Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997 37 DV Verk eftir Jacques Monory á Kjarvalsstöðum. Leiðin til Reykjavíkur og Kuldi Tvær sýningar standa nú yfir á Kjarvalsstöðum á verkum eft- ir tvo þekkta erlenda listamenn. Barbara Westman sýnir vatns- litamyndir og eru þær afrakstur upplifun hennar þegar hún dvaldi hér á landi á síðastliðnu ári, nefnir hún sýningu sína Leiðin til Reykjavíkur. Barbara Westmanm hefur fyrir löngu markað sér rými i listasögunni fyrir persónulegan stíl og myndefni sem oftar en ekki fjall- ar um lífið og tilveruna í Boston. Að þessu sinni er það ís- land sem vekur hugljómun hennar og sköpunargáfu. Hún málar landið í vatnslit af fingr- um fram, hrauniö snjóinn, sjó- inn og veörið. Sýningar Jacques Monnory sem sýnir ný verk er einn af frumkvöðlum evrópsku popplistarinnar. Monory var leiðandi meðal ungra framsækinna og gagnrýn- inna listamanna í evrópu í byrj- un sjöunda áratugarins. Myndir hans eru frásagnarmyndir, sam- félagslegar, fjalla um hversdags- lífið þar sem áhorfandinn er ýmist áhorfandi eða þátttakandi í flóknu myndrými, sem sækir tilvísanir og frásagnaraðferðir oft og iðulega í myndskeið kvik- myndanna. Kjarvalsstaðir eru opnir dag- lega milli kL 10.00 og 18.00. Leyndarmál Viktoríu í kvöld verða undanúrslit í kynþokkakeppninni Leyndarmál Viktoriu og munu þær fjórar stúlkur sem komust í undanúr- slitin, Elsa, Díana, Rakel og Kol- brún koma fram í Tunglinu og sýna undirfót. Úrslitakeppnin er 22. mars. Listin að elska og njóta Á morgun verður námskeiðið Listin að elska og njóta haldið að Hótel Loftleiðum. Leiðbeinendur eru Bragi Skúlason, sjúkrahús- prestur og Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur. Námskeiðið hefst kl. 13.00. Samkomur Greifakvöld GR Karlmenn í Golfklúbbi Reykja- víkur halda sitt árlega Greifa- kvöld í Golfskálanum í Grafar- holti í kvöld. Félagsvist Félag eldri borgara i Kópavogi verður með félagsvist í Gjábakka, Fannborg 8 í kvöld kl. 20.30. Síðdegistónleikar í Hinu húsinu Hljómsveitin Moðfisk kemur fram á síðdegistónleikum í Hinu húsinu í dag kl. 17.00. Moðfisk spilar nýbylgjurokk og gaf út geislaplötu fyrir jólin. Plunge í Rósenbergkjallaranum: Vöktu athygli í Hollywood Það vissu fáir hver norðlenska hljómsveitin Plunge var þegar það fréttist að þeir væru búnir að gera kynninarsamning við Rodell Recortds í Hollywood, enda hafði lítið farið fyrir hljómsveitinni. Samingurinn varð til þegar félag- amir í sveitinni sáu auglýst í am- erísku tónlistarbandi eftir upptök- um með hljómsveitum með kynn- ingarútgáfu í huga. Þeir voru ný- búnir að hljóðrita lög og sendu upptöku og vora síðan valdir úr þúsundum umsækjenda. Skemmtanir Þessi efnilega hljómsveit ætlar að spila sunnan heiða i kvöld, nánar tiltekið í Rósenbergkjallar- anum og munu þeir bæði leika frumsamin lög ásamt útvöldu „cover“ efni. Hljómsveitina skipa: gítar, Víðir Vemharðsson, gítar, bassi og Sveinn Hjartarson á Gottskálk Kristjánsson, söngur, söngur, Jón Svanur Sveinsson trommur. Aðalleiðir á Snæfellsnesi og Vestfjörð- um færar Fært er um Reykjanes, Hellis- heiði, Þrengsli og allt austur á firði til Egilsstaða. Allur hringvegurinn er fær, en