Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON ABstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiBsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Hættulegur flugvöllur Flugslysið sem varð við Suðurgötuna í Reykjavík á þriðjudaginn minnir enn einu sinni á það furðulega ástand sem ríkir í flugöryggismálum höfuðborgarinnar. í miðri byggðinni, þar sem mikill hluti landsmanna býr og starfar, er flugvöllur sem er í senn hættulegur um- hverfi sínu og þeim sem nota illar farnar flugbrautirnar. Jafnvel áköfustu stuðningsmönnum þess að hafa stór- felldan flugvallarekstur í Vatnsmýrinni langt fram á næstu öld hljóta að gera sér grein fyrir þeirri einstöku heppni sem réði því að ekki varð stórslys rétt utan flug- brautarinnar á þriðjudaginn. Flugvél, sem hafði skömmu áður hafið sig til flugs frá Reykjavíkurflugvelli, sneri til baka vegna vélarbilunar, brotlenti við flugbrautarend- ann, rak annan vænginn á ljósastaur og brunaði síðan stjómlaus yfir Suðurgötuna þar sem gjarnan er mikil umferð bifreiða og gangandi vegfarenda. Á liðnum árum hefur mörgum flugvélum hlekkst á í nágrenni Reykjavíkurflugvallar. Fyrr í þessum mánuði fórust þannig tveir flugmenn þegar vél þeirra hrapaði í sjóinn skammt frá Straumsvík. í júlí í fyrra þurfti lítil flugvél að nauðlenda á Geldinganesi. Árið 1990 hröpuðu tvær flugvélar í nágremiinu - önnur á Mosfellsheiði en hin á Skerjafirði - og létust flugmennimir í báðum til- vikum. Tvö flugslys vom einnig árið 1988. í annað skipt- ið fórust þrír menn þegar vél þeirra hrapaði í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli, en í hinu tilvikinu fórst einn mað- ur á Skerjafirði í flugvél sem var að koma inn til lend- ingar. Og fyrir rúmum áratug, eða í mars 1986, rann Fokkervél Flugleiða út af flugvellinum og inn á Suður- götuna með 45 manns innanborðs. Þessi upptalning er alls ekki tæmandi, en hún sýnir glögglega þá hættu sem íbúum í nágrenni Reykjavíkur- flugvallar stafar af þeirri miklu umferð innlendra og er- lendra flugvéla sem um völlinn fer á hverju ári. Furðulegt áhugaleysi virðist líka ríkja um þann hluta þessara öryggismála sem snýr að abnenningi utan sjálfs vallarins. Eftir að Fokkerinn brunaði inn á Suðurgötuna fyrir ellefu árum stóð til að grípa til einhverra ráðstaf- ana til að koma í veg fyrir slys á fólki ef svipaður atburð- ur endurtæki sig. Fram hefur komið opinberlega að í reynd hafi ekkert gerst. Lögreglan í Reykjavík var ekki einu sinni látin vita af því á þriðjudaginn að flugvél með bilaðan hreyfil væri á leiðinni til lendingar. Framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur mikið verið til umræðu undanfarin ár. Viðurkennt er að ástand flug- brautanna sé óviðunandi; sumir orða það jafnvel svo að völlurinn sé ónýtur. En í stað þess að nota tækifærið til að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar, reisa þar myndarlega innanlandsflugstöð og bæta um leið samgöngur á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkur- flugvallar, hafa hagsmunaaðilar og ýmsir stjórnmála- menn barist mjög fyrir því að byggja í reynd nýjan flug- völl á rústum þess gamla. Verði ákvörðun um þessa rán- dýru framkvæmd knúin í gegn er ljóst að höfuðborgar- búar munu um langa framtíð búa við það alvarlega ör- yggisleysi og mikla ónæði sem í því felst að hafa stór- fellda flugumferð í miðri borginni. Sumir ráðamenn Reykjavíkurborgar hafa lýst sterk- um efasemdum um réttmæti þess að endurbyggja flug- völlinn í Vatnsmýrinni fyrir a.m.k. hátt á annan millj- arð króna, og vilja frekar nýta svæðið fyrir framtíðar- byggð þegar innanlandsflugið hefur fært sig um set til Keflavíkurflugvallar. Það er skynsamleg stefna sem líka tryggir best öryggi íbúa höfuðborgarsvæðisins. Elías Snæland Jónsson Fyrsti forsetabíllinn á Islandi til viðhalds og varöveislu. - Forsetahjónin prófa þægindin í Packardinum. Forseta- lánið myndavéla sem auka úrval ferðapésa með myndum af ljósaskipt- unum í Kvígindisdal. Bílakirkjugaröur Bessastaða? í framhcddi af þessu fetar hann ekki í fót- spor hinnar yrkju- vænu heldur forsetans á undan henni, forn- leifafræðingsins. Nú vantar hann próf í greininni og gerir sig þá að fornleifafræðingi á bila sem er ný fræði- grein á íslandi. Þá vaknar spurningin: Grefur hann bara i bílakirkjugarð Bessa- „Nú vantar hann próf í greininni og gerir sig þá aö fornleifafræö- ingi á bíla sem er ný fræöigrein á íslandi. Þá vaknar spurningin: Grefur hann bara í bílakirkjugarö Bessastaöa...?