Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 11
FOSTUDAGUR 25. APRIL 1997 S annir karlmenn? menning 11 Þó aö komið sé að lok- um leikárs er lengi von á einum. Þjóðleikhúsið frum- sýndi Listaverkið eftir frönsku skáldkonuna Ya- smina Reza á Litla svið- inu síðasta vetrardag. Þarna er komin ein besta leiksýning ársins og áreiðanlega sú allra fyndnasta. Þrír vinir hafa haldið hópinn um árabil. Sam- skiptamunstrið er fast- mótað, en nú standa breytingar fyrir dyrum. Spennan hleðst upp og loks verða sakleysisleg málverkakaup eins þeirra til þess að allt fer í bál og brand. Þeir segja umbúða- laust meiningu sina hver um annan og þar flýgur mörg hnútan sem betur hefði verið látin kyrr liggja. Textinn er skemmti- lega skrifaður og trúi ég að þýðing Péhirs Gunnarssonar spilli þar ekki fyrir. Allir þræð- ir eru fléttaðir saman af öryggi. Persónugerð- imar eru óborganlegar en mn leið svo ósköp raunverulegar hver fyrir sig að lýsingin gæti átt við nánast hvaða „saumaklúbb" sem er. En verkið er ekki bara fyndið, þó að áhorf- endur hlæi dátt að afhjúpun á eðli vináttunn- ar og hádramatískri krufningu á gildi lista! Likt og í málverkinu, sem kemur öllum ósköp- unum af stað liggur dýpri merking falin und- ir yfirborðinu. Persónumar em ekki einlitar týpur heldur eiga þær sínar óvæntu hliðar - jaftivel tragíska dýpt - og það er leikstjórans og leikaranna að koma þeim margfóldu skila- hoðum til áhorfenda. Hilmir Snær, Baltasar og ingvar E. - sannir karlmenn. Leiklist AuðurEydal Og þar em engir aukvisar að verki. Guðjón Pedersen vinnur hér enn einu sinni frábæra leikstjómarvinnu við mótun sýning- arinnar og leikmynd og búningar Guðjóns Ketilssonar undirstrika á gamansaman hátt umhverfi og lífsmáta þessara ólíku félaga. En það eru fyrst og síðast þeir Ingvar E. Sig- urðsson (Sergé), Hilmir Snær Guðnason (Ivan) og Baltasar Kormákur (Mark) sem eiga sviðið, og óhætt að segja að þeir fara heilu kollhnísana fram úr sjálfum sér í leikgleði og skemmtilegri tján- ingu og em þó að góðu kunnir. Hlutverkin gefa mismunandi sóknarfæri. Hilm- ir Snær sýnir hér á sér nýja hlið og fatast hvergi í hlutverki „trúðs- ins“ í hópnum, þar sem grátur og hlátur blandast saman. Manngerð- in er fyndin og hremmingar pilts- ins með ólíkind- um þegar hann lendir á milli steins og sleggju í valdabaráttu hinna tveggja. Baltasar Kor- mákur er ekki síðri sem hinn fúli og afturhaldssami Mark. í útlitshönnun persónunnar er bragðið á óvænt ráð og féll það í góðan jarðveg hjá áhorfend- um. Ingvar túlkar listunnandann Sergé af fyr- irhafharlausri lipurð og saman gefa þessir þrír karakterar óborganlega mynd af sam- skiptum „sannra karlmanna". Það er alveg óhætt að hvetja alla til að sjá þessa sýningu. Þjóðleikhúsið sýnir á Litla sviði: Listaverkið Höfundur: Yasmina Reza Þýðing: Pétur Gunnarsson Lýsing: Guðbrandur Ægir Leikmynd og búningar: Guðjón Ketilsson Dramatúrg: Bjarni Jónsson Leikstjórn: Guðjón Pedersen DV-mynd ÞÖK Kertaljósadjass Sem betur fer á djasstónlist stimdum heima í menningar- miðstöðvum og listasöfnum en ekki einungis á krám, í klúbb- um og vínstúkum - auk þess sem hann á í öðrum tilvikum heima í stórum tónleikasölum. Spurningin er kannski hvernig tónlistin eigi að vera til að henta frem- ur listasafni en vínstúku. Betur æfð og flutt af betri tónlistar- mönnum? Kannski er bara stigs- munur; þögn áheyr- enda í stað skvaldurs þeirra sem sitja yfir glasi. í Gerðar- safni á mánudags- kvöldið léku Kjartan Valdimars- son