Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 22
42 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1997 Afmæli Björgvin Sighvatsson Björgvin Sighvatsson, fyrrv. skólastjóri, Engjaseli 65, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Björgvin fæddist á Patreksfirði og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Héraðsskólann að Núpi i Dýrafirði, lauk kennaraprófi frá KÍ 1940 og hef- ur sótt ýmis námskeið er lúta að kennslu. Björgvin var kennari i Reykjavík 1942- 43, við Bamaskólann á Ísafírði 1943- 63 og skólastjóri þess skóla 1963-82. Hann var jafnframt í nokk- ur ár stundakennari við Gagnfræða- skóla ísafjarðar og Iðnskólann á ísa- firði og skólastjóri Iðnskólans þar 1959-64. Björgvin tók virkan þátt í félags- málum verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðuflokksins, var um skeið í stjórn Verkalýðsfélags Patreksfjarð- ar, var erindreki ASÍ 1940-42, í stjórn verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði 1949-57, formaður þess 1954-57, var starfsmaður Alþýðu- sambands Vestfjarða 1949-70, ritari þess 1952-54 og forseti þess 1954-70, var fulltrúi Vestfirðinga i stjórn ASÍ í nokkur kjörtímabil, átti sæti í stjórn Verka- mannasambandsins og sat i flokkstjórn Alþýðu- flokksins. Björgvin sat í stjórn Lífeyrissjóðs Vestfjarða 1970-81, i stjórn Kaupfé- lags ísfirðinga 1951-68, í stjórn Fjórðungssam- bands Vestfjarða, var formaður Kennarafélags Vestfjarða í nokkur ár, formaður í Alþýðuflokks- félagi ísafjarðar, varafúll- trúi í bæjarstjóm ísafjarðar 1950-54, bæjarfulltrúi þar 1954-72, forseti bæjarstjórnar 1966-71, gegndi ýms- um nefndarstörfum fyrir bæjarfélag- ið, s.s. í Fræðsluráði í þrettán ár og þá lengst af formaður þess. Hann sat í blaðstjórn Skutuls, blaðs Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum 1948-82 og var ritstjóri þess í mörg ár. Þá var hann einn af stofnendum Lions- klúbbs ísafjarðar og sat í stjórn hans. Fjölskylda Eiginkona Björgvins er Jóhanna O.M. Sæmundsdóttir, f. í Viðvík í Skeggjastaða- hreppi 28.8. 1919, húsmóð- ir. Foreldrar hennar voru Sæmundur Grímsson, b. á Egilsstöðum í Vopnafirði, og Jóhanna Þorsteinsdótt- ir frá Hesteyri. Sonur Björgvins og Jó- hönnu er Sighvatur K. Björgvinsson, f. 23.1. 1942, alþm., fyrrv. ráðherra og formaður Alþýðuflokks- ins, kvæntur Björk Melax húsmóður og eiga þau Qögur börn. Hálfbróðir Björgvins, sammæðra, var Eymundur Austmann Friðlaugs- son, f. 20.7. 1907, d. 2.6. 1988. Foreldrar Björgvins voru Sighvat- ur Árnason, f. í Reykjavík 22.8.1882, d. 26.8. 1968, múrari á Patreksfirði, og k.h., Kristjana Einarsdóttir, f. á Smyrlabjörgum 31.5. 1889, d. 4.7. 