“ Kjallarinn Guöbergur Bergsson rithöfundur Ég veit ekki hvort íslendingar hafa átt barnaláni að fagna eftir að kýrin, lamb- ið, sóleyjar og horn- sílin hættu að sjá um uppeldi þeirra. Ekki máttu mæður vera að því. Þær höföu nóg að gera við það að böðlast í heyinu. Feður gerðu fátt annað en að koma þeim árlega á steypirinn og gá svo til veðurs af al- kunnri spádómsgáfu íslenskra karl- manna. Forsetalán frá fyrstu tíö Aftur á móti er al- kunna, að við höfum átt forsetaláni að fagna frá fyrstu tíð. í nafni þess síðasta gáfu helstu rithöf- undar þjóðarinnar út bókina Yrkja til þess að lúpínuvæða land- ið. Úr því þjóðin flutti ekki á sínum tíma búferlum til Alaska, fluttum við Alaska til okk- ar í lúpínulíki. ísland varð mesta lúpínuland í heimi, en þannig að núverandi for- seti segir að „ísland sækjum það heim“ sé stærsta eyðimörk i Evr- ópu, aðeins frjósamt fyrir filmur staða og gerir þannig greinarmun á því hvort í amerísku drulsunum hafi ekið Jón eða séra Jón? Þjófótta Helena í tengslum við forseta og bíla minnist ég bifreiðar Ceausescus, forseta Rúmeníu. Hann átti forláta bíl og tók með sér í opinberar heimsóknir til útlanda. Eitt sinn kom hann til Spánar og auðvitað með bílinn. Helena, forsetafrúin, var þjófótt og stal öllu steini létt- ara þar sem þau gistu. Gestgjöfunum sárnaði að missa gripina. Eina nóttina tóku þeir þýfið úr töskum hennar og allt smávægilegt í stofunum. Frúin varð æf þegar hún vaknaði og spurði: Er ég komin aftur í sama þjófa- og fátækrabæli og þegar ég vsæ krakki? Doktor í bílameöferð Reynt var að gera gott úr öllu og Ceausescu gefmn bill. Þú færð allt, ég ekkert, sagði frúin eðlilega fúl. Þá voru gerðar eftirlíkingar af dýrindis gripum sem hún fékk að stela. Nú höfðu þau fengið sitt og ákváðu að fara strax heim með góssið. Ekki gat heið- arlegur forseti farið gegnum tollinn með tvo bíla, svo hann gaf Carillo, formanni kommún- istaflokks Spánar, þann amer- íska en tók hinn heim til við- gerðar. Það gladdi mjög rúm- enska stráka á verkstæðum. En Ceausescu féll, þótt frúin kall- aði fram í fyrir réttinum: Ræflar, dæmið þið forseta sem ég sæmdi doktorsnafnbót í meðferð á bhum? Örlög bílsins á Spáni urðu harmsöguleg en verða ekki rakin hér. Guðbergur Bergsson Skoðanir annarra Lífeyrissjóðir og eigendurnir „Samkvæmt frumvarpinu sem nú er til umfjöll- unar í þinginu eru allir milli 16-70 ára skikkaðir til að greiða í samtryggingarsjóð. Það jafnar ósamræm- ið milli ráðdeildarmanna og trassanna ... Sjálfskipað vald verkalýðsfélaga og vinnuveitenda yfir lífeyris- sjóðunum er að mínu mati úr takt við tímann. Það er ekkert sem réttlætir það að stjórnir lífeyrissjóða séu í höndum annarra en þeirra sem eiga þá, þ.e. fólksins sem hefur öðlast þar lífeyrisréttindi. Það er því sjálfsögð krafa að stjórnir lífeyrissjóðanna verði skipaðar af aðalfundi eigenda sjóðanna." Kristján Pálsson í Alþ.bl. 23. apríl. Mistök dómskerfisins „í gær var dæmt í máli manns sem fyrr í vetur var kallaður „barnaníðingur" í fjölmiðlum ... Þetta mál vekur ekki traust almennings. Á að láta nú eins og „það sé engum til góðs að ýfa upp gömul sár?“ Sú meðferð er röng fyrir þolendur kynferðisofbeldis, og hún er fullkomlega röng og ósiðleg fyrir það kerfi sem afneitar eigin mistökum. Við höfum nú dæmi af sérstökum ríkissaksóknara sem rannsakar sam- skipti lögreglu og fikniefnasala. Sérstakur tilsjónar- maður kannar Geirflnnsmálið. Er ekki rétt að dóms- málaráðherra taki þetta mál sömu tökum?“ Stefán Jón Hafstein í Degi-Tímanum 23. apríl. Kosningaloforð frá 1994 „Borgarstjóri vildi ekki ræða þá staðreynd að hol- ræsagjaldið er ekki lagt á fólk eftir tekjum heldur eftir stærð húsnæðis. Gjaldið bitnar því harðast á fólki með lágar tekjur. Það má vera ljóst að bama- fjölskyldur og lágtekjufólk fara því verst út úr skattahækkunum og verðhækkunum R-listans. Ég býst ekki við að borgarbúar láti þessi svör borgar- stjóra nægja og óski svara um kosningaloforðin frá 1994.“ Hilmar Guðlaugsson í Mbl. 23. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.