búast má við hálku, sér- staklega á norðan- og austanverðu Færð á vegum landinu. AUar aðalleiðir á Snæfells- nesi og Vestfjörðum era færar. Nokkur snjór er á vegum og víða nokkur hálka. Þá eru einstaka heið- ar ófærar. m Hálka og snjór 0 Vegavinna-aðgát ODar"*0 @ Öxulþungatakmarkanir (g) Fært fjallabílum Ástand vega Sólborg og Hlynur eignast fjórðu telpuna Litla telpan á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítalans 24. febrúar kl. 15.48. Hún var við fæð- ingu 3370 grömm að Barn dagsins þyngd og 50 sentímetra löng. Foreldrar hennar era Sólborg Guðmunds- dóttir og Hlynur Ólafs- son. Hún á þrjár systur, Evu Hrönn, 10 ára, Marín Ósk, 6 ára og Söru Karen, 19 mánaða. Gina Gershon og Jennifer Tilly leika ástfangnar konur í Bound. Samantekin ráð Bíóborgin hefur að undanfórnu sýnt hina ágætu spennumynd Bound, sem fjallar um tvær lesb- íur sem reyna hið ómögulega, að ræna milljónum dollara af mafí- unni og lenda í miklum hremm- ingum eins og við er að búast. í aðalhlutverkum eru Gina Gers- hon og Jennifer Tilly. Mótleikari þeirra er Joe Pantoliano en hann leikur sambýlismann Violet og þann sem á að gæta peninga mafíunnar. Kvikmyndir Bound er gerð af tveimur ung- um bræðrum, Larry og Andy Wachowski, sem ekki hafa mikla reynslu af kvikmyndagerð og er Bound fyrsta kvikmyndin sem þeir leikstýra. Áöur höfðu þeir skrifað handritið að Assassins þar sem Sylvester Stallone og Antonio Banderas voru í aðal- hlutverkum:. Nýjar myndir: Háskólabíó:Star Trek: Fyrstu kynni Laugarásbíó: The Crow 2: Borg englanna Kringlubíó: Auðuga ekkjan Saga-bíó: Space Jam Bíóhöllin: Innrásin frá Mars Bíóborgin: Bound Regnboginn: Rómeó og Júlía Stjörnubíó: Málið gegn Larry Flynt Krossgátan r~ í p *r- r r~ lo V- w ló rr 1 nr ir i r r > n w 'zr J Lárétt: 1 sterka, 7 frá, 8 viðkvæm- an, 10 nöldur, 11 tímabil, 12 fljót, 14 átt, 15 utan, 17 rúlluðu, 19 skítur, 20 lyfti, 21 rammi. Lóðrétt: 1 skömm, 2 niður, 3 háttur, 4 bátar, 5 hljóð, 6 blása, 9 kurr, 13 hvefsin, 14 hópur, 16 lærði, 18 fjall- segg, 19 umdæmisstafir, 20 titill. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 forviða, 7 ára, 8 æðst, 10 smugum, 12 illu, 14 rás, 15 naumast, 17 nuð, 18 ófáa, 19 ukum, 20 alt. Lóðrétt: 1 fásinnu, 2 orm, 3 raul- uðu, 4 vægum, 5 iður, 6 at, 9 smásáþv " 11 æsta, 13 lauk, 16 afa, 18 óm. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 82 14.03.1997 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenqi Dollar 71,320 71,680 70,940 Pund 113,620 114,200 115,430 Kan. dollar 52,260 52,580 51,840 Dönsk kr. 10,9520 11,0100 10,9930 Norsk kr 10,3960 10,4530 10,5210 Sænsk kr. 9,2200 9,2710 9,4570 Fi. mark 13,9930 14,0760 14,0820 Fra. franki 12,3840 12,4550 12,4330 Belg.franki 2,0234 2,0356 2,0338 ■ Sviss. franki 48,6000 48,8700 48,0200 Holl. gyllini 37,1400 37,3600 37,3200 Þýskt mark 41,7900 42,0100 41,9500 ít. lira 0,04195 0,04221 0,04206 Aust. sch. 5,9350 5,9720 5,9620 Port. escudo 0,4157 0,4183 0,4177 Spá. peseti 0,4919 0,4949 0,4952 Jap. yen 0,57560 0,57910 0,58860 írskt pund 110,870 111,560 112,210 SDR 97,13000 97,72000 98,26000 ECU 81,1000 81,5900 81,4700 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.