1972, húsmóðir. Ætt Sighvatur var sonur Árna, tré- smiðs I Reykjavík Magnússonar. Móðir Sighvats var Elín Sighvats- dóttir, frá Nýjahæ undir Eyjafjöllum Einarssonar, bróður Sveins, fóður Arnlaugar, móður Sighvats Bjarna- sonar, skipstjóra, bæjarfulltrúa og forstjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Sveinn var einnig langafi Bjarnhéðins Elíassonar, skipstjóra í Eyjum, og langafi Sjafn- ar, móður Magnúsar Jóhannessonar ráðuneytisstjóra. Kristjana var dóttir Einars, b. á Smyrlabjörgum í Suðursveit, bróður Alfheiðar, móður Gunnars Bene- diktssonar rithöfundar. Bróðir Ein- ars var Stefán, afi Stefáns Benedikts- sonar, þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli. Systir Einars var Guðný, amma Ein- ars Braga rithöfundar. Einar var sonur Sigurðar, b. á Lambleiksstöð- um, bróður Guðnýjar, ömmu Þór- bergs Þórðarsonar rithöfundar. Sig- urður var sonur Einars, b. á Brunn- um Eiríkssonar, b. á Brunnum Ein- arssonar. Móðir Eiríks var Þórdís, systir Jóns Eiríkssonar konferens- ráðs. Móðir Kristjönu var Hólmfríð- ur Bjarnadóttir, b. á Hæðargarði í Landbroti Gislasonar, á Maríu- bakka. Björgvin verður að heiman á af- mælisdaginn. Björgvin Sighvats- son. Konráð Jakob Stefánsson Konráð Jakob Stef- ánsson, matreiðslu- og kjötiðnaðarmeistari, Haandværkergade 10B 9600 Aars, Danmörku, varð fertugur í gær. Starfsferill Konráð fæddist í Reykjavík en ólst upp á Vopnafirði. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Hér- aðsskólanum á Laugar- vatni 1975, stundaði nám við Vélskóla íslands 1975-76, lærði kjötiðn við Iðnskólanum í Reykjavík 1977-81 og stundaði sið- an matreiðslunám við Hótel- og veitingaskóla íslands 1987-90. Konráð fór ungur tO sjós, fyrst frá Vopnafirði og var síðan á vertíð á Homafírði. Hann var rekstrar- stjóri hjá Kjötvinnslu Veitinga- mannsins 1981-85, verkstjóri hjá Dreifingu 1985-86, starf- rækti matstofuna Gæða- mat í Hafnarfirði 1990-91 og kaffistofuna Ingólfs- brunn í Reykjavík 1991-92. Konráð stofnaði fyrirtæk- ið Kátir kokkar - veislu- þjónustu, ásamt Guðna B. Einarssyni, 1991 og starf- rækti það til 1995, starfaði á Scandic hóteli á Reykja- víkurflugvelli 1995-96 er hann flutti til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni. Þar starfaði hann í átta mánuði hjá stórfyrirtækinu Danish Crown á Jótlandi en er nú matreiðslumaður á Dalgas-hóteli í Brande á Mið-Jót- landi. Konráð hefur stundað karate í fjórtán ár og verið í íslenska kara- telandsliðinu um árabO. Hann á ís- landsmet bæði sem einstaklingur og með liði Karatefélags Reykjavík- ur. Hann stundar nú æfingar í Aal- borg Karateskole og hefur tekið þátt í nokkrum mótum með liðinu þaðan. Hann hefur einnig gegnt stjómunarstörfúm innan Karatefé- lags Reykjavíkur og kennt þar karate. Fjölskylda Eiginkona Konráðs er Jónína 01- sen, f. í Reykjavík 30.10. 1963, tækniteiknari. Foreldrar hennar eru Sigríður Bryndís Guðmunds- dóttir kennari og Sven Erik Olesen keramikker, búsettur í Danmörku. Synir Konráðs og Jónínu era Brynjar f. 14.12 1988; Stefán f. 29.5 1990; Konráð Snær f. 21.6 1994. Fyrri kona Konráðs var Amheið- ur Bjömsdóttir nuddari. Böm Konráðs og Amheiðar eru Bríet f. 1.8 1978, unnusti hennar er Birgir og er dóttir þeirra Birta, f. 14.4 1997; Breka f. 1.4 1985. Bróðir Konráðs, sammæðra, er Bent Joenssen f. 15.4. 