Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997 13 íslenskir rithöfundar Um nýliðin jól var nokkur um- ræða um stöðu bókar i íslensku samfélagi og hvernig hún hefði breyst á undanförnum árum vegna aukins framboðs ljósvaka- miðla. Almennt var talið að hún hefði farið halloka fyrir bókaskatti sem gerir lesefni dýrara en ella þar sem virðisaukaskattur á lestr- arefni er álitinn hafa neikvæð áhrif á sölu bóka. Þess ber þó að gæta að í þessu tilviki sem öðrum skiptist skatturinn á einhvern hátt á milli kaupenda og seljenda. Er- lendar kannanir ýmsar hafa einn- ig sýnt að dregið virðist hafa úr bóklestri frá því sem áður var. Galopinn blaöaheimur Minnkandi bóksala segir ekki alla söguna um stöðu hins ritaða máls þar sem útgáfa blaða og tíma- rita er orðin umfangsmikil og að- sókn að bókasöfnum er veruleg. Hún er reyndar talin hcifa minnk- að frá því sem var þegar best lét en hefur verið í jafnvægi síðastlið- in ár. Þrátt fyrir þetta ætti ekki að vera ástæða til að óttast um fram- tíð ritmáls vegna hinnar ríku þarf- ar þjóðarinnar til að tjá sig á prenti. Sérstaka athygli hlýtur að vekja hversu gríðarmikið er af aðsendu efni í íslenskum blöðum. Slíkt er óþekkt meðal stórþjóða og alls ekki víst að mikið fari fyrir því í litlum samfélögum. Áhugavert verkefni væri að kanna hvemig þessu er almennt háttað því lík- lega er hinn galopni íslenski blaðaheimur allt að því einsdæmi. Hér er það sem hinn almenni ís- lenski rithöfundur lætur til sín taka þótt eigi sé hann fé- lagi í neinu rithöf- undasamhandi. Hið aðsenda efni er oftast frambæri- legt enda virðast Is- lendingar vera furðugóðir pennar. Fjallað er um allt á milli himins og jarðar þótt mest beri tvímælalaust á minningargreinum, jafnvel í sendibréfaformi sem var bannorð „Minnkandi bóksala segir ekki alla söguna um stöðu hins ritaöa máls,“ segir Kristjón m.a. í greininni. í eina tíð. Ef til vill verður orðin stefnubreyting túlkuð á þann hátt að hvort móttakandi sé hérna megin eða hinu megin grafar skipti ekki lengur máli þegar um er að ræða almenn tjáskipti manna í millum. í flestum tilvikum skrifa menn og konur um þau mál sem þau hafa góða þekkingu á og eru þeim „Sérstaka athygli hlýtur að vekja hversu gríöarmikið er af að- sendu efni í íslenskum blöðum. Slíkt er óþekkt meðal stórþjóða og alls ekki víst að mikið fari fyr- ir því í litlum samfélögum hugleikin, hvort sem um er að ræða nýjustu tækni og vísindi eða varðveislu gamalla húsa. Samlíkinguna ber ekki að túlka svo að hið fyrra sé hart mál karla en hið síð- ara mjúkt mál kvenna. íslendingar eru þrætubókarmenn og margt utanaðkom- andi efni tengist rit- deilum sem stundum verður hreinlega að rifta því langvarandi karp tveggja í hverju blaðinu á fætur öðru um þröngt afmarkað málefni fárra hættir að vekja áhuga al- mennings og annað efni áhugaverðara þarf að komast fyrir sjónir lesenda. Engin regla er án undantekn- inga, ekki heldur sú að almennt sé fjallað á vitrænan hátt um mál í Kjallarinn Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur aðsendu efni. Hér er ekki aðeins átt við að- sent efni heldur verð- ur heimamönnum stundum á í mess- unni í þeim asa og flýti sem blaða- mennsku fylgir. Helst er þessa vart þegar skrifað er um hagræn málefni sem kyrr- mynd þegar hagkerfi