píanó- leikari og Sigurður Flosason saxófónleik- ari nokkur þekkt verk, aðallega úr bandarísk- um söng- leikjum, sem lengi hafa yljað djass- unnendum og þeim sem kunna að meta vel samin lög. Eitt af þeim bestu er „Lush Life“ eftir Strayhom sem var fyrsta verkið á eftiisskrá þeirra félaga. Kjartan var óvenju stífur i fyrsta sólóinu, og í næsta lagi, I Loves You Porgy, var eins og skorti bláu nótumar og Bess varð allt í einu evrópsk að upp- Kjartan Valdimarsson og Siguröur Flosason sýndu sínar bestu hliöar. Djass Ingvi Þór Kormáksson rana. En í þriðja laginu, „Uppá- haldshlutunum" hans Richards Rogers, small allt saman. Út- setning og túlkun Kjartans og Sigurðar á því voru hrein snilld. í hinni hægu og einkar fal- legu sömbu, Estate, notaði Sig- urður hristur og í Winter Moon eftir Carmichael hengdi hann sig í lítið klukkuspil (chimes) sem gaf frá sér velpassandi vetrarlegan - eða jafn- vel jólaleg- an klið meðan hann lék á altsaxófón- inn. Hann lék einnig á barítón í tveimur lögum og hassaklar- ínett í einu og nýtti sér vel hljóm- burðinn í salnum. Hver ein- asti smá- blástur og veikasti tónn komst skýrt til skila. Það . er hreinlega að bera i bakkafullan lækinn að fara að ausa Sigurð öllu því lofi sem hann á skilið, svo best er bara að greina frá því hér og nú að þeir Kjartan sýndu þama sínar bestu hliðar og trúi ég að fáir hafi verið ósnortnir af frá- bæram flutningi þeirra. Margt býr í myrkrinu íslensku bamabókaverðlaunin voru veitt í gærdag, tólfta árið í röð. Oftast hafa nýir höfundar hlotið þau fyrir sína fyrstu bók, en að þessu sirrni fékk þau Þor- grímur Þráinsson fyrir tíundu bók sína á átta árum, Margt býr í myrkrinu. Bækur Þorgríms hafa verið óhemjuvinsælar meðal bama og unglinga en hann hefur einnig stýrt íþróttablaðinu í áratug og er nýráðinn fram- kvæmdastjóri Tóbaksvama- nefndar. Margt býr í myrkrinu er spennusaga sem sækir hrollinn í löngu liöna atburði. Gabríel fer vest- ur á Snæfells- nes milli jóla og nýárs til að vera afa sínum til halds og trausts. Á leið- inni í rútunni segir bilstjór- inn honum frá Axlar-Bimi og illvirkjmn hans sem hann framdi skammt frá heimili afans fyrir 400 árum, og þessar frásagnir fara að sækja að Gabríel meðan ill- viðrin lemja bæinn utan. Hugmyndin kom til Þorgríms yfir uppvaski í fyrrasumar og lét hann ekki í friði fyrr en sagan var orðin til. En fyrir hvaða aldurs- hóp er bókin hugsuð? „Það er dálítið erfitt að segja,“ svarar Þorgrímur. „Ég ætti auð- veldara með að svara þessu ef samskipti unglinganna væra meiri í bókinni. Söguhetjan er fjórtán ára og mig langar til að segja að þetta sé unglingabók, en ég veit að hún verður lesin af krökkum allt niður í átta - níu ára. Þetta er svona krakkabók." Þorgrímur Þráinsson. - Hún er sem sagt ekki svo hryllileg þó að Axlar-Bjöm sé per- sóna í henni? „Nei, ég passa mig á því, enda er þetta ekki söguleg skáldsaga. Sagan af Axlar-Bimi er endursögð í bókinni en að öðra leyti gerist hún í nútímanum." Þegar síðasta unglingabók Þor- gríms kom út fyrir jólin 1995 lýsti hann því yfir að hann væri hætt- ur að skrifa fyr- ir höm og ung- linga. - Þýðir þessi saga að þú sért hættur við að hætta? „Veistu það,“ segir hann eftir nokkra umhugs- un, „ég hef oft brosað að rithöf- undum sem segja að þeir ráði ekkert hvað þeir skrifi næst. Það er ekkert leyndar- mál að ég hef verið að vinna að skáldsögu fyrir fullorðna í fjögur ár og stefni á útgáfu í haust. En þegar hugmynd kem- ur sem lætur DV- mynd S mann ekki í friði þá verður maður að kýla á hana. Ég hefði alveg getaö gefið þessa bók út fyrir siðustu jól en ég vildi bara ekki vera á mark- aðnum og ákvað að prófa einu sinni að senda handrit í sam- keppni - ég hef aldrei gert það áður. Ég reyndist sem sagt ekki geta stjómað því hvað ég skrifa - ég verð bara að viðurkenna það!