Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997 *í -jM lennmg n t I Vegvísir Jóns Tónleikar í rauðri tónleikaröð Sinfóníu- hljómsveitar íslands voru haldnir í gærkvöld. Á efnisskránni voru þrjú verk, Bjarkarmál eft- ir Jón Nordal, Inngangur og allegro op. 47 eft- ir Elgar og Veni, Veni Emmanuel eftir James Macmillan. Hljómsveitarstjórinn, Jerzy Maksymiuk, er tónleikagestum að góðu kunn- ur. Einleikaranum, sem aftur kemur hingað i fylgd hans, getur enginn gleymt sem einu sinni hefur upplifað. Evelyn Glennie er snilld- ar slagverksleikari sem alla töfrar með göldr- um sinum. Tónlist Sigfríður Björnsdóttir Verkin þrjú á efnisskránni eru öll sérkenni- lega persónulegir merkisberar síns tíma. í verkinu eftir Elgar, sem samið er 1905, má greina svolítið ráðvillt afturhvarf til fortíðar. Burðarstoðir tónlistarinnar eins og hún hefur hljómað árhundruðum saman, hanga á þess- um tíma uppi eiginlega bara á lyginni. Það þarf aðeins að blása á spilaborgina og þar með hrynur hún. Eða það héldu menn. Margir horfðu því, eins og Elgar, með trega til fortíð- ar og voru með sumum verka sinna meira að kveðja það sem áður hafði verið en að endur- vekja það. Um það bil fimmtíu árrnn síðar skrifar Jón Nordal hins vegar verk sitt Bjarkamál og þar Einleikaranum getur enginn gleymt ... Evelyn Glennie á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Is- lands. DV-mynd EÓI. má heyra það sem Elgar vissi ekki, en það er að hefðin lifir! Ekki kunnugleg í tregahland- inni íhaldssemi heldur sem grunnur nýrra tíma og breyttra verka. í Bjarkamálum Jóns er haldið utan um frumlegan og sérstæðan efni- viöinn með aðferðum sem eiga sér í raun ræt- ur í heiðríkju klassíkurinnar. Rökleg fram- vinda og þétfleiki úrvinnslunnar bera framúr- skarandi tónlistargáfum vitni. Hinn ungi Jón á grundvelli þessa verks mögulegur spámaður í eigin fóðurlandi. Ekki vannst tími til að fletta upp samtimaumsögnum, en líklegt verð- ur að teljast að menn hafi nefnt áhrifavalda eins og Bartók þar. Verkið er íslenskt, stund- um um of ef það er hægt. Síðasti hlutinn stend- ur ekki alveg undir hlutverki sinu, en í heild- ina er verkið sterk og persónuleg smíð - sem vísar inn í bjarta framtfð fagurrar \ óhlutbundinnar tónlistar í sinni hreinustu ' mynd. Vegvísir fyrir alla sem vildu gegn- um þoku niðurrifs og tilrauna. Macmillan er barn þess tíma þegar mörk 1 afþreyingarefnis og tónlistar sem listgreinar eru að þurrkast út. Veni, Veni Emmanuel, sem frumflutt var árið 1992, stóð ekki undir þeim vonum sem fyrri kynni af verkum hans höfðu vakið. Verkið er óneitanlega skemmti- legt á köflum, með grípandi hrynmynstrum sínum og dansáhrifum, en það er ekki nóg. Vegna þess að það stendur á veikum gnmni hvað varðar hljóma og linur þá verður fram- vindan tilbúningur, verkið situr á mikilvæg- um stöðum eins og fast í sjálfu sér. Tilbreyt- ingin ein skapar ekki samhengi sem þolir tim- ans tönn og það gera hljóða-„effektar“ ekki heldur. Ef heldur fram sem horfir endar hinn að maður hélt hæfileikamikli Macmillan sem kvikmyndatónsmiður, ekki slæm staða en allt önnur en sú sem hann virtist stefna á. Flutningur var í gærkvöldi mjög góður. Ákefð stjómandans og innlifun hins snilldar- lega einleikara var smitandi og þess nutu bæði hljóðfæraleikarar og hlustendur. Hjá „góðu" fólki Á Herranótt Menntaskólans i Reykjavík er hefð fyrir því að hugsa stórt og leggja mikið í sýningar. Uppfærslan á Andorra eftir Max Frisch er þar engin undantekning og greini- lega liggur óhemjuleg vinna að baki þegar ár- angurinn loks birtist fyrir augum áhorfenda. í smáríkinu Andorra, sem höfundurinn Max Frisch tekur skýrt fram að eigi ekkert sameig- inlegt hinu raunverulega Andorra nema nafn- ið, ríkir friður og íbúum finnst sjálfum að þar þrífist gott mannlíf. En þegar betur er að gáð kemur ýmislegt annað í ljós. Leikritinu er ætlað að verka