Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1997, Qupperneq 40
\ cwl Vinningitölur laugardaginn ■V f 7 V... 21 30 Fjöldi Vinningar vinninga Vinning&upphœð 1. 5<>tS ^ 0 6.895.520 2. 4 at 5*' 3 179.470 3- 4 ats m 8.360 4- 3 “ts 3.678 580 — 1.3/97 HelldarvlnningAupphœð ,0-495',M FR ETTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 3. MARS 1997 Margrét Frímannsdóttir: Ég sofna glöö „Ég er auðvitað mjög ánægð með þessar niðurstöður. Þetta sýnir að Al- þýðubandalagið er með stöðugt og i*aukið fylgi, nokkuð sem ég skynja á samtölum við fólk. Ég sofha glöð,“ sagði Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, í gær- kvöld þegar niðurstöður nýrrar könn- unar DV á fylgi flokkanna voru born- ar undir hana. Um niðurstöður varðandi viðhorf á sameiginlegu framboði á vegum Grósku sagði Margrét þær ekki koma sér svo mikið á óvart. „Það eru þarna ákveðnar sveiflur sem sýndu sig t.d. við stofnun Þjóð- vaka. Að vísu hefði ég haldið að hlut- fallið yrði hærra hjá okkur,“ sagði Margrét en tæp 37 prósent kjósenda Alþýðubandalagsins sögðust myndu breyta afstöðu sinni. -bjb L O K I Fjölskyldubíllinn ónýtur eftir að flutningabíll þvingaði hann út af veginum: Formaður Dagsbrúnar: Stefnir í verkföll Arni Edwinsson slapp naumlega ásamt eiginkonu sinni eftir aö jeppabifreiö hans valt í Hvalfiröi á laugardag. Árni segir aö flutningabílstjóri hafi þvingaö hann út af veginum meö glæfraakstri og bílstjórinn hafi veriö mjög heppinn aö drepa engan á veginum. Árni, sem slapp meö minniháttar meiösl á hendi, hyggst kæra flutningabílstjórann. DV-mynd Pjetur Kjarasamningaviðræður aðila vinnumarkaðarins stóðu í Karphús- inu fram á kvöld í gær. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSl, sagði í samtali við DV að vel hefði miðað í samningsátt. Viðræður myndu halda áfram i dag og byijað að ræða launatölur. Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, var svartsýnni og sagði ekkert benda til annars en verkföli skyllu á eftir viku. Báðir sögðu að í sjónmáli væri samkomulag milli Dagsbrúnar og VSÍ um fyrir- tækjaþátt kjarasamninga. Þær hug- myndir hefðu hins vegar fallið í grýtta jörð hjá VMSÍ og fleiri sérsam- böndum ASÍ. Sjá nánar á bls. 6. -SÁ Rændur á salerni Maður var rændur í fyrirtækinu Firmasalan hf. á Skúlagötu í gær- morgun. Maðurinn var að mæta til virrnu þegar hann kom aö tveimur þjófum. Voru þeir að stela málverki og tölvubúnaði. Annar lagði á flótta en hinn réðst á manninn og þvingaði hann inn á salemi. Þar rændi hann af honum veski, peningum og GSM- síma. Þjófanna er leitað. -RR Hann var heppinn að drepa engan - segir Árni Edwinsson sem ásamt konu sinni lenti í bílveltu „Þetta var algert brjálæði og við erum þakklát fyrir að stórslasast ekki. Ökumaður flutningabílsins var mjög heppinn að drepa engan þama því glæfi’alegt aksturslag hans ofli mörgum mikilli hættu,“ segir Ámi Edwinsson en hann og eiginkona hans sluppu með lítfls háttar meiðsl þegar stór flutninga- bífl þvingaði þau út af veginum í Hvalfirði á laugardag. Árni varð að sveigja jeppabifreið þeirra út af veginum til að lenda ekki framan á flutningabílnum sem var á öfugum vegarhelmingi að sögn Árna og annarra vitna. Jeppabifreið þeirra hjóna valt og stórskemmdist en þau sluppu giftusamlega. Skelfingu iostin „Við vorum á norðurleið og komin fram hjá Ferstiklu í Hval- firði þegar við sáum stóran flutn- ingabíl nálgast á ógnarhraða í beygju og hann var á öfugum veg- arhelmingi. Hann stefndi beint á okkur og við hjónin urðum auðvit- að skelfingu lostin. Mér tókst að sveigja bílnum út af veginum rétt áður en hann lenti á okkur. Jepp- inn okkar valt og lenti á þakinu en það bjargaði málum að ég var á frekar lítilli ferð. Við náðum með herkjum að skríða út úr bílnum og síðan nam staðar rúta sem var rétt á eftir okkur og ökumaður hennar hjálpaði okkur. Bílstjóri flutninga- bílsins stöðvaði ekki einu sinni til að athuga hvernig við hefðum það þó að hann þvingaði okkur svona út af veginum. Það munaði engu að hann keyrði á rútuna sem var á eftir okkur en hún var fúll af böm- um. Rútubílstjórinn náði að af- stýra slysi með því að aka út í veg- kant. Sleppur ekki Ég er mjög reiður yfir þessu og ætla að kæra þetta til lögreglunnar. Fjöldi vitna varð á leið þessa öku- manns og rétt slapp við árekstur. Ég veit að lögreglan hefur haft uppi á ökufantinum og hann mun ekki sleppa. Þessir flutningabílstjórar eru oft undir pressu í akstri sínum og þeim eru sett ströng tímamörk i löngum og erfiðum keyrslum. Það afsakar þó ekki svona glæfraakstur og sérstaklega ekki þegar atvinnu- bílstjórar með aukin ökuréttindi eiga í hlut,“ segir Ámi. DV fékk staðfest hjá lögreglu aö að minnsta kosti tveir aðrir öku- menn, rútubílstjórinn og ökumað- ur annars fólksbíls, staðfesti glæfraakstur flutningabílstjórans. -RR Veðrið á morgun: Slydda eða rigning Á morgun má búast við hvassri suðaustanátt og slyddu eða rign- ingu. Hiti verður á bilinu 1-5 stig. Snýst síðan í allhvassa eða hvassa suðvestanátt með éljum sunnan- og vestanlands og kólnandi veðri. Veðrið í dag er á bls. 44 &ENDIEllL.AðTÖC 1 533-1000 7 Kvöid- og helgarþjónusta MERKILEGA MERKIVELIN brother Islenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prenttxirðar Prentar í tvær linur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Slmi 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.