Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Page 23
MÁNUDAGUR 3. MARS 1997 31 Þegar sjúklingar koma nær dauöa en lífi inn á slysavarð- stofu eru þeir sjaldnast í ástandi til að svara nákvæm- um spurningum um heilsufar sitt. Þetta getur leitt til þess að þeir fá ranga meðferð og þá er voðinn vis. Bandaríska fyrirtækið EMX LLC hefur því hannað sérsakt „heilsu- kort“ sem lítur út eins og greiðslukort. Með því að renna því í gegnum „posavél" geta læknar fengið fullkomn- ar upplýsingar um sjúkrasögu sjúklingsins. Til þess að forð- ast að óviðkomandi aðilar fái aðgang að svo viðkvæmum upplýsingum er hver sjúk- lingur með sitt eigið aðgangs- númer. Vísindamenn eru of ákafir í að finna lif á öðrum plánetum. Það veldur því að þeir hafa mistúlkað rannsóknamiðurstöður svo unnt sé að fullyrða að plánetur eins og jörð- in hafi fundist í öðrum sólkerfum. Þetta er skoðun stjameðlisfræð- ingsins David Gray. Hann segir að nýlegar fullyrðingar um að aðrar plánetur hafi fundist í öörum sól- kerfum séu ekki studdar nægilega traustum vísindalegum athugun- um. Vísindamenn hafa haldið því fram að „flökt“ í ljósinu sem sólir gefi frá sér sýni að pláneta (eða plánetvu’) séu á sporbaug um þær eins og plánetumar í okkar sól- kerfi. Skýringin á þessu flökti er sú að þyngdarafl plánetanna „togi“ í sólina. Gray telur hins vegar að „flöktið" stafi af því sem er að ger- ast i sólinni sjálfri. Til dæmis segir Stjörnukikirinn Hubble getur ekki staöfest hvort það eru til fleiri plánetur en jörðin í okkar vetrarbraut. hann að sól geti haft „bjarta“ og dimma hlið. I þessum deilum öllum hafa menn sól sem heitir 51 Pegasi í huga. Hún er lík sólinni sem jörðin hringsólar um og því hafa menn leitt líkum að þvi að plánetur sem fari í kringum hana geti verið líkar móður jörð. Vísindamenn sem eru á öndverðum meiði við Gray segja að slík sól „flökti" ekki á þann hátt sem Gray segir að sólir geri. Lausnin á þessu vandamáli virð- ist augljós: Sefja öflugan sjónauka út í geiminn (eins og Hubble-sjón- aukann) og einfaldlega sjá hvort einhver reikistjama sé á sporbaug um plánetuna. „Það er eins og að standa tvöhundruð kílómetra frá kjamorkusprengingu og reyna að sjá flugu sem er þrjá metra frá sprengingunni," segir Paul Butler frá Kaliforníuháskóla. Svo mörg voru þau orð. Býflugum fækkar stöðugt um allan heim og hafa skor- dýrafræðingar miklar áhyggj- ur af þessu enda engin hald- bær skýring á því hvers vegna þetta er að gerast. Til að reyna að fræðast um afdrif býflugna hafa skordýrafræð- ingar í Bretlandi fest örsmá senditæki, sem vega einungis þrjú millígrömm, á þarlendar býflugur. Nú má fýlgjast ná- kvæmlega með ferðum þess- ara dýra sem gegna lífsnauð- synlegu hlutverki fyrir plöntulíf á plánetunni jörð. J a p a n s k i Á rafeindaris- j inn Toshiba (og brautryðj- I andi í þróun DVD-diska) hefur tilkynnt að það hafi hannað og smíðað DVD-tæki sem gefi betri myndgæði en þau DVD- tæki sem era þegar til sölu. Nýju tækin geta geymt um 133 mínútur af háskerpumynd en það er 1,6 sinnum meira en þau DVD- tæki sem eru þegar komin á mark- aðinn. Að sögn talsmanns Toshiba munu nokkur ár líða þangað til nýju tækin koma á markað. Ætlunin er að DVD-diskar komi í staðinn fyrir hefðbundna CD- geisladiska og VHS-myndbands- spólur. -JHÞ í Bandaríkjunum eru hafn- ar tilraunir með að fræða tíu ára börn um skaðsemi fikni- efna. Þar, eins og hér á landi, færist aldur þeirra sem nota eiturlyf sífellt niður á við og því telja kennarar og sérfræð- ingar vestanhafs réttlætanlegt að vara svo ung böm við hættum sem fylgja eiturlyfja- neyslu. í kennslustundum er rætt jöfnum höndum um skaðsemi neyslu á koffini, sterum, tó- baki og kókaíni. enda er verdid hlægilegt! Full búð af hágæða heimilis og raftækjum á verði sem þig grunaði ekki að væri til! Milljón konur látast af barnsförum árlega. Flestar þessara ógæfusömu kvenna eru frá Asíu og Afríku. Verst er ástandið í Sómalíu þar sem ein af hverjum sjö konum, sem fæða börn, látast af bamsförum. Margar þessara kvenna eru of ungar til þess að ganga með eða fæða böm. Talið er að helmingur þeirra kvenna sem deyja á þennan hátt hafi ekki ætlað sér að eignast böm. Stundum láta þær lífið þegar þær eða ætt- menni þeirra reyna að eyða fóstrinu. Wð erutn' - AN NO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 á íslandi Stærsta heimilis*og raftækjaverslunarkeðja í Evrópu VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR Petta sérðu ekki á hverjum degi 29" PHILIPS sjónvarpstæki með 70W heima- bíomagnara og 5 liátölurum. Super black Line tlatur skjár með Comb-filter. Nicam stereo. Allar aðgerðir á skjá, valmynda- kerfi o.fl. Yfir 60 nýjar vörutegundir Allt heimsþekkt merki! SIEMENS - AEG - GRUNDIG - BRAUN - SAMSUNG PANASONIC - JVC - PHILIPS - SONY - VESTFROST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.