Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997 UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriðjudaginn 18. mars 1997, kl. 15.00 á eftirfar- _________andi eignum:________ Ármót, Rangárvallahreppi, þingl. eig. Þorkell St. Ellertsson. Gerðarbeiðandi er Ingvar Helgason hf. Freyvangur 6, Hellu, þingl. eig. Þorgils Torfi Jónsson og Soffía Pálsdóttir. Gerð- arbeiðandi er Byggingarsjóður ríkisins. Reynifell lóð nr. 7D Rangárvallahreppi, þingl. eig. Valgeir Daðason. Gerðarbeið- andi er Rangárvallahreppur. SÝSLUMAÐURINN RANGÁRVALLASÝSLU. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um, sem hér segir: Álfheimar 64,4ra herb. íbúð á 2. hæð t.h. + bflskýli, þingl. eig. Jóhanna Margrét Ámadóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands, þriðjudaginn 18. mars 1997 kl. 13.30._____________________________ Barmahlíð 56, 5 herb. íbúð á 1. hæð m.m., þingl. eig. Ingvi Hrafn Jónsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykja- vík og Landsbanki íslands, lögff.deild, þriðjudaginn 18. mars 1997 kl. 14.00. Grensásvegur 5,3. hæð, austur og vestur- hluti, þingl. eig. Hafbáran, gerðarbeið- endur Gjaldheimtan í Reykjavík, íslands- banki hf., útibú 526, Lífeyrissjóður raf- iðnaðarmanna og Sparisjóður Kópavogs, þriðjudaginn 18. mars 1997 kl. 15.00. Hrísateigur 20, 84,5 fm íbúð á 1. hæð m.m. ásamt bflskúr, þingl. eig. Brynjar Jóhannesson og Steinunn Braga Braga- dóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavflc og Lífeyrissjóður verslunarmanna, þriðju- daginn 18. mars 1997 kl. 15.30. Kríuhólar 6, 4ra herb. íbúð á l.h. t.v. m.m., þingl. eig. Jónas Jóhannsson, gerð- arbeiðendur Hússjóður Öryrkjabanda- lagsins og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, þriðjudaginn 18. mars 1997 kl. 16.30. Laugavegur 145, 77,5 fm íbúð á 1. hæð, þingl. eig. Aðalbjörg Karlsdóttir og Jón Ingi Benediktsson, gerðarbeiðandi Verð- bréfasjóður Ávöxtunar ehf., þriðjudaginn 18. mars 1997 kl. 15.30.___________ Stórholt 17, íbúð á 1. hæð t.v. í vestur- enda, þingl. eig. Anna Karin Juliussen, gerðarbeiðendur Byggingarfélag verka- manna svf, Gjaldheimtan í Reykjavík og Vestmannaeyjabær, þriðjudaginn 18. mars 1997 kl. 16.00. Sveighús 9, þingl. eig. Dýrfmna Hrönn Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, þriðjudaginn 18. mars 1997 kl. 17.00._______________ Sýslumaðurinn í Reykjavík. Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV dtonMhkrih. Smáauglýsingar Utlönd Stjórnleysið vex í Albaníu og stjórnin vill erlenda íhlutun: Skriðdrekar komnir út é göturnar í Tirana Skriðdrekar fóru um götur Tirana, höfuðborgar Albaníu, seint í gærkvöldi til að reyna að hafa hem- il á stjórnleysinu sem er að ná tök- um á landinu öllu. Að minnsta kosti tveir skriðdrek- ar sáust aka fram og til baka á aðal- breiðgötu borgarinnar sem kennd er við píslarvotta þjóðarmnar en þar standa allar helstu stjórnarbygging- amar og háskólinn. Leiðtogar stjómarandstöðuflokk- anna höfðu áður skýrt frá því að Sali Berisha forseti hefði sagt þeim að hann ætlaði að kalla til skrið- dreka til að „vernda helstu stofiian- ir ríkisins". Upplausin í Albaníu verður meiri með hverjum deginum sem líður. Uppreisnarmenn hafa