heims mætti líkja við fimm milljarða orma- grytju þar sem allt er á stöðugu iði og hver einstaklingur bregst á mismunandi hátt við utanaðkomandi áreiti sem þó er reynt með “ítarlegum rannsókn- um að skýra með óteljandi fostum, breytum, stikum, vektorum, veldum og rótum. Kristjón Kolbeins Skiptir hagkvæmni máli? Sjávarútvegsráðuneytið hélt lokaða ráðstefnu fyrir tilgreinda vildarvini sína hinn 4. þ.m. um fiskveiðistefnuna. Ekki var þó öll- um boðflennum vísað á dyr. Bein skeröing Fiskiráðherrann reið eðlilega á vaðið, og lýsti því að frá því kvót- ar voru gerðir framseljanlegir með lögum 1990 til ársins 1993 hefði „aflaverðmæti í Bandaríkjadölum á hverja brúttórúmlest fiskveiði- flotans aukist um 60%“. Taldi hann að ísland væri nú í forystu um fiskveiðistjómun, og þakkaði það fijálsu framsali á kvótum. Hann nefndi þó ekki að þetta frjálsa framsal hefði frá sama tíma fækkað smábátum í þorskveiðum úr 2400 niður í um 850 á sl. ári, og að Þróunarsjóður sjávarútvegsins hefði síðan keypt upp um 450 báta, sem nú er verið að selja úr landi fyrir slikk, til að útiloka að þeir verði síðar notaðir í landinu. Þessi valdbeiting er bein skerðing á atvinnufrelsi manna, sem bönn- uð er skv. 75. gr. stj ómar skrár inn- ar. Hann nefndi heldur ekki að á þessum þrem ámm tókst LÍÚ að drepa niður þorskveiðar úr um 350.000 tonnum niður fyrir 150.000 tonn, þannig að í lok þessa timabils óttuðust menn um tíma að þorskstofninn væri í útrýmingarhættu hér eins og við Nýfundnaland. Hann nefndi heldur ekki að á þessum þrem árum, þegar nær all- ur úthafsveiðifloti landsins var þannig notaður til að drepa niður þorskveiðar í landhelginni, glötuð- ust varanlega mikil framtíðarrétt- indi landsins til úthafsveiða. LÍÚ lagði á þessum árum bann við því að djúpveiðiskip leituðu sér miða á úthafinu, og sérstak- lega við Svalbarða eða Bjarnarey, þar sem íslendingar höfðu um langan aldur átt veruleg ítök í veiðum, þótt ekki væru þá svo full- komin skip eða búnaður til slíkra veiða sem nú er. í utanríkisráðu- neytinu létu menn þessi mál af- skiptalaus með öllu, og héldu áfram að naga sína blýanta. Stjórnarskrá íslands mælir svo fyrir að Alþingi skuli draga slíka ráðherra fyrir Landsrétt til að standa þar fyrir máli sínu. (14. gr.) Fyrirmynd sótt til OECD Finnskur hagfæð- ingur kynnti síðan ráðstefnunni fisk- veiðistefnu OECD. Þetta var lítil leið- sögn fyrir íslendinga. Fiskiskip frá OECD eyddu miðunum við Nýfundnaland og voru rekin þaðan og síðan frá miðunum við Marokkó. Þau hafa eytt nær öllum fiski í Norðursjónum, og stunda nú undir stjórn Emmu Bonino sjóræningjaveiöar í Barentshafi, Smugunni, Noregs- hafi, Síldarsmugunni, Reykjanes- hrygg, enn fremur við Bretland, írland og Grænland. Þeir hafa meira að segja teflt Dönum fram gegn íslendingum út af hugsanleg- um loðnuveiðum i yfirlýstri land- helgi Kolbeinseyjar þótt þar hafi ekki veiðst loðna i 12 ár. Við höf- um ekkert til þeirra að sækja í sambandi við fiskveiðistjórnun. Ekki var skýrt hvert erindi hann ætti á ráðstefimna. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son flutti 30 mínútna venjulegt gaspur til stuðnings fiskistefnu ráðherrans, og þarf ekki að rekja það. Þá flutti Þorkell Helgason orkumálastjóri erindi til stuðnings auð- lindaskatti á fiskveið- ar landsmanna. Að venju var hugtakið óskilgreint, og þegar upp var staðið vissu menn ekki hvort held- ur hann hafði verið að ræða um 300? milljóna skatt Árna Vilhjálmssonar á út- gerðina án gengisfell- ingar eða 30 milljarða veiðigjald Þorvaldar Gylfasonar bundið „stórri gengisfell- ingu“ sem enginn borgar, en velta skal yfir á almenning í landinu. Þetta er innihaldslaus og nei- kvæður málflutningur sem kemur engum að gagni. Að lokum flutti aðstoðarfor- stjóri Samtaka sjávarútvegsins í Nýja-Sjálandi ítarlegt og fróðlegt erindi um fiskiveiðistefnu þar. Þetta var hið eina jákvæða við ráðstefnuna, en umfjöllun um þetta rúmast ekki í þessari grein. Yfirskrift ráðstefnunnar var rangtúlkun staðreynda. Það er sjö- falt dýrara að veiða þorsk í troll en á línu. Rangtúlkun ráðherrans er refsivert brot á atvinnufrelsi manna, en það er í höndum Al- þingis að fylgja því máli eftir. Öniuidur Ásgeirsson „Fiskiskip frá OECD eyddu miðun- um við Nýfundnaland og voru rek- in þaðan og síðan frá miðunum við Marokkó. Þau hafa eytt nær öllum físki í Norðursjónum og stunda nú undir stjórn Emmu Bonino sjóræn- ingjaveiðar í Barentshafí..." Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís Með og á móti Áform um skattalækk- anlr Jaðar- skattarnir minnka Það hefur verið mark- mið stjórnar- flokkana að lækka skatta eftir að halla- lausum fjár- lögum er náð. Það er lykilatriði í því að hægt sé að halda áfram á þeirri braut. Það hefur verið mikil óánægja með það hversu tekjuskattarnir hafa verið háir og þá sérstaklega hve jaðaráhrifin í tekjuskatts- kerfinu eru mikil. Það er mik- ið fagnaðarefni að það skuli vera búið að setja fram hug- myndir um að lækka tekju- skattinn og þá sérstaklega meö því að draga úr jaðará- hrifunum. Það hefur þaö í för með sér að fólk getur bætt við sig tekjum án þess að það fari jafnmikið í tekjuskatt eða að það missi jafnmikið af öðrum bótum skattkerfisins eins og verið hefur. Skattalækkanir verða ekki teknar til baka ef hægt er að halda hallalausum fjárlögum. Vonandi tekst að ná það miklum hagvexti að tekjur til ríkisins aukist veru- lega svo dæmið gangi upp. Vil fara aðra leið Ég er með- mæltur skattalækk- unum og tel að tilboð rík- isstjórnar- innar sé sett fram á rétt- um tíma. Ég tel einnig að rétt sé að hluti af kjarasamn- ingunum felist í lækkun skatta. Ég er hins vegar mót- fallinn þeirri framkvæmd sem ríkisstjórnin viðhefur sem er hlutfallsleg lækkun. Það þýðir að þeir fá best út úr þeirri lækkun sem hæstar hafa tekj- urnar. Ég tel að það hafi frek- ar átt að fara þá leið sem Al- þýðusambandið lagði til. Sú leið sem Alþýðusambandið vill fara hefur það í fór með sér að skattalækkanir koma fyrst og fremst lágtekju- og millitekjufólki að gagni. Ég vil sjá að ríkisstjórnin opni fyrir möguleika á því aö ræða um framkvæmdina á skattalækk- ununum við Alþýðusamband- ið og nái samkomulagi um að fara aðrar leiðir í samræmi við þau tilboð sem Alþýðu- sambandið beindi til ríkis- stjórnarinnar. Ég er ekki að fara fram á það að fé verði lagt í lækkun skatta heldur að út- færslan verði önnur. -gdt Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centmm.is Sighvatur Björg- vinsson, formaö- ur Alþýðuflokks- ins. Viihjálmur Egils- son þingmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.