Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÖNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifmg: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgalds. Fagleg ábyrgð Stærðfræðiskammdegið heldur áfram þótt sól hækki á lofti og ganga klögumálin á víxl. Anna Kristjánsdóttir, prófessor við KHÍ, segist í Morgunblaðinu 4. mars hafa farið fram á það árangurslaust við Námsgagnastofnun að stærðfræðinámsbækur fyrir byrjendur yrðu endurskoð- aðar; Heimir Pálsson, deildarstjóri hjá Námsgagnastofn- un, sagði í viðtali í DV 3. mars að þessi endurskoðun hefði verið til umræðu síðan 1990 en ekki náðst samstaða í höfundahópnum um hvað þyrfti að gera, og það ítrekar Hanna Kristín Stefánsdóttir í svari til Önnu í Morgun- blaðinu 8. mars. Hins vegar hafi viðbótarefni verið gefið út í alls 27 bókum fyrir grunnskólanema auk 24 kennslu- forrita í greininni sem kennarar geta valið um. Námsgagnastofnun á að framleiða allt sem heitir náms- eða kennsluefni fyrir grunnskóla, og hefur um það samráð við sérfræðinga og kennara, en hún getur ekki skipað kennurum að nota það. Því er ekki miðstýrt hvaða námsbækur eru notaðar í skólum landsins heldur hafa kennarar talsvert um það að segja. í Aðalnámskrá grunnskóla frá 1989 er talað um að hún bindi starfs- ramma skólans aðeins að hluta, val kennsluaðferða, skipulag skólastarfs, námsmat, val námsbóka og fleira sem lúti að útfærslu aðalnámskrár sé í verkahring skóla- stjórnenda, kennara og annars starfsfólks skólans, og eindregið mælt með því að þetta sé gert í sérstakri skóla- námskrá eða starfsáætlun (bls. 183). í grunnskólalögunum frá 1995 er þetta ítrekað í 31. grein. í hverjum skóla skal árlega gefa út skólanámskrá sem taki mið af sérstöðu skólans og aðstæðum og sé eins og annað í skólastarfinu á faglegri ábyrgð kennara og skólastjómenda. Þeir þurfa ekki að láta mata sig. Þeim er í sjálfsvald sett að velja efni og aðferðir sem þeir trúa að gefi góðan árangur og breyta þeim ef iila gengur. Þeir mega fara hraðar yfir ef þeir vilja, kenna meira og bet- ur ef þeir vilja. Það er enginn sem segir að það megi ekki kenna bömum að telja nema upp að fimm í sex ára bekk. Námskráin tekur til kjamans, en skólinn býr sér til stefnu fyrir sig. Hin brýna spuming er bara: Rísa skólarnir undir þessu sjálfstæði? Em kennarar almennt þeir fagmenn að geta metið aðstæður og valið efni í samræmi við það mat? Vissulega er frelsið lítils virði ef ekki er framleitt efni til að velja á milli. En það kostar peninga að búa til námsefhi. Eins og fram kom í áðumefndu viðtali við Heimi Pálsson greiðir ríkið Námsgagnastofnun sem svarar 5000 krónum á hvem grunnskólanema í landinu, fýrir það á að reka stofnunina og alla framleiðslima. Og sér hver maður að þetta er hlægileg upphæð. Sveitarstjómir tóku við grunnskólanum á síðasta ári en Námsgagnastofnun varð eftir hjá ríkinu. Getur verið að ríkið sé að koma aftan að sveitarfélögunum með því að draga úr fjárveitingum til Námsgagnastofnunar og þar með úr þjónustu hennar við sveitarfélögin? Væri kannski skynsamlegast að sveitarfélögin tækju við rekstri Námsgagnastofnunar? Sveitarfélögin þurfa auðvitað að hafa tryggingu fyrir að fá það efni sem þau vilja nota í skólum sínum, og ættu auðveldara með að gera kröfur ef þau legðu fé til þess. En það er sama hver borgar efnið: endanleg ábyrgð á notkun þess er á herðum fagmannanna, kennaranna. Síst má gera nemendur að blórabögglum. Þeir standa sig eins vel og jafnaldrar þeirra í grannlöndum okkar sem hafa svipaðar áherslur í skólastarfi og við. Silja Aðalsteinsdóttir ■ „Páfinn hefur nú einu sinni veriö kvenmannslaus lengur en elstu menn muna og telst því skólabókardæmi um kynlífsstol," segir Rúnar Helgi í greininni. Kynlegt líf Kjallarinn Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur Það er ekki sjálfgefið að konur hafi áhuga á innviðum karlmanns- ins. Þannig hefur það komið fram í tengsl- um við nýjustu bðk Hallgríms Helgasonar, 101 Reykjavík, þar sem gert er út á kyn- ferðisleg tabú, að kon- ur kæra sig ekki endi- lega um slíka innsýn í hugarheim karl- manna, hversu trú- verðug sem hún kann að vera. Það kemur þeim úr jafnvægi að hugsa til þess að elsku bestu karlarnir þeirra, svo dagfarsprúðir og „Konur verða að afbera sína fyrir- tíðaspennu ár og síð og því er ástæðulaust með öllu að kippa sér upp við jafn eðlilegan hlut og viðvarandi kynlífsstol karlpen- ingsins.