1946, rafvirki á Vopnafirði en kona hans er Ásta Björnsdóttir fiskverkakona og eiga þau fimm börn. Alsystkini Konráðs eru Alí Ped- erssen, f. 16.4.1952, stundar heima- hjálp, búsett í Færeyjum, gift Mart- in Pederssen trésmið og eiga þau fiögur böm; Hildur f. 29.2. 1956, hársnyrtir á Akureyri, gift Vigni Víkingssysni málarameistara og eiga þau þrjú börn; Sólrún f. 28.7. 1962, hársnyrtimeistari á Akureyri, gift Agli Áskelssyni bankastarfs- manni og eiga þau þrjár dætur. Foreldrar Konráðs voru Stefán Jakobsson, f. 27.10 1916, d. 30.7 1981, verkamaður, og Jenný Malena Jo- enssen f. í Færeyjum 27.12 1918, d. 5.5 1974, húsmóðir. Konráð langar að vera á Honolulu á afmælisdaginn, en verður sennilega að vinna svo sú ferð bíður betri tíma. Konráö Jakob Stef- ánsson. Ólafur Þorbjörn Guðmundsson Ólafur Þorbjörn Guðmundsson rafvélavirki, Eyjahrauni 1, Þorláks- höfn, er fimmtugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist á Selfossi og ólst þar upp. Hann gekk í Barna- og ung- lingaskólann á Selfossi, stundaði nám við Iðnskólann þar, lærði raf- vélavirkjun á verkstæði Kaupfélags Ámesinga frá 1966, lauk sveinsprófi 1970, stundaði nám við Tækniskóla íslands 1974 og lauk þar B-löggild- ingu í raf- og rafvéla- virkjun. Að námi loknu réði Ólafur sig á rafmagns- verkstæði Neista í Vest- mannaeyjum. Hann flutti til Þorlákshafnar í gos- inu en starfaði áfram hjá Neista sem flutti þá þjón- ustu sína upp í sjávar- þorpin á Suðurlandi. Eftir að Neisti flutti starfsemi sína aftur til Vestmannaeyja keypti Ólafur vöruflutningafyr- irtæki sem þjónaði Þor- lákshöfn og Hveragerði frá Vöru- flutningamiðstöðinni. Hann starf- rækti fyrirtækið 1980-94, seldi þá reksturinn en tók aftur til við raf- vélavirkjun. Hann starfar nú hjá rafverktakafyrirtækinu Rafvör í Þorlákshöfn. Fjölskylda Ólafur kvæntist 26.4. 1969 Hrafn- hildi Guðmundsdóttur, f. 9.7. 1943, sundþjálfara. Hún er dóttir Guð- mundar Ólafssonar sem lést 1989 og Sesselju Einarsdóttur, húsmóður í Reykjavík. Börn Ólafs og Hrafnhildar eru Magnús Már Ólafsson, f. 16.9. 1967, trésmiður í Reykjavík en sambýlis- kona hans er Bylgja Matthíasdóttir og eiga þau eitt barn; Bryndís Ólafs- dóttir, f. 17.8. 1969, íþróttakennari í Þýskalandi en sambýlis- maður hennar er Heinz Ollesch; Hugrún Ólafs- dóttir, f. 16.7. 1971, hús- móðir í Hveragerði, gift Jónasi Páli Birgissyni og eiga þau þrjú böm; Amar Freyr Ólafsson, f. 24.12. 1973, nemi í viðskipta- fræði í Bandaríkjunum. Systkini Ólafs eru Erla Guðmundsdóttir, f. 9.12. 1938, móttökuritari við Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi; Ingunn Guð- mundsdóttir, f. 12.10. 1951, bankaritari Landsbanka íslands á Selfossi. Foreldrar Ólafs: Guðmundur Geir Ólafsson, f. 22.8.1911, fyrrv. verslun- armaður á Selfossi, og Elínborg Sig- urðardóttir, f. 25.8.1913, d. 5.11.1993, húsmóðir. Ólafur og HrafnhUdur taka á móti gestum í Kiwanishúsinu í Þorláks- höfn, föstudaginn 25.4. frá kl. 18.00. Carrier bílkæli- og frystibúnaður Opið hús hjá Aflrás ehf., að Eirhöfða 14, dagana 25 og 26 apríl Komið og fáið tæknilegar upplýsingar og ráðgjöf hjá bæði innlendum og erlendum sérfræðingum okkar. Sölustjóri Carrier í Danmörku verður á staðnum. Allt sem þig vantar að vita um bílkæli- og frystibúnað á einum stað. Verið velkomin að Eirhöfða 14. A /AFU TÆKI TIL LANDFLUTNINGA . Eirhöfða 14-112Reykjavík /AFLRAS Sími 587 8088 - Fax 587 8087 - GSM 898 5144 Ólafur Þorbjörn Guðmundsson. Til hamingju með afmælið 25. apríl 95 ára ÞorkeU Ásmundsson, HjaUaseli 55, Reykjavík.__________ 85 ára Guöbjörg Einarsdóttir, Skúlaskeiði 30, Hafnarfirði.______ 75 ára Olafur'W.R'.'Kratsch,------------- Skeiðarvogi 115, Reykjavík. Gunnar S. Guðmundsson, HjaUabraut 33, Hafnarfirði._______ 70 ára _______________________ Ásdís Þórðardóttir, Brúarlandi, Fellahreppi. Þórdís Pálsdóttir, Mávahlið 34, Reykjavík. Þórarinn Guðmundsson, Skagabraut 50, Akranesi. Sigurjón Sigurðsson, Hlíðargarði, Hlíöarhreppi. Hann er að heiman.________________ 60 ára Lucinda Gígja MöUer, Ásvegi 16, Akureyri. Eiginmaður hennar er HaUdór Hallgrimsson skipstjóri. Þau taka á móti gestum í húsi Hjálparsveitar skáta, Viðjulundi 1, í dag, fóstudaginn 25.4., frá kl. 17.30- 20.00. Kristín Jónsdóttir, Sefgörðum 16, Seltjarnarnesi. Ragnheiður Haraldsdóttir, Drápuhlíð 20, Reykjavík. Birgir Bragason, Laugavegi 81, Reykjavík. Ásdis Gunnarsdóttir, Flókagötu 41, Reykjavík.__________ 50 ára Sigriður Sigurjónsdóttir, Austurströnd 6, Seltjamamesi. Sjöfn Ragnarsdóttir, TorfufeUi 25, Reykjavik. ÞórhaUur Arason, Brekkubyggö 26, Garöabæ. Ragnheiöur Valdimarsdóttir, Heiðargeröi 24, Reykjavík. Birgir Úlfsson, Bjarnhólastíg 4, Kópavogi. Katrín Eiríksdóttir, FeUsmúla 5, Reykjavík. Svavar Bjömsson, Strandgötu 4, Neskaupstaö. Pétur Rúnar Sturluson, Grettisgötu 53B, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum á Píanó- bamum, Hafnarstræti, i kvöld frá kl. 20.00.____________ 40 ára Ásborg Ósk Arn- þórsdóttir ferðamálafuUtrúi í uppsveitum Ámes- sýslu, Kistufelli 17, Sel- fossi, varð fertug í gær. Eiginmaður hennar er Jón K.B. Sigfús- son, rekstrarstjóri í Aratungu, sem varð fertugur þann 9.2. sl. í tUefni afmælanna taka þau hjónin á móti gestum i Ara- tungu laugardag- inn 26.4. kl. 21.00. Siguröur Jóhann Hauksson, Stekkjarholti 4, Akranesi. Guðrún Sigurjónsdóttir, Fomhaga 21, Reykjavík. Magnús Sigurðsson, Holtsgötu 12, Hafnarfirði. ívar Snorri Halldórsson, Blöndubyggð 8, Blönduósi. HrafnkeU Stefánsson, Kúfhóli, Áustur-Landeyjahreppi. Guðmundur Brynjar HaUgrímsson, Bugðutanga 2, MosfeUsbæ. Kolbrún Friðgeirsdóttir, Heiðarlundi 4F, Akureyri. Ásgerður Ingibjörg Magnúsdóttir, Tjamarmýri 18, Seltjamarnesi. Gíslína Vilhjálmsdóttir, Gesthúsavör 6, Bessastaðahreppi. Sigurjón Georgsson, Vesturbergi 77, Reykjavík. Hannes Einarsson, Drápuhhð 17, Reykjavík. HaUdór Tryggvi Gunnlaugsson, Þorsteinsstööum, Svarfaðardals- hreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.