Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1997 Spurningin Eru of margir frídagar á íslandi? Eyþór Víðisson, starfsmaður á geðdeild: Nei. Hermann Auðunsson verslunar- maður: Þeir mættu ekki vera fleiri. Jón Ólafsson: Nei, það er aldrei nógu mikið af þeim. Gísli Birgisson sölumaður: Nei, þetta er passlegt eins og það er. Róbert Arason nemi: Það er aldrei nóg af þeim. Hafrún Víðisdóttir, vinnur í Múlakaffi: Já, eiginlega. Lesendur Gömlum gildum kastaö á glæ - milljónum velt á bileigendur □ R- 18765 □ 155x305 mm 200x280 mm 130x240 mm Númer á bifreiöar Stærðir:110x520 mm, 200x280 mm og 155x305 mm Litir: Blár rammi og blátt letur á hvítum grunni. H - 192 Númer á bifreiöar sendiráöa Stærðir:110x520 mm, 200x280 mm og 155x305 mm Litir: Hvítur rammi og hvítt letur á grænum grunni. nBH3lnl33ci Númer á eftirvagna, hjólhýsi og tjaldvagna Stærö:110x520 mm. Litir: Blár rammi og blátt letur á hvítum grunni. □ CH □ 123 ; Skráningarplötur íslenskra ökutækja. - Tillögur. Snorri Bjamason, Blönduósi, skrifar: Okkur er sagt að gömlu bílnúm- erin skuli hverfa fyrir árslok 1998. Þar er 110 milljónum kr. velt á bíl- eigendur. Þarna er nútímahugsun- arhætti rétt lýst. Fégræðgi og virð- ingarleysi fyrir þvi sem íslenskt er. Maður skyldi ætla að skrásetning- arnúmer bifreiða ættu að vera glögg skilríki sem segðu fólki einhver deili á viðkomandi bíl. Ekki bara MÖ og ME eða aðrir merkingarlaus- ir staflr. Margir eru búnir að hafa sömu númerin í marga áratugi og líta á þau sem kennitölu, hluta af okkar daglega lífi. Hvaða ástæða er til að taka það frá okkur fyrst við höfum gaman af að líta þau sem okkar. Þessi númerabreyting á sér orðið langa sögu og harla einkennilega. Eftir langar fæðingarhríðir á þingi kom loks þessi óskapnaður sem allir hafa nú fyrir augunum. í mörg ár var aðeins skráð í skoð- unarvottorðin ásamt gömlu númer- unum. Árið 1998 komu nýju spjöldin, af nokkrmn stærðum og lögun, svo að þau féllu í til þess gerðar grópir á bílunum. Þessi spjöld skyldu sett á alla nýja bíla sem kæmu til landsins. Gömlu númerin hyrfu svo með bíl- unum sem fyrir voru. Nú er bílafloti landsmanna farinn að fá á sig fjölþjóölegt yfirbragð. Samkvæmt fréttinni í DV eru enn eftir um 40.000 bílar með gömul númer. Það eru þau sem eiga að hverfa fyrir árslok 1998. Þetta kostar eigendur þeirra 110 miljónir. En margt er skrýtið í kýrhausnum. Fyr- ir einu eða tveimur árum komst háttvirt Alþingi að þeirri niðurstöðu að það skipti í rauninni engu máli hvaða stafir væru á þessum spjöld- um ef þeir væru bara ekki fleiri en sjö, engin tvö eins og mættu þeir mynda orð. Hvaða orð sem fólki dytti í hug, heimskuleg eða gáfuleg. Fyrir þennan greiða þarf aðeins að borga litlar 26 þúsund krónur. Nú vil ég gera það að tillögu minni að við, þessir 40.000 bíleigendur með gömlu númerin sem verða að skipta þeim nauðugir viljugir, fáum að flytja stafina okkar yfír á nýju spjöldin og borga þá aðeins þessar 110 milljónir. - Með fullri virðingu fyrir fjárþörf rikissjóðs. Hlægileg hræsni í prestastétt