sterkt á áhorf- andann og það er þrungið margvíslegum skila-, boðum, sem flétta leikritsins afhjúpar smátt og smátt. Rétt eins og fuglar sem hópa sig saman að hausti hefúr „samlitt" fólk tilhneiginu til að þjappa sér saman, en sá sem ekki fellur inn í hópinn er tekinn fyrir. Tískuorðið „einelti“ á vel við um efni og inntak leikritsins, sem sýnir hvemig tilfinn- ingakuldi og afskiptaleysi um hag náungans geta verið allri grimmd verri og leitt til ógæfu. Það eru einmitt þessi skilaboð sem hitta beint í mark, burtséð frá tima og umhverfi. í kjama verksins stendur svo hin ótrúlega aðlögunar- hæfni mannskepnunnar, sem sér aðeins það sem hún vill sjá og er svo undrafljót að hvít- þvo sjálfa sig af allri sök sé þess kostur. Leikendurnir standa sig í heildina tekið prýðilega, og augljóst að leikstjóri hefur lagt rækt við hvert og eitt. Þaö er auðvitað ekki hægt að æflast til þess að menntaskólanemar nái utan um persónulýsingamar i leikriti eins Leiklist Auður Eydal og Andorra en þama má sjá þokkalegustu frammistöðu einstakra leikenda. Af þeim má nefna Ólaf Egil Egilsson, sem er í nokkrum sérflokki, Svein Kjarval í hlutverki Andra, Sunnu Mímisdóttur, Ester Talíu Casey, Sól- veigu Guðmundsdóttur, Hlyn Pál Pálsson, Finn Þór Vilhjálmsson og Baldvin Þór Bergs- son. Þó að verkefnið sé erfitt hefur hópnum tek- ist að vinna úr því sjálfum sér og áhorfendum til þroska og umhugsunar. Og það er varla hægt að biðja um meira. Sveinn Kjarval og Sunna Mímisdóttir f hlutverkum sínum. DV- mynd Hilmar Þór Á Herranótt M.R. í Tjarnarbíói: Andorra Höfundur: Max Frisch Þýöing: Þorvarður Helgason Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson Listræn hönnun: Sigurður Kaiser Guðmunds- son Tónlist: Ólafur Björn Ólafsson Óheppinn píanósnillingur Píanóleikur í kvikmyndum er oft ósannfær- andi. Leikarinn er þá með hendumar á kolvit- lausum stað á hljómborðinu miðað við það sem heyrist og setur um leið upp klisjukenndan væmnissvip sem enginn alvömpíanóleikari sést gera. Sem betur fer hafa aðstandendur kvik- myndarinnar Shine, eða Undrið eins og hún nefhist á Islensku, ekki fallið í þessa gryfju. Það er nánast eins og Geoffrey Rush - sem leikur ástralska píanósnillinginn David Helfgott - sé að spila á píanóið í alvöru. Og hvílikur píanó- Tónlist Jónas Sen leikur! David Helfgott spilar sjálfur verkin sem heyrast í myndinni og verður örugglega ein af skærastu stjömum tónlistarheimsins. í örstuttu máli gallar Undrið um undra- bamið Helfgott sem var rekinn áfram af föður sínum. Sá síðarnefndi var reyndar ekki með öllum mjalla, þvi þegar sonur hans skyldi halda til náms í annarri heimsálfu trylltist hann af afbrýðisemi. Hinn ungi David fór samt til London til frekara náms, og varð það til þess að sá gamli afheitaði syni sínum. Olli það auðvitað miklum sálarkvölum, og mörgum árum seinna, rétt eftir að Helfgott hafði leikið Noah Taylor leikur David Heifgott ungan - þann sem spilar Rachmaninoff á lokaprófinu. þriðja pianókonsert Rachmaninoffs á loka- prófstónleikum sínum, fékk hann taugaáfall og var settur á geðdeild. Þar var hann í tíu ár án þess að snerta hljóðfæri - svo kynntist hann góðri konu og í kjölfarið fór hann aftur að koma fram á tónleikum, við trylltan fógnuð áheyrenda. Skemmst er frá því að segja að þetta er frá- bær mynd. Geoffrey Rush er mjög sannfær- andi sem hinn stórskrýtni, síblaðrandi píanó- snillingur - og hann er ekki með neinn Ric- hard Clayderman-svip á andlitinu þegar hann spilar. Myndin sýnir á áhrifaríkan hátt hversu erfitt er að vera undrabam og konsertpíanó- leikari, og eiga heimskan foður. Því miður stígur það mörgum foreldram til höfuðs að eiga snilling fyrir son eða dóttur og freistast margir til að troða baminu fram í sviðljósið áður en nægur þroski er fyrir hendi. Píanókennarinn Cecil Parkes - sem leikinn er af John Gielgud - á nánast grunsamlega