Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997 9 Utlönd Rússneskur innflytjandi kærður fyrir Cosbymorðið Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið 18 ára gamlan rússnesk- an innflytjanda vegna morðsins á Ennis Cosby, syni bandaríska gam- anleikarans BUls Cosbys. Hinn kærði, Mikhail Markhasev, hefur búið í Bandaríkjunum í átta ár. Hann var gripinn eftir ábendingu frá æsifréttablaðinu National Enquirer. „Þó að hann sé af rússneskum upprxma er ekkert sem bendir til að rússneska mafían sé á einhvem hátt tengd málinu,“ sagði Willie Williams, lögreglustjóri Los Angel- es, á fúndi með fréttamönnum. Að sögn lögreglustjórans virðist sem um ránmorð hafi verið að ræða. Ennis Cosby var skotinn til bana Mikhail Markhasev, meintur morfi- ingi Ennis Cosbys. Sfmamynd Reuter Tyrkir dugleg- astir að hand- taka blaðamenn Tyrknesk yfirvöld eiga heims- met í því að handtaka og fangelsa blaðamenn. í tyrkneskum fangels- um dúsa nú 78 blaðamenn en alls vom 185 blaðamenn fangelsaðir í 24 löndum í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem vamarsamtök blaðamanna (CPJ) sendu frá sér. Tuttugu og sjö fréttamenn féllu við skyldustörf sín í fyrra, þar af vom 26 myrtir en einn fórst í flug- slysi í Króatíu. Jeltsín vinnur áfram að upp- stokkun stjórnarinnar Borís Jeltsín Rússlandsforseti hélt í gær áfram að undirbúa viðamikla uppstokkun á ríkis- stjóm sinni í því augnamiði aö blása nýju lífi í efnahagslíf lands- ins. Á sama tíma gaf stjórn hans til kynna að hún væri reiðubúin að gefa eftir í við- ræðunum um stækkun NATO til austurs. Jeltsín ræddi við Viktor Tsjemomyrdín forsæt- isráðherra í gær um uppstokkun- ina en ekki er ljóst hvort yfirlýs- ing um breytingamar er væntan- leg strax. Tsjemomyrdín sagði vamar- málaráði Rússlands í gær að stjómin væri tilbúin að ræða ýmsar tillögur sem hefðu komið frá NATO að undanfomu. Til þessa hafa Rússar ekki ljáð máls á inngöngu fyrrum bandamanna í Austur-Evrópu í NATO. Reuter aðfaranótt 16. janúar síðastliðins er hann stöðvaði bíl sinn við hrað- braut til að skipta um dekk. Lög- regla sá reyndar engin merki þess að Cosby hefði verið rændur. Ekk- ert þykir þó benda til að um skipu- lagt morð hafi verið að ræða. Markhasev, sem er með langan afbrotaferil að baki, líkist mjög mynd sem teiknuð var eftir lýsingu konu er sá mann á morðstaðnum með byssu. Cosby hafði hringt til konunnar til að biðja hana um að- stoð við að skipta um dekk. Hún ók hins vegar á brott er hún sá byssu- manninn. Þegar hún kom aftur var Cosby látinn. Eftir ábendinguna frá National Enquirer fann lögreglan morðvopn- ið og prjónahúfu á opnu svæði við Los Angeles. Fyrri leit á svæðinu hafði engan árangur borið. Samkvæmt frásögn ritstjóra blaðsins hringdu hundruð lesenda þess eftir að boðnir höfðu verið 100 þúsund dollarar fyrir upplýsingar um morðið. Einn þeirra sem hringdu kvaðst þekkja Rússa sem hefði greint frá því að hann hefði skotið blökkumann á svæðinu þar sem morðið var framið. Upplýsing- arnar bárust þegar í janúar. Reuter Gíslatökumenn farnir af olíu- pramma í Nígeríu Svo virðist sem gíslatökumál- inu á olíuprammanum undan ströndum Nígeríu sé lokið. Talsm- aður franska fyrirtækisis ETPM sagði í gærkvöldi að ekki væru lengur neinir menn í heimildar- leysi um borð. Fréttir frá Lagos fyrr í gær hermdu að samningaviðræður stæðu yfir til að frelsa áhöfn prammans sem innfæddir í at- vinnuleit höfðu á valdi sínu. Ni- gerísk sfjómvöld sögðu þó að eng- inn útlendingur hefði verið tekinn í gíslingu og öryggisverðir hefðu séö til þess að pramminn fengi að sigla áfram. Reuter 64 bita Nintendo tölvurnar Aukinn hraði Betri grafík i ■ 1 i 1 irA í ':.tmj ... Reykjavík Heimskringlan ' Keflavík Radíókjallarinn Grindavík Rafborg Akranes Hl ómsýn Borgames Gl tnlr Stykkishólmur Skipavík-verslun ísafjörður Hólmavík Ljónlð Ljósmagn Umbaásmenn Hvammstangi Glfs-mynd Sauöárkrókur Hegrí Akureyri Tölvutæki - Bókval Húsavík Tölvuþjónustan EgilsstaÖir Kaupfólag Héraðsbúa Neskaupstaöur Tónspil T-sL Höfn Rafeindaþjónusta BB Selfoss Arvirkinn 1 dr Kaupfélag Arnesinga Vík Klakkur ehf Vestmannaeyjar Tölvubær Siglufjörður Fletir ehf Þórshöfn ESSO-skálinn Hella Gilsá ^ Hvolsvöllur Rafmagnsverkstæðl KR ' - tryggðu þér eintak —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.