Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 20
40
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1997
Iþróttir unglinga
Sveitaglíma Islands, yngri flokkar, 1997 í Hagaskóla:
Þingeyingar sterkir
- sigruðu í tveimur aldursflokkum af fimm mögulegum
Sveitaglíma íslands í yngri ald-
ursflokkum stráka og stelpna fór
fram í Hagaskóla 6. apríl. Það voru
mörg vösk og baráttuglöð lið mætt
til leiks og var mikil skemmtim að
fylgjast með hæfni krakkanna.
HSÞ sigraði í tveimur sveitum og
KR, UÍA, og HSK í einni hver.
Úrslit og stigaskor urðu sem hér
segir.
Unglingar -16-19 ára:
1. A-sveit HSÞ 2. B-sveit HSÞ . 19,5 . . 5,5
Sveinar- 13-15 ára:
1. UÍA . . 39
2. KR . 15,5
3. HSK . .33
4. Ejölnir . 12,5
Piltar —10—12 ára:
1. A-sveit KR . 38,5
2. HSK
3. Fjölnir . . 16
4. B-sveit KR .. 15
Umsjón
Halldór Halldórsson
Meyjar -13-15 ára:
1. A-sveit HSÞ.....................11,5
2. B-sveit HSÞ......................4,5
Telpur -10-12 ára:
1. HSK.............................28,5
2. Fjölnir...........................17
3. KR...............................2,5
Höfum góöan þjálfara
Þórólfur, Guðmundur, Sigurður,
Snær og Jóhann, UÍA (sjá mynd),
eru i Val frá Reyðarfírði og sigruðu
með yflrburðum i flokki 13-15 ára:
„Við höldum stundum að við
séum þeir einu sem geta eitthvað í
glímu í þessum aldursflokki á
Austurlandi. En auðvitað er það
ekki rétt, það er bara svolítið langt
á miili staða. HSK-liöið er sterkt en
við unnum þá samt 14,5 gegn 10,5.
Jú, við erum með mjög góðan
þjálfara, Þórodd Helgason, - hann er
frábær," sögðu Valsaramir frá
Reyðaifirði.
Handbolti,j5. fl. stelpna:
Fram íslands-
meistari
Framstelpumar stóðu sig vel í
úrslitakeppni íslandsmótsins í 5.
flokki, sem fór fram í Kaplakrika
fyrir stuttu síðan. Fram sigraði í
A- og C-liði, en Stjaman í keppni
B-liða .- Nánar verður sagt frá
úrslitunum síöar í DV.
Grótta mætti ekki til leiks
Grótta átti að mæta með B- og
C-lið í úrslitakeppnina en létu
ekki sjá sig. Þetta er að verða
meiri háttar vandamál í hand-
boltanum, því þetta er ekki í
fyrsta sinn sem slíkt virðingar-
leysi er sýnt í úrslitakeppninni.
Sigurlið UÍA, í flokki 13-15 ára, var skipað sterkum strákum úr Val frá Reyðarfirði. Frá vinstri: Þórólfur Valberg
Valsson, 15 ára, Guömundur Þór Vaisson, 14 ára, Sigurður Örn Sigurðsson, 15 ára, Snær Seljan Þóroddsson, 14 ára
og Jóhann Ingi Jóhannsson, 14 ára. DV-myndir Hson
i ’ >» 4-
t’ ' ^4 r ■fj
Fjölnisstelpurnar stóöu sig vel og uröu f 2. sæti í flokki 10-12 ára. Frá vinstri: Brynja Björk
Harðardóttir, 12 ára, Anna Rós Harðardóttir, 11 ára, fyrirliöi, Giovanna Soffía Gabriella Spanó, 9
ára og Ólöf Mjöll Guöjónsdóttir, 11 ára.
KR-liðiö, 13-15 ára. Frá vinstri: Einar Árnason, 12 ára, Jókum Ingason, 12 ára, Garpur Ingason,
12 ára tvfburar, Niels Magnússon, 13 ára, Ágúst Snorrason, 13 ára og hinn frábæri þjálfari
strákanna, að sögn þeirra, Jón Birgir Valsson.
Úrslitakeppni íslandsmótsins í handbolta yngri flokka:
Fyrstu meistarar Fylkis
- sigruöu FH í úrslitaleik í 4. flokki kvenna, 18-14
Fylkir eignaðist sinn fyrsta
íslandsmeistara í handbolta síð-
astliðinn laugardag þegar stelp-
umar í A-liði 4. flokks unnu FH í
úrslitaleik, 18-14, í skemmtilegum
og spennandi leik, sem fór fram í
Strandgötu. Öðmm úrslitaleikjum
lauk sem hér segir.
4. flokkur karla, A-lið: Vík-
ingur sigraði Stjörnuna, 20-17, í
bráðflömgum úrslitaleik.
4. flokkur karla, B-lið: Valur
sigraði Víking, 16-14.
3. flokkur karla, A-lið: KA
sigraði Fram í úrslitaleik, 21-13.
Léttur sigur hjá KA og réttlátur,
því Framarar komust aldrei al-
mennilega inn í leikinn.
3. flokkur kvenna: KR varð
meistari, sigraði Víking, mjög ör-
ugglega, í úrslitaleik, 16-8.
4. flokkur kvenna: Fylkir varð
íslandsmeistari, sigraði FH, 14-8.
4. flokkur kvenna B-lið: Valrn-
vann Viking, 16-10, í úrslitaleik.
2. flokkur kvenna: Valsstúlk-
umar sigmðu Stjömuna, nokkuð
örugglega, 26-21.
íslandsmótiö lítilsvirt
í undankepppninni á föstudag, í
leik B-liða stráka í 4. flokki, miili
Víkings og ÍR, varð að framlengja
í tvígang. Bæði lið gengu af vefli í
hálfleik seinni framlengingar og
mótmæltu dómgæslu. Auövitað
átti að vísa báðum liðum úr
keppninni, en annað kom upp, því
HSÍ ákvað að liðin skyldu spfla
síðustu 5 mín. leiksins á sunnu-
deginum og vann Víkingur, 28-27.
Þvílíkt og annað eins! Til þess að
bæta gráu ofan á svart, neituðu
ÍR-ingar að borga þátttökugjald
fyrir liðið, sem var 4 þús. kr., og
komust upp með það.
Þáttur fuflorðinna var stór í
þessu máli og er napurt til þess að
vita að HSÍ skuli beygja sig í duft-
ið fyrir ólátum áhangenda liða,
sem í þessu tilfefli vom jafnvel
foreldrar hinna ungu leikmanna!
Nánar um úrslitakeppnina á
unglingasíðu i DV síðar.
Sveit HSK fór ekki erindisleysu í Hagaskóla. Stelpurnar eru þrælgóðar enda
sigruöu þær i flokki 10-12 ára í sveitaglímunni og voru einu sigurvegarar
HSK í íslandsmótinu 1997 og geta þær svo sannarlega veriö hreyknar yfir
frammistöðunni. - Frá vinstri: Harpa Særós Magnúsdóttir, Hugrún Geir-
dóttir, Berglind Kristinsdóttir, Hildur Ösp Garðarsdóttir og Ingibjörg Mark-
úsdóttir.