Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997 Fréttir Tveir fyrrum forsvarsmenn Sprengisands dæmdir í samtals 10,5 milljóna sektir: Ný lög og þyngri refs- ingar í skattamálum - misgjörðir gegn ríkinu vega þyngra en einstaklinga á milli, segir Jón Magnússon hrl. Kona, sem var fyrrum stjómar- formaður fyrirtækis sem rak m.a. skyndibitastaðinn Sprengisand, hef- ur verið dæmd til að greiða ríkis- sjóði 10 milljónir króna í sekt og í 2ja mánaða skilorðsbundið varð- hald fyrir að hafa vanrækt að standa skil á samtals tæplega 5 milijónum króna í virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 1995 áður en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrrum framkvæmdastjóri félagsins, einnig kona, var dæmd til að greiða 500 þúsund krónur i sekt og einnig í 30 daga skilorðsbundið varðhald. Sam- tals nam vangreiddur vsk., gjöld og staðgreiðsla fyrirtækisins rúmum 10 milljónum króna samkvæmt ákæm. Málið var dæmt samkvæmt ný- lega settum lögum um brot á virðis- aukaskatti og staðgreiðslu opin- berra gjalda. Jón Magnússon, veij- andi stjómarformannsins sem hlaut þyngri dóminn, sagði í samtali við DV að sín skoðun væri að nauðsyn bæri til að endurskoða hegningar- lögin í heild vegna skekkju og misvægis í kröfum ríkisins en ein- staklingar sem brotið væri gegn væra i annarri stöðu. Jón benti á að einnig væri það umhugsunarefni að skjólstæðingur hans fengi mun þyngri dóm fyrir minni brot væri miðað við nýgeng- inn dóm Hæstaréttar, þrátt fyrir að nú hefði verið dæmt samkvæmt ný- legum lögum. Jón vísaði til þess að Jóhann Bergþórsson var dæmdur til að greiða ríkissjóði „aðeins" 4 milljónir króna í sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á samtals 36 milljón- um króna til ríkissjóðs en skjól- stæðingur hans fengi 10 milljóna sekt fyrir að standa ekki skil á 5 milljónum króna. „Mitt mat á löggjöfinni sem dæmt er eftir er að hún sé algjörlega óeðli- leg. Rikið hefur heimild til að refsigera meingerðir gagnvart sér á mun strangari hátt en gert er ef um misgjörðir er að ræða gagnvart ein- staklingum þeirra á milli. Við erum að lögbinda hluti hér sem hefur ver- ið og er verið að afnema í nágranna- löndum okkur. Dómstólar standa frammi fyrir einhverjum skrímsl- um sem koma frá löggjafanum,“ sagði Jón. -Ótt Stuttar fréttir Ertu sátt(ur) við skattatillögur ríkisstjórnarinnar? Leikskólinn á Hör&uvölium í Hafnarfiröi þar sem Ifmt var fyrir munninn á litlum dreng. Máliö hefur vakið óhug meö- al almennings. DV-mynd Hiimar Þór „Límbandsmálið“ í leikskólanum í Hafnarfirði: Andlegt og líkamlegt ofbeldi á ósjálfbjarga barni - segir formaður Landssamtaka foreldrafélaga leikskóla Já v rödd "FOLKSINS 904 1600 „Þetta er ekkert annað en and- legt og líkamlegt ofbeldi á ósjálf- bjarga bami og málið ber að rann- saka sem slíkt. Þaö er með ólíkind- um að svona nokkuð skuli geta gerst inni á dagvistarstofnun og leiðir hugann að því í hverju eftir- lit með slíkum stofnunum felist,“ sagði Ingibjörg Óðinsdóttir, for- maður Landssamtaka foreldrafé- laga leikskóla (LFL) vegna atvikis- ins þegar límt var fyrir munn lítils drengs á leikskólanum á Hörðu- völlum í Hafharfirði. „Mér flnnst það líka háalvarlegt mál ef leikskólastjórinn hefur ekki haft vitneskju um að þessari aðferð var beitt í leikskólanum því leik- skólafulltrúi bæjarins kannaðist við tilvist „stólsins" í samtali við eitt foreldrið og sagðist hafa veitt „ám- inningu og tiltal“ í því sambandi. Einnig kannast eldri börn í leikskól- anum viö aö böm séu sett í „stól- inn“ og fái „plástur" á munninn. Þama finnst mér bæði leikskóla- stjórinn og leikskólafulltrúinn gjör- samlega bregðast sínum skyldum og ekki hafa sinnt eftirlitinu sem skyldi. Eiga ekki aö umgangast börn „Það vora þrír fullorðnir leið- beinendur inni í stofunni þar sem tveggja ára bam sat stjarft í stól með varimar klesstar undir lím- bandi afþví að það hafði „viljandi" verið með hávaða. Að mínu mati bera þeir allir ábyrgð á því sem fram fór og því ber að víkja þeim öllum úr starfi. Það er með öllu