ráðist inn í Allir sem vettlingi geta valdiö í Al- baníu hafa útvegaö sér vopn. bækistöðvar hersins og látið greipar sópa um vopnabúrin. Á meðan hafa hermennimir setið aðgerðalausir hjá. Skothvellir kváðu við í Tirana í gærkvöldi en svo virðist sem heldur hafi sljákkað í byssumönnum eftir því sem skriðdrekarnir fóm oftar um götumar. Uppreisnin í Albaníu, sem hófst í sunnanverðu landinu þar sem marg- ir töpuðu aleigunni í vafasömum fjárfestingafyrirtækjum, hefur verið að breiðast út til norðurs á siðast- liðnum tveimur sólarhringum. Vaxandi ókyrrðar er farið að gæta í sjálfri höfuðborginni, þar sem ibúamir fóra ránshendi um vöraskemmu og tóku 650 tonn af hveiti og leituðu að vopnum í vopna- búrum öryggissveitanna. Uppreisnarmenn krefjast þess að Berisha forseti fari frá áður en þeir íhuga að láta af hendi vopnin sem þeir hafa stolið. Ný þjóðstjóm Albaníu fór fram á íhlutun erlendra heija í gær til að koma aftur á lögum og reglu en Helmut Kohl Þýskalandskanslari sagði að stjómmálakreppan væri inn- anríkismál Albaniu og ekki væri ljóst hvað erlendir hermenn ættu að gera. Erlendar ríkisstjómir era þegar famar að flytja þegna sina á brott frá Albaníu og fregnir bárast af því í gær að tvö börn Berishas forseta hefðu flúið til Ítalíu um borð í feiju og með þeim vopnaðir lífverðir. Öryggisráð SÞ hvatti íbúa Alban- íu í gærkvöldi til að láta af öllum of- beldisverkum. Reuter Stuttar fréttir Margalit Badayev grætur í faömi vinkonu viö útför dóttur sinnar Shiri í gær. Shiri var ein af sjö ísraelskum skólastúlk- um sem skotnar voru til bana af jórdönskum hermanni í gærmorgun. Símamynd Reuter Afstaöa ísraelska forsætisráðherrans harðnar: Morðin á skólastúlkunum knésetja ekki þessa þjóð Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, segir að morðin á ísraelsku skólastúlkunum sjö við landamæri Jórdaníu í gærmorgun valdi því að ísraelar séu enn stað- ráðnari í en áður að herða tökin í allri Jerúsalem þrátt fyrir viðvctran- ir araba um blóðug átök. „Ef einhver heldur að morðin á þessum litlu stúlkun knésetji þessa þjóð eða að við afsölum okkur rétti okkar til hins heilaga lands og höf- uðborgar okkar um aldur og ævi þekkir hann ekki þann styrk sem býr með hveijum og einum sem hér stendur í kringum mig í dag og allri þjóðinni," sagði ísraelski forsætis- ráðherrann við útför fjögurra af þeim stúlkum sem jórdanskur her- maður skaut til bana. Embættismenn Netanyahus sögðu í gær að forsætisráðherran- um væri umhugað um að fram- kvæmdir við smíði 6500 íbúða fyrir gyðinga í arabíska hluta Jerúsalem hæfust sem fyrst í næstu viku. Vestrænir stjómarerindar benda á að þrýstingnum, sem verið hefur á Netanyahu vegna fyrirhugaðra framkvæmda, myndi létta. Forsæt- isráðherrann gæti nú bent á ofbeldi araba sem mestu ógnunina við frið. Hussein Jórdaníukonungur, sem undirritaði friðarsamkomulag við ísrael 1994, sagði í þessari viku að stefna Netanyahus í landnámi gyð- inga myndi leiða til blóðbaðs. Eftir árásina í gær notuðu ýmsir ísrael- skir ráðherrar tækifærið og sögðu ekki ólíklegt að athugasemdir kon- ungsins hefðu haft áhrif á jórdanska hermanninn sem skaut á ísraelsku skólastúlkumar. Hussein, sem aflýsti Bandaríkja- ferð