náin samskipti við nemanda sinn, Helfgott. En þegar betur er að gáð á þetta sínar skýringar: Parkes véir mikilhæfur píanóleikari en hafði verið svo óheppinn að veikjast með þeim af- leiðingum að hann gat ekki lengur stundað list sína. Parkes segir Helfgott að hann hafi líka - áður en hann veiktist - leikið þriðja píanó- konsert Rachmaninoffs fyrir Rachmaninoff sjálfan, sem dó árið 1943. Parkes er því á viss- an hátt að framlengja hlutverk fóðurins ógur- lega - sem einnig var misheppnaður hljóð- færaleikari og vildi að sonurinn léki þennan konsert strax á barnsaldri. Það er því ekkert skrýtið að David skyldi brotna saman. Þriðji píanókonsert Rachmaninoffs er hræöilega erfiður og hefur hvflt þungt á mörg- um píanóleikaranum í gegnum tiðina. Undir- ritaður hefúr það eftir áreiðanlegum heimild- um að Vladimir Ashkenazy hafi eitt sinn dreymt draum þar sem hann var að spila þetta verk á píanó á hliðinni - á lóðrétt hljómborð - fyrir fullu húsi. Það er sko martröð í lagi... Ottó nashyrningur Sagan um Topper, Viggó, töfrablýant- inn og stóra og klunnalega nashyming- inn eftir vinsæla danska bamabókahöf- undinn Ole Lund Kirkegaard var kvik- mynduð fyrir alla fjölskylduna og mynd- in verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudaginn kl. 14. Ókeypis inn. Óbó í einleikshlutverki Okkur gefst ekki oft tækifæri til að heyra heila tónleika þar sem óbó er í einleikshlut- verki, en það gerist á mánudagskvöldið í ierðarsafni í Kópavogi. >á halda tónleika Ey- dís Franzdóttir óbó- leikari og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanó- leikari. Á efiiisskrá eru verk eftir Michael Head, Paul Hindemith, QBtýí'""0 J.W. Kaliwoda, Antal Doráti, Carl Niel- sen og Camille Saint-Saens. Tónleikamir hefjast kl. 20.30. Leikhústónlist í Lista- kjallara A mánudagskvöldið veröur Söngskól- inn í Reykjavík með dagskrá í Lista- klúbbi Leikhúskjallarans þar sem Nem- endaópera skólans flytur valda kafla úr tveim efnisskrám sem fluttar hafa verið undanfarið við miklar vinsældir. í fyrri hluta dagskrárinnar flytja söngvaramir ungu útdrátt úr Leður- blökunni eftir Johann Strauss, um það bil klukkustundar langan, undir stjóm Iwonu Jagla og Garðars Cortes. Til að punta upp á veislu Orlofskys verða skemmtiatriði úr Carmen og Ævintýr- um Hoffmans. í seinni hluta dagskrárinnar er tónlist úr íslenskum leikritum og bandarískum söngleikjum undir stjóm Magnúsar Ingimarssonar. Meðal annars verða flutt lög eftir Jón Múla og Jónas Ámasyni, Flosa Ólafsson og Magnús Ingimarsson. Einnig verða fluttar syrpur úr söngleikj- unum Carousel og Show Boat. Alls koma fram 26 nemendur óperu- deildar Söngskólans, og sögumaður er Helga Kolbeinsdóttir. Húsið veröur opn- að kl. 20 en dagskráin hefst kl. 21. Síðasta heimsókn Guðríð- ar á Snæfellsnes Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 verður leikritið Heimur Guðríðar - Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur i kirkju Hallgríms - eftir Steinunni Jó- hannesdóttur sýnt í Ólafsvík- urkirkju í til- efni af þrítugs- afmæli kirkj- unnar á þessu ári. Leikritiö var frum- sýnt á Kirkjulista- hátíð í Heiga _ Reykjavík G“óríöar i júní ' ' í 1995 og hefur verið sýnt í fjölmörgum kirkjum víða um land síðan. Aðal- hlutverk leika Helga E. Jónsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Á mánudagskvöldið kl. 20.30 verður verkið sýnt í Grundarfjarðarkirkju. Sallenave í heimsókn Á mánudagskvöldið kl. 20.30 verður haldið bókmenntakvöld til heiðurs franska rithöfundinum Daniéle Sallena- ve hjá Alliance Fran?aise við Ingólfs- torg. Þar munu Guðrún Kristinsdóttir og Ásta Ingibjartsdóttir lesa úr verkum Daniéle og texta eftir hana verður dreift í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Torfi Tulinius túlkar. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir ■n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.