óskiljanlegt að það skuli hvarfla að nokkram manni að beita aðferðum sem þessum á bam sem hvorki get- ur svarað fyrir sig né varið sig. Eng- inn þeirra ætti að hafa leyfi til að umgangast böm, hvað þá annast annarra manna böm,“ sagði Ingi- björg. Hún vildi þó taka fram að mál sem þetta heyrði til algjörra undantekninga og því væri ekki ástæða fyrir foreldra að óttast um böm sín í dagvistun. „Þann tíma sem ég hef setið í stjóm samtakanna man ég ekki eft- ir að hafa heyrt annað eins. í lang- flestum tilvikum er starfsfólk leik- skólanna til fyrirmyndar, jafnt faglært sem ófaglært,“ segir Ingi- björg. -RR Olíufélag á uppleið Olíufélagið skilaði 295 millj- óna króna hagnaöi árið 1996 samanborið við 263 milljónir árið á undan. Markaðshlutdeild félagsins er 42,3% og eigið fé í árslok 4.445 milljónir króna og hafði hækkað um 615 milljónir. Norðurál Félagið Norðurál verður stofnað um rekstur álvers Col- umbia á Grundartanga. Fram- varp um stofnun þess og samn- ingaumboð til iðnaðarráðherra um það hefur verið lagt fram á Alþingi. RÚV sagði frá: Lög æðri töxtum Jafnréttislög era æðri launa- töxtum samkvæmt dómi Hæsta- réttar sem dæmdi konu sömu laun og karlmanni fyrir sömu störf hjá Sjónvarpinu. Karlmað- urinn var í öðra stéttarfélagi og taxtar hans hærri en konunnar, en Sjónvarpið var dæmt til aö greiöa henni það sama og manninnum. RÚV sagði frá. Marel kaupir Carnitech Marel hefur fest kaup á fyrir- tækinu danska Camitech sem er leiðandi í smíði tækjabúnaö- ar fyrir rækjuiðnaðinn og auk þess stærra en kaupandinn, Marel. Eiturkóngur frjáls Mannlíf segir að umsvifa- mesti eiturlyfjasali landsins til tjölda ára starfi í skjóli lögregl- unnar gegn því að koma upp um aðra eitursala. Flestir vilja Karl Rúmur helmingur þjóðarinn- ar vill sr. Karl Sigurbjörnsson sem næsta biskup íslands sam- kvæmt könnun Gallup. Sjón- varpiö sagði frá. -SÁ Hörðuvellir: Leiðbeinend- unum vikið úr starfi „Þremur leiðbeinendum á leik- skólanum á Hörðuvöllum í Hafn- arfirði var í gær sagt upp störfum í kjölfar atviksins sl. mánudag þegar límt var fyrir munninn á tveggja ára gömlum dreng þar. Leiðbein- endumir era allt miðaldra konur. Þær höfðu starfað á leikskólanum í töluverðan tíma. Þær eru ófaglærð- ar en höfðu mikla reynslu í að starfa með bömum. Ein þeirra límdi fýrir munninn á litla drengnum með breiðu lím- bandi þar sem hann sat í svokölluð- um „Hokus Pokus stól“ sem er mjög erfitt að komast úr. Hinar tvær kon- umar voru inni í herberginu þegar atvikið átti sér stað. Þær gáfu þá skýringu að barnið hefði verið með ærslagang og hávaða. Granur hefur vaknað meðal margra foreldra, sem eiga böm á leikskólanum, um að svona atvik hafi gerst áður á leikskólanum og er verið að rannsaka þau mál. Ákvörð- unin um að víkja konunum úr starfi var tekin í gær á fundi stjómar Verkakvennafélagsins Framtíðin, sem rekið hefur leikskólann undan- farin 60 ár. „Það hefur fallið svartur blettur á leikskólann og allt hans starfsfólk. Nú er fram undan mjög erfítt starf að reyna að byggja upp á nýjan leik. Við munum reyna hvað við getum og þó að það séu óánægjuraddir þá höfum viö líka fengið góðan stuðn- ing frá mörgum foreldrum. Það er ekki ljóst á þessari stundu hve mik- ið brotthvarf verður úr leikskólan- um. Það hefur vantað 5 böm hér í yngstu deildina undanfarna tvo daga,“ segir Rebekka Árnadóttir, leikskólastjóri á Höröuvöllum, að- spurð um málið. Mó&ir íhugar kæru „Ég hef alvarlega íhugað að kæra viðkomandi leiðbeinendur og það hafa margir hvatt mig til að gera það. Það er ekki ljóst á þessari stundu en ég mun skoða það vand- lega,“ segir móðir litla drengsins, sem ekki vill koma fram undir nafhi. „Þetta er auðvitað mjög alvar- legt mál. Það er ljóst að þetta er mikiö sjokk fyrir bömin og að- standendur þeirra. Við munum að- stoða börnin af fremsta megni og erum nú að leggja línumar hvem- ig best er að hjálpa þeim,“ segir Margrét Sigmarsdóttir, sálfræðing- ur hjá Skólaskrifstofu Hafnarfiarð- ar, um málið. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.