheimilda kom í ljós að
73,1% þeirra sem afstöðu tóku em
andvígir framsali en 26,9% fylgj-
andi. Þetta kom fram í ræðu Sævars
Gunnarssonar, formanns Sjómanna-
sambandsins, á fundi um sjávarút-
vegsmál á Akureyri um helgina.
í könnuninni var tekið „slembi-
úrtak“ úr þjóðskrá og voru 1500
manns í úrtakinu á aldrinum 18-75
ára. Af þeim svöraðu 1101 sem er
73,4% svöran og var meðalaldur
svarenda tæp 43 ár.
í könnuninni var spurt þriggja
spuminga. Þar var spurt hvort við-
komandi væri hlynntur eöa andvíg-
ur framsali veiðiheimilda í ein-
hverri mynd og niðurstaðan var af-
gerandi, eins og sagði hér að fram-
an.
Einnig var spurt hvort viðkom-
andi væri hlynntur varanlegri sölu
veiðiheimimilda. Af þeim sem af-
stöðu tóku lýstu sig 76% andvígir en
24% samþykkir.
í þriðja lagi var spurt hvort við-
komandi væri hlynntur eða andvíg-
ur því að útgerðarmenn geti leigt
öðrum veiðiheimildir sem þeir noti
ekki sjálfir á veiðiárinu, svöraðu
60,1% játandi en 39,9% neitandi.
Sævar Gunnarsson gerði þessa
könnun að umtalsefni á Akureyri
og sagði niðurstöðurnar efla launa-
fólk enn í baráttu sinni gegn því að
útgerðarmenn hafi frjálsan fram-
salsrétt á veiðiheimildum sem þeir
fái úthlutað úr sameiginlegri auð-
lind þjóðarinnar. -gk
Útvegsmenn innheimta hundruð
milljóna króna af sjómönnum
- sagði Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins
DV, Akureyri:
„Það hefur því miður sífellt auk-
ist síðastliðin fimm ár eða svo að út-
gerðarmenn hafa komist upp með
það að láta sjómenn borga sér auð-
lindaskatt. Útgerðarmenn fá auð-
lindina úthlutaða til afnota án end-
urgjalds og því er það algjört sið-
leysi, svo ekki sé meira sagt, að
þeim skuli, í skjóli þess að við
búum við liðónýtt verðmyndunar-
kerfi á sjávarfangi, líðast að inn-
heimta auðlindaskatt af sjómönnum
fyrir hundruð milljóna á ári
hvequ.“
Þetta sagði Sævar Gunnarsson,
formaður Sjómannasambandsins, á
ráðstefnu Stafnbúa um fiskveiði-
stjórnun, arðsemi og byggðastefnu
sem fram fór á Akureyri um helg-
ina. Sævar veittist mjög að útgerð-
armönnum í ræðu sinni á ráðstefn-
unni og sagði í upphafi að nú væri
svo komið að varla væru nokkrar
takmarkanir á framsali veiðiheim-
ilda, skilyrði sem voru fyrir fram-
sali hafi verið afnumin og allt væri
þetta í nafni svokallaðrar hagræð-
ingar.
„Ég segi svokölluð hagræðing,
vegna þess að stór hluti af aflatil-
færslum er ekkert annað en brask
með veiðiheimildir og á ekkert skylt
við hagræðingu. Á sjónarmið sjó-
manna hafa stjórnvöld ekki hlustað.
Þess í stað hefur hagræðingaráróð-
ur útvegsmanna verið hafður að
leiðarljósi og sífellt er verið að gera
framsalið frjálsara og útgerðinni
þóknanlegra.“
Sævar sagði að krafa þjóðarinnar
um að settur verði auðlindaskathn-
á sjávarútveginn verði sífellt harð-
ari og nú sé svo komið að 70% þjóð-
arinnar vilji að skatturinn verði
tekinn upp. „Sjómenn og útvegs-
menn hafa verið samstíga um að
hafna auðlindaskatti. Það er því
kaldhæðnislegt að brask útvegs-
manna með veiðiheimildir á stærst-
an þátt i því hvernig komið er i auð-
lindaskattsumræðunni. Þeir geta
þvi sjálfum sér um kennt, ef og þeg-
ar auðlindaskattur verður lagður á
greinina," sagði Sævar Gunnarsson.
-gk