“ Það era fjórir aðilar sem standa að íslensku bamabókaverðlaun- unum: Vaka-Helgafell sem gefur bókina út, fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar rithöfundar, Barna- bókaráðið og Bamavinafélagið Sumargjöf. Harmoníkuplata Út er kominn geisladiskurinn Listen þar sem Tatu Kantomaa leikur tólf lög á harmoniku. Tatu er 22 ára Finni en fluttist til Reykjavíkur í fyrrasumar. Hann byrjaði að læra á harmoníku þegar hann var sjö ára og hélt fyrstu einleikstónleika sína ellefu ára gamall. Síðan hefur hann hald- ið tónleika viða um heim, tO dæmis í Bandaríkjunum, Japan, Austurríki, Nor- egi og hér heima. Meðal laganna sem Tatu leikur á disk- inum má nefha Vikivaka eftir Jón Múla Ámason, Raddir vorsins eftir Johann Strauss, Ungverska rapsódíu no. 2 eftir Franz Liszt að ógleymdu II treno, Lest- inni, sem hann leikur af mikilli fimi. Tatu er núna á tónleikaferð um landið og leikur á Austurlandi um helgina. 30. apríl leikur hann í Hafnarborg í Hafhar- firði og heldur svo norður í land. Á Ak- ureyri verður hann 11. maí. Ljóð líðandi stundar Á alþjóðadegi bókarinnar í fyrradag kom út ný ljóðabók eftir dr. Sturlu Friðriksson sem hann nefnir Ljóð líðandi stundar. Þetta er þriðja ljóðabók hans. Hér tínir hann til kvæði sem hann hefur ort fyrir fjöl- skyldu og kunningja eða við einhver sér- stök tímamót, eins og 'höfundur segir í formála, ,og jafnvel hugrenningar um Reykjavík. ... Ég ólst upp við Bragagöt- una sem strákur, og var gatan leikvöllur okkar krakkanna. Var það lengst af hættulítið því að varla var um nokkra teljandi bílaumferð að ræða. ... Stein- bryggjan við gömlu höfnina var eftir- minnileg. Um hana gengu sjómenn, kon- ungar og flugmenn, og við hana mátti veiða marhnút og ufsa. Hún var merki- legt mannvirki, því hefur hún orðið mér að yrkisefni." í bókinni eru einnig þýðingar á nokkrum Ijóðum, þar á meðal „Fang- anum í Chillon" eftir Byron lávarð. Mun- inn-íslendingasagnaútgáfan gefur út. Trúnaðarmál í Tehúsinu Á miðnætti milli sumars og vetrar var opnuð sýning á verkinu Trúnaðarmál eftir Harald Jónsson myndlistarmann í Tehúsinu hjá Hlaðvarpanum við Vestur- götu. í verkum Haraldar birtast gjarnan hinar ýmsu myndir einangrunar en einnig nýstárlegir möguleikar á tjáskipt- um. Sýningin er opin öll kvöld sem uppá- komur era í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarp- anum og stendur hún í tuttugu og einn dag. Undur veraldar: Sápukúlur Reynir Axelsson, dósent í stærðfræði, heldur fyrirlestur í röðinni Undur ver- aldar á morgun, laugardag, kl. 14, og nefnir hann „Sápukúlur og stærðfræði". Hvers vegna eru sápukúlur og sápu- himnur í laginu eins og þær eru? Leitin að stærðfræðilegu svari við þessari ein- foldu spumingu hefur kallað á margs konar nýstárleg hugtök og vakið upp margar spurningar sem hefur reynst undarlega erfitt að svara, segir í kynn- ingu. Ekki datt okkur það í hug þegar við horfðum á eftir sápukúlunum upp í himinblámann í gamla daga. Fyrirlesturinn er í sal 3 í Háskólabíói og þangað eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Umsjón Silja Aðalsteinsdðttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.