Halla skrifar: Ég get ekki orða bundist yfir mál- efnalegum óforum prestastéttarinn- ar í landinu. Verður nú flest hey í harðindum. Þegar Spaugstofan er orðin aðalmál starfsmanna ríkis- kirkjunnar er fokið í flest skjól. Til skammar má það vera að farbann skuli sett á leiklistarfólk í landinu, vegna grínþáttar um páskahelgina síðustu. Hún er orðin aðhlátursefni, van- hæfni þeirra sem ráðnir eru í hinar svokölluðu betri stöður hjá þvi opinbera. Stjórnmálaflokkamir troða þessu aumingja fólki hér og þar, sem er því sjálfu aðeins til van- sæmdar. Það þarf sterk bein til að þola góða daga, og það má starfsfólk Þjóðkirkjunnar vita að það er ekki að gera guði sínum gott með því að sniðganga bæði umburðarlyndi og háttvisi í samskiptum við meðbræð- ur sína. Ríkiskirkja ætti ekki að eiga sér stað, og þetta fólk hefur ekki treyst sér til að kjósa presta í almennum kosningum, því þá er hættan á að sá „rétti“ eða sú „rétta“ komist ekki að. Það er svo erfitt að koma fram fyrir dóm kjósenda. Stórmannleg er þessi hjörð ekki, enda farið að fækka í félagsskapnum. Ég skora á stjómmálamenn fram- tiðarinnar að leggja ríkiskirkjuna niður, og gefa ungum guðfræðing- um möguleika á að vinna sig upp i sinni fræðigrein á eigin spýtur - í frjálsum söfnuðum. Þá sjáum við hvað í þeim býr. Verst að þeir eldri em nú að fara á launaskrá eftir- launamannanna, sem hafa mun betri laun þar en mín sem miðast við Sóknartaxtana. Sundrung í meðferðarmálum alkóhólista Öll eru þessi meðferðarúrræöi byggð á hugmyndafræöi AA-samtakanna og því grunnurinn sá sami. Ómar Rafn Valdimarsson skrif- ar: íslendingar standa öðrum þjóðum feti framar í meðferðarmálum og umræða um alkóhólisma og með- ferðarmál er ekki lengur feimnins- mál. Hundruð landsmanna hafa gef- ist upp á Bakkusi og þar með stigið fyrsta skrefið í átt til nýs lífs. Þótt svo að íslensk meðferðarmál séu í traustum höndum, þykir mér þau vera e.t.v. á of mörgum höndum. Hér er fjöldi meðferðarheimila og úrræða, svo sem: SÁÁ-batteríið, Teigur, Stuðlar, Krísuvík og Hlað- gerðarkot. Síðan reka einhver trúfé- lög einnig meðferðarþjónustu hér á landi. Eftir því sem ég best veit eru þessi meðferðarúrræöi öU byggð á hugmyndafræði AA-samtakanna, og því grunnurinn sá sami. Og því spyr sá sem lítið veit: Er þetta sama starf ekki í höndum of margra að- ila? Einhvers staðar stendur: „Við samhæfðum reynslu okkar, styrk og vonir“. Er það ekki hugmyndin á bak við þetta allt? Að samhæfa reynsluna og standa saman en ekki fitja upp á nefið, þegar minnst er á hinn aðilann? Fróðlegt væri að heyra frá þeim sem reka meðferðarheimili fyrir ís- lenska ríkið, ásamt t.d. yfirlækni á Teigum og yfirlækni á Vogi og for- manni SÁÁ. Ein spuming sérstak- lega sem fróðlegt væri að fá svar við: Telja þessir aðilar að betri ár- angur myndi nást með sameinuðu starfi allra þessara aðila, heldur en að hver sé að pukrast í sínu homi? Geta þessir aðilar allir ekki unn- ið saman í sátt og samlyndi eins og AA- stefnan boðar? Ef ekki, þá hvers vegna? Tökum nú saman höndum og stuðlum að því að æska þessa lands sem nú vex upp verði meövitaðri en nokkru sinni fyrr, og ef í óefni fer, eigi hún kost á bestu meðferðarúrræðum í heimi. I>v Búðasögur frá Everestfjalli S.Þ.Á. skrifar: Er nokkur ástæða til að vera að birta fréttir frá strákunum í Everest-leiðangrinum fyrr en þeir annað hvort komast upp á tindinn eða hætta viö að fuilu? Þetta er orðið ekkert annað en rokna grín sem meira að segja Spaugstofumenn komast ekki hjá að taka fyrir. Þessar búða- sögur fram og til baka, kvefþest- ir eða andartepputilfelli - allt er þetta nauðaómerkilegt og einskis nýtt fyrir okkur hér á landinu kalda. Viö könnumst við þetta allt og enginn áhugi fyrir svona vitleysu. Tekjuskatts- frumvarpið Sigurbjöm hringdi: Ég gef nú ekki mikið fyrir þetta nýja tekju- og eignarskatts- framvarp, sem í raun felur ekki í sér neinar bætur fyrir okkur launþegana. Þessi smánarhækk- un, um 4% á samningstímabili kjarasamninganna, er lítils virði eins og allir sjá. Ég held að ráða- menn ættu bara að sleppa öllu sem heitir frekari niðurfelling gjalda og skatta fyrir almenning í landinu. Þeir hugsa hvort eð er bara um þrýstihópana, sjómenn og svo sjálfa sig. Þar em ekki vandkvæðin um skattaafslátt og launabætur. Ég vænti einskis af þessu frumvarpi. Hótum Tyrkjum Guðbjörg skrifar: Ég er sammála þeim sem skrifað hafa um mál Sophiu Hansen og dætur hennar í Tyrk- landi um að sýna þurfi meiri hörku af okkar hálfu til að greiða úr málum hennar að fullu. í Tyrklandi er karlaveldi og þar í landi tekur enginn dóm- stóll mark á neinu öðru en því sem kemur frá æðstu stjóm rík- isins. Þess vegna verðum við að hóta Tyrkjum á stjórnmálaleg- um forsendum, t.d. með stjóm- málaslitum við Tyrki. Island vegur kannski ekki þungt í þeim efhum en Tyrkir myndu óttast afleiðingarnar á alþjóðavett- vangi. Látum nú til skarar skriða. Er hér olíu að finna? Sig. Magnússon skrifar: Mér finnst undarlegt að opin- berir aðilar skuli ekki fýrir löngu vera búnir að láta kanna til fullnustu hvort hér sé olíu að finna við landið. í frétt i Sjón- varpinu og á Stöð 2 eru þessi mál í fréttunum. Annars vegar vegna olíu við Færeyjar og hins vegar vegna greinaskrifa í DV að undanfömu þar sem þekktir aðilar, bæði þingmenn og vís- indamenn (nú síðast fyrrv. odd- viti í Öxarfjaröarhreppi), ræða málið af alvöru. Maður gæti haldið að eitthvað lægi að baki þögn ráðamanna um þetta mál. Kannsi þrýstingur eða hótanir verði málið kannað frekar!! Lottóið lönd og leið María hringdi: Maður fer nú að verða leiður á þessu hjá Lottóinu að láta þetta annars heimskulega happ- drætti spila á okkur með sífelld- mn endurtekningum um að vinningurinn hafi ekki gengið út. Nú er hann fjórfaldur, fimm- faldur og svo núna sexfaldur! Hvers vegna getur þetta happ- drætti ekki orðið við óskum fjölda manna sem hafa bæði skrifað og hringt um að hafa vinningana fleiri en smærri? Þetta með 12,15 og 20 milljónir í einum vinningi er bara mgl. Rétt eins og þessi happdrætti em nú alla jafnan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.