Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1997 Fréttir Jóhanna Erlingsson Indriöadóttir, 18 ára, bíður eftir nýju hjarta og lungum: Bjartsýn á að ég geti lifað áfram eðlilegu lífi - fyrsti íslendingurinn sem gengst undir slíka aðgerð í Kaupmannahöfn Jóhanna Erlingsson Indriöadóttir sést hér meö tvo bikara sem hún hefur hlotiö fyrir frammistööu sína í fótboltanum meö KR. Jóhanna fæddist meö hjartagalla en hefur af miklum dugnaöi stundaö íþróttir og námiö í Mennta- skólanum viö Hamrahlíð. DV-mynd E.ÓI Jóhanna í faömi fjölskyldunnar á heimili sínu aö Öldugranda í Reykjavík. Ólöf tvíburasystir og Jón bróöir hennar ásamt móðurinni, Margréti Jónsdótt- ur. „Ég hlakka til að komast í að- gerðina og er bjartsýn á að hún tak- ist vel. Ég vona innilega að eftir hana geti ég haldið áfram að lifa eðlilegu lífi,“ segir Jóhanna Erlings- son Indriðadóttir, 18 ára gömul stúlka úr Reykjavík. Jóhanna fæddist með hjartagalla. Hún mun að öllum líkindum gang- ast undir hjarta- og lungnaaðgerð í Kaupmannahöfn á næstu mánuð- um. Þá er áætlað að skipta um hjarta og lungu í Jóhönnu. Hún yrði þá fyrsti Islendingurinn sem gengist undir slíka aðgerð í Danmörku. Jó- hanna hefur farið í þrjár hjarta- þræðingar og þar af tvær á síðasta hálfa ári. „Það er verið að bíða eftir því að fá lyf til landsins sem á að nota í svæfingu á Jóhönnu. Það á að at- huga hvort þetta lyf hefur áhrif á háþrýstinginn í lungnablóðrásinni sem nú er of mikill. Þegar þetta lyf kemur er stefnt að því að þræða hana aftur. Síðan mun koma í ljós hvort hún þarf að fara í aðgerðina í Danmörku en það er mjög líklegt eins og staðan er í dag,“ segir Mar- grét Jónsdóttir, móðir Jóhönnu. Jóhanna er mikill baráttujaxl. Þrátt fyrir veikindi sín hefur hún stundað handbolta og fótbolta af fullum krafti síðan hún var bam. Hún hætti í handboltanum fýrir nokkrum árum til að geta einbeitt sér að fótboltanum. Hún er mark- vörður og fyrirliði 2. flokks kvenna í KR og hampaði íslandsmeist- aratitlinum í fyrra. Hún hefur ekki mátt spila eða æfa fótboltann síð- ustu sex mánuði vegna veikind- anna. „Það er einna erflðast að mega ekki vera í boltanum með stelpun- um. Ég er þó ákveðin að ef aðgerðin gengur vel fari ég aftur í markið og leiki með KR ef ég get. Ég stefni á að vinna fleiri titla með liðinu í nán- ustu framtíð," segir Jóhanna. Hún er á náttúrufræðibraut í Mennta- skólanum í Hamrahlíö og segist stefna á að verða læknir í framtíð- inni. Erfiöur tími „Jóhanna hefur alltaf verið mjög dugleg og það er mikill kraftur í henni þrátt fyrir veikindin. Hún á eftir að standa sig vel í þessu öllu saman,“ segir Margrét Jónsdóttir, móðir Jóhönnu. Margrét mun fara með dóttur sinni utan til Kaup- mannahafiiar ef af aðgerðinni verð- ur. „Þetta er vissulega búinn að vera erfiður tími fyrir fjölskylduna í heild. Við hefðum ekki getað þetta án góðs stuðnings. Við viljum koma DV-mynd E.ÓI á framfæri sérstöku þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt við bak- ið á Jóhönnu og okkur í fjölskyld- unni, ekki sfst þætti Trygginga- stofhunar, Neistans, vina og vinnu- félaga. -RR Þjóölagasöngvarinn Arlo Guthrie í Keflavík: Hitti Rúnar og þeir ætla að semja lag saman DV, Suðurnesjum: „Ég man eftir Rúnari Júlíussyni þegar Hljómar voru að taka upp plötu í stúdíói í Massachusetts 1 Bandaríkjunum 1974. Það er skemmtilegt að hitta hann á ís- landi í fyrstu ferð minni hingað. Ég hef ekki komið hér áöur og ís- land var eitt fárra landa sem ég átti eftir aö heimsækja," sagöi bandaríski þjóðlagasöngvarinn þekkti Arlo Guthrie, sonur hins fræga tónskálds Woody Guthrie, í samtali viö DV á Flughótelinu i Keflavík. Arlo var að koma frá Kaup- mannahöfn úr tónleikaferð en þurfti að millilenda á Keflavíkur- flugvelli. Hann gisti eina nótt á Flughótelinu áður en hann hélt áfram til Bandaríkjanna. Arlo hef- ur gert nokkur lög sem hafa náð heimsfræg. Má þar nefha Alice’s Restaurant og City of New Or- leans. Rúnar Júlíusson, stórpoppari í Keflavík, hitti Arlo. Þeir ræddu Tveir góbir stórpopparar saman sem hittust á ný eftir 23 ár, Rúnar Júlíusson og Arlo Guthrie. DV-mynd ÆMK saman í fimm klukkustundir og snæddu hádegisverð 22. apríl. „Mér brá þegar ég frétti af Arlo hér. Hann kom mjög vel fyrir, yfir- vegaður og rólegur maður. Ég man vel eftir þegar við hittumst fyrir 23 árum. Það er alltaf ánægjulegt að hitta menn í sama bransa og við ræddum um að gera lag saman,“ sagði Rúnar. Þeir ætla að vera í góðu sambandi í framtíðinni. Arlo kemur aftur til íslands 1999 á ráðstefnu þar sem fólk frá öllum trúarbrögðum heims hittist - hátt í sex þúsund manns. Arlo segist jafn- vel hafa hug á að koma hingað nokkru áður og spila hér. Hann bað Rúnar um að aðstoða sig. Hann spilaði á einum frægustu tónleik- um sem haldnir hafa verið, Wood- stock hátíðinni, 1969. -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.