Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1997 V 9 Clinton fagnar samþykki efna- vopnasamnings Bill Clinton Bandarikjaforseti fagnaði því í gærkvöld aö öldunga- deild þingsins skyldi hafa sam- þykkt samning um algjört bann á efnavopnum. Hann sagði samninginn þjóna hagsmun- um Bandaríkj- anna vel. Sjötiu og fjór- ir öldungadeild- arþingmenn voru hlynntir samningnum en 26 á móti. Tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til aö samþykkja hann. Nú stendur því ekkert í veginum fyr- ir þvi að Bandaríkin geti staðfest samninginn sem gengur í gildi næstkomandi þriðjudag. Fyrstu vitnin kölluð fýrir í sprengjumálinu Búist er við að saksóknarar kalli í dag fyrir fyrstu vitnin í málinu gegn Timothy McVeigh sem er ákærður fyrir að hafa stað- iö að sprengjutilræðinu í Okla- homaborg fyrir tveimur árum. Hátt á annað hundrað manns týndu lífi í sprengingunni. Saksóknarar sökuðu McVeigh í gær um að vera öfgasinnaðan hægrimann sem hefði haldið aö sprengjutiiræðið yrði kveikjan að annarri bandarískri byltingu. Lögfræðingm- sakbomingsins sagðist aftur á móti ætla að færa sönnur á að rangur maður hefði verið ákærður í málinu. McVeigh hefur lýst sig saklaus- an af öllum ákærum. Hann skrif- aði mikið hjá sér þegar saksókn- ari og verjandi reifuðu málið við upphaf réttarhaldanna í gær, á stundum ákaflega þungur á brún og taugaspenntur. Reuter Áhlaupiö á japanska sendiherrabústaöinn í Lima: Gíslar segja skæruliða hafa verið tekna af lífi Perúskir sérsveitarmenn tóku einn skæruliða af lífi og drápu aðra sem gefist höfðu upp í áhlaupinu á bústað japanska sendiherrans í Lima á þriðjudaginn, að því er fyrr- um gíslar greindu frá í gær. Haft er eftir ónafhgreindum gísl að einn skæruliðanna hafi verið gripinn, fluttur á brott og síðan skotinn. „Ég gerði mér grein fyrir að skæruliðinn hafði verið skotinn þegar ég heyrði fféttina um að allir skæruliðamir fjórtán hefðu látið líf- ið í áhlaupinu," sagði einn gíslanna í viðtali við japanska fréttastofu. Dagblaðið La Republica hafði það eftir starfsmanni perúsku leyni- þjónustunnar að greinilega hefði heyrst að tvær táningsstúlkur með- al skæruliðanna hefðu gefist upp þegar hermenn gerðu árás á sendi- Perúskir hermenn við Ifk eins skæruliöanna. Simamynd Reuter herrabústaðinn gegnum göng og sprengdu göt á gólf og veggi. „Við gefumst upp. Við gefumst upp,“ hrópuðu stúlkumar samkvæmt frá- sögn leyniþjónustumanns sem hlustaði á atburðarásina með hler- unarbúnaði. Rodolfo Munante, landbúnaðar- ráðherra Perú, sagði að einn skæm- liðanna, sem reynt hefði að gefast upp, hefði verið skotinn með vél- byssum. Heimildarmenn innan hersins segja að sérsveitarmennimir hafi fengið skipanir um að taka enga til fanga. Þeir fáu gíslar, sem hafa verið fúsir að tjá sig um vistina í sendi- herrabústaðnum, segja hana hafa verið skelfilega. Þeir hafi átt erfitt með svefri þar sem mýs hafi verið úti um allt. Skæruliðamir hafi reglulega haldið æfingar vegna mögulegrar árásar. Æfmgunum hafi lokið með því að skæruliðamir miðuðu vopnum sínum á gíslana samtímis því sem þeir hótuðu að sprengja þá í loft upp. Gíslarnir fengu viðvörun um væntanlegt áhlaup tíu mínútum áður en það hófst. Að sögn heimild- armanna innan hersins fékk einn gíslanna, sem er sjóliðsforingi, boð í gegnum boðtæki sem skæruliðum hafði yfirsést. Einn leiðtoga Tupac Amaru skæruliðanna, sem var meðal þeirra sem hertóku sendiherrabú- staðinn í Lima, var jarðsettur í gær. Stuðningsmenn skæruliðahreyfing- arinnar hrópuðu við útfórina að skæruliðanna yrði hefiit. Reuter Eignaðist barn tæplega 64 ára Læknar í Kalifomíu, sem önn- uðust konu er var tæplega 64 ára er hún eignaðist stúlkubam i nóv- ember síðastliðnum, láta sér fátt um finnast þótt hún hafi logið til um aldur er hún gekkst undir gervifrjóvgun. Segja þeir afrek konunnar áfangasigur í jafnréttis- baráttu kynjanna. Aldurstakmarkið fyrir gervi- frjóvgun í Kaliforníu er 55 ár. Konan kvaðst vera 50 ára er hún hóf meðferðina en var í raun 60. Reuter Alistair Darling, aðalaritari Verkamannaflokksins, og frambjóöandinn Gisela Stuart í góðum hópi eftirlíkinga af John Major forsætisráöherra. Slmamynd Reuter Major öskuillur út í Tony Blair og kallar hann lygara Baráttan milli Verkamanna- flokksins og íhaldsflokksins fyrir kosningamar i Bretlandi 1. maí verður óvægnari með hverjum deg- inum sem líður. John Major forsæt- isráðharra, sem nýtur mun minna fylgis í skoðanakönnunum, réðst af mikilli heift að Tony Blair, leiðtoga Verkamannaflokksins, í gær og sak- aði hann um lygar og grófyrtar ásakanir. Blair reitti Major svona til reiði með fullyrðingum sínum um að íhaldsmenn ætluðu að skattleggja matvæli og leggja niður eftirlauna- kerfi ríkisins ef þeir kæmust aftur til valda. „Á mannamáli era þetta bara lyg- ar og ég vona að Verkamannaflokk- urinn sjái sóma sinn í að draga þær til baka,“ sagði Major þegar hann var á leið á kosningafund í rafeinda- tækjaverksmiðju í norðurhluta Eng- lands. Blair þvertók hins vegar fyrir að gefa nokkuð eftir. „Ég dreg ekkert af þessu til baka,“ sagði hann í viðtali við BBC-sjónvarpið seint í gær- kvöldi. Fjölmiðlar sögðu að Verkamanna- flokkurinn ætlaði að taka aftur upp árásir á áform stjómvalda um breytingar á skipan lífeyrismála. íhaldsmenn lögðu nýlega fram áætlanir sem gera ráð fyrir því að ungir Bretar geti tryggt framfæri sitt í ellinni betur með því að fjár- festa í einkareknum lífeyrissjóðum í stað þess að leggja í núverandi lif- eyrissjóði hins opinbera. PIONEER The Art of Entertainment GEISLASPILARI j w aii? 19.900,-1 SJONVÖRP OG MYNDBANDSTÆKI LOEWE. wm Samkvæmt nýjustu skoðanakönn- unum hefur Verkamannaflokkurinn nú 16 til 18 prósentustiga forskot á íhaldsflokkinn. Reuter Hljómtækja- versíun Akureyri BT462 3626 Norðurlands örugg þjótiusta ífjörtíu ár Þarftu ad yngja upp... Sannkölluð Franska kosningabaráttan: Skipst á föstum skotum Frönsku þingkosningamar í lok næsta mánaðar eru farnar að snúast upp í slag milli þeirra Alains Juppés forsætisráðherra og Lionels Jospins, leiðtoga sósíalista. Þeir skiptust á föstum skotum í gær þegar Juppé sakaði Jospin um að svíkja hugsjón- ir sínar með því að makka viö kommúnista. Sósíalistaleiðtoginn svaraði þá að bragði og kallaði for- sætisráðherra einræðishneigðan hrokagikk. Ný skoðanakönnun tímaritsins Le Point bendir til að stjórnarflokkarn- ir muni vinna mjög naumlega. Þeim er spáð 292 þingsætum af 577. Sósí- alistar fengju 256 þingmenn sam- kvæmt könnuninni, kommúnistar 28 og Þjóðfylkingin, flokkur hægröfga- manna, einn þingmann. Reuter Wíenml'1*!'ahUS' '"6 heimilistækin? Við eigum þau flest! Creda 1000 sn.þvottavél Notar allt að 34% minna vatn og 36% minna rafmagn en eldri genðir. Skynjarmagn. Fínskolun (ofnaémisvöm) Úðar þvottinn stöðugt Stiglaus hitastillir Hraðþvottakerfi (30 mín.) 15 mismunandi kerfi. Ullarkerfi. Krumpuvöm. TekurSkg. VERIÐ VELKOMIN í VERSLUN OKKAR RílFMKJOUERZLIJN ÍSLflNDSIÍ -ANNO 1929- Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.