“ Hugtakið fyrirtíða- spenna er vel þekkt, ekki síst i Ameríku, þar sem skammstöf- unin PMS (Pre- Menstrual Syndrome) er al- menningseign. Þá er átt við það skeið tíðahringsins þegar prúðustu konur vilja helst bíta eiginmenn sína á barkann. í há- þróuðum samfélög- um þykja þessar kenndir sjálfsagðar og eðlilegar, enda sýna karlar fullan skilning, þeir sem lifa af. Hormónabú- skapur karla hefur hins vegar ekki fengið jafn fræði- lega umfjöllun, þó að ójafnvægi á þeim vettvangi leiði allt of oft til síst minni hörmunga en fyrir- tíðaspenna. Lengi vel hefur ekki verið til nein fræðileg skilgreining á þessu, en sjómenn hafa talað um brundillsku. Nú hafa fræðimenn í Ameríku hins vegar látið málið til sin taka og kynnt hugtakið Lack of Sex Syndrome (LOSS), sem kalla mætti einfaldlega kynlífsstol. Er ekki að efa að hugtakið á eftir að verða ungum sem öldnum tungu- tamt. Má nú búast við að sannleik- urinn um karlmenn verði lýðum ljós og konur fari að sýna fullan skilning. Hængur á Reyndar er þar einn hængur á. tryggir, mæni ef til vill á hvert lær, hvem barm sem á vegi þeirra verður, jafnvel í hiniun ábúðar- miklu stellingum atvinnulífsins. Þeir láti sig meira að segja dreyma um bólfarir með óvanda- bundum konum á degi hverjum. Ég segi svona, því auðvitað hvarfl- ar annað eins ekki að mér. Þó það nú væri! Páfinn sveltur Er nokkuð óeðlilegt við það þó að Hlynur Bjöm, söguhetja Hall- gríms Helgasonar í áðumefndri bók, velti fyrir sér hvort páflnn gamni sér í Vatíkaninu? Páfinn hefur nú einu sinni verið kven- mannslaus lengur en elstu menn muna og telst því skólabókar- dæmi um kynlífsstol. Enda virðist gamli maðurinn vera afar upptekinn af kynlífi, ít- rekar til að mynda með reglulegu millibili andúð sina á getnaðar- vörnum, þannig að hann er stöðugt með hugann við kynferð- ismál manngarmurinn. Aftur á móti gæti hann í seinni tíð verið orðinn of hrmnur til að gera nokkuð í málinu; Hlynur Bjöm hefur kannski ekki athugað það. Sjálfsblekking: forsenda lífs Það er auðvitað óþægilegt fyrir þá sem vandir em að virðingu sinni - og það erum við öll, ekki satt? - að hugsa sér fulltrúa guð- dómsins í hversdagslegum stell- ingum innan helgra veggja. Ef til vill er affarasælla að fara að dæmi þeirra fjölmörgu kvenna sem kjósa sjálfsblekkinguna til að þreyja sambúðina með eigin- mönnum sínum. Ekki geta þær verið að tcika inn á sig sjálft manneðlið ofan á allt annað sem hjónabandinu fylgir. Miklu betra að láta eins og þær viti sem minnst af þörfum karla og hvöt- um. Og vitanlega er ekkert sjálf- sagðara en að fordæma slettirekur sem dirfast að rifta þagnarsamn- ingi hins siðprúða meirihluta. Konur verða að afbera sína fyr- irtíðaspennu ár og síð og því er ástæðulaust með öllu að kippa sér upp við jafn eðlilegan hlut og við- varandi kynlífsstol karlpenings- ins. Ég segi svona, því auðvitað þjáist ég ekki af þessu, en vinir mínir ... Rúnar Helgi Vignisson Skoðanir annarra Sveitarfélögin skerist ekki úr leik „Sveitarfélögin í landinu em nú 165 talsins en stærð þeirra og umsvif em að sjálfsögðu mjög mis- munandi. En fimm hundruð milljónir króna geta ekki talizt hátt gjald af þeirra hálfu fyrir vinnufrið- inn og bættan hag alls almennings. Þessi upphæð er einungis brot af því fé, sem þau innheimta árlega af íbúunum í útsvar og fasteignagjöld (yfir 30 milljarð- ar kr. 1966). Sveitarfélögin geta þvi með engu mót réttlætt það að skerast úr leik.“ Úr forystugrein Mbl. 13. mars. „Kjarasamfélagið" „Engin þjóð hugsar og talar jafn mikið um kjara- mál: eigi að síður er alveg brennt fyrir að maður sjái fyrir hvers konar „kjarasamfélag" við verðum þegar yfirstandandi lotu linnir. Þó má sjá mynstur í mót- im. Skattatillögur ríkisstjórnarinnar færa þeim flesta þúsundkalla í vasann sem höfðu flesta fýrir... Þeir launasamningar sem gerðir hafa verið benda eindregið til að kjarajöfnimarsjónarmið lúti í lægra haldi fyrir skriðþynd þeirra sem meira hafa...Sem sagt: meira af því sem allir segjast vera á móti.“ Stefán Jón Hafstein f Degi- Tímanum 13. mars. Breytt sjónarmið „Á árum áður var viðhorf í garð þeirra fyrirtækja sem græddu afar neikvætt. Sem betur fer hefur þetta sjónarmið breyst, líklega vegna þess að eftir að verð- bólga varð lítil var ekki lengur hægt að færa verð- mæti úr peningastofnunum (þ.e. frá almenningi) til fyrirtækjanna án þess að nokkur yrði þess var. Mik- il gjaldþrot og meiri fjárfestingar almennings í fyrir- tækjum hafa aukið skilning á því hve mikilvægt er að reksturinn gangi vel.“ Úr 9. tbl. Vísbendingar 1997.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.