vegna morðanna og sneri strax heim frá Spáni, vísaði þessu á bug. Móðir hermannsins, sem var hand- tekinn og verður ákærður, fullyrti að sonur sinn væri geðveikur. Yasser Arafat, forseti Palestínu, hringdi í gær bæði til Ezers Weiz- mems, forseta ísraels, og Netanya- hus forsætisráðherra og vottaði þeim samúð sína. Kvaðst hann fús til að hitta Netanyahu og ræða nýj- ustu ágreiningsmálin. Reuter UPPB0Ð Eftirfarandi bifreiðar verða boðnar upp að Þjóðbraut 13 (lögreglu- stöð), Akranesi, föstudaginn 21. mars 1997, kl. 14.00. E-3292 EE-291 EP-732 G- 21751 GX-315 HD-247 M-3823 P-753 U-5465 R-38474 XS-384 Þá verður þar að kröfú sýslumannsins á Akranesi og boðinn upp báturinn Martha AK- 139, skipaskr.nr. 5138. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI. Flugskeyti nálægt þotu TWA á myndbandi: Vísa á bug mistökum sjóhersins Bandarískir embættismenn brugðust i gær reiðir við fullyrðing- um Pierres Salingers, fyrrum blaða- fulltrúa Johns F. Kennedys, um að hann hefði sannanir fyrir því að flugskeyti frá bandaríska sjóhern- um hefði grandað Boeing 747 þotu bandaríska flugfélagsins TWA i júlí síðastliðnum fyrir slysni. Allir um borð, 230 manns, létu lífíö er spreng- ing varð í þotunni. Ásamt nokkrum rannsóknar- blaðamönnum sýndi Salinger frétta- mönnum í París í gær skýrslu og myndband með upptökum af rat- sjám flugumferðarstjóra á Kenn- edyflugvelli í New York. Myndimar voru birtar í franska vikuritinu Paris Match sem kom út í gær. Reuter Lítið miðar Litið miðar í samningaviðræð- um um lausn gísladeilunnar í Perú en fregnir herma að einn gíslanna hafi fengið taugaáfall eft- ir 86 daga fangavist. IRA sprengdi Breskur hermaður og lögreglu- þjónn særðust seint í gærkvöldi í sprengjutilræði sem grunur leik- ur á að írski lýðveldisherinn hafi staðið fyrir. Thatcher hrifin af Blair Margaret Thatcher, fyrrum for- sætisráðherra Bretlands, er sögð vera hrifin af framgöngu Tonys Blairs, leiðtoga Verka- mannaflokksins. Thatcher mun hafa sagt ritstjór- um Times í einkasamtali að ef Verkamannaflokkurinn komist til valda eftir kosningarnar í vor, sem allt bendir til, muni Blair ekki valda Bretum vonbrigðum. Gripdeildir í Saír Ótti greip um sig í einu hverfa Kinshasa, höfuðborgar Saírs, þieg- ar hermenn tóku 16 bíla frá belg- ísku fyrirtæki traustataki. Vilja óháða skoðun Repúblikanar í dómsmála- nefhdum Bandaríkjaþings vilja aö dómsmálaráðheirann skipi óháð- an rannsóknaraðila til að fara ofan í kjölinn á fjármögnun síð- ustu kosningabaráttu og ýmsu misjöfnu þar. Mexíkóar reiðir Mexíkósk stjómvöld bragðust ókvæða við þegar Bandaríkjaþing samþykkti vítur á Mexikó fyrir slælega framgöngu í baráttunni við eitursmyglara og sögðu þetta skaða samskipti ríkjanna. Drepið í Egyptalandi Byssumenn drápu 13 manns i suðurhluta Egyptalands í gær og liggja harðlínumúslímar undir grun. Bannað að banna Dómstóll ESB hefur bannað ítölskum yfirvöldum að banna franskt brauð, þótt það uppfylli ekki ströngustu kröfur ítala um raka- og öskustig. Mega dansa naktar Dómstóll í Kanada segir að nektardansmeyjar megi dansa naktar en verði að halda sig í ákveðinni fjarlægð frá kúnnun- um. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.