Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997 7 DV Sandkorn Barnapían Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og fyrrum ráð- herra, hefur gengist upp i föðurhlutverk- inu siðustu tvö árin. Á dögun- um var hann svo einn heima um kvöld með dóttur sinni. Hann var kom- inn í náttföt og slopp og komið að þvi að fara í hátt- inn. Þá slapp dóttirin fram á gang í fjölbýlishúsinu sem fjölskyldan býr í og komst þar í blómapott og rótaði upp mold. Össur kom fljótt á vett- vang og tók til við að hreinsa mold- ina upp en þá stökk dóttirin inn og skellti í lás og Össur var lykillaus. Hann komst i tæri við GSM síma hjá einhverjum nágranna sínum og gat hringt í tengdafólk sitt sem haföi lykil. Síðan hringdi hann í dótturina og náði að spjalla við hana á meðan beðið var eftir lyklin- um. Það urðu hins vegar margir íbúar hússins hissa þegar þeir sáu þingmanninn sitja í stiganum á náttfötunum og tala i farsíma. Jarðað og sungið Og meira um krata. Fyrir nokkru var haldinn aöalfundur Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur og varð hann nokkuð sögu- legur því fram- in var hallar- bylting innan félagsins. For- maður til nokk- urra ára, Gunn- ar Ingi Gunn- arsson, ætlaði að gefa kost á sér áfram. Þegar kom fram vel skipulagt mótframboð hætti hann við og Rúnar Geirmundsson útfar- arstjóri var kjörinn formaður. And- stæðingar Rúnars vona aö það þýði ekkert neikvætt fyrir félagið að út- fararstjóri gerist foringi þess. En Rúnar er söngmaður góður og syng- ur í frægum kórum. Andstæðingar hans segja að nú geti hann bæði jarðað félagið og sungið yfir því. Misskilningur Áhuginn fyrir Evrópuknattspyrn- unni er mikill hér á landi. Það er ekkilengur bara enska knattspyrnan sem sýnd er hér á landi heldur er sýnt frá leikjum víðs vegar að úr Evrópu. Veit- ingahús og pöbbar hafa kynt undir þessum áhuga með því að hafa staðina opna á þeim tima sem leikir eru í sjón- vaipinu og hafa komið sér upp stór- um og miklum sjónvarpsskjám og aðsóknin er mikil. Ölver er einn af þessum stöðum. Á dögunum var verið að sýna leik í sjónvarpinu þegar síminn hringdi. Spurt var hvort verið væri að sýna leik með Tottenham. Sá sem svaraði var ekk- ert inni í ensku knattspymunni og sagði það ekki vera. Það væri verið að sýna leik með einhverju Spurs- liöi. „Ertu viss um að það sé ekki Tottenham?" var spurt. „Já, það stóð bara Spurs á skjánum. Þetta var látið gott heita. Um kvöldið átti að vera dansleikur og irska hljóm- sveitin Dubliners átti aö skemmta. Nokkru seinna var hringt og spurt hvort Dubliners ætti að leika í kvöld? „Æ, ég ætla að gefa þér sam- band við hann Nonna, ég veit svo lítið um þessa ensku knattspymu." Hollustukreppa Hjörleifur Sveinbjömsson, eigin- maður Ingibjargar Sólrúnar borgar- stjóra, sagði í samtali við DV á dögunum að hann heföi hætt við að sjá um áróðursmál hjá BSRB eftir að konan hans varö borgar- stjóri. Hann sagðist ómögu- lega geta haft af því atvinnu að skamma konu sina. Um þetta var ort á Sauðárkróki. Óhollustu iðkar nú, ei vill skömmum beita, enda má hans fina frú frekjudolla heita. Umsjón Sigurdor Sigurdórsson Fréttir Reynt að fá mjólk frá Selfossi og af Snæfellsnesi: Reynum að fá önnur verka- lýðsfélög til aðstoðar - segir Ólafur Ólafsson, trúnaðarmaður hjá MS „Því miður hefur borið á því að verslanir hafi sótt mjólk til Mjólkur- bús Flóamanna og þar hefur mjólk verið afgreidd. Við erum aö reyna aö koma í veg fyrir þetta og höfum leitað til Verkalýðsfélagsins á Sel- fossi eftir aðstoð við að stöðva þetta. Það hefur lofað að gera allt sem það getur til þess,“ sagði Ólafur Ól- afsson, trúnaðarmaöur Dagsbrúnar í Mjólkursamsölunni. Verkfall hefur nú staðið í Mjólk- ursamsölunni síðan á surmudags- kvöld. Ólafur segist ekki vita um verkfallsbrot þar nema í fyrradag þegar verið var að prufukeyra nýja pökkunarvél. Dagsbrún bauð und- anþágu fyrir sína menn við það verk en þvi var hafnað. „Annars vitum við ekki mikið um þetta því við erum lokaöir úti og fáum ekki að fylgjast með því sem er að gerast þar innan dyra,“ sagði Ólafur. Hann sagði að eitthvaö væri um að menn úr Reykjavík hefðu farið um Snæfellsnes og keypt upp mjólk. Henni er pakkað og hún afgreidd hjá útibúi Mjólkursamsölunnar í Búðardal. „Við höfum leitað til verkalýðsfé- lagsins í Búðardal um aðstoð við að stöðva þetta. Okkur þætti sárt ef það gerði það ekki, því félagið er og hefur verið með áskrift að okkar kjarasamningum," sagði Ólafur. Búist er við að í dag fari fyrst að bera á mjólkurskorti á höfuðborgar- svæðinu. Ástandið fer síðan hratt versnandi næstu daga, dragist verk- fallið á langinn. -S.dór Þar sem enn er aö finna mjólk f verslunum er hún skömmtuð. DV-mynd Hilmar Þór Þungt fyrir í kjaradeilu bankamanna: Eigum von á sátta- tillögu í deilunni - segir Vilhelm G. Kristinsson, framkvæmdastjóri SÍB „Því miður hefur verið afskap- lega þungt fyrir fæti það sem af er þessum kjaraviðræðum. Og eins og málið stendur í dag á ég allt eins von á því að ekki verði hjá því kom- ist að ríkissáttasemjari leggi fram sáttatillögu. Ég segi þetta þó með þeim fyrirvara að samningaviðræð- ur geta oft á tíöum tekið breyting- um bæði í jákvæða átt sem nei- kvæða án mikils fyrirvara," sagði Vilhelm G. Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra bankamanna, í samtali við DV í gær. Bankamenn hafa boðað verkfall frá og með 20. mars næstkomandi. Fimm dögum áður en til boðaðs verkfalls kemur verður ríkissátta- semjari-að leggja fram sáttatillögu lögum samkvæmt. Hann getur líka frestað verkfalli, lengst í 15 daga, meðan verið er að greiða atkvæði um sáttatillöguna. Gangi ekki sam- an og sáttasemjari leggur fram sáttatillögu og nýti hann 15 daga ffestinn, mun verkfall bankamanna hefjast 4. apríl verði sáttatillagan ekki samþykkt eða samningar takast ekki með öðrum hætti. Samningafundur í deilunni hófst aftur síðdegis í gær. -S.dór Kj arasamningar: Baldur boðar verkfall Verkalýðsfélagið Baldur á ísa- firði hefur boðað verkfall frá og með 2. apríl hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Verkfallsboðunin var samþykkt í atkvæðagreiðslu með 148 atkvæðum gegn 19 en 170 félagar af 318 á kjörskrá, eða 53,4 prósent, tóku þátt í atkvæðagreiðsl- unni. Fagnaðu með Lítnum! afmælisafslátlur HVSÆA Bostik MMmiUhg Liturinn er sérverslun með málningarvörur þar sem þú nýtur persónulegrar þjónustu fagfólks, sem hugsar aöeins um þarfir þínar. Prufndns á 100 kr. léttir leitina að rétta litnum! 1977-1997á ÍHurínn ...rétti liturinn, rétta verbib, rétta fólkið Síðumúla